Navigation Menu
Hvítserkur
August 62015

Eitt af fallegri fjöllum landsins og nokkuð skemmtilegt til göngu. Áður en gangan hefst þarf þó að aka frá Borgafirði Eystra um fjallvegi að Hvítserk og til þess þarf jeppa eða góðan fjórhjóladrifin bíl.

Hvítserkur dregur nafn sitt af lit fjallsins en meginefni þess er ljós líparítgjóska en dökkir berggangar liggja um fjallið þvers og kruss. Þeim er þetta ritar finnst fjallið fallegast áhorfs úr suðri en til þess þarf að keyra örfáa kílómetra lengra og njóta útsýnis þaðan.

Gangan á fjallið hefst beint vestur af fjallinu, stefnt er beint á vesturhlið þess og hryggnum fylgt svo til upp á topp. Undirlagið er sambland af skriðum og nokkuð þéttu undirlagi en í bleytu getur brekkan orðið hál. Þegar komið er upp á háöxlina þarf að finna bestu leiðina upp á klettatoppinn og hana má til dæmis finna norðan megin. Örlítið klöngur er á toppinn en flestum fært.

Útsýnið svíkur engan, vel sést niður í Húsavík og aðeins yfir til Loðmundarfjarðar eða til “Lommans” eins og margir nefna þennan fallega fjörð. Dyrfjöll blasa við og fleiri fjöll gleðja augað.

More Information»
Hafursey
August 62015

Skemmtileg gönguleið á “eyju” með góð útsýni þá sérstaklega hafi fólk áhuga á eldsumbrotum og jarðfræði Kötlusvæðisins.

Hafursey er ein af nokkrum landföstum eyjum ef svo má að orði komast. Dyrhólaey, Pétursey og Hafursey rísa allar upp frá umhverfi sínu sem eyjar og hafa líklega hlotið nöfn sín af því.

Hafursey er nokkuð stór um sig og er neðan Kötlujökuls, hefur því líklega séð þau nokkur jökulhlaupin. Hún skiptist má segja í tvennt af Klofgili að norðan, hæsti tindurinn á eystri hlutanum heitir Kistufell (525 m.y.s.) en á vestari hlutanum er það Skálarfjall (582 m.y.s.) og það er þangað sem leið okkar liggur.

Hægt er að aka hringinn um Hafursey en við ökum að suðurenda vestari hlutans þar sem gangan hefst. Við sjáum skeifulaga skál í fjallinu og stefnum á hægri hluta hennar, göngum í sveig, fyrst til hægri og svo til vinstri upp á hrygginn vestast. Eftir grasi vaxna hlíð taka við smáskriður en annars er leiðin nokkuð greið.

Útsýnið er gott og þá sérstaklega yfir á Höfðabrekkuafrétt þar sem við þekkjum örnefni eins og Þakgil og Remundargil. Í suður sjáum við svarta sanda niður að sjó og Hjörleifshöfða rísa upp úr þeim sunnan þjóðvegar.

Til norðurs er Mýrdalsjökull í allri sinni dýrð en þegar við höfum notið útsýnis er haldið tilbaka eftir sömu leið en einnig má elta leiðina sem ferilinn hér sýnir en þá er farið niður örlítið vestar eða því sem næst eftir þeirri leið sem lýst er í Íslensk fjöll, bók Ara Trausta og Péturs.

Heimild: www.gonguleidir.is/jg

More Information»
Dyrfjöll
August 52015

Mjög krefjandi en stórkostleg gönguleið sem launar göngumönnum með miklu útsýni. Ekki leið nema fyrir vant fólk.

Dyrfjöll taka nafn sitt af “Dyrum” eða skarði í miðjum fjallgarðinum sem er með þeim tignarlegri hér á landi. Fjallgarðurinn eru leifar af 11 – 12 milljón ára megineldstöð.

Gangan hefst stutt frá bænum Jökulsá við Bakkagerði, Borgarfjörð Eystri. Gott er að fara rólega af stað því leiðin framundan er löng, erfið á köflum og hækkun umtalsverð. Leiðin er greið framan af, nokkuð dæmigert heiðarlandslag.

Oft eru langir snjóskaflar ofarlega í fjallgarðinum og fljótlega eftir þá koma brattar skriður og hryggir sem feta þarf sig eftir. Gott er að hafa GPS ferilinn til hliðsjónar en missa þó ekki sjónar á eigin skynsemi. Leiðin liggur upp að Ytra – Dyrfjalli en þar upp hafa fáir komið enda afar brött og erfið leið.

Í eða neðan Dyrfjalla er Stórurð, annar stórkostlegur staður (sjá gönguleið hér) en talið er hún hafi myndast þegar hér var jökull. Vatn og frost sprengt risabjörg úr klettunum og jökulinn borið þau fram í þennan dal.

Útsýnið sem nú blasir við göngumönnum er stórkostlegt í allar áttir. Farin er sama leið tilbaka.

More Information»
Þríhyrningur
August 52015

Skemmtilegt og nokkuð fáfarið fjall í nágrenni Hvolsvallar. Ekki mikil hækkun og hentar því flestum sem fá að launum fallegt útsýni yfir Suðurlandsundirlendi.

Best er að aka inn í Fljótshlíð, í gegn um Tumastaðaskóg í átt að Þríhyrningi. Haldið er framhjá bæjunum Tungu og Vatnsdal inn í Engidal að ánni Fiská. Þar er upplagt að hefja gönguna.

Gönguleiðin liggur því sem næst beint til austurs upp á syðri hrygg/hálsa Þríhyrnings. Þegar þangað er komið er haldið sem leið liggur upp á fjallið. Þegar upp er komið má sjá þrjá toppa, tveir þeir eru kleifir flestum en sá þriðji, hæsti (675 m.y.s.) er eingöngu kleifur mjög vönum einstaklingum.

Af vestari tindinum má sjá vel um allt suðurlandsundirlendið og af þeim eystri sést vel til Suðurjökla. Gengin er sama leið tilbaka en sé skyggni lítið skal var sig á tveimur giljum, Katrínar- og Tómagili sem eru á vinstri hönd.

More Information»
Umhverfis Helgafell
August 52015

Margir hafa gengið á Helgafell í Hafnarfirði en það er alls ekkert síðra að ganga hringinn umhverfis þetta tignarlega fjall. Leiðin hefst við bílastæðið ofan við Kaldársel og endar á sama stað.

Farið er eftir stígnum í átt að Helgafelli og alla leið þar sem hann liggur Valahnúkaskarð. Að öllu jöfnu mundum við byrja að feta okkur upp á við en hér höldum við áfram. Leiðin er nokkuð greiðfær, melir, sandar og klappir. Við veitum því athygli að gróður er mun meiri hér austanmegin.

Þegar við erum rúmlega hálfnuð með austurhliðina sjáum við klettadrang einn mikinn sem ber nafnið Riddarinn. Ekki hefur þeim er þetta ritar tekist að finna heimildir um hvaðan sú nafngift kemur.

Við eltum línuveginn austur með fjallinu og svo suður fyrir það og stefnum svo í norðurátt að stígnum þar sem við hófum gönguna. Hér göngum við í og meðfram Helgafellshrauni.

More Information»
Remundargil
August 42015

Um einnar klukkustundar gönguleið eftir frábæru gili þar sem landslag gilsins líkist helst ævintýralandi sé fólk með augun opin.

Ekið er úr Þakgili og þegar komið er út að Hvolhöfði, út úr gilinu er slóði til vinstri og er hann ekinn. Eftir nokkura mínútna akstur er komið að gilinu og er bifreiðin skilin eftir þar og gangan inn gilið hefst.

Þegar komið er innst í gilið er komið að fallegum fossi en í hann sést vel frá litlum kletti þar sem stígurinn endar. Hægt er að ganga sömu leið tilbaka og miðast kílómetrafjöldi við það en einnig er hægt að fá bílstjóra til að sækja göngumenn við mynni Remundargils.

Remundargil er afar sérstakt, klettamyndanir og borgir, skútar, fallegur gróður og ummerki jökulsins setja einstakan svip á þetta fallega gil. Hér má svo sannarlega dunda sér lengi.

More Information»

Ganga að og inn afar fallegt gil sem liggur næst Þakgili. Fyrir utan eina hæð er lítil hækkun á leiðinni. Gengin er sama leið tilbaka en hægt að stytta um nokkra kílómetra með því að láta fórnfúsan bílstjóra sækja að mynni Remundargils. Leiðin er stikuð og elta skal þær sem eru með fjólubláan topp.

Gangan hefst við tjaldsvæðið Þakgili en gengið er út gilið í þann mund sem vegurinn beygir til hægri. Þar er farið yfir hálsinn, á móts við Miðfellshelli og yfir hálsinn austur að Remundargili. Þegar komið er niður af hálsinum er stikum og vegi fylgt að gilinu og svo gengið eftir fínum stíg inn gilið. Örlítið klöngur er síðustu 50 metrana en flestum fært.

Þegar komið er innst í gilið er komið að fallegum fossi en í hann sést vel frá litlum kletti þar sem stígurinn endar. Hægt er að ganga sömu leið tilbaka og miðast kílómetrafjöldi við það en einnig er hægt að fá bílstjóra til að sækja göngumenn við mynni Remundargils.

Remundargil er afar sérstakt, klettamyndanir og borgir, skútar, fallegur gróður og ummerki jökulsins setja einstakan svip á þetta fallega gil. Hér má svo sannarlega dunda sér lengi.

More Information»
Þakgil
August 42015

Örstutt gönguleið frá tjaldsvæðinu í Þakgili lengra inn gilið að litlum fallegum fossi og hyl sem þar hefur myndast. Ljómandi falleg leið þó hún og lækurinn sé að hluta manngert.

Fært öllum og hentar sérstaklega vel yngri kynslóðinni því það má drullumalla, kasta grjóti og sjá hinar ýmsu ævintýramyndir á leiðinni.

Í Þakgili er mikil veðursæld þó vissulega geti kuldinn lætt sér niður af jöklinum. Landslagið er ótrúlegt og lætur engan ósnortinn.

More Information»
Snæfellsjökull
July 312015

Í dag er mun erfiðara að lýsa leið á Snæfellsjökul en áður þar sem snjóalög hafa breyst mikið síðasta áratuginn. Tvær leiðir eru þó algengastar. Annarsvegar að aka upp með Stapafelli og langleiðina á Jökulsháls. Oft alla leið að bækistöð snjósleðaferða sem á jökulinn fara. Hinsvegar að ganga upp frá Eyvindardal en það er lengri og erfiðari leið.

Hér er mælt með fyrri leiðinni en taka bera fram að ferilinn sem hér fylgir er nokkura ára gamall og miðast við aðstæður þá. Hann ætti þó að vera hægt að nota til viðmiðunar.

Sem fyrr sagði er ekið upp slóðann meðfram Stapafelli og langleiðina upp á Jökulhálsinn. Hann er ekki alltaf greiðfær, jafnvel ekki fólksbílafær. Áður en lagt er í gönguna er skynsamlegt að klæða sig í sigbeltið og gera línuna klára en enginn ætti að fara á jökul án þess. Einnig er skynsamlegt að hafa brodda og exi með í för.

Leiðin er ekki löng né mjög brött. Þegar upp komið blasa við þrjár “þúfur” oftast kallaðar Jökulþúfur. Sú miðjunni heitir Miðþúfa og er hæst 1.446 m.y.s. Síðustu sumrin hafa þær stundum verið snjólausar að hluta en alla jafna þarf brodda og axir til að komast þar upp.

Snæfellsjökull hefur ætíð verið sveipaður dulúð og margar sögur spunnist um hann. Fyrst ber að nefna Bárð Snæfellsás sem gekk í jökulinn enda ættaður af tröllum og risum. Jules Verna skrifaði eina sögu sína um jökulinn sem seinna var gerð skil í kvikmynd þar sem Brendan Fraser og Aníta Briem léku aðalhlutverkin.

Snæfellsjökull er virkt eldfjall en síðast gaus þar fyrir um 1.800 árum.

More Information»
Síldarmannagötur
July 302015

Gangan hefst við bílastæði og vörðu innst í Hvalfirði, við mynni Botnsdals. Fyrsti leggurinn er á brattann en eftir það er gegngið eftir dæmigerðu heiðarlandslagi þar til komið er ofan í Skorradal. Leiðin er auðrötuð en helst á fólk erfitt með að finna rétta niðurleið í Skorradalinn. Í raun skiptir það litlu máli.

Nafnið er talið koma frá þeim tíma sem síld á að hafa verið í miklum mæli í Hvalfirði. Svo mikið á að hafa verið af henni að helst var hún veidd með varnargörðum sem hlaðnir voru á fjöru og henni svo mokað upp á flóði. Síðustu sögur um alvöru síldarveiðar í Hvalfirði eru síðan rétt eftir stríð.

Eins og fyrr sagði er fyrsti leggurinnn á brattann en umhverfið er þeim mun skemmtilegra svo farið göngumenn rólega ætti brekkan ekki að ofgera neinum. Fljótlega má njóta útsýnis en vel sést til Botnssúlna, yfir Þyrilsnes, inn Botnsdal og til Múlafjalls.

Þegar komið er upp liggur leiðin í gegn um svokallað Reiðskarð og strax eftir það má sjá úteftir Þyrli (388 m.y.s.). Margir kjósa að lengja leiðina (1 – 1,5 klst) og ganga út á hann. Er það vel þess virði enda útsýnið afar gott.

Gengið er eftir moldarstígum að miklu leyti og er leiðin lítið á fótinn. Þó má sjá örlitla hækkun að svökkuðum Tvívörðuhæðum og það er við Tvívörður sem hæsta punkt leiðarinnar er náð, 489 metrum yfir sjávarmáli. Hér sést vel yfir Botnsheiðina.

Leiðin liggur áfram og fljótlega lækkar leiðin hægt og rólega og ekki líður á löngu þar til sést í Skorradal. Fyrst sjást Eiríksvatn og fljótlega svo efstu bæjir sem eru í dag eyðibýli. Við stefnum niður að einu þeirra, Vatnshorni en þaðan liggur svo leiðin yfir að Fitjum þar sem við höfum fengið fórnfúsan bílstjóra til að sækja okkur.

More Information»

Gengið er frá þjóðvegi rétt innan Atlavíkur upp með Jökullæknum, gegnum lerkilund að rauðgreni frá 1908. Þar fyrir ofan er safn margra tegunda frá 1963 s.s. fjallaþinur, blágreni, marþöll, hvítgreni, dögglingsviður, stafafura og risalífviður.

Þar í rjóðri er áningastaður. Gengin er sama leið tilbaka niður á þjóðveg.

Leiðin er stikuð brúnum stikum.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, Gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

More Information»

Upphaf leiðar er fjárrétt í Hamarsseli. Gengið út Selhjalla sem leið liggur út í Klofskarð.

Fallegur steinbogi er í Selhjallabrúnum upp af bænum Hamri. Úr Klofskarði er gengið inn Ívarshjalla og síðan út Búlandsdal með Búlandsá.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»
Hálsfjall
January 292015

Frekar létt fjallganga og er útsýni gott á þessari leið yfir Hamarsfjörð og úteyjar. Upphaf gönguleiðar er skammt innan við bæinn Merki, en þaðan er gengið upp á Hálsa og sem leið liggur upp á Hálsfjall.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»
Hálsar
January 292015

Frekar létt ganga. Gengið af stað í átt að Hálsfjalli og þegar komið er upp á hálsana er farinn stuttur hringur um hálsana. Þaðan er fallegt útsýni yfir Búlandsnes.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Stikuð, stutt gönguleið um skógræktina. Gengið frá bílastæði við bæinn Ask rétt innan við Djúpavog. Í skógræktinni er kurli lagðir göngustígar, auk þess sem bekki og borð er að finna meðfram stígnum.

Hálsaskógur er tilvalinn áningastaður til að borða nesti og njóta útivistar.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»
Búlandsnes
January 292015

Létt og áhugaverð leið til fjöru- og fuglaskoðunar. Upphaf göngu er við Bóndavörðu en þaðan er haldið í norðaustur eftir Langatanga í átt að Hvítasandi. Þaðan er haldið meðfram ströndinni yfir Grjóteyrartanga og að Grunnasundi.

Grunnasund verður ófært á flóði og verður þá að taka krók með Grunnasundi vestur að flugvelli þegar svo háttar til. Frá flugvelli er síðan gengið í austur sunnan megin sundsins út í Úlfsey og aðrar landfastar eyjar þar fyrir utan. Mjög stór hluti gönguleiðarinnar utan við Grunnasund er á sandi.

Þegar gengið er tilbaka er farið með flugvelli upp að vötnunum Fýluvogi og Breiðavogi en þar er ákjósanlegt svæði til fuglaskoðunar m.a. fuglaskoðunarhús. Með Breiðavogi að norðan er síðan gengið upp í svokölluð Loftskjól og þaðan áfram að Bóndavörðu.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Þægileg ganga í nágrenni Djúpavogs. Hægt er að hefja gönguna hvar sem er í þorpinu en frá Innri-Gleðivík er gengið sem leið liggur með sjónum út að vitanum. Þaðan er haldið áfram með fjörunum að Sandbrekkuvík og síðan í vestur í átt að Ytri-Hálsum.

Síðan er gengið að Rakkabergi þar sem gömlu þjóðleiðinni er fylgt út á Djúpavog.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»
Búlandstindur
January 282015

Best er að fara eftir vegslóða sem liggur meðfram Búlandsá sunnanverðri að stíflu sem er í dalnum miðjum (N64°40’610 og V14°25’980).

Þaðan er gengið beint upp grasi grónar brekkur innan við Stóruskriðugil í stefnu á skarð fyrir innan Búlandstind. Þaðan rekur leiðin sig þar til efsta tindi (1.069 m.y.s.) er náð með dálitlu klettabrölti.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Gangan hefst á gömlum vegarslóða beint upp af bænum Urðarteigi, upp í mynni Sauðdals. Þaðan er svo gengið inn fláa og inn í Hvítárdal.

Úr Hvítárdal þarf að ganga niður skammt innan við Hvítá niður Brattasnið. Þetta er eina færa leiðin niður úr dalnum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Stutt og falleg leið í Fossárklifum en þar er svokallaður Arnarbólshjalli. Upphafsstaður er melur, nyrst á neðsta hjalla í Fossárklifum.

