Finndu gönguleiðina þína


Veldu landshluta og flokk
Styttri ferðir
Fjölskyldan
Dagsferðir
Lengri ferðir
Helgarferðir
Fjallgöngur

Nýjustu gönguleiðirnar

Stakkholtsgjá

Ansi vinsæll viðkomustaðar ferðalanga á leið í Þórsmörk eða Bása. Ekki að ástæðulausu því Stakkholtsgjá er geysifalleg og magnþrungið náttúrufyrirbæri. Gjáin liggur hátt í tvo kílómetra inn í landslagið og rís hæst í um 100 metra hæð. Dásamleg gönguleið sem hentar öllum og enginn ætti að sleppa. Nánari lýsing: Stakkholt var afréttur  nokkura bæja undir […]

Nauthúsagil

Sannkölluð ævintýraferð sem reynir þó örlítið á fótafimi göngufólks. Stikla þarf á steinum eða vaða lítla á alloft á leið sinni inn í þetta fallega gil. Ekið er aðeins inn fyrir Seljalandsfoss og þar beygt upp að gilinu. Gangan er ekki löng en „klifra“ þarf örlítið á síðustu metrunum til að sjá fossinn í enda […]

Á skáldaslóð

Mjög auðveld og þægileg gönguleið enda öll á malbikuðum stíg. Gengið er frá skátaheimili í Mosfellsbæ sem er rétt suðaustan við íþróttahúsið. Farið undir Vesturlandsveg og eftir stíg til norðurs. Gengið meðfram Helgafelli og inn Mosfellsdal að Gljúfrasteini. Þar má taka strætó til baka eins og við gerum eða ganga sömu leið til baka. Nánari […]

Systrafoss – Systrastapi

Létt og þægileg gönguleið á söguslóðum kvenna. Hentar vel sem kvöldganga eða til að brjóta upp langan dag á akstri. Við leggjum við Systrafoss og göngum það eftir vegum og slóðum að Systrastapa. Klífum hann með aðstoð keðju og göngum svo sömu leið til baka. Nánari lýsing: Systrafoss er í ánni Fossá sem kemur úr […]