Finndu gönguleiðina þína


Veldu landshluta og flokk
Styttri ferðir
Fjölskyldan
Dagsferðir
Lengri ferðir
Helgarferðir
Fjallgöngur

Nýjustu gönguleiðirnar

Vaglaskógur – Skógarleið

Gönguleiðin liggur frá tjaldstæði syðst í skógi og norður að gömlu bogabrúnni, samsíða aðalakvegi í gegnum skóginn. Leiðin liggur samsíða blárri gönguleið á kafla framhjá þjónustuhúsi, um birkiskóg og samsíða rauðri gönguleið um tjaldsvæði í Stórarjóðri. Leiðin endar við gömlu bogabrúna sem byggð var 1908. Þessi gönguleið er auðveld þar sem hæðarmunur er óverulegur. Leiðin […]

Streitishvarf

Mjög skemmtileg og létt gönguleið meðfram ströndinni við Streitishvarf. Gott er að ganga út frá afleggjara, niður að Streitisvita og með ströndinni í nágrenni vitans. Gæta skal varúðar á klettabrúnum við sjó. Heimild: Gönguleiðir í Djúpavogshreppi. Útgefandi: Djúpavogshreppur. Vefsíða Skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna þar sem vel má dunda í nokkrar klukkustundir þó ofangreind leið […]

Kjalfjallstindur

Gengið er frá akveginum yfir Öxi eftir Kjalfjalli (Kistufelli) og áleiðis að Kjalfjallstindi sem er 1.116 metra hár. Þægileg ganga á þennan nyrsta tind Djúpavogshrepps. Heimild: Gönguleiðir i Djúpavogshreppi. Útgefandi: Djúpavogshreppur. Vefsíða    

Mosi – Grímudalur

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Stikum er fylgt upp Moldbrekkur og áfram inn dalinn. Rétt neðan við kofann sem er í miðjum dalnum er farið fyrir brú og lagt á brattann upp í Grímudal. Þetta er fallegur og vel gróinn dalur með Grímufjall á vinstri hönd […]