Þaðan er gengið eftir götuslóða með fallegt útsýni yfir Berufjörðinn og Strandafjöllin.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Upphafsstaður er við gistihús á Eyjólfsstöðum. Gengið er norðaustur eftir Bæjarásnum norður fyrir Sandbrekkulæk, þaðan er svo gengið út á klettabrúnir og eftir þeim þar til komið er í svokallað Stórgrýti (klofa þarf yfir tvær girðingar á þessari leið).

Í bakaleið er rétt að hækka sig upp á Nauthúsahjalla sem liggur undir háum klettum og eftir honum heim undir Fossárdalsbæi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Frá farfuglaheimilinu á Berunesi eru nokkrar gönguleiðir til fjalls og með sjó. Göngufólki er bent á að hafa samband við starfsfólk farfuglaheimilisins til að fá nánari leiðbeiningar.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Gönguleið inn Krossdal í Breiðdal og inn fyrir Bæjarhnjúk. Farið er af stað við Krossá og gengið sem leið liggur upp með ánni inn Krossdal, og síðan inn fyrir Bæjarhnjúk en niður brúnirnar er aðeins ein leið um svokallaðan Stiga.

Gengið er aftur niður að hringvegi, skammt fyrir innan eyðibýlið Streiti.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Gönguleið upp á Ósfjall og út á Goðaborg (623 m.y.s) en mjög fallegt útsýni er á þessari leið. Farið er upp rétt utan við Ós frá vegi og upp í Stuttadal.

Hann er genginn á enda en fyrir botni hans rísa Sátur (716 m.y.s). Milli Stuttadals og Krossdals otar Goðaborg kolli sínum fram að sjó.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurland VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Farið er af veginum nokkru fyrir innan Ós í Breiðdal, við Djupadalsá. Gengið er sem leið liggur upp með ánni dalinn á enda en Krossskarð (N64°43’190 og V14°08’200) er fyrir botni hans.

Farið er niður fyrir ofan og innan Krosslæk og niður undir mynni Krossdals niður að hringvegi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Lagt er af stað frá hringvegi og gengið upp með Krossá. Þaðan er gengið upp á sniðið og út brúnirnar þar til komið er að Krosslæk. Læknum er svo fylgt þar til komið er upp í Krossskarð (N64°43’190 og V14°08’200).

Síðan er gengið út á Krosstind en þaðan má sjá Hvalbak í góðu skyggni. Frá Krosstindi er auðveld leið út á Núpstind. Í bakaleiðinni er gengið út á Arnartinda og þaðan inn Grasaleitar og svo út með Krossá.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Farið er frá Fagradalsbænum og gengið meðfram Fagradalsá inn dalinn. Fagradalsskarð (N64°44’300 og V14°14’840) liggur milli Grjótártinds og Hrossatinds. Þaðan er gengið niður með Krossánni út Krossdal í átt að hringvegi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Gengið er frá akvegi inn Skammadal sem er fyrir utan Skjöldólfsstaði og með ánni inn dalinn. Skammadalsskarð (N64°44’270 og V14°12’210) liggur milli Hrossatinds og Kjalfjalls. Gengið er síðan niður í Krossdal inn á sömu leið og þegar farið er um Fagradalsskarð og áfram að hringvegi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Farið er upp frá Skriðustekk og gengið upp með Skriðuá inn dalinn. Fyrir botni hans er fjallið Stöng (965 m.y.s.) en beggja vegna þess eru Stangarskörð, ytra (N64°46’780 og V14°20’730) og innra (N64°46’970 og V14°21’690).

Skömmu áður en komið er í innra skarðið sést eina mögulega uppgönguleiðin á tindinn, en hún er ekki fær nema vönum og aðeins tveimur í einu, en töluvert lausagrýti er í gjótunni.

Niður í Berufjörð er síðan létt ganga niður undir Skálaás og að Skála.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Djúpavogshreppi
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

More Information»

Skemmtilegt svæði að ganga um með fjölda göngustíga að mismunandi lengd.

Leiktæki, tjaldsvæði, salerni og útsýnisstaðir.

Lengsti stígurinn kallaður Birkistígur, 2,6 km en svo eftirfarandi;

Skógarstígur 741 m.
Eikarstígur 267 m.
Reynistígur 320 m.
Furustígur 357 m.
Runnastígur 336 m.
Grenistígur 96 m.
Einistígur 150 m.
Viðjustígur 102 m.
Árstígur 103 m.
Lerkistígur 105 m.
Vallastígur 48 m.

Ágætis merkingar en svæðið þó farið að láta á sjá i heild sinni og þarfnast viðhalds. Eigi að síður flottur staður til að njóta útiveru, sérstaklega með börnin.

More Information»

Gengið frá upphafi leiðar inn í Reykjadal og upp í Dalskarð. Stikuð leið með rauðum lit í toppi stiku.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Hin hefðbundna gönguleið í Reykjadal þ.e. frá Hveragerði. Fín leið en fjöldinn sem hér fer er þannig að forðast ætti að vera hér yfir sumarið, velja frekar haust til að heimsækja þennan fallega stað.

More Information»

Nokkuð löng leið en þó ekki mjög erfið. Fylgt er stikum með bláum lit í toppi en við Ölkeldhnúk er skipt yfir í stikur með rauðum lit í toppi. Gengið niður Reykjadal að bílasvæði við Rjúpnabrekkur.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

More Information»

Löng en ekki mjög erfið leið. Fylgja skal stikum með bláum toppi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

More Information»

Fylgið bláum stikum að Hengilshlíðum en þar taka við stikur með svörtum lit í toppi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

More Information»

Gengið meðfram Henglinum um Engidal, framhjá Húsmúla og að Sleggjubeinsdal. Fylgið stikum með bláum lit í toppinn.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Svæðið er sannkallað draumland göngumannsins, stutt að fara ásamt því að frekar fáir nýta sér svæðið. Landslagið er stórkostlegt og má vel gleyma sér í að skoða klettamyndanir og aðrar myndir náttúrunnar á svæðinu. Gönguleiðir eru nokkuð skýrar, stikaðar og víða eru skilti og fræðsluskilti frá Orkuveitunni.

Auðvelt að velja sér leiðir við hæfi, allt frá tæpum kílómetra upp um tuttugu kílómetra.

Dyradalur dregur nafn sitt af skarði, dyrum í vestanverðum dalnum, þar sem þjóðvegurinn liggur nú en þar var riðið í gegn hér áður þegar ferðast var á milli landshluta. Á ekki stærra svæði en hér um ræðir er magnað að upplifa þann fjölda minja sem hér má sjá.

More Information»

Þessi leið er einnig nefnd Dyravegur enda meðfram veginum að stærstum hluta.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Mjög skemmtileg leið og ótrúlega fjölbreytt. Sérstaklega ættu göngumenn að stöðva við Sporhelluna, klapparsvæði þar sem sjá má spor þeirra fjölmörgu hesta sem áður riðu hér með fólk og farangur. Dyravegur hét leiðin úr Árnessýslu til höfuðborgarsvæðisins og þar fóru bændur með varning og sóttu annan varning. Magnaður staður að skoða.

More Information»

Stikuð leið, blár litur í toppinn, frekar auðveld leið.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæði
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Skemmtileg leið sem krefst þess þó reyndar að fórnfús ökumaður sé með í för nema ganga eigi fram og tilbaka sem er s.s. engum ofraun. Slíkt þarf að gera eða lengja leiðina framhjá Húsmúla og að svæðinu við Hellisheiðarvirkjun.

Í Engidal er skáli Orkuveitunnar er nefnist Múlasel.

More Information»

Stikuð leið, blár litur í toppi á stikum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Skemmtileg leið sem hefst í Dyradal, liggur því sem næst í norður eftir Dyrafjöllum og endar í Botnadal við Grafningsveg. Þaðan má reyndar lengja  leiðina og ganga niður að Hagavík í Þingvallavatni.

 

More Information»
Skógar
January 242015

Á Skógum eru ágætis göngustígar upp í skóginn sem er fyrir ofan Héraðsskólann.

Það eru tröppur fyrir norðan skólann og þegar upp er komið er fyrst stytta af Þorsteini Erlingssyni skáldi. Síðan kemur nokkuð brattur stígur upp að rústum gömlu beitarhúsanna en þar er gott að tylla sér niður.

Síðan kemur annar brattur kafli og bekkur og þá er erfiðið búið, en útsýn unnið. Stígurinn heldur síðan í boga yfir gilið og liðast niður brekkurnar í mjög fallegum greniskógi hinum megin.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

More Information»
Hamragarðaheiði
January 242015

Gengið er upp frá Hamragörðum og upp á Hamragarðaheiði, að grjótnámunum sem urðu til við gerð vegar í Landeyjarhöfn.

Hægt er að keya upp á heiðina og styttist þá gönguleiðin um 5 – 6 km. Frá námunni er gengið í austur og komið fram á brún Eyjafjalla fyrir ofan bæinn Hvamm. Sést þar vel yfir Vestmannaeyjarnar þar sem þær liggja í vari stutt frá landi og einnig sjást blómlegir bæir og grösug lönd þeirra Vestur-Eyfellinga.

Þaðan er gengið upp fyrir fjallið Smyril og komið aftur fram á brún fyrir ofan Núp og þar er einnig komið gott útsýni austur í Mýrdal. Enn er gengið í austur að Írá og Írárfossum og gengið niður fyrir brúnir eftir kindagötum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla Jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

More Information»

Þægileg ganga frá brú á Vatnsdalsá, norðan Skriðuvatns upp Vatnsdal og áfram inn á Stafsheiðarleið og út í Þorvaldsstaði í Breiðdal. Mesta hæð 600m.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Fyrrum alfaraleið milli Arnhólsstaða (brú á Jöklu) og Áreyja. Farið að mestu eftir góðum jeppavegi inn Þórudal og Brúðardal og niður Áreyjardal, hæst 498 m.y.s.

Mikil litadýrð í fjöllum. Neðst í Brúðardal er vegslóði af þessari leið (17 km.) yfir á Stafsheiði til Þorvaldsstaða í Breiðdal.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Leiðin fylgir raflínu og línuvegi sem liggur frá Hryggstekk inn Hallsteinsdal. Kemur á veg um Þórdalsheiði innst í Áreyjadal.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Mesta hæð. Falleg en nokkuð erfið leið milli brúar á Gilsá og þjóðvegar á Fagradal ofan við Skriður.

Einnig hægt að ganga að Áreyjum (N65°01’560 og V14°20’860).

Var fjárrekstrarleið um tíma og oft farin að sumarlagi áður fyrr.

Tæðir fjórir kílómetrar eru frá Gilsárbrú að norðan að Hjálpleysuvatni. Þar má vaða læk ofan við vatnið og koma aftur sunnar Gilsár að þjóðvegi. Ganga um mjög fagurt landslag.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Óvörðuð leið frá þjóðvegi við Arnkelsgerði yfir fjallgarðinn rétt norðan Hattar og um Launárdal að sæluhúsinu á Fagradal. Mesta um 1000 m.y.s.

Stutt er að ganga á Hött (1.106 m.) af leiðinni en þaðan er frábært útsýni yfir Fljótsdalshérað. Af þessari leið má fara snarbratta leið niður að Hjálpleysuvatni og niður með Gilsá.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Frá Múlastekk er nokkuð greiðfær leið um Gunnarsskarð og áfram út á Múlakoll. Mjög gott útsýni yfir Skriðdal.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Gengið frá bænum Þingmúla. Mjög gott útsýni yfir Skriðdal.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»
Eyjólfsstaðaskógur
January 222015

Í  Eyjólfsstaðaskógi er fjöldi skemmtilegra göngustíga við allra hæfi. Mismunandi vegalengdir en kort fá má hjá upplýsingamiðstöðvum á Egilsstöðum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Gengið frá vegi á Fagradal, vaðið yfir Fagradalsá og gengið upp Skagafellsháls. Auðveld leið en nokkuð brött efst. Mjög gott útsýni.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Gömul póstleið var frá Ketilsstöðum að Hnútu. Gengið frá plani norðan Hnútu á Rauðshaug sem er rétt innan Hálsvegar, en þaðan er mjög gott útsýni yfir sveitina.

Frá Rauðshaug má ganga niður í Útnyrðingsstaði.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»
Egilsstaðir
January 222015

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru um bæinn. Kort fæst í  upplýsingamiðstöðvum í bænum. Útsýnisskífa er uppi á Hömrum og sést þar vel yfir bæinn.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Frá bílastæði við Eyvindarárbrú liggur fjöldi stíga um skóginn, sá lengsti er um 3,2 km. Kjörið land til styttri og lengri gönguferða í fallegu umhverfi.

Þar eru líka leiktæki og snyrtingar. Kort fæst í upplýsingamiðstöðvum í bænum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Frá bílastæði við Eyvindarárbrú. Genginn vegslóði frá gömlu brúnni að Taglarétt sem er gömul skilarétt á fallegri, skógivaxinni tungu við Eyvindará. Frá Töglum má svo ganga áfram inn á Mjóafjarðarveg í Eyvindará.

Frá Töglum má svo ganga áfram inn á Mjóafjarðarveg í Eyvindarárdal en á þeirri leið þarf að voða nokkrar ár.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Létt ganga upp frá áningarstað við Miðhúsaá. Fallegir fossar á leiðinni. Hægt er að ganga á bakvið Fardagafoss og þar er gestabók í skúta.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Góður stígur er frá Eiðum að tjörninni og hringinn um hana. Létt og skemmtileg gönguleið eftir skógarstígum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Skemmtileg ganga frá Eiðum um kjarrivaxna ása á bökkum Lagarfljóts að Gröf og áfram að þjóðvegi móti Hjartarstöðum. Einnig má ganga áfram inn með vatninu að austan. Silungsveiði er í vatninu.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Vinsæl fjölskylduganga er upp að fossinum. Á leiðinni upp sést í eitt hæsta stuðlaberg landsins við Litlanesfoss. Ganga má upp beggja vegna Hengifossár og yfir hana á eyrum nokkuð neðan við fossinn.

Gilið er á náttúruminjaskrá.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á  Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Ekið Fjallselsveg á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Þaðan er gengið eftir vegi að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli. Fallegar jökulsorfnar klappir á leiðinni.

Hafrafellsrétt (N65°18’020 og V14°29’230) er sérstæð, hlaðin grjótrétt milli kletta skammt austan vegar. Hægt er að halda út Hrafnafellið og niður sunnan við Grímstorfu eða ganga út fellið og koma inn fyrir neðan það á veg nærri Hafrafelli.

Einnig er skemmtileg ganga tilbaka inn vestan megin Hafrafells.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Farið frá Ærlæk skammt neðan við Skóghlíð, upp með Rangá og inn á Rangárhnjúk en það sér vel yfir Hérað. Frá Rangárhnjúk eru um 3 km. niður að Fjallseli (N66°17’800 og V14°34’290).  Þar má enda ferðina eða ganga aftur tilbaka sömu leið.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Hringur frá áningastað hjá nýju brúnni á Jöklu að gömlu brúnni (N65°26’280 og V14°35’570) og yfir hana og upp á Brúarásinn. Áfram eftir þjóðvegi hringinn að áningastað.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Áður kallaðir Rjúkin. Sutt, létt ganga upp að fallegum fossum. Stikuð leið.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Gengið frá þjóðvegi ofan Hofteigs upp með ánni að fossinum. Fallegir fossar og stuðlaberg.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Stikuð leið upp frá Svartaskógi sunnan Kaldárgils og inn á Smjörvatnsheiðarleið nærri Fjórðungsöldu.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VI
Útgefandi: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Vefsíða: www.east.is

More Information»

Lagt er af stað frá Hússtjórnarskólanum upp nokkuð bratta brekku. Gengið er upp og út Hóla, framhjá háum steindrangi er ber nafnið Kerling.

Hólasvæðið er framhlaup úr fjallinu fyrir ofan. Úr Hólunum er komið í Flataskóg. Þar er fallegur og hávaxinn birkiskógur sem fróðlegt er að skoða, ekki síst fjölbreyttan botngróður. Úr Flataskógi er gengið út á Lýsishólssvæðið, þar af Fálkakletti er fagurt útsýni. Áfram er haldið inn og niður í gegnum greniskóg og komið á opið svæði. Þaðan má sjá niður á Ormsstaðahól neðan þjóðvega.

Lengja má gönguna með því að rölta niður á hólinn og njóta útsýnis. Á Ormsstöðum bjó Helgi Ásbjarnarson sem getið er í Droplaugarsonasögu. Þegar komið er niður undir asparlundinn er gengið til vinstri, inn á Hólasvæðið og sem leið liggur til baka niður að Hússtjórnarskólanum.

Fylgið stikum með bláum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

 

More Information»

Svæðið milli Hafursár og Borgargerðislækjar nefnist Partur. Gangan hefst ofan þjóðvegar við Hafursá. Komið er upp á mallborinn skógarveg með hvítgrenilund á hægri hönd, mikið er af sjálfssánum reynivið í jaðri skógarins.

Gengið er upp undir raflínu og inn með henni, þar er beygt til vinstri gegnum lerkigróðursetningu og áfram með rauðgreni á hægri hönd og sitkagreni á vinstri, upp meðfram stafafurulundi frá 1963 og komið er að vegamótum. Þar haldið til vinstri út að áningarstöðum með útsýni niður í Hafursárgil, út yfir Hafursárskóg og norður yfir Lagarfljót.

Frá útsýnis- og áningastöðunum er haldið áfram inn skóginn þar til komið er á malborinn skógarveg, haldið er til hægri niður á við og komið að lundi með evrópulerki frá Sviss, fræinu afnað í 1.850 m. hæð. Neðan við evrópulerkið er fallegur hvammur, þar er góður áningastaður.

Leiðin liggur nú niður á við, sjá má síberíulerki frá 1959 á hægri hönd og norskt rauðgreni frá 1958 á vinstri hönd. Beygt er til vinstri út af malborna skógarveginum og haldið niður undir þjóðveg ofan Langasands. Þar er haldið til hægri og gengið út ofan þjóðvegar og komið inn á upphafsleiðina, þá til vinstri niður að þjóðvegi þar sem gangan hófst.

Fylgið stikum með gulum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðakógur, gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríksins
Vefsíða: www.skogur.is

 

More Information»

Gangan hefst hjá íþróttahúsinu við Hallormsstaðaskóla. Fyrri hluti leiðarinnar er dálítið á fótinn.  Haldið er sem leiðin liggur upp á Neðri-Kistukletta, sveigt inn fyrir Kistu og upp á Efri-Kistukletta, að Lambafossi 21 metra háum fossi er fellur niður klettavegginn í 24. metra djúpt Staðarárgilið.

Lengja má gönguna upp með Staðará að gamalli stíflu í ánni þaðan sem vatn var leitt í 27 Kw rafmagnsvirkjun er stóð undir Neðri-Kistuklettum og sá Hússtjórnarskóla og Hallormsstaðabæ fyrir rafmagni árin 1936-1955. Til baka frá Lambafossi er farið niður meðfram Staðarárgili en gætið varúðar á gilbarminum.

Farið er um Efri-Kistukletta niður á Neðri-Kistukletta og komið niður að íþróttahúsi.

Leiðin býður upp á fagurt útsýni yfir Hallormsstað, Lagarfljót og til Fljótsdals. Fjallshlíðin innan við Staðará heitir Hádegisfjall.

Remba er nafn á gamalli gönguleið upp Hádegisfjall. Um Rembu og áfram yfir Hallormsstaðaháls að Mýrum í Skriðdal var oft farið áður fyrr.

Fylgið stikum með hvítum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, göngukort
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

More Information»

Gönguleið, ofan þjóðvegar ofan við Atlavík. Fyrst er komið í lerkilund frá 1937, þar hæstu tré ofan við 20 metra, einnig má sjá fjöllaþöll og ofar marþöll. Ofan við lundinn eru rústir af stekk.

Frá Atlavíkurstekk er gengið uppá við, með skógar og stafafuru á vinstri hönd og komið upp í reit með ýmsum trjátegundum gróðursettum 1940 þar m.e. döglingsviður. Næst er komið í lerkilund frá 1957. Má þar sjá sjöstjörnuna í breiðum á blómatíma. Útsýnis- og áningastaður er á klettinum til vinstri, sjálfsánar stafafuru- og lerkiplöntur á svæðinu. Úr lerkilundinum er gengið áfram upp og út yfir Króklæk og Kerlingarmel í Jónsskóg frá 1951.

Jónsskógurvar fyrsta gróðursetning á lerki eftir að Guttormslundur var gróðursettur 1938. Áfram er haldið út Selveg, yfir Kerlingará fram hjá rauðgrenilundi, gróðursettum 1970 og til vinstri niður á þjóðveg.

Af þjóðvegi má fara niður í Trjásafn og ganga niður að Atlavík eða út að Söluskála.

Fylgið stikum með rauðum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, Gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

More Information»

Utarlega í Atlavík (næst Egilsstöðum) er gengið upp allbratta eftir stíg er liggur í Trjásafnið.

Úr Trjásafninu liggur göngustígur ut svæðið og er nefnist Lambaból og þaðan upp á þjóðveg við Söluskála.

Fylgið stikum með grænum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, göngukort
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

More Information»

Auðröður og sæmilega greiðfær gönguleið á milli Hallormsstaða og Geirólfsstaða í Skriðdal. Fjölfarin leið fyrrum fyrrum meðal annars vegna kirkjusóknar að Hallormsstað.

Kaupstaðaleið var frá Upp-Héraði til Skriðdals og þaðan um Þórudalsheiði á Reyðarfjörð. Gengið er upp frá Hússtjórnarskólanum út og upp á Hóla og áfram gömlu reiðgöturnar neðan við Hallormsstaðabjarg og upp á “Bjargið” fyrir ofan skóginn.

Af Bjarginu er fagurt útsýni inn til Snæfells, yfir skóginn og Fljótið. Þeim vilja halda áfram yfir hálsinn fylgja stikaðri leið að þjóðvegi utan við Geirólfsstaði í Skriðdal.

Leiðin er stikuð, fylgið appelsínugulum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, göngukort
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

More Information»

Ofan þjóðvegar um 500 metrum innan við Atlavík er gönguleið upp Ljósárkinn utan Ljósár. Gengið er upp að Ljósárfossi, 16 m. háum fossi í Ljósá

Kletturinn utan við fossinn er rúmir 20m. á hæð. Neðar í ánni er lítill foss, um 3ja metra hár. Á leið upp má sjá ýmsar trjátegundir gróðursettar á árunum 1956-67 s.s. lindifuru frá Karasnojarsk í Síberíu, stafafuru frá Skagway í Alaska, hvítgreni frá Alaska.

Í brekkunni á vinstri hönd er eitt beinvaxnasta rússalerki í Hallormsstaðaskógi, frá Arkangelsk og þar ofar bergfura. Botngróður er fjölbreyttur en þar má finna meðal annars sjöstjörnu, hún er 5 – 15 sm á hæð og blómgast í júlí.

Farið er sömu leið tilbaka niður á þjóðveg.

Leiðin er stikuð með gulum stikum.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, Gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: skogur.is

More Information»

Frá Breiðdal er hægt að ganga frá tveimur stöðum. Annars vegar frá Höskuldsstöðum og hinsvegar frá Flögu (upphafspunktur hér) en leiðirnar sameinast fljótlega við Vegaskarð. Áfram er haldið sem leið liggur upp í Berufjarðarskarð (N64°49,220 V14°26,610. Niður í Berufjörð er farið fyrir innan og meðfram Svartagili að Sótabotni, en gengið er niður milli botnsins og gilsins og niður með því endilöngu alla leið niður að bæ í Berufirði.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir Djúpavogshreppi
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

 

 

More Information»

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafsskilti leiðarinnar. Gengið yfir brú á Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna er. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu.

Þegar komið er upp á hálsinn opnast útsýni inn í dalinn sem heitir líkt og margir aðrir dalir í Svarfaðardal, tveimur nöfnum, annars vegar Upsadalur þeim megin sem við stöndum en Böggvisstaðadalur hinumegin við ána.

Þegar komið er í gegnum hliðið liggur stígur til norðurs. Framundan er þá framhlaup sem hefur fallið í fyrndinni og nefnist í daglegu tali Upsi. Gengið er um það bil hálfa leið upp þetta framhlaup en sveigt þar til vinstri og stikum fylgt ská inn hlíðina þar til ko mið er í mynni Tungudals.

Nú er gengið beint upp hlíðina og síðan eftir malarhrygg allar götur upp á fjallið að vörðu sem þar stendur í 744 metra hæð.

Þarna er frábært útsýni yfir Dalvík, inn í Svarfaðardal og Skíðadal, inn Eyjafjörð, út yfir Hrísey og allt til Grímseyjar.

Gengið er sömu leið tilbaka.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafskilti leiðarinnar.

Gengið á brú yfir Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna er. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu. Eftir það er leiðin á gömlum kindagötum í rótum Bæjarfjalls, Selhnjúks og Systrahnjúks. Milli Bæjarfjalls og Selhnjúks birtist Tungudalur er það fyrsti þverdalurinn sem er fyrir.

Milli Selhnjúks og Systrahnjúks er svo Dýjadalur. Innan við Systrahnjúk er svo Grímudalur en allbrött brekka er frá ánni að mynni dalsins. Rétt neðan við Kofann sem staðsettur er í miðjum dalnum er göngubrú yfir Brimnesánna.

Áður en lagt er af stað til baka niður dalinn hinu megin er tilvalið að á í kofanum og skrifa í gestabókina sem þar er. Leiðin liggur svo niður dalinn í rótum Böggvistaðafjalls.

Þessi leið er vel greiðfær en getur verið svolítið blaut fyrri hluta sumars.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafsskilti leiðarinnar. Gengið yfir brú yfir Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna eru. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu.

Þegar komið er upp á hálsinn opnast útsýni inn í dalinn sem heitir líkt og svo margir dalir í Svarfaðardal tveimur nöfnum, annarsvegar Upsadalur þeim megin sem við stöndum en Böggvisstaðadalur hinumegin við ána. Þegar komið er í gegn um hliðið liggur stígur til norðurs. Framundan er þá framhlaup sem fallið hefur í fyrndinni og nefnist í daglegu tali Upsi.

Stefnan er tekin á syðri brún framhlaupsskálarinnar, þar birtist slakkinn ofan við framhlaupið sem nefnist Melrakkadalur. Gengið er upp þennan dal að áfangastað sem er kirkjulaga steinn ofarlega í dalnum.

Gengið er sömu leið til baka.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»

Trjárækt hófst í reitnum 1962. Reiturinn vera innan marka fólkvangs og er því friðlýst útivistarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Soffanías Þorkelsson, Vestur-Íslendingur frá Hofsá gaf fé til plöntukaupa. Ýmis félagasamtök hafa gróðursett í reitinn auk garðyrkjustjóra. Greni, fura, birki, lerki, ösp og víði var plantað í fyrstu en síðustu ár sjaldgæfari plöntum.

Aðalgöngustígar voru lagðir árið 1996 og þá var aðgengi að reitnum einnig lagað. Í reitnum eru gönguleiðir, áningarstaðir, borð og bekkir og útigrill.

Best er að hefja göngu við hliðið norðan við reitinn, skammt þar frá sem vegurinn liggur upp að skíðasvæði Dalvíkinga. Nýlega voru lagðir stígar út fyrir reitinn og þar eru nokkrir bekkir til að setjast á.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»

Lagt er af stað frá friðlandsskiltinu við bílaplanið við Olís á Dalvík. Leiðin er öll stikuð og vörðuð með lágum blóma- og fuglaskiltum. Gengið er í suður, neðan þjóðvegar 82, í áttina að Árgerðisbrúnni. Farið er um þurra lyngmóa og skógrækt meðfram Svarfaðardalsá, undir brúna við Árgerði og upp á hana sunnanfrá.

Gengið yfir brúna á gangstétt sunnanmegin og haldið áfram meðfram þjóðveginu að Hrísatjörn. Þegar komið er að Hrísatjörn er sveigt til vinstri og gengið meðfram tjörninni utan í höfða sem stendur þarna upp úr sléttum dalbotninum og nefnist Hrísahöfði.

Á Hrísatjörninni er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Gengið er áfram meðfram tjörninni allt þar til komið er að litlu fuglaskoðunarhúsi sem sett var þar niður vorið 2011. Þaðan er haldið af staða upp á kambinn ofan við húsið og gengið í norður að malarvegi sem liggur að malarnámum skammt frá. Þegar á veginn er komið er hann genginn til baka í áttina að Árgerðisbrú aftur og allar götur að upphafspunkti á ný.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»

Lagt er af stað frá bænum Steindyrum. Gengið er upp gróðursælar hlíðar meðfram Þveránni að Steindyrafossi en leiðin er öll stikuð. Þegar komið er upp á hjalla nokkuð ofan við fossinn er sveigt til norðurs, og gengið undir Bakkabjörgum að Grundargili en í því rennur lækurinn sem á upptök sín í Nykurtjörn.

Gengið er áfram upp með gilinu að Nykurtjörninni sem kúrir undir Litlahnjúk (1.160 m.) og Digrahnjúk (1.040 m.). Þegar haldið er niður aftur er genginn sama leið frá tjörninni og komið var að henni, niður með lækjargildinu alveg þar til komið er niður fyrir hin svokölluðu Hrafnabjörg sem nú blasa við norðan við lækjargilið. Hérna er hægt að halda áfram sömu leið tilbaka eða fara yfir lækinn.

Sé það gert er gengið niður tiltölulega láréttan bala neðan undir Hrafnabjörgum sem nefnast Hrafnabjargsasléttur. Þegar komið er niður fyrir slétturnar opnast fyrir framan okkur myndarlegt gil sem nefnist Brekkugil. Gengið er niður gilbarminn norðan við gilið. Þegar komið er niður mesta brattann við gilið er stefnan tekin norður og niður hlíðina með stefnu á brúnina ofan við Jarbrú þar sem nefnist Gerðislækjargil.

Nú tekur við nokkuð brattari leið og stefna tekin á ýtuslóð sem liggur frá Laugarhlíð, upp að borholu í hlíðinni. Þegar komið er á þennan slóða er auðvelt að fylgja honum niður hlíðina. Göngunni líkur svo við Sundskála Svarfdæla (N65°55,572 V18°34,696). Athugið að sé þessi leið farin er endastaður töluvert frá byrjunareit.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggð.is

 

More Information»

Lagt er af stað frá friðlandsskiltinu á Húsabakka. Leiðin er öll stikuð og vörðuð með lágum blóma- og fuglaskiltum. Gengið er norður Húsabakkann eftir gömlum malartroðningi að gili eða klauf neðst í túninu á Tjörn sem nefnist Lambaklauf. Þá er sveigt til hægri og gengið niður stíg sem liggur að fuglaskoðunarhúsi sem stendur á bökkum Tjarnatjarnar.

Áfram er haldið niður malarstíg sunnan tjarnarinnar þar til honum sleppir en þá er stefnan tekin þvert yfir dalbotninn að Svarfaðardalsá. Þarna er tangi út í ána sem eitt sinn var hólmi og nefnist Hánefstaðahólmi. Þar er mikið fuglalíf, einkum eru kríur aðsópsmiklar, en einnig er mikið af öndum og gæsum.

Genginn er hringur um hólmann og áfram upp með ánni að girðingu á merkjum Tjarnar og Grundarlands. Nú er aftur gengið þvert yfir dalbotninn með viðkomu á gömlum heygörðum sem þar eru. Þaðan er gott að horfa í kring um sig og rifja upp bæjarnöfn og fjallaheitin allt um kring.

Frá heygörðunum er stefna tekinn á Húsabakka þar sem hringnum er lokað.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»

Lagt er upp gangandi þaðan sem keyrt er inna á gamla Múlaveg, skammt frá þar sem vegurinn liggur inn í fjallið í Múlagöng. Gamli vegurinn genginn um Vámúlann eins og hann heitir öðru nafni, upp á svokallað Plan efst í Múlanum, er það um 3,1 km. langur gangur.

Hægt er að velja að fara sömu leið tilbaka eða að fylgja veginum áfram inn Ólafsfjörð, um Ófærugjá og allt að gangnamunnanum Ólafsfjarðarmegin og bætast þá við gönguna 2,5 km.

Í Ólafsfjarðarmúla er ákaflega fjölbreytt landslag og jarðfræðiminjar margar og mismunandi s.s. sjávarmyndanir, jökulmyndanir og berghlaup. Gróður er víða ríkulegur og fjölbreyttur, dæmigerður útnesjagróður við Eyjafjörð.

Svæðið nýtur þeirra sérstöðu að mitt á milli tveggja þéttbýliskjarna.

Ólafsfjarðavegur var lagður um Múlann og formlega opnaður 17. sept 1966 en nyrsti hlutinn lagður af þegar Múlagöngin voru opnuð 1991. Múlavegurinn er nú skemmtileg gönguleið.

Nokkur eyðibýli og fleiri sögulegar minjar eru í Múlanum, sumar allfrægar. Má þar nefna Hálfdánarhur “hér myndi gengt í fjöllin”.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð.
Útgefandi. Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

More Information»
Seljalandsfoss
July 312014

Stutt og auðveld leið fyrir alla fjölskylduna.

Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og  Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða. Þegar ísfarginu létti lyftist landið í leit að nýju jafnvægi, sjórinn fylgdi ísbrúninni inn í landið og kaffærði meðal annars allt Suðurlandsundirlendið.

Hægt er að ganga í kringum Seljalandsfoss og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Leiðin getur orðið ansi blaut en þó er alltaf þurrt þegar á bakvið fossinn er komið. Beljandi vatnsniðurinn og regnboginn sem ljómar í vatnsflókunum þegar sólin skín á fossinn skapa ógleymanlega upplifun. Umhverfið í kringum fossinn er mjög fagurt með sínum gróðurvöxnu brekkum, hömrum, fossum og hellum. Á aurunum rennur svo Markarfljótið.

Eftir að gengið hefur verið á bakvið Seljalandsfoss er genginn stígurinn eftir Fossatúninu að rafstöðvarhúsi á Hamragörðum frá 1923 og þaðan að fossinum Gljúfrabúa. Þar er hægt að ganga (vaða) inn gljúfrið alveg að fossinum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 

More Information»
Stóri-Dímon
July 312014

Skemmtileg ganga frá jafnsléttu á verulega fallegt útsýnisfjall sem hentar vel fjölskyldufólki.

Á þjóðvegi 1, leiðinni til Víkur frá Hvolsvelli áður en farið er yfir Markarfljótsbrúna er beygt til vinstri inn Dímonarveg (250). Þaðan eru nokkir kílómetrar að Stóra-Dímon. Á Fljótshlíðarveginum (262) er afleggjarinn rétt áður en komið er að Múlakoti, nokkurn veginn til móts við Gluggafoss.

Í Stóra-Dímon koma saman mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Stóri-Dímon á sér systur sem er Litli-Dímon. Nafnið er talið koma úr latínu og merkja tvífjöll eða tveir eins. Þá er einnig sagt að orðið merki heysáta og vissulega minnir Dímin á heysátu.

Við rætur fjallsins er skilti frá Sögusetrinu sem segir frá húskarlavígum Hallgerðar og Bergþóru í Njáls sögu. Þar segir frá vígi Kols, verkstjóra hjá Gunnari á Hlíðarenda, en hann vó Svart sem var húskarl Njáls á Bergþórshvoli.

Stóri-Dímon er 178 metra hár og er það verðugt verkefni, bæði hjá börnum og fullorðnum, að klifra upp á hann.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Þægilegast er að ganga á fjallið að sunnan þar sem nokkuð greinilegur stígur liggur á ská upp á fjallið.

More Information»

Skemmtileg gönguleið í gegnum skóglendi og aflíðandi hlíðar að fellinu og brattur toppur þar sem fara þarf varlega.

Rjúpnafell krefst nokkurar göngu frá Húsadal og Langadal í Þórsmörk en best er að ganga upp Slyppugil í Tindfjallagili og síðan upp suðvesturöxl fellsins. Síðustu 150 metrarnir eru ansi brattir og ekki fyrir þá sem eru lofthræddir. Einnig er æskilegt að það sé þurrt þar sem að fjallið getur verið hált í bleytu.

Rjúpnafell er allbratt og gróið og tiltölulega auðvelt uppgöngu en þaðan er frábært útsýni á góðum degi. Upplagt er að klára gönguna með því að ganga út með Stanganefi  þar sem útsýnið er stórfenglegt yfir Krossár farveginn.

Í framhaldinu er farinn fallegur rjóðurstígur sem liggur niður Stórenda og endar við skála Ferðafélags Íslands í Langadal.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Mjög greinilegur “sikk-sakk” stígur er upp á Rjúpnafellið sem auðveldar mjög gönguna í annars bröttu fjallinu. Rjúpnafell er staðsett í svokölluðum Almenningum og leiðin á fjallið er ein af vinsælli lengri gönguleiðum í Þórsmörk.

 

More Information»
Einhyrningur
July 312014

Brött en stutt ganga upp á áhugaverðan útsýnisstað.

Einhyrningur er mjög sérstætt 651 metra hátt móbergsfjall. Fljótshlíðarvegur (261) er ekinn til enda og áfram inn Emstruleið (F261) framhjá Þórólfsfelli og Fauskheiði þangað til komið er að Einhyrningsflötum. Hægt er að ganga á Einhyrning að sunnan og mótar fyrir göngustíg þegar ofar dregur. Að neðan má sjá gróðurtorfu sem farið er eftir og teygir hún sig upp snarbrattar skriður að klettabelti. Í því er skarð þar sem gengið er upp fyrir klettana og er haldið þaðan á toppinn.

Hann er ávalur og lausir steinar þar á móbergsklöpp og eru brúnirnar þverhníptar. Útsýni af toppnum er gott yfir á Eyjafjallajökul, Goðalandsjökul, Þórsmörk, Bása, Rjúpnafell, Mófell, Emstrur og víðar. Möguleiki er á því að fara niður fjallið grasbrekkurnar að vestan eða öfugt, fara þær upp og koma niður skarðið.

Rétt er að ætla sér að minnsta kosti 2 klst í gönguna.

Á Einhyrningsflötum er gangnamannakofi sem er leigður út og er í eigu Fjallaskilasjóðs Fljótshlíðar. Kofinn heitir Bólstaður og eru bílastæði við kofann og er lagt upp á fjallið frá honum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 

More Information»
Tindfjöll
July 312014

Frekar erfið og löng jöklaganga. Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum og heitir sá mesti þeirra einfaldlega Tindur (1.251 m.y.s.). Þó að Tindfjallajökull sé með minnstu jöklum landsins er hann á risastórum gíg, um það bil 7 – 10 km. í þvermáli sem hefur myndast við mikið sprengigos.

Fljótshlíðarvegurinn (261) er keyrður til enda en lagt er af stað upp frá Fljótsdal sem er innsti bær í Fljótshlíð. Þar er ágætur jeppavegur fyrir vel búna bíla upp að Tindfjöllum. Gott er að leggja af stað snemma dags því þá er snjórinn harðari og betri yfirferðar en um miðjan dag þegar sólbráð hefur mýkt allt.

Í um 800-900 meta hæð eru þrír fjallaskálar og umhverfis þá eru góð skíðalönd og gönguleiðir í kring.

Jökullinn er frekar auðveldur yfirferðar, ekki mikið um sprungur. Þó geta verið þar varasamar snjóhengjur, veðrátta mjög breytileg og þokan er fljót að skella á. Einnig ber að varast að ef snjór er nýfallinn má búast við snjóbyl með stuttum fyrirvara.

Ýmir er hæstur tinda, 1262 m. og Ýma er 1.448 m. Ýma er aðeins austar en Ýmir en þessir tveir tindar eru samstofna tindar með skarð á mili.

Útsýni er mjög gott af þessum tindum yfir á Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul og Þórsmörk, Markarfljótsgljúfur, Lifrarfjöll, Einhyrning, Hitagilsbrúnir, Kerið og Fauskheiði.

Vestan í jöklinum er dalur mikill er nefnist Austurdalur. Er jökulinn sprunginn og hættulegur þar sem hann fellur niður í dalinn.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Hæglega má skipta göngu um Tindfjöll niður á 2 – 3 daga, sérstaklega að vetrarlagi. Þannig má gista í skála Flugbjörgunarsveitarinnar eða Ísalp. Fara þaðan ferðir á Ými, Ýmu, Tindinn eða aðra staði. k

More Information»

Þórólfsfell er 574 metra hár móbergsstapi. Útsýnið af toppi Þórólfsfells er stórfenglegt með jöklana þrjá, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul hringinn í kring.

Best er að leggja í göngu frá húsinu í Felli. Vinsælast er að ganga meðfram ánni upp með Þórólfsgljúfri eftir kindagötunum og stefnan síðan tekin rakleiðis á toppinn. Valin er leið upp á grjóthrygg og þaðan eftir grasbala upp fyrir brún.

Fjallið er nokkuð flatt að ofan og þarf að ganga aðeins inn á fjallið áður en raunverulegum toppi þess er náð. Þar er varða með fastmerki frá Landmælingum Íslands frá árinu 1958.

Ef tíminn er nægur er tilvalið að ganga að Mögugili sunnan við Þórólfsfell. Þar eru miklar móbergsmyndanir, gengið er undir stórgrýti og í gegn um hella. Neðarlega í gilinu er að finna dropahellinn Mögugilshelli sem er mikið náttúrufyrirbrigði. Hellirinn er í blágrýtisæð, um 15 metra langur og hefur myndast vegna gasbólu eða loftþrýstings. Hann er þakinn blágrýtistaumum. Innarlega í honum eru svo einhvers konar gúlar, allt kolsvart og gljáandi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 

More Information»
Gluggafoss
July 312014

Stutt og auðveld ganga að fallegum fossi og hentar því vel fjölskyldufólki.

Rétt fyrir innan Þorsteinslund, um 21 km frá Hvolsvelli er fagur foss að nafni Gluggafoss. Hann er í Merkjá, smáá sem merkir landaskilin milli Hlíðarenda og Múlakots. Fossarnir eru í raun tveir, sá neðri breiður og lágur, sá efri er Gluggafoss, tignarlegur og hár, um það bil 45 metrar á hæð.

Saman nefnast þeir Merkjárfossar. Efri hluti klettanna sem hann fellur um er móberg en neðri stallurinn er úr blágrýti. Nafn sitt dregur fossinn af því að vatnið hefur sorfið mjúkt móbergið og myndað göng, vatnið spýtist svo út um gangnaopnin, “glugganna” í fossinum neðanverðum.

Efst í fossinum fellur hluti vatnsins undir steinboga.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 

More Information»
Tumastaðaskógur
July 312014

Fjölskylduvæn skógarganga sem hægt er að verja góðum tíma í.

Tunguskógur og Tumastaðir eru í Fljótshlíð, um 9 km. frá Hvolsvelli. Þetta er vinsæll útivistarstaður í Rangárþingi eystra. Hér hafa heimamenn ræktað upp allmikið skóglendi, lagt þar göngustíga og komið fyrir borðum og bekkjum. Þarna er fallegt umhverfi, skjólsamt og mikið fuglalíf. Hægt er að velja um mislangar gönguferðir en á svæðinu er kort af hinum ýmsu gönguleiðum á þremur stöðum við skógarjaðarinn.

Skógrækt ríkisins hóf rekstur gróðrarstöðvar á Tumastöðum árið 1944 og sveitungar hófu skógrækt í brekkunum í Tungulandi, sem er samliggjandi Tumastöðum árið 1951. Upp úr 1980 hóf hreppurinn stígalagningu í Tunguskógi og fékk meðal annars jarðýtu til að leggja aðalstíginn í brekkunni. Síðan hefur smám saman bæst við stígana og unnið hefur verið þar að grisjun í skóginum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 

More Information»

Skemmtileg gönguleið á kindagötum og hentar vel fyrir fjölskylduna.

Ekinn er Fljótshlíðarvegur (261). Beygt er upp hjá Breiðabólsstað í Fljótshlíð, um 5 km. frá Hvolsvelli. Best er að leggja bílnum við safnaðarheimilið og fylgja girðingu í vesturátt að gilinu. Um er að ræða göngleið sem er að mestu eftir kindagötum. Það er mjög skemmtilegt að ganga upp Flókastaðagil frá Breiðabólstað. Þetta er ekki erfiður gangur en ævintýraleg ferð að fara í með börn.

Í gilinu er mikið fýlavarp. Efst í gilinu er uppistöðulón og rafstöð hér áður fyrr og var þá vinsælt að fara þangað á sumrin til að synda í lóninu. Þegar upp er komið er yfirleitt gengið beint í suður fram á brún fyrir ofan Staðinn. Þar eru bæjarrústir sem heita Hákot og sést þar vel yfir Staðarhverfið, Eyjahverfið og til Vestmannaeyja.

Rétt er að hafa samband við landeigendur og fá leyfi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

Rétt er að benda á að við gilbarma getur verið hált og ætti því aldrei að fara of nálægt. Einnig að leiða yngri börn.

More Information»

Merktir stígar í þorpinu sem eru þægilegir yfirferðar.

Á heilsustígnum er búið að koma fyrir æfingatækjum og þrautum á 12 stöðum hér og þar um stíginn sem gaman er að reyna sig við. Hægt er að velja um mislangar og miserfiðar gönguleiðir.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

More Information»

Hvolsfjall er 127 metra hátt fjall við Hvolsvöll og er auðvelt uppgöngu og hentar því vel fjölskyldufólki.

Gengið er upp á Hvolsfjall frá Bjallanum hjá Stórólfshvolskirkju og þaðan inn eftir fjallinu eftir göngustíg sem þar hefur verið lagður. Af toppnum heldur síðan stígurinn áfram niður í miðja hlíðina og þar er farið yfir tröppur og genginn stígurinn í gegnum skóginn sem þar er að vaxa upp.

Sá stígur nær inn að girðingunni við sumarhúsin í Miðhúsalandi og er þar gengið niður á göngustíg eftir að af fjallinu er komið meðfram Nýbýlaveg.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

More Information»

Gengið er slóð með stikum og vörðum. Fara þarf yfir tvær óbrúaðar ár. Fyrrum aðalleiðin milli fjarðanna. Nokkuð bratt upp efstu brekkur í Seyðisfirði, en annars þægileg ganga. Á Sævarenda liggur leiðin um æðarvarp. Aðstaða fyrir ferðamenn er í Stakkahlíð. Brú er á Fjarðará innan við Sævarenda.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri
Vefsíða

 

More Information»

Gengið upp með Bakkaá upp að Hrafnatindi. Þaðan um Tjarnarbotna og niður á Kúahjalla og eftir honum út að Grafgili. Komið niður skammt frá Skriðubóli Frá Hrafnatindi er tæprar klukkustundar ganga á Geitavíkurþúfu en þaðan er frábært útsýni yfir Borgarfjörð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri
Vefsíða

 

More Information»

Nokkuð létt gönguleið. Gengið að stórum hluta eftir greinilegum fjárgötum. Leiðin var aðalleiðin milli Borgarfjarðar og Héraðs þar til akvegur kom um Vatnsskarð árið 1955.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri
Vefsíða

More Information»

Fremur létt gönguleið. Gengið frá neyðarskýli á Vatnsskarði, upp á Geldingafell og inn vestan við Súlur. Mjög gott útsýni er á leiðinni yfir Njarðvík, Hérað og Stórurð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri

Vefsíða

 

More Information»

Fremur létt gönguleið. Gengið neðan Rjúpnafells og komið inn í Stórurð neðarlega.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri
Vefsíða

 

More Information»

Nokkuð erfið gönguleið. Gengið meðfram Grjótá, upp í Grjótdal, um Urðardalsvarp og því næst meðfram hamraveggjum Ytra-Dyrfjalls og loks um Mjóadalsvarp niður í Stórurð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri
Vefsíða

 

More Information»

Nokkuð erfið gönguleið. Gengið er um gróið land, mela og mýrar. Á leiðinni má m.a. sjá Kirkjustein og Koll sem báðir tengjast álfatrú. Gengið er yfir nýja göngubrú á Lambadalsá, upp Kækjudal, yfir Kækjuskörð, niður Orrustukamb, Fitjar og að bænum Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri
Vefsíða

 

More Information»

Létt gönguleið. Gengið um jeppaveg upp Afrétt, um Húsavíkurheiði, framhjá hinum sérstæða Hvítserk, niður Gunnhildardal og síðan út víkina heima að bæ í Húsavík. Það tekur um 4 klst. að ganga þennan legg. Áfram er haldið að Stakkahlíð um Nesháls.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum…
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri
Vefsíða

Þessi leið fylgir að mestu leyti jeppaslóðum á Víknaslóðum sem ekið er um sem kann að draga úr upplifun göngumanna.

More Information»

Fremur létt gönguleið. Farið af leiðinni um Gagnheiði, sjá hér. Gengið yfir Kjólsvíkurskarð, niður Kjólsvíkurmela, yfir Hall og niður Háuhlaup allt fram að gamla bæjarstæðinu.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri
Vefsíða

Ein af fjölmörgum gönguleiðum á þessu dásamlega göngusvæði, Víknaslóðum. Þessi leið er leggur út frá þessari gönguleið. 

More Information»

Ekið inn fyrir afréttarhlið og beygt í austur þegar komið er á Línuveginn. Skömmu eftir að komið er yfir Heiðará er tekin braut til suðurs sem liggur að gljúfrinu. Rétt ofan við girðinguna eru ármót Leirár og Stóru Laxár og er þar hrikalegt að sjá.

Er síðan gengið niður með gljúfrinu, klofað yfir girðinguna, fyrst er komið að Fögrutorfu sem er einn fallegasti staðurinn í gljúfrinu. Þaðan þarf að krækja upp fyrir gil til vesturs en eftir það er gönguleiðin nokkuð augljós, ekki er æskilegt að festa sig við reiðgöturnar því þá missir fólk af mörgum fallegum stöðum í gljúfrinu.

Gengið niður í Hrunakrók, en þar var búið til ársins 1902. Á eyrunum hjá Stóru-Laxá var Guðmundur listmálari frá Miðdal með lítinn veiðiskúr sem enn má sjá leifarnar af.

Frá Hrunakrók er haldið í vestur og götum fylgt upp úr dalverpinu og gengið áfram eftir moldarslóðum þar til komið er að Kaldbak.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Í byrjun er gengin sama leið og að Kluftum í Fagradal (sjá hér), en síðan genginn greinilegur slóði niður að Hildarseli. Í Hildarseli var föst búseta allt til ársins 1886.

Við Hildarsel fellur Litla-Laxá í gljúfri og er í henni fossinn Kistufoss. Þessari leið mætti hæglega skeyta við Ingjaldshnúk og ganga þá upp Fagradal á leiðinni til baka.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Gengið frá Fossi yfir Fagradal að Kluftum, en bærinn á Kluftum fór í eyði árið 1954.

Á Kluftum fæddist kvígan Huppa árið 1926 og frá henni er komið frægasta kúakyn landsins. En uppruna Kluftakynsins tengist þjóðsaga sem tengd er Stóra-Steini (Huppusteini) er stendur við gönguleiðina undir Galtfelli.

Frá Kluftum er hægt að ganga nokkuð greinilega slóða að Kaldbak. Nokkuð krefjandi ganga, þá þarf einnig að fara yfir Litlu-Laxá.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Gengið upp fjallið frá planinu á Fossi. Uppi á brúninni er stefnan tekin í norðaustur gengið upp fyrir Háls og inn á Selmýrar þaðan niður að Kerlingarfossi.

Þaðan er hægt að fara sömu leið til baka eða ganga sem leið liggur niður í Fagradal. Þessa leið má síðan tengja annarri leið ef vilji er fyrir hendi. Að fossinum sjálfum er um 1 klst ganga.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Til þess að fara að Ingjaldshnúk eða Háhnúk eins og hann er líka stundum nefndur er farið frá Fossi. Gengið er frá planinu gegnt fossinum.

Farið eftir veginum að fjallsrótum og beint upp fjallið og sjást tjarnir þegar komið er á hábrúnina, en heiðin þar er nefnd eftir þeim og kölluð Tjarnheiði. Gengið er í suðurátt og er girðing á hægri hönd sem gott er að hafa til viðmiðunar.

Af Ingjaldshnúk er víðáttumikið útsýni. Segir sagan að þar hafi lagst út um aldamótin 1600 kona frá Þórarinsstöðum sem hafði gerst sek um að koma fyrir nýfæddu barni sínu. Konan sem hét Valbjörg Arnórsdóttir lagðist því út og dvaldi 40 ár í helli eða holu undir Ingjaldshnúki.

Þessa leið má auðveldlega tengja við aðrar leiðir sem liggja um þetta svæði. T.d. leiðir að Hildarseli eða Kluftum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Farið inn Tungufellsdal og inn í Deild. Þar er skilti á vinstri hönd sem vísar til gönguleiðar að Gullfossi sem hefst á plani við girðinguna. Leiðin er merkt með lituðum steinum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Hægt er að hefja göngu við svokallaðan Kjöl og ganga niður með Dalsá. Í Dalsá er Kerlingarfoss. Í kringum 1946 var hafist handa við virkjunarframkvæmdir við fossinn sem aldrei var lokið, en steyptur stíflugarður er til vitnis þar um.

Fossinn dregur nafn sitt af tröllkerlingu sem veiddi fisk við fossinn. Á 14. öld fórust tvær systur í fossinum. Munnmæli herma að systurnar birtist stundum í barnahópi og taki þátt í leikjum, en hverfi síðan í fossinn aftur. Gengið er áfram niður með ánni þar til hún snarbeygir til vesturs og þar er farið yfir hana á svokölluðu Skógarvaði.

Restin af leiðinni er í Hlíðarlandi þar sem Fjalla-Eyvindur fæddist, leiðin endar við þjóðveginn þar sem brýrnar yfir Dalsá og Fossá eru.

Leiðin er stikuð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahrepp
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

Líklegast er best að aka að Tungufellsbæjunum og ganga það til suðurs á Dalsánni.

More Information»

Hægt er að ganga þessa leið hvorn veginn sem er. Annars vegar að byrja í Tungufelli og ganga inn Tungufellsdal að vestanverðu og upp á Tófuhól. Þaðan í gegnum ilmandi skóginn að Svartárgljúfri, en það er vandlega falið í skóginum og í því mjög fallegur foss.

Einnig er hægt að ganga frá Safngerðinu sem er í miðjum Tungufellsdal og þaðan að Svartárgljúfri, síðan þvert yfir dalinn og uppá Tófuhól.

Leiðin er ekki stikuð en nokkuð greinileg braut er frá Safngerði að Svartárgljúfri.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

 

More Information»

Þegar keyrt er heim að Fossi er komið að afleggjaranum að Jötu, þegar sá afleggjari er keyrður áfram er komið að upplýsingaskilti um þessa gönguleið og þar er gott að hefja gönguna. Gengið er fram Skipholtsfjall eftir götum. Byrgið (búrið) er vel falið í landslaginu en stikur vísa veginn að því. Byrgið er lítill og nettur búrskápur sem talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hlaðið. Þar á Jón bróðir hans í Skipholti að hafa skilið eftir vistir fyrir bróður sinn. Vissara er að horfa vel í kringum sig til að fara ekki á mis við byrgið.

Þegar gengið er fram í Kirkjuskarð er haldið áfram götur til suðurs, girðing er á vinstri hönd, en hún sést þegar komið er aðeins af stað. Göturnar þarna eru mjög greinilegar þar sem þetta er sú leið sem fjársafnið er rekið úr afréttinum í réttirnar á hverju hausti. Leiðin endar í Kirkjuskarði. Ef fólk vill lengja gönguferðina er hægt að byrja við Hlíð undir Hlíðarfjalli sem er fæðingarbær Fjalla-Eyvindar. Þar sést enn móta fyrir bæjarrústum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

More Information»

Stefnan er tekin á vatnstankinn uppi á Högnastaðás. Farið í gegnum skógræktina að hluta til, þá er gengið í Hvammslandi, farið yfir girðingu og þá er komið í Túnsbergsland.

Á hæstu bungu er varða og þaðan er mikið útsýni þó svo að þessir ásar séu ekki hávaxnir. Haldið er áfram í sömu línu svo er haldið til vesturs, þar er farið niður að girðingu sem er markagirðing á milli Túnsbergs og Bryðjuholts og þar í gegnum hlið.

Áfram er haldið til vesturs að enda Bryðjuholtsmúla, þar er lækur (Bryðjuholtslækurinn) þegar yfir hann er komið er girðing á hægri hönd þetta er markagirðing á milli Kópsvatns og Bryðjuholts. Haldið er áfram um 50 m vestur fyrir lækinn þá er gott að fara yfir girðinguna. Fara síðan upp með girðingunni að skarði sem gott er að komast eftir upp á Kópsvatnsásinn. Þá er leiðin greið inn ásinn að Kirkjuskarði. Kópsvatnsásinn er skógræktarsvæði Skógræktarfélags Hruna- manna en þar var byrjað að planta árið 2000.

Félagið er líka með skógræktina í Högnastaðaásnum ásamt lystigarðinum á Flúðum. Í Kópsvatnsásnum má greina traðir sem liggja undir kletti sem Dúnklettur heitir. Þessar traðir heita Flosatraðir, þetta var leiðin fyrr á öldum milli kirkjustaðanna í Hruna og Bræðratungu.

Einnig er hægt að tengja þessa leið við gönguleiðina Jatan- Byrgið- Kirkjuskarð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi. Útgefandi: Hrunamannahreppur. Vefsíða.

 

More Information»

Ekið eftir afleggjaranum að bænum Sólheimum en þar sem beygir heim að bæ er plan til að leggja bílum og er gengið þaðan í átt að fjallinu. Reiðgötunni er fylgt til suðurs að Núpstúni eða Hrepphólum og skarast þessi leið þá við Galtafell efri leið, en er mun léttari ganga.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi. Útgefandi: Hrunamannahreppur. Vefsíða.

Galtafell er 286 metra hátt.

More Information»

Gengið frá kirkjustaðnum Hruna eða ristahliðinu við brautina að Hrunalaug. Farið áfram eftir veginum og stiklað yfir lækinn í Músasundi. Þaðan er gengið upp á Stóra- Skógarholt, svo áfram upp Hálsana og upp á Galtafell þar má finna fleiri en eina götu upp.

Þegar upp er komið kemur í ljós mikið landslag og stefnan þá tekin í suður eftir fellinu, í góðu veðri er gaman að virða fyrir sér útsýni til allra átta. Húsfreyjusæti á Galtafelli er nú varða og er vestast á fellinu en sagan segir að þar hafi húsfreyjan í Galtafelli setið og rifist við húsfreyjuna í Miðfelli sem sat uppi á fjallinum hinu megin. Þegar komið er niður af fellinu austan megin er komið á góðar reiðgötur og verður hinn sögufrægi Stóri- Steinn, sem í dag er oft nefndur Huppusteinn, á vegi fólks rétt sunnan við girðingarhlið og neðan við reiðveginn. En þar á formóðir kýrinnar Huppu frá Kluftum að hafa komist í kynni við tudda huldufólksins.

Þegar komið er nær Núpstúni er annars vegar hægt að ganga að Núpstúni og hins vegar áfram suður og virða fyrir sér hina stórmerkilegu stuðlabergsnámu í Hólahnjúkum, rölta svo fram hjá henni og niður að Hrepphólum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi. Útgefandi: Hrunamannahreppur – vefsíða.

 

More Information»

Gengið frá Snússuskála í landi Ásatúns eftir götum sem liggja austan megin Langholtsfjalls. Munnmæli herma að í Vatnsdalsvatni á Langholtsfjalli búi sami nykur og býr í vatninu uppi á Vörðufelli, ár í senn í hvoru vatni. Hann flytur sig um set um undirgöng á Jónsmessunótt og heyrast þá miklir dynkir og skruðningar.

Þegar komið er heldur lengra en miðsvegar undir fjallinu sést stígur fara upp fjallið, en sá stígur nefnist Tæpistígur. Neðan við Tæpastíg er Kristínarbrekka, sagnir herma að þar hafi kona að nafni Kristín hrapað til bana þegar hún fór um stíginn með heybandslest.

Áfram er haldið eftir Tæpastíg og er þá komið niður í trjálundinn á Álfaskeiði.

Ef ganga á til baka er hægt að fara sömu leið eða ganga upp slóðann frá Álfaskeiði að sjónvarpsmöstrunum og síðan áfram niður fjallið.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi. Útgefandi: Hrunamannahreppur – vefsíða.

 

More Information»

Þessari leið hér er fylgt vestur fyrir Glerá, suðvestan Lamba. Þá er haldið upp sunnan og vestan við Hausinn upp að Tröllunum, mjög sérkennilegum berggöngum austan í Tröllafjalli. Þaðan er gengið norðaustur niður að Vatninu og svo áfram niður að brúnni á Fremri-Lambá. Fallegt útsýni yfir Glerárdal af þessari leið.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

Hér má sjá gönguleið að Lamba.

 

More Information»

Gengið er niður að Glerá, innanvert við Lamba þar sem oftast má vaða hana. Þaðan út vesturbakka Glerár að göngubrú á Fremri-Lambá nokkur hundruð metra uppi á gili Fremri-Lambár. Þessi leið er að nokkru stikuð. Þaðan er haldið áfram út vesturbakka Glerár að Heimari-Lambá. Þar norðan við er fylgt fjárgötum ofan við gilbarm Glerár út yfir Illugilin og út á bílveg neðan við vatnstankana í vesturhlíð Glerárdals. Að lokum er farið austur yfir gil Glerár um göngubrú á Glerá á milli Fremri – og Heimari-Hlífár og upp á öskuhaugana.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

Hér má finna gönguleið að Lamba. 

 

More Information»

Ómerkt leið, fylgir þessari hér leið upp í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan er gengið til norðausturs yfir Tröllatind og upp á Tröllahyrnu. Bratt en torfærulítið. Þaðan er greið leið norður á hátind Tröllafjalls (1.440 m.y.s.), sem er annað hæsta fjall við Eyjafjörð. Af fjallinu er geysivíðsýnt í björtu veðri.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða

Hér má finna gönguleið að Lamba. 

 

More Information»

Ómerkt leið, fyrst er gengið niður að Glerá innanvert við Lamba þar sem oftast er hægt að vaða yfir ána. Þaðan er gengið upp hlíðina vestan Glerár upp á Hrútaskeið og vestur í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan niður Bægisárjökul og út  Bægisárdal að Syðri-Bægisá.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða

Sjá hér gönguleið að Lamba.

 

More Information»

Ómerkt leið frá Lamba inn í botn Glerárdals, upp í skarðið vestan Stórastalls, þaðan niður Nyrðri Krók að vestan og svo niður Skjóldal sunnar ár að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, göngukort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða

Hér má finna gönguleið að Lamba.

 

More Information»

Ómerkt leið inn frá Lamba, upp í skarðið austan Glerárdalshnjúks, þaðan niður Finnastaðadal að norðan, að Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða. 

Hér má sjá gönguleiðarlýsingu að Lamba.

 

More Information»

Líklega ein stórfenglegasta gönguleið landins. Náttúran, fjölbreytni hennar og kyngikraftur leikur á alls oddi á þessari 2 – 3ja daga gönguleið sem hefst við Sveinstind og endar í Hólaskjóli. Það er varla hægt að lýsa leið sem þessari en veikburða tilraun verður þó gerð hér til þess.

Dagur 1:
Gangan hefst við Sveinstind, nánar tiltekið við skála Útivistar sunnan Sveinstindar og rétt norðan við Skaftá. Margir kjósa að hefja leiðina með því að ganga á Sveinstind að norðan, frá Langasjó, yfir hann og niður í skálann. Eindregið er mælt með því, sérstaklega ef skyggni er gott því af Sveinstindi er stórfenglegt útsýni.

Sjá nánar um göngu á Sveinstind hér. Reikna má með að gangan taki um 4 klst. með útsýnisstoppum og hentar því vel að aka úr byggð snemma morguns, að Langasjó, ganga á Sveinstind og þaðan í skálann.

Dagur 2:
Þægileg ganga þennan dag, lítið um hækkun og stórfenglegt landslag blasir við göngufólki hvert sem litið er.

Í fyrstu er gengið meðfram Skaftá um mosavaxnar hlíðar. Ber sérstaklega að geta þess að halda sig við stíginn, ganga í einfaldri röð til að halda troðningi í lágmarki. Fljótlega blasa Uxatindar við í allri sinni dýrð en fyrst er farið yfir Hvanngil, þaðan í Uxatindagljúfur á milli Grettis og Uxatinda.

Á köflum er leiðin óskýr, sérstaklega í upphafi sumars og því mikilvægt að halda sig við stikaða gönguleiðina. Umhverfið við Uxatinda er eitt það fallegasta en um leið sérkennilegasta á hálendi Íslands. Grænar og bláar tjarnir, sérkennilegur og tígulegur mosi kallast á við snarbratta, oddhvassa Uxatindana.

Þegar gengið úr gljúfrunum er gil eitt elt og kann það að vera grýtt á köflum. Fara ber varlega, sérstaklega fyrripart sumars þegar undir snjósköflum geta leynst holur.

Stutt er frá gljúfrunum að Skælingum eða Stóragili þar sem afar skemmtilegur skáli Útivistar bíður göngufólks. Uppgert sæluhús og gisting þar hálfgert ævintýri þá sérstaklega ef yngri kynslóðin er með í för. Umhverfi skálans er sem ævintýraland, magnaðar hraunmyndandir úr Skaftáreldum. Ef þetta er ekki staðurinn til að rifja upp eina eða tvær álfa- og tröllasögur.

Dagur 3:
Þennan dag liggur leiðin örlítið á brattan þvi fljótlega eftir að gangan hefst höldum við svo til beint til norðurs í átt að Gjátindi. Rétt í þann mund sem við komum að honum má velja um tvær leiðir. Annars vegar meðfram honum og niður í Eldgjá eða upp á Gjátind og svo sömu leið aftur niður í Eldgjá. Ef veður er gott er það fyllilega þess virði að leggja á sig þennan rúma klukkutíma sem gangan tekur.

Hvor leiðin sem er valin fá göngugarpar að njóta ótrúlegs útsýni yfir Eldgjá og í raun eftir henni endilangri. Litadýrðin er sérstök og líklega þarf mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund þær hamfarir sem sköpuðu þessa stærstu gossprungu landins fyrr og síðar. Lestu þér nánar til um Eldgjá hér. 

Eftir Eldgjá er gengið á jafnsléttu alveg niður að bílastæðinu. Á leiðinni er að sjálfsögðu stoppað við Ófærufoss sem er fallegur foss en það skal þó viðurkennast að fallegri var hann þegar steinbrúin var yfir neðri hluta hans. Strax eftir að bílastæðinu sleppir beygjum við til vinstri meðfram ánni og er það skemmtilegur hluti að ganga. Nú styttist í Hólaskjól þar sem gangan endar.

 

More Information»
Eldgjá
July 252014

Stórkostleg gönguleið um eina hrikalegustu gossprungu landsins. Örlítið klöngur á köflum en annars fær flestum, þar á meðal yngstu kynslóðinni. Leiðin liggur frá bílastæði, yfir tvær göngubrýr og að Ófærufossi. Sama leið er gengin tilbaka.

Eldgjá er hátt í 70 km. löng gossprunga, dýpt hennar er mest um sex hundruð metrar og dýpst er hún hátt í 200 metrar. Hún myndaðist í einu stærsta gosi Íslandssögunnar, í kringum árið 934. Gossprungan nær innundir Mýrdalsjökuls og til móts við Lambavatn rétt við Laka.

Hraunin úr Eldgjá eru talin þekja um 800 ferkílómetra og er að mesta flatarmál hrauns á jörðinni sem runnið hefur eftir ísöld.

Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í tveimur hlutum sem er alveg þess virði að skoða. Yfir neðri fossinn var stór og mikill steinbogi sem hrundi  árið 1993 í vorleysingum.

More Information»

Ómerkt leið, víða mjög brött, ísöxi og mannbroddar nauðsynlegt nema um hásumar. Gengið frá Skíðastöðum, upp með skíðalyftunum, svo í norður frá efstu lyftunni að Mannshrygg. Fara má upp bratta fönn sunnan í hryggnum eða klifra upp hrygginn að austan upp á Hlíðarfjall. Þaðan er gengið til suðvesturs vestan á Hlíðarfjalli, niður á  Vindheimajökul norðaustan við Strýtu og svo upp norðausturhrygg Strýtu á hátindinn. Geysivíðsýnt af tindinum í björtu veðri.

Heimild, ofangreint: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

 

More Information»

Stikuð leið, fyrst inn gilbarm Glerár, sveigir síðan niður hlíðina, fylgir fjárgötum að mestu að brú á Fremri-Lambá. Þaðan skáhallt yfir Grenishóla að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar.

Heimild, ofangreint: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða. 

 

More Information»

Ómerkt leið, brött, getur verið erfið, ísöxi og mannbroddar æskilegir á veturnar. Upp á háfjallið að vestan er fylgt hrygg sem veit VSV í stefnu á Glerárdalshnjúk. Af fjallinu er afar víðsýnt í björtu veðri, enda Kerling hæsta fjall við Eyjafjörð. Mjög brött og erfið leið austur af háfjallinu og þaðan SA niður í Finnstaði í Eyjafjarðarsveit.

Heimild, ofangreint: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

Þessi leið hefst við Lamba, skátaskála í Glerárdal. Sjá má leiðarlýsingu hér.

Kerling er 1.538 m.y.s og er því hæsta fjall Norðurlands. Fjallið er rúmlega 8 milljón ára gamalt, hluti megineldstöðvar eins og flest fjöll við Glerárdal. Útsýni af Kerlingu er stórkostlegt, vel sést til margra jökla landsins. Í austri má sjá Dyrfjöll og Snæfell, Herðubreið og Mývatnsöræfi. Í vestri sést afar vel yfir Tröllaskaga og áfram til Stranda.

More Information»

Stikuð leið, greiðfær, talsvert brött efst. Mikið útsýni frá Ytri – Súlu til norðurs og austurs. Í góðu færi er stutt yfir á Syðri – Súlu með miklu útsýni til suðurs.

Heimild (ofangreint): Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

Súlur, oft kallaðar bæjarfjall Akureyrar eru 1.144 og 1.167 metra háar eru suðvestan við Akureyri. Þar í kring má finna fjölda fjalla og má þar nefna Kerling, Litli- og Stóri Krummi, Bóndi og Þríklakkar. Í Glerárdal neðan Súlna eru fjöldi gönguleiða.

More Information»

Gönguleiðin liggur frá tjaldstæði syðst í skógi og norður að gömlu bogabrúnni, samsíða aðalakvegi í gegnum skóginn. Leiðin liggur samsíða blárri gönguleið á kafla framhjá þjónustuhúsi, um birkiskóg og samsíða rauðri gönguleið um tjaldsvæði í Stórarjóðri. Leiðin endar við gömlu bogabrúna sem byggð var 1908. Þessi gönguleið er auðveld þar sem hæðarmunur er óverulegur. Leiðin gefur góða yfirsýn yfir gróðurfar í skóginum. Fylgið stikum með gulum lit – 3.410 metrar

Vaglaskógur í Fnjóskadal er meðal fjölsóttustu skóga á Íslandi. Árlega koma þúsundir ferðamanna í skóginn, bæði til að njóta þar dvalar og útiveru, enda skógurinn tilvalinn til útivistar að sumri sem vetri.

Í Vaglaskógi er aðalstarfsstöð Norðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins. Meginverkefni starfsmanna eru grisjun skógarins, frærækt og framleiðsla ýmissa skógarafurða, s.s. arinviðar, trjáplatta og viðarkurls.

Í skóginum eru rekin tjaldsvæði og kjósa margir að eiga föst stæði fyrir tjaldhýsi sín þar yfir sumarið. Verslun er í Vaglaskógi sumarlangt og er þar að finna nauðsynjavörur og upplýsingar um afþreyingu og þjónustu í nágrenninu. 

Vaglaskógur er einn elsti nytjaskógur á Íslandi. Snemma á 20. öld keypti landssjóður Íslands jörðina Vagli í Fnjóskadal sem skógurinn er nefndur eftir. Árið 1909 var skógurinn friðaður, skógarvörður settur á Vöglum og starfræksla gróðarstöðvar hafin.

Enginn birkiskógur hér á landi hefur verið hirtur jafnlengi og mark- visst og Vaglaskógur. Grisjun skógarins hófst strax árið 1909 sem gerði Vaglaskóg einn beinvaxnasta birkiskóg landsins. Birkið á Vöglum hefur áberandi ljósan stofn, getur náð yfir 10 metra hæð og orðið um 90 ára gamalt.

Gróðursettar hafa verið um 650.000 plöntur í Vaglaskógi frá upphafi, alls af 26 ólíkum tegundum, þótt birkið sé ríkjandi. Meðal þeirra tegunda sem tilraunir hafa verið gerðar með í skóginum má nefna skógarfuru, rauðgreni, hvítgreni, stafafuru og rússa-, síberíu- og mýrarlerki. 

Heimild: Vaglaskógur, ferðablöðungur Skógræktar Ríkins. Vefsíða.

More Information»

Mjög skemmtileg og létt gönguleið meðfram ströndinni við Streitishvarf. Gott er að ganga út frá afleggjara, niður að Streitisvita og með ströndinni í nágrenni vitans. Gæta skal varúðar á klettabrúnum við sjó.

Heimild: Gönguleiðir í Djúpavogshreppi. Útgefandi: Djúpavogshreppur. Vefsíða

Skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna þar sem vel má dunda í nokkrar klukkustundir þó ofangreind leið sé frekar stutt. Frá Streitisvita er gott útsýni yfir nærliggjandi svæði og ekki síst sjávarflötinn.

More Information»

Gengið er frá akveginum yfir Öxi eftir Kjalfjalli (Kistufelli) og áleiðis að Kjalfjallstindi sem er 1.116 metra hár. Þægileg ganga á þennan nyrsta tind Djúpavogshrepps.

Heimild: Gönguleiðir i Djúpavogshreppi. Útgefandi: Djúpavogshreppur. Vefsíða

 

 

More Information»

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Stikum er fylgt upp Moldbrekkur og áfram inn dalinn. Rétt neðan við kofann sem er í miðjum dalnum er farið fyrir brú og lagt á brattann upp í Grímudal.

Þetta er fallegur og vel gróinn dalur með Grímufjall á vinstri hönd en hægra megin blasa við Bjarkarkolla og Halldór sem er rúmlega 1100 metra hátt fjall. Í dalnum má sjá leifar af gamalli símalínu sem lá yfir í Kálfsárdal og áfram til Ólafsfjarðar og var lögð árið 1908. Í botni dalsins er nokkuð brött brekka sem liggur upp í skarð sem er á milli Grímudals og Kálfsárdals. Leiðin liggur því næst til suðurs undir Einstakafjall og niður á Reykjaheiði þar sem Mosi, skáli Ferðafélags Svarfdæla er staðsettur. Til baka er svo haldið beint niður Böggvisstaðadal og komið að kofanum þar sem lagt var af stað upp Grímubrekkur, þegar ferðin tilbaka er hálfnuð.

Heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð. Útgefandi Dalvíkurbyggð. Vefsíða.

 

More Information»

Stutt og þægileg ganga um skemmtilegt skógræktarsvæði rétt utan Dalvíkur. Hentar öllum og upplagt að tölta eftir mat eða til að brjóta upp bílferð um svæðið.

Upphafsmaður skógræktar á Hánefsstöðum var eldhuginn og athafnamaðurinn Eiríkur Hjartarson sem hóf þar skógrækt árið 1946. Eiríkur var einnig upphafsmaður Grasagarðsins í Reykjavík en hann var fæddur og uppalinn í Svarfaðardal. Skógræktina hóf hann með því að reisa mikla girðingu um svæðið og er hún svo vönduð að hún stendur enn í dag. Næsta áratuginn flutti hann plöntur með sér norður sem voru svo gróðursettar að Hánefsstöðum og kennir þar margra grasa. Alls var plantað í hans tíð 94.633 plöntum.

Árið 1965 ánafnaði Eiríkur Skógræktarfélagi Eyfirðinga skóginn.

Heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð. Útgefandi: Dalvíkurbyggð. Vefsíða

 

More Information»

Fremur létt gönguleið. Gengið er upp frá bænum Hólalandi innst í Borgarfirði. Farið er eftir jeppaslóð upp undir Tindfell. Síðan er liggur leiðin um Eiríksdalsvarp og inn yfir Lambamúla. Komið inn í Stórurð ofarlega.

Stórurð eða Hrafnabjargaurð er í Hjaltastaðaþingá en hún tilheyrir jörðinni Hrafnabjörgum þaðan sem hún dregur nafn sitt. Stórurð er án efa eitt stórfenglegasta framhlaup á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Hinu sérstæða landslagi Stórurðar er erfitt að lýsa með orðum, en það er vissulega stórbrotið. Eggsléttir grasbalar og hyldjúpar tjarnir innan um stór björg á hæð við fjölbýlishús. Yfir þessu öllu gnæfa Dyrfjöllin, ekki síður tignarleg. Enginn verður svikinn af því að eyða hér einni dagstund eða jafnvel fleirum. Í Stórurð er talsvert snjóþungt og því skyldu ferðamenn spyrjast fyrir um snjóalög ef þeir eru á ferðinni snemma sumars. Ganga utan merktra gönguleiða getur verið vafasöm í þoku en þá er auðvelt að villast í urðinni.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra o.fl. Vefsíða

 

 

More Information»
Urðarhólar
July 152014

Stutt, létt gönguleið um fallegt líparíthraun. Farið er af jeppaslóðinni í Afrétt og gengið upp að Urðarhólavatni.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum.
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl. Vefsíða

 

 

More Information»

Létt gönguleið. Gengið er eftir góðum jeppaslóða. Leiðin liggur úr Afrétt, meðfram Gæsavötnum, niður Vatnstungur og síðan utan í Hvítafjalli.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl. Vefsíða

Frábær leið, hvort sem hún er ekin, hjóluð eða gengin. Að mati vefstjóra ein fallegasti göngustubbur landsins. Þegar gengið er niður Víknaheiðina blasa Gæsavötnin við og Hvítuhnjúkar í baksýn og fljótlega fer að opnast fyrir sýn inn til Breiðuvíkur. Þegar komið er framhjá hinu stórfenglega Hvítafjalli blasir víkin svo við í allri sinni dýrð.

Þessi leið er gengin út frá veginum sem liggur að Húsavík og til Loðmundarfjarðar.

 

 

More Information»

Fremur erfið gönguleið. Gengið út grófar skriður út Hvalvíl og brattar grasbrekkur niður á Glettingsnes. Hált í bleytu. Ekki fyrir óvant göngufólk. Til þess að komast að þessari leið þarf t.d. að ganga frá Breiðuvík, sjá hér eða frá Borgarfirði, sjá hér.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl. Vefsíða

Hvalvík er ekki stór vík, í raun afskaplega lítið og því er undirlendi þar lítið. Ofan víkurinnar er þó hinsvegar gróinn og fallegur dalur. Ekki virðast margar heimildir um búsetu á svæðinu en þar bjó samt Benóní Guðlaugsson í um áratug, talinn hafa flutt þaðan árið 1842.

Glettingsnes er tanginn sem skagar fram á milli Hvalvíkur og Kjólsvíkur. Ofan við hann rís snarbrattur Glettingur. Þarna var afskekktasti bær í hinum gamla Borgarfjarðarhreppi. Er erfitt að gera sér í hugarland hvernig fólk komst til og frá bænum, sérstaklega að vetrarlagi.

Á nesinu er viti sem reistur var snemma á síðustu öld en þar hefur ekki verið búið fyrr en um miðja öldina sem leið.

 

More Information»

Fremur létt gönguleið. Var algeng gönguleið fyrr á árum. Gengið er um gróið land og mela. Leiðin liggur meðfram Súlutindi, yfir Súluskarð, þaðan þvert yfir Kjólsvík og yfir Kjólsvíkurvarp til Breiðuvíkur.

Breiðavík er landsnámsjörð. Þar segir Landnáma að Þórir Lína hafi numið land. Fyrir botni víkurinnar er breiður sandur og þar fellur Stóraá (víkurá) til sjávar. Hún skilur að miklu leyti að jarðirnar Breiðuvík og Litluvík (Litlu-Breiðuvík) sem er sunnan árinnar. Litlavík fór í eyði árið 1945. Skammt frá sjó norðan megin í víkinn stóð Breiðavíkurbærinn. Þar var löngum tvíbýlt en byggð þar lagðist af 1943.

Breiðavík var eftirsótt jörð vegna mikils landrýmis og landkosta en slæm lendingarskilyrði þóttu þó mikill löstur. Þá er einnig þokugjarnara í Breiðuvík en í Borgarfirði. Víkin er vel gróin og litskrúðug líparítfjöll skapa ákaflega sérstaka fjallasýn. Landeigendur og Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði reistu þar neyðarskýli á níunda áratugnum og sumarið 1998 reisti Ferðafélag Fljótsdalshéraðs þar gistiskála fyrir rúmlega 30 manns.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl.  Vefsíða.

Þess má geta að fjaran í Breiðavík er ævintýraland barna á öllum aldri. Þar má dunda sér tímunum saman við að skoða rekavið, skeljar, leifar fugla og ekki síður lifandi fugla og önnur dýr. Góð leið er að dvelja í skálanum í Breiðavík og aka, ganga þaðan um svæðið.

Þessa leið má ganga fram og tilbaka og hefur vefstjóri reynt það með tveimur ungum börnum. Einnig má tengja við hana leið um Brúnuvík yfir í Borgarfjörð, sjá hér eða leið um Hofstrandarskarð í Borgarfjörð, sjá hér.

More Information»

Létt gönguleið. Gengið eftir greiðfærri jeppaslóð. Leiðin liggur upp sunnan Svartfells, eftir Þrándarhrygg, Gagnheiði, niður Hesta og sem leið liggur niður að skýli og skála sem standa þar sem Litlaá og Stóraá mætast.

Skemmtilegur útúrdúr eða aukaleggur væri að ganga frá Þrándarhrygg yfir Kjólsvíkurskarð, niður Kjólsvíkurmela, yfir Hall og niður Háuhlaup allt fram að gamla bæjarstæðinu. Þetta tekur um 1,5 klst.

Breiðavík er landsnámsjörð. Þar segir Landnáma að Þórir Lína hafi numið land. Fyrir botni víkurinnar er breiður sandur og þar fellur Stóraá (víkurá) til sjávar. Hún skilur að miklu leyti að jarðirnar Breiðuvík og Litluvík (Litlu-Breiðuvík) sem er sunnan árinnar. Litlavík fór í eyði árið 1945. Skammt frá sjó norðan megin í víkinn stóð Breiðavíkurbærinn. Þar var löngum tvíbýlt en byggð þar lagðist af 1943.

Breiðavík var eftirsótt jörð vegna mikils landrýmis og landkosta en slæm lendingarskilyrði þóttu þó mikill löstur. Þá er einnig þokugjarnara í Breiðuvík en í Borgarfirði. Víkin er vel gróin og litskrúðug líparítfjöll skapa ákaflega sérstaka fjallasýn. Landeigendur og Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði reistu þar neyðarskýli á níunda áratugnum og sumarið 1998 reisti Ferðafélag Fljótsdalshéraðs þar gistiskála fyrir rúmlega 30 manns.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri o.fl.  Vefsíða.

Þess má geta að fjaran í Breiðavík er ævintýraland barna á öllum aldri. Þar má dunda sér tímunum saman við að skoða rekavið, skeljar, leifar fugla og ekki síður lifandi fugla og önnur dýr. Góð leið er að dvelja í skálanum í Breiðavík og aka, ganga þaðan um svæðið.

Þessa leið má auðvitað ganga í báðar áttir eða fram og tilbaka sem dagleið en þá væri hún frekar drjúg eða um 20 km.

 

More Information»

Létt gönguleið. Gengið er eftir grófri jeppaslóð yfir skarðið og síðan um graslendi út víkina. Borgarfjarðarmegin við Hofstrandarskarðið er fallegt útsýni, meðal annars ofan í Helgárgil, sem inniheldur mjög sérstakar og litskrúðugar líparítmyndanir.

Brúnavík er  næsta vík sunnar Borgarfjarðar Eystri. Víkin sem er allbreið, horfir á móti norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur dalur sem einkennist af grónum melhryggjum og mýrum. Í Brúnavík var löngum tvíbýli en hún fór í e yði 1944. Þar þóttu góð skilyrði til búsetu fyrr á öldinni, góð tún og engjar, fjörubeit allnokkur og að jafnaði snjólétt.

Þá er lending allgóð í Brúnavík. Þar er nú neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri o.fl. Vefsíða 

Víknaslóðir er heiti svæðis sem í grófum dráttum er á milli Borgarfjarðar  Eystri og Seyðisfjarðar. Þar hefur Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri byggt upp gríðarlega gott net gönguleið sem búið er að stikja og merkja vel. Þar eru gistiskálar, bæði í Breiðuvík og ofan Húsavíkur auk þess sem aðstaða er í Loðmundafirði. Ein af helstu perlum landsins og enn með hóflegum fjölda gesta.

Það má ganga þessa sömu leið tilbaka en einnig má ganga um Brúnavíkurskarð. Sjá þá leið hér.

More Information»

Fremur létt gönguleið en gengið er eftir greinilegum fjárgötum um graslendi. Leiðin var áður aðalgönguleiðin til Brúnavíkur.

Brúnavík er  næsta vík sunnar Borgarfjarðar Eystri. Víkin sem er allbreið, horfir á móti norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur dalur sem einkennist af grónum melhryggjum og mýrum. Í Brúnavík var löngum tvíbýli en hún fór í e yði 1944. Þar þóttu góð skilyrði til búsetu fyrr á öldinni, góð tún og engjar, fjörubeit allnokkur og að jafnaði snjólétt.

Þá er lending allgóð í Brúnavík. Þar er nú neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum. Útgefandi Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri o.fl. Vefsíða 

Víknaslóðir er heiti svæðis sem í grófum dráttum er á milli Borgarfjarðar  Eystri og Seyðisfjarðar. Þar hefur Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri byggt upp gríðarlega gott net gönguleið sem búið er að stikja og merkja vel. Þar eru gistiskálar, bæði í Breiðuvík og ofan Húsavíkur auk þess sem aðstaða er í Loðmundafirði. Ein af helstu perlum landsins og enn með hóflegum fjölda gesta.

Þessa leið má ganga aftur sömu leið tilbaka eða upp úr Brúnavík og um Hofstrandarskarð til Borgarfjarðar aftur. Sjá hér.

More Information»

Þetta er gömul leið sem gjarnan var farin þegar bændur vestan úr sveitum voru að koma frá Papóskaupstað. Gengið er meðfram Kastá inn Kastárdal uns komið er fram á brúnina fyrir botni Kastárdals sem heitir Kex,  þar sér yfir Hornsvík og Stokksnes.

Þar er farið beint niður skriðuna. Síðan er gengið fyrir Horn og endað á upphafsstað við Papós.

Einnig er hægt að ganga að Hornsbænum og láta sækja sig þangað. Þá er leiðin um 3 klst. styttri.

Lengja má leiðna með því að ganga upp að Húsadalstindi og þaðan eftir brúninni að Kexi.

Árið 1861 var samþykkt á Alþingi að Papós yrði löggilt verslunarhöfn. Fyrst í stað var verslað um borð í skipunum sem lágu við akkeri rétt innan við Papós. Eftir að fyrsta verslunarhúsið var byggt sumarið 1864 var föst verslun starfrækt til ársins 1897. Árið 1895 eignaðist Ottó Tuliníus verslunina. Það að ekki sá til sólar í meira en fimm mánuði á ári, frá 28. september til 7. mars, bágborin hafnaraðstaða og lítið undirlendi hefur eflaust orðið til þess að hann lét rífa öll húsin og flytja til Hafnar árið 1897. Enn stendur eitt þeirra, Gamlabúð og gegnir nú hlutverki upplýsingamiðstöðvar.

Heimild: Gengið fyrir Horn. Ferðablöðugur Ferðafélag Austur-Skaftfellinga o.fl.

More Information»
Papós – Horn
July 132014

Leiðin er stórbrotin, en að mestu greið. Hún liggur um grýtta urð og lausar skriður á köflum en ætti að vera flestum fær. Á leiðinni er mikið um menningarminjar. Papósmegin má sjá rústir Papóskaupstaðar og rúst sem talin er vera frá því Papar dvöldust hér fyrir landnám.

Á Hafnartanga eru rústir gamallar verstöðvar þar sem Nesjabændur og Norðlendingar höfðu útræði fram á 19. öld. Einnig eru rústir eftir veru breskra setuliðsins á styrjaldarárunum síðari. Við gamla bæinn geta menn gert sér í hugarlund hvernig aðstæður voru, þegar sex franskar skútur fórust í Hornsvík árið 1873. Þar er nú víkingaþorp sem reist var fyrir kvikmyndagerð. Á leiðinni er líka fjölbreytt fugla- og dýralíf. Hægt er að lengja leiðina með því að fara út á Papóskletta.

Hægt er að ganga leiðina í báðar áttir ef svo má að orði komast.

Árið 1861 var samþykkt á Alþingi að Papós yrði löggilt verslunarhöfn. Fyrst í stað var verslað um borð í skipunum sem lágu við akkeri rétt innan við Papós. Eftir að fyrsta verslunarhúsið var byggt sumarið 1864 var föst verslun starfrækt til ársins 1897. Árið 1895 eignaðist Ottó Tuliníus verslunina. Það að ekki sá til sólar í meira en fimm mánuði á ári, frá 28. september til 7. mars, bágborin hafnaraðstaða og lítið undirlendi hefur eflaust orðið til þess að hann lét rífa öll húsin og flytja til Hafnar árið 1897. Enn stendur eitt þeirra, Gamlabúð og gegnir nú hlutverki upplýsingamiðstöðvar.

Heimild: Gengið fyrir Horn. Ferðablöðungur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga o.fl.

 

More Information»

Gangan hefst við Hafrafellsrétt við Hafravatn. Þaðan eltum við í fyrstu slóða til norðausturs að Bjarnavatni (oft sagt vera Borgarvatn á kortum). Þaðan tökum við stefnuna beint til norðvesturs upp á Reykjaborg. Við höldum svo sömu stefnu niður meðfram Borgardal og þegar á jafnsléttu er komið höldum við að Vatnsvík í norðurenda Hafravatns. Þaðan fylgjum við fjöruborðinu aftur að upphafsstað.

Hafravatnsrétt er merkur staður. Hún var skilarétt Mosfellinga frá árinu 1920 þegar fyrst var réttað þar og var slíkt gert næstu 80 árin. Langt fram á tuttugustu öldina voru réttir ein helstu mannamót ársins og var Hafravatnsrétt engin undantekning á því. Þangað flykktist fjöldi fólks til að skemmta sér og sjá aðra. Voru veitingar seldar í tjöldum en siðar annaðist Kvenfélag Lágafellssóknar kaffisölu í bragga sem stóð við réttina. Hafravatnshlíð var friðlýst árið 1988.

Nafnið Hafrahlíð er talið vera komið frá þeim tíma sem Höfrum var beitt á fjallið en hvergi tókst vefstjóra að finna neinar frekari heimildir um það.

Bjarnarvatn er ranglega nefnt Borgarvatn á mörgum kortum og Borgarvatn þá Bjarnarvatn þ.e. nöfnum vatnanna er víxlað. Vel má sjá þetta á eldri kortum frá Landmælingum. Úr Borgarvatni sem við sjáum rétt grilla í til austurs er við stöndum við Bjarnarvatn koma upptök Varmár.

 

More Information»
Úlfarsfell
July 122014

Gangan hefst við skógræktarsvæðið í vesturhlíðum Úlfarsfells þar sem góð bílastæði eru. Þaðan er gengið til norðurs meðfram Hamrahlíð og svo beygt inn dalinn til austurs meðfram veginum, að mestu eftir hitaveitustokkum. Þegar komið er að bílastæði við Skarhólamýri er tekin 90° beygja upp á fellið eftir greinilegum göngustíg þaðan sem haldið er á Stórahnjúk. Þaðan er svo gengið svo til beint til vesturs að skógræktarsvæðinu.

Neðan Hamrahlíðar stóð eitt sinn býli með sama nafni en það fór í eyði um aldamótin 1900. Þó má enn sjá rústir þess. Það er Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem sér um svæðið neðan Hamrahlíðar en skógrækt hófst á svæðinu fyrri hluta 20. aldar þegar Ungmennafélagið Afturelding hóf þar skógrækt. Í skógræktinni má finna ýmsar tegundir og má þar nefna birki, sitkagreni og rauðgreni.

Nafnið fellsins, Úlfarsfell kemur fyrst fram í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 og svo í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Líklegast má telja að nafnið sé komið frá mannanafninu Úlfar. Fellið er 296 metra hátt og er afar vinsælt til gönguferða en einnig nýtir svifdrekafólk sér fellið í sína iðju.

Einnig má ganga á Úlfarsfell beint frá skógræktinni þ.e. síðasta legg þessarar leiðar. Er sú leið um þrír kílómetrar fram og tilbaka. Vinsælasta leiðin er þó líklegast frá suðri en þá er lagt rétt við Leirtjörn og gömlum slóða fylgt upp fjallið svo til beint til norðurs. Er sú leið um 2,5 kílómetrar fram og tilbaka.

More Information»

Við erum stödd rétt norðan við Kirkjubæjarklaustur, nánar tiltekið við bæina Mörk og Geirland. Ekki algeng örnefni og þegar landakortið er skoðað má sjá þau nokkur sérstök hér í kring. Á sem heitir Rásin og önnur slík sem ber nafnið Stjórn. Blesahraun og Kylli – stafa – sjást líka og síðast en ekki síst Landnyrðingur.

Leið okkar liggur inn í dal eins og heimamenn nefna þessa stuttu gönguleið sem kemur þó verulega á óvart. Við hefjum leið okkar á milli þessara tveggja bæja og höldum inn dalinn. Best er að leggja við heyrúllur rétt vestan við brúnna yfir Merkuá, neðan Geirlands. Þar við er göngubrú yfir ánna og þægilegast er að halda sig vestan girðingarinnar sem liggur inn dalinn.

Á Geirlandi er núna rekið myndarlegt sveitarhótel og segja margir að hvergi sé hægt að fá betri skyrtertu hér á landi en akkúrat þar. Þarna var áður rekin fyrsta sveitaverslunin þegar komið var austur fyrir Mýrdalssand. Hana rak Vigfús Jónsson frá því rétt fyrir aldamótin 1900 þar til árið 1914.

Sonur hans Sigfús var einn af þeim sem nefndir voru hinir skaftfellsku túrbínusmiðir. Var hann afkastamikill sem slíkur og smíðaði meira en 30 vatnsaflsstöðvar, þar af 26 í Vestur Skaftafellsssýslu. Rétt um miðja síðustu öld réðst hann í miklar framkvæmdir á Geirlandi. Hann virkjaði Merkurána sem rennur úr dalnum, reisti þar rafstöð sem veitti þremur bæjum næga orku. Sjást enn töluverðar minjar um þessa miklu framkvæmd þessa tíma.

Þegar innar í dalinn er komið sést Merkuáin falla þar niður í fallegum fossi. Umhverfis fossinn er afar fallegt en örlítið sérkennilegt stuðlaberg. Virðist það afar marglitt að sjá þegar um það leikur sól, úði frá ánni og jafnvel einstaka vatnsskvetta.

Þetta stuðlaberg er líklegast orðið afar gamalt en Þorleifur Einarsson lýsir myndun stuðlabergs þannig að “það myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. Eftir það kólnar bergið, dregst við það sama og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir”

Eftir að hafa virt fyrir okkur stuðlabergið, fossinn og hamrana umhverfis göngum við aftur til baka og ef til vill er óvitlaust að skottast inn á Hótel Geirland og fá sér skyrtertu hjá Erlu húsfreyju.

Ganga þessi er ekki nema um þrir kílómetrar og að mestu á sléttu og þægilegu landslagi. Hentar hún því öllum og má sérstaklega mæla með henni fyrir áhugamenn um jarðfræði, fyrir ljósmyndar og börn á öllum aldri.

More Information»
Stakkholtsgjá
August 62012

Ansi vinsæll viðkomustaðar ferðalanga á leið í Þórsmörk eða Bása. Ekki að ástæðulausu því Stakkholtsgjá er geysifalleg og magnþrungið náttúrufyrirbæri. Gjáin liggur hátt í tvo kílómetra inn í landslagið og rís hæst í um 100 metra hæð. Dásamleg gönguleið sem hentar öllum og enginn ætti að sleppa.

Nánari lýsing:
Stakkholt var afréttur  nokkura bæja undir Eyjafjöllum. Tekur nafn sitt frá litlu felli er nefnist Stakkur. Gjáin sker Stakkholtið um tvo kílómetra til austurs inn að jökli. Líklega má telja að lítill skriðjökull hafi legið þarna og hopað eða bráðnað og þannig hafi gilið myndast a.m.k. að hluta. Áin hefur svo í gegn um árin skorið það enn betur í landslagið.

Auðvelt er að ganga inn gilið þó grýtt sé á köflum. Ekki má gleyma að horfa vel upp á hamravegginna sem eru landslag í sjálfu sér. Víða hefur mosi tekið sér bólfestu, sjá má fuglalífið í blóma fyrri part sumars og oft eru kynjamyndir sýnilegar.

Þegar um hundrað metrar eru eftir að skiptist gilið og við komum að á. Ef menn vilja fara inn í botn þarf að vaða ánna en það er ekki stórmál. Farið er svo til vinstri og þrengist gilið mjög mikið. Þaðan er smá brölt að botni gilsins þar sem blasir við okkur fallegur foss. Er bröltið vel þess virði.

More Information»
Nauthúsagil
August 42012

Sannkölluð ævintýraferð sem reynir þó örlítið á fótafimi göngufólks. Stikla þarf á steinum eða vaða lítla á alloft á leið sinni inn í þetta fallega gil. Ekið er aðeins inn fyrir Seljalandsfoss og þar beygt upp að gilinu. Gangan er ekki löng en “klifra” þarf örlítið á síðustu metrunum til að sjá fossinn í enda gilsins. Eðlilega er svo sama leið gengin til baka.

Nánari lýsing:
Nauthús var eitt sinn hjáleiga frá Stóru Mörk sem er næsti bær. Mögulega voru við gilið nautgripahús og hjáleigan svo síðar reist á sama stað. Ekki er vitað neitt um það hvenær búið var á Nauthúsum. Sagan segir þó að þar hafi búið tveir bræður, hálf leiðinlegir og drykkfeldnir mjög. Systir þeirra var gift bóndanum á Stóra-Dal og eitt sinn hafi þeir ætlað þangað. Erindið var að sækja bóndann og drekkja honum í Markarfljóti. Ekki tókst betur til en svo að þeir drukknuðu sjálfir. Gengu þeir aftur og varð víst engum vært að Nauthúsum eftir það. Margir finna enn fyrir návist þessara bræðra við gilið.

Hægt er að aka langleiðina að Nauthúsagili. Þar má finna stæði fyrir nokkra bíla. Hægt er stikla á steinum yfir ánna þegar gengið er inn gilið en betra er þá að vera á góðum hálfstígum gönguskóm. Líklegra er að mjúkir minna vatnsheldir skór blotni. Einnig má auðvitað bara vera á vaðskóm eða strigaskóm og láta sig litlu varða þó maður blotni aðeins.

Leiðin skýrir sig alveg sjálf. Best er að fara yfir brúnna sem þarna yfir og svo bara elta “slóðina”. Hægt er að fara þarna með börn en betra er að leiða þau og fara þarf varlega. Við leiðarlok þarf að “klifra” smáspöl en þar er kaðall og góðar höldur og er því flestum auðvelt sé varlega farið. Innst í gilinu er fallegur foss en sjarmi þessarar leiðar felst fyrst og fremst í ævintýramennskunni við að klöngrast inn gilið.

Ekki má gleyma því að horfa til himins þegar gengið er inn gilið. Þar má sjá mikið af trjágróðri, mest birki en þó eitthvað um reynitré einnig.

Sagan segir að að fremst í nyrðri gilbarminum hafi eitt sinn verið eitt mesta reynitrá landinu. Var á því helgi og mátti ekki skemma það. Stutt frá trénu var fjárból og töldu menn að þar fengi það næringu og dafnaði svo vel vegna þess. Á fjórða áratug síðustu aldar klofnaði einn stofn þess. Við aldursgreiningu á honum var talið að tréð væri a.m.k. 90 ára gamalt. Það er nú löngu horfið og ný tré risin úr rótum þess.

More Information»
Á skáldaslóð
July 22012

Mjög auðveld og þægileg gönguleið enda öll á malbikuðum stíg. Gengið er frá skátaheimili í Mosfellsbæ sem er rétt suðaustan við íþróttahúsið. Farið undir Vesturlandsveg og eftir stíg til norðurs. Gengið meðfram Helgafelli og inn Mosfellsdal að Gljúfrasteini. Þar má taka strætó til baka eins og við gerum eða ganga sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Einhvers staðar var þessi gönguleið nefnd Á skáldaslóð og er sá titill fenginn að láni hér. Þetta er fín kvöldganga, nú eða ef fólk vill skokka,hjóla eða ganga rösklega sér til heilsubótar. Við ökum inn í Mosfellsbæ við N1 og beygjum strax niður brekkuna til hægri og ökum alveg niður. Þar má leggja við skátaheimilið nú eða við íþróttamiðstöðin þar sem fá má göngukort.

Fljótlega eftir að við komum inn á Þingvallaveg sjáum við leifar af mannvirkjum í hlíðinni upp að Helgafelli. Þetta eru mannvirki frá síðari heimsstyrjöldinni, vatnstankar. Þeir voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús sem þarna var og hét Helgafell hospital.

Í Mosfellsdal er töluverð og fjölbreytt byggð. Þar eru skógræktarstöðvar, geymslur Almannavarna, íbúðarhús, meðferðarheimili, kirkja og auðvitað Gljúfrasteinn, heimili nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness.

Húsið var reist árið 1945 og vildi Laxness að það yrði sveitalegt í útliti. Þótti þó töluvert sérstakt í sveitinni að bílskúr var reistur við húsið. Ekki síður þótti það sérstakt þegar sundlaug var byggð þar fimmtán árum síðar. Halldór fór oft í gönguferðir um dalinn og þá sérstaklega meðfram Kaldakvísl.

Okkar leið lýkur við strætóskýlið rétt vestan við Gljúfrastein en upplagt er að nýta ferðina og heimsækja safn Halldórs en allar upplýsingar um það má sjá hér. Gott er að tímasetja gönguna miðað við strætisvagnaferðir. Þær eru á eftirtöldum tímum kl. 07:12, kl. 12.28, kl. 16,28, kl. 20,53 og kl. 22,53. Vagninn kemur ekki nema hann sé “pantaður” en slíkt þarf að gera með klukkustundar fyrirvara og hringt er í Hreyfil, 588-5522 til að panta vagninn. Fínt fyrirkomulag.

 

More Information»

Létt og þægileg gönguleið á söguslóðum kvenna. Hentar vel sem kvöldganga eða til að brjóta upp langan dag á akstri. Við leggjum við Systrafoss og göngum það eftir vegum og slóðum að Systrastapa. Klífum hann með aðstoð keðju og göngum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Systrafoss er í ánni Fossá sem kemur úr Systravatni. Öll þessi örnefni eru frá þeim tíma sem nunnur bjuggu í klaustri á staðnum. Klaustrið var rekið frá árinu 1186 og í um fjögur hundruð ár eða til siðaskipta. Engar sögur fara sérstaklega af fossinum en stór steinn neðarlega í gilinu hrundi úr klettunum í miklu þrumuveðri árið 1830.

Leið okkar liggur meðfram þorpinu og bæjum utan þess. Þegar vegurinn liggur upp hlíðina förum við út af honum og stefnum eftir þokkalegum stíg í átt að Systrastapa. Gangan er ekki löng og við komum fljótlega að stapanum. Ágætis uppganga er Skaftármegin og til stuðnings er keðja.

Þegar upp er komið er gott að svipast um eftir tveimur leiðum, tveggja nunna sem þarna eiga að vera grafnar. Nokkuð sýnilegar eru tvær þúfur sem gætu kannski verið grafir þeirra systra? En einhverjir vilja líka meina að þarna eigi bara ein nunna að vera grafin, Systir Katrín. Árið 1343 var hún borin þeim sökum að hafa lagst með mörgum leikmönnum, bréflega veðdregið sig djöflinum sjálfum og fleiri þungar ásakanir voru á hana bornar. Fór svo að hún var brennd á báli, fyrst kvenna hér á landi. Segir sagan að hún hafi verið grafin á Systrastapa og þaðan komi nafnið. Hin systirin hafi talað óguðlega um sjálfan páfann og því eðlilega verið brennd fyrir.

Hvort sem sagan er rétt eður ei þá er vel þessi virði að ganga að stapanum og klifra þangað upp. Ef blautt er þarf þó að fara varlega þar sem grasið og jafnvel bergið er hált. Við göngum hinsvegar sömu leið til baka.

More Information»
Hrútagjá
July 12012

Magnað að sjá þessa gjá. Sýnir okkur hversu jarðhræringar eru megnugar. Helst dettur manni í hug að hér hafi goðin hlaupið um með risavaxinn plóg í eftirdragi. Við ökum Krýsuvíkurleið og beygjum inn á Djúpavatnsleið. Eftir stuttan akstur ökum við upp brekku og strax þar á eftir er bílastæði og skilti merkt Hrútagjá á hægri hönd. Við göngum svo hring og endum á sama stað.

Nánari lýsing:
Talið er að Hrútagjá hafi myndast fyrir um fimm þúsund árum þegar Hrútagjárdyngja gaus. Í lok ferðarinnar göngum við meðfram henni. Hraunið rann að mestu til norðurs og til sjávar. Það myndaði hið stóra hraun Almenning og að mestu ströndina á milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Þegar horft er yfir hraunið áttar maður sig á því hversu gríðarlegt magn er um að ræða.

Frá bílastæðinu göngum við upp brekkuna sem blasir við. Stígurinn á þessari gönguleið er ekki alltaf skýr og leiðin stundum svolítið torfær. Okkar leið liggur fyrst til hægri ofan í gjánna eins og fimmtíu metra eftir augljósum stíg. Svo bröltum við upp á vestari (innri) brúnina. Leið okkar liggur svo í hálfgerðan hring. Þegar við erum komin í hálfhring sjáum við að hægt er að fara ofan í gjána. Það gerum við og göngum eftir henni til norðvesturs, í átt að höfuðborgarsvæðinu. Þar opnast hún á skemmtilegan hátt og við njótum útsýnis.

Við göngum svo til baka eftir gjánni, skemmtileg upplifun og stígurinn í raun hraunhellur sem búið að ganga mosann af. Við komu svo að Hrútagjárdyngju, geysilega stór en um leið falleg og formfögur. Fljótlega eftir það líkur gönguleiðinni á sama stað og við hófum hana.

More Information»
Búrfellsgjá
July 12012

Skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar. Í raun einstök gönguleið. Við ökum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Rétt áður en þangað er komið, stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum síðar er bílastæði á vinstri hönd. Þar hefjum við gönguna, þræðum augljósan stíg upp á Búrfell og aftur sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Bílastæðið við Hjallaenda er nokkuð augljóst og rúmar líklega hátt í tíu bíla. Við förum yfir veginn og hefjum gönguna eftir góðum malarstíg. Stærsta hluta leiðarinnar er stígurinn nokkur skýr. Þó er það svo að víða er búið að ganga niður nokkra stíga og er það lýti á Búrfelli sjálfu að sjá stíga í hlíðum þess. Hér er því mælt með því að halda sig á þeim stíg sem fer eftir miðri gjá og svo umhverfis gíginn sjálfan.

Eftir stutta göngu komum við litlu misgengi og förum þar niður og yfir Vatnsgjá. Strax á hægri hönd má sjá skilti sem varar við klifri niður í gjánna sem er um fimm metra djúp. Sé farið varlega ætti það þó að vera fært flestu fullfrísku fólki. Enn er vatn í gjánni en hingað sóttu smalar og bændur vatn enda ekki mikið um það á þessum slóðum.

Við gjánna blasir við falleg, já falleg rétt er heitir Gjárétt eða Gjáarrétt. Hún var reist árið 1839 og var fjallskilanefnd svæðisins allt til ársins 1920. Aftan við Gjárétt er Réttargerði þar sem smalar geymdu hesta sína og fé. Efst í gerðinu má sjá móta fyrir rústum af byrgi þeirra. Svokallaður Krýsuvíkur Gvendur er talinn hafa hafst við í Búrfellsgjá með fé sitt í einhvern tíma. Guðmundur Bjarnason hét hann og var talinn fjölkunnugur, erfiður í skapi og lund en skarpur og kraftmikill.

Við göngum áfram eftir gjánni sem breikkar nú töluvert og víða sjáum við hraun slútta fram yfir gjánna. Líkist helst sviði á 17 júní.  Gjáin og við um leið beygir nú og um leið þrengist hún. Hér göngum við um verulega fallegt svæði, birkitré, hraunsprungur og hraunhvolf. Hrein og bein dásemd og líklega einstakt að geta gengið um svæði sem þetta.

En hvernig gerðist þetta. Einhvern veginn ímyndar maður sér mikil læti, jafnvel hamfarir en svo var ekki. Búrfell gaus einu sinni fyrir rúmum 8.000 árum. Var það flæðigos og gjáin myndast þegar hraunið rennur fram en tæmist svo snögglega. Eftir stendur þessi listasmíð náttúrunnar sem við fáum að njóta.

Búrfell er 179 metrar á hæð og gígurinn sjálfur er 140 metrar í þvermál. Dýpstur er hann 58 metrar og grynnstur 26 metrar. Útsýni er fínt, við horfum yfir Húsfell, Valahnúka og Helgafell, Kaldársel og Vífilsstaðahlíð.

Áhugavert er að sjá hvernig gjáin liggur um hraunið í góðum sveig. En við göngum til baka sömu leið.

More Information»
Gjáin
June 242012

Dásamlegt svæði, gjár, áin, klettar og skógi vaxið svæði. Og auðvitað þjóðarstoltið í hámarki því hér er þjóðveldisbærinn örstutt í burtu. Við hefjum gönguna við Stöng. Frá bílastæðinu liggur nokkuð greinilegur stígur til norðurs. Við eltum hann og fikrum okkur svo ofaní Gjánna eftir um eins kílómetra labb. Til baka förum við svo yfir ánna og meðfram henni að sunnan að göngubrúnni neðan við Stöng.

Nánari lýsing:
Við göngum af stað frá bílastæðinu meðfram Gjánni. Hún er talin hafa myndast fyrir einhverjum þúsundum ára líklega við vatnsflaum kraftmikillar ár sem þarna rann. Gjáin er einn af fallegri áfangastöðum á Suðurlandi. Þar má sjá tærar en ískaldar uppsprettur, úfna og lítt óárennilega kletta og mikið af gróðri. Rauðá rennur um Gjánna og innst í henni fellur hún fram af klettum og myndar tvo fossa, sá stærri heitir Gjárfoss.

Eins og sjá má er mikið af hrauni þarna og hefur spilað sinn hluta í að mynda Gjánna. Talið er að fjögur hraun hafi þarna runnið. Það yngsta var Þjórsárdalshraun fyrir um 4.000 árum. Þeir gjallhólar eða gígar sem þarna má sjá hafa líklega myndast þegar hraun rann í vatn en þá springur hraunið á þennan hátt.

Eftir að hafa skoðað og notið innsta hluta Gjárinnar förum við yfir Rauðá og upp stíg, tröppur að bílastæðinu þar. Þaðan göngum við eftir stíg og veginum niður að Stöng í Þjórsárdal þar sem við hófum gönguna. Þá er upplagt að ganga upp að bænum og skoða hann.

Hér er um að ræða uppgrafnar rústir sem byggt hefur verið yfir til að varðveita þær betur. Talið er að hér hafi Gaukur Trandilsson búið en hann endaði ævina við Gaukshöfða, veginn af fóstbróður sínum vegna kvennadeilna.

Talið er að Stöng hafi farið í eyði eins flestir bæjir í Þjórsárdal árið 1.104 en þá gaus Hekla í fyrsta sinn eftir landnám. Spúði hún miklu magni af ljósum vikri og kaffærði bæi.

More Information»
Maríuvellir
June 242012

Notaleg, stutt og upplögð gönguleið ef maður hefur lítinn tíma en vill aðeins losna við borgarstemminguna. Við finnum Sunnuflöt í Garðabæ en það er gatan beint vestan við gömlu skíðabrekkuna. Við enda götunnar er hægt að leggja 3 – 4 bílum án þess að eiga á hættu að trufla íbúa. Við göngum svo meðfram steypugímaldi, hálfköruðu og erum þá kominn á stíginn að Maríuvöllum. Við göngum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Það má segja að við göngum við hlið Vífilsstaða alla þessa stuttu leið. Þar bjó fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar. Sá þótti nú í ansi góðu formi. Á hverjum morgni hljóp hann frá Vífilsstöðum upp á Vífilsfell sem kennt er við hann. Þar gáði hann til veðurs og ef honum leist vel á hljóp hann út á Gróttu og sjósetti þar bát sinn.

Vífilsstaðaspítali var svo reistur góðum þúsund árum síðar eða árið 1910. Þar voru berklasjúklingar meðhöndlaðir til ársins 1973 en þá sérhæfði spítalinn sig í öllum öndunarfærasjúkdómum. Frá árinu 2004 hefur þarna verið rekið hjúkrunarheimili.

Þess má einnig geta að á Vífilsstöðum var alllengi stórt kúabú en það lagðist af á áttunda áratug síðasta aldar.

Hægt er að lengja leiðina með því að fara hring um Vífilsstaðavatn eða meðfram Vífilsstaðahlíð og til baka.

 

More Information»
Hattfell
June 172012

Afskaplega fallegt fjall, svolítið sérkennilegt í laginu en þægilegt að ganga á þótt bratt sé. Gott útsýni. Ekið er út af vegi F261 eins og við séum að stefna í Emstrur, skála Ferðafélags Íslands á þeim stað. Eftir næstum slétta fimm hundruð metra stöðvum við bílinn. Uppgönguleiðin blasir við, nokkuð greinilegur hryggur sem liggur upp á topp.

Nánari lýsing:
Hattfell eða Hattafell er 909 metrar á hæð. Misjafnt er hvort nafnið er notað og ekki eru allir sammála um slíkt. Það er þó líklega tilkomið vegna þess að úr fjarlægð lítur út eins og það sé hattur efst á fjallinu. Hattfell er ekki ólíkt nokkrum öðrum fjöllum hér í nágrenninu. Þau standa stök, eru brött og jafnvel óárennileg að sjá. Má þar nefna Stórusúlu og Stórkonufell.

Vestan við fjallið er Hattfellsgil sem varð til í miklu hamfarahlaupi frá Mýrdalsjökli. Þar er að auki reimt og margir reynt það. Í gilinu er skáli í einkaeign. Annar skáli og mun þekktari er rétt sunnan við Hattfell og er það Emstruskáli en þar gista margir ef ekki flestir Laugavegsfarar.

Gönguleið okkar er hvorki stikuð né er þar stígur enda ekki fjölfarin leið. Hún er þó vel greinileg ef við höldum okkur við hrygginn. Efst í fjallinu þurfum við að færa okkur til vinstri fyrir smá skarð og þaðan beint upp. Undirlagið er gott, grasi gróið því sem næst upp á topp.

Útsýnið þegar upp er komið svíkur engan. Tindfjallajökull, Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull. Stórasúla, Stórkonufell og Tuddi og Tvíbaka. Dásamlegt landslag blasir við hvert sem horft er. Við göngum svo sömu leið niður til baka.

More Information»
Hellisskógur
June 172012

Skemmtilegt útivistar- og skógræktarsvæði á vestari bakka Ölfusár. Kemur svolítið á óvart, maður á eiginlega ekki von á þetta stórum skógi þarna. Við ökum inn Ártún sem er sú íbúðargata sem er næst Ölfusárbrú að vestanverðu. Ökum inn fyrir byggðina og inn á svæði Skógræktarfélags Selfoss. Rétt eftir að við komum inn fyrir hliðið beygjum við upp til vinstri og leggjum á bílastæðinu.

Nánari lýsing:
Hér hefur Skógræktarfélag Selfoss, sjálfboðaliðar þess og sveitarfélagið unnið mikið og gott verk. Félagið fékk þetta svæði afhent árið 1985 og fyrstu plöntunar voru gróðarsettar árið 1986. Þá voru hér bara mýrar og beitarsvæði hesta og sauðfés. Nú er svæðið um 126 hektarar á stærð, ljúft og skemmtilegt göngu- og útivistarsvæði.

Hér er ekki lýst neinni ákveðinni gönguleið en feta má marga stíga um skóginn. Mælt er þó með því að fara upp fyrir svæðið, um það bil fyrir miðju og skoða þar Stóra Helli (N63°57.286′ og V20°59.954′). Hann er  því sem næst miðja leið milli Ölfusár og Ingólfsfjalls í nokkuð augljósri klettaborg.

Stóri Hellir er talinn hafa myndast í lok síðasta jökulskeiðs þegar brim svarf klettaborgina til en víða má sjá merki um ágang sjávar. Reimt er í hellinum svo fólk skal ekki láta sér bregða þótt óvenjuleg atvik eigi sér stað meðan það dvelur hér. Jafnvel geta næmir göngumenn átt von á því að sjá hér ungan mann með langan trefil á sveimi. Er þar á ferð maður sem hengdi sig hér vegna ástarsorgar. Notaði hann til þess langan bláan trefil. Hellirinn var notaður sem fjárhús.

Í skóginum hefur verið plantað um 220.000 plöntum af 51 tegund og má finna þær allar í trjásafni skógarins.

Hér má vel eyða um einni til tveimur klukkustundum við göngu. Við vorum hér á ferð í rökkri og rigningu og eigi að síður var gangan afskaplega ljúf.

More Information»

Stutt ganga eftir góðum stíg að fallegum fossi. Við hefjum gönguna við sundlaugina í Mosfellsbæ. Stefnum því sem næst beint til norðurs, förum yfir Varmá á göngubrú og höldum að Leirvogshverfinu. Yfir Köldukvísl er önnur brú og þar rétt fyrir ofan er fossinn. Gengin er sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Þetta er ljúf leið og hentar vel sem kvöldganga eða sem ganga með börnin á heitum sumardegi. Þá er upplagt að taka með sér léttari föt og leyfa þeim að busla í Köldukvíslinni neðan fossins.

Við göngum á malbikuðum stíg að seinni göngubrúnni sem er yfir Köldukvísl. Um leið og við komum yfir hana beygjum við til hægri og göngum meðfram árbakkanum. Smá príl upp á kletta til að sjá fossinn vel. Ekki vitlaust svo að tölta beint upp brekkuna að fræðsluskilti um fossinn og svæðið.

Eitthvað hefur verið af laxi og urriða í ánni en ekkert þó ofan við fossinn. Líklega kemst hann ekki upp hann. Sagt er að einhvern tíma í fyrndinni hafi tvær gamlar, skapillar konur búið þarna. Önnur við Laxnes en hin í Leirvogstungu. Deildu þær um veiðiréttinn í ánni og endaði það með því að sú kraftmeiri, þessi úr Leirvogstungunni hafði betur. Lagði hún þau álög á að aldrei skyldi veiðast fiskur í Mosfellsdal. Er það því líklega skýringin á því að lax fer ekki ofar í ánna.

Hylurinn beint fyrir neðan fossinn heitir Kerið og aðeins neðar er annar er nefnist Klapparhylur. Við fossinn má sjá leifar af rafstöð sem byggð var árið 1930 og var það bóndinn í Leirvogstungu. Var hún nýtt fram til ársins 1958.

Kaldakvísl á upptök sín í Grímmannsfelli og rennur meðal annars fram hjá Gljúfrasteini og gekk Halldór Laxness oft meðfram henni á göngutúrum sínum.

Við hinsvegar töltum sömu leið til baka.

More Information»

Stutt gönguleið sem þó opnar göngumönnum gott útsýni yfir vestari hluta höfuðborgarsvæðisins. Við ökum í gegn um Mosfellsbæ, beygjum inn Þingvallaveg og örstuttu síðar beygjum við til hægri inn á malarveg. Formlegt upphaf gönguleiðarinnar er við skilti en við keyrum aðeins lengra, kannski eina 300 metra og leggjum bílnum þar. Slóðann má sjá á ská upp fellið og við fylgjum honum á toppinn og svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Við hefjum gönguna á Helgafell (216 m.y.s) í svokölluðum Ásum. Þar sjáum við leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og eins og öll leiðin er hann merktur með appelsínugulum stikum. Rétt er að taka það strax fram að stígurinn er þannig að niðurleiðin er ekkert sérstaklega góð og þarf að fara varlega þá.

Rétt áður en við leggjum á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Þar er þó ekki besta útsýnið heldur er það við uppgöngustaðinn. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og vestari hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má sjá vel yfir Hafravatn og til Bláfjalla.

Rétt við toppinn má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. Ekki er gott að segja hví menn töldu nauðsynlegt að setja upp varðbyrgi á Helgafelli.

Við göngum svo sömu leið niður til baka og förum varlega í mesta brattanum.

More Information»
Reykjarhóll
June 42012

Létt og þægileg gönguleið um skemmtilegt skógarsvæði ofan við Varmahlíð í Skagafirði. Við ökum upp í gegn um bæinn og framhjá sundlauginni að tjaldsvæðunum. Rétt áður en komið er að þeim vísar skilti frá Skógræktinni okkur að Reykjarhól en allt eins gott og jafnvel betra er að leggja á tjaldsvæðinu. Frá salernunum á tjaldsvæði er svo breiður og góður stígur sem leiðir okkur að hólnum og upp á hann.

Nánari lýsing:
Efst á hólnum er útsýnisskífa en það er merkilega gott útsýni yfir Skagafjörð þótt ekki sé hóllinn hár eða aðeins rétt sléttir hundrað metrar. Skógræktin hefur umsjón með svæðinu og ræktað svæðið vel á síðustu áratugum. Á leiðinni tilbaka er upplagt að ganga um skóginn en stígar liggja víða.

More Information»
Hrútey
June 42012

Hreint og beint ótrúleg náttúruperla. Því miður aðeins hluti þeirra sem aka í gegn um Blönduós sem gefa sér tíma til að stöðva og ganga um þess eyju. Rétt ofan (austan) við N1 söluskálann beygjum við út af þjóðveginum til hægri (suðurs) niður að bílastæði. Þar göngum við yfir Blöndu á brú og göngum um og njótum Hrúteyjar.

Nánari lýsing:
Mikið fuglalíf er umhverfis eyjuna og má þar jafnvel sjá gæs. Eyjan er að hluta til kjarri, jafnvel skógi vaxin og ágætis stígar og slóðar er um eyjuna en Blönduósbær hefur líka sett þar upp bekki og borð. Þess ber að geta að eyjan er lokuð allri umferð vegna varps frá 20 apríl til 20 júní ár hvert.

Hrútey var friðuð sem fólkvangur árið 1975 og var skilgreind sem opinn skógur af Skógræktinni árið 2003. Í eyjunni má finna mikið af gróðri, áberandi er birkið en þar er einnig stafafura, lyngmóar ýmsir og fjöldi trjátegunda.

Eyjan tilheyrði áður jörðinni Klifum sem meðal annars kemur fyrir í Heiðarvígasögu. Á fjórtándu öld átti Hjaltabakkakirkja þá jörð og þá einnig Hrútey en jörðin var svo í  eyði í um fimm aldir eða fram á átjándu öld. Blönduóshreppur kaupir svo eyjuna árið 1923.

More Information»
Borgarsandur
June 42012

Borgarsandur er skemmtilegt svæði, sandhólar og fjara þar sem ungir og aldnir skemmta sér við göngu og leiki. Við hefjum gönguna á bílastæði við gömlu brúna yfir Héraðsvötn. Göngum yfir brúna og eftir sandinum inn að Sauðárkróki. Þar treystum við á far tilbaka.

Nánari lýsing:
Á bílastæðinu sjáum við fallega styttu. Hún heitir Ferjumaðurinn er til minningar um Jón Ósmann ferjumann. Hann starfaði alla sína ævi sem ferjumaður yfir Héraðsvötn. Hann var rúmlega tveir metrar á hæð, þrekvaxinn og aflrenndur  enda líklega ekki verk fyrir aukvisa að draga ferjuna yfir Héraðsvötnin með handafli. Hann er talinn hafa verið ferjumaður lengst allra á Íslandi og því líklega góður fulltrúi þessar dánu starfsstéttar.

Við göngum svo yfir gömlu brúna yfir Héraðsvötn en það er alltaf einhver sjarmi við gamlar brýr, bera vott um gamla tíma þegar ferðast var á rólegri, kannski skynsamlegri hraða á milli staða. Við okkur blasir Borgarsandur í allri sinni dýrð, eða eigum við að segja lengd. Hann er um fjórir kílómetrar á lengd, sléttur og nokkuð breiður á köflum. Kolsvartur sandur, fallegir sandhólar með melgresi einkenna svæðið og gerir það um leið skemmtilegt til göngu og útivistar.

Borgarsandur er kenndur við Sjávarborg, býli í Skagafirði. Það kemur fyrir í Landnámu þegar Kráku Hreiðar Ófeigsson kom í Skagafjörð og sigldi upp í Borgarsand.

More Information»
Sauðá
June 42012

Stutt leið í miðjum Sauðárkróksbæ, kemur verulega á óvart. Við hefjum gönguna rétt við sundlaugina, upplagt er að leggja við hótelið (rauða stóra húsið) og ganga þaðan. Hægra megin við ána er góður stígur sem við fylgjum upp fyrir byggð og töltum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Sauðá er bergvatnsá sem sprettur upp í Molduxa, fjallinu beint fyrir ofan bæinn. Í gilinu sem áin rennur um hefur verið ræktaður upp skógur og er þarna orðið gott og fallegt útivistar- og göngusvæði. Það er því erfitt að ímynda sér að á fyrri hluta síðustu aldar hafi oft komið flóð í ána sem ollið hafi umtalsverðum skemmdum.

Skógurinn er kallaður Litliskógur en ofarlega í gilinu var eitt sinn hlaðinn sundlaug. Fór þar fram sundkennsla barna í bænum. Ofan við þar sem sundlaugin var er stífla sem reist var árið 1930 en þá var áin virkjuð. Sauðá er nefnd eftir bæ sem stóð sunnan við hana. Var þar þingstaður þegar bæjarfélagið hét Sauðárhreppur en árið 1907 var honum skipt upp í tvo hreppi, Sauðárkrókshrepp og Skarðshrepp.

Við göngum í rólegheitunum upp eftir ánni og svo sömu leið tilbaka, nú eða færum okkur upp á veg og virðum fyrir okkur hús bæjarins á niðurleiðinni.

More Information»
Hólaskógur
June 42012

Um skóginn ofan við Hóla í Hjaltadal liggja margir stígar enda svæðið ljúft útivistar og göngusvæði. Víða er hægt að leggja upp í göngu um skóginn en algengast er líklega frá anddyri Háskólans á Hólum eða frá tjaldsvæðunum í skóginum.

Nánari lýsing:
Hólar í Hjaltadal er líklega einn af þekktari sögustöðum þjóðarinnar og samofinn lífi Norðlendinga í gegn um aldirnar. Voru höfuðstaður Norðlendinga allt frá tólftu öld og fram á síðustu öld. Hugtakið “heim að Hólum” sýnir þann hug sem Norðlendingar bera til staðarins.

Á Hólum hefur verið rekinn skóli samfellt í fleiri fleiri aldir, líklega sá staður hér á landi með lengsta samfellda skólastarfið. Í dag er þar Háskólinn á Hólum og er lögð áhersla á ferðamál, fiskifræði og hestafræði.

Hólar voru lengi biskupssetur en nú býr þar vígslubiskup. Alls hafa verið hátt í 40 biskupar á Hólum, 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Síðasti biskup á Hólum var  Sigurður  Stefánsson sem var biskup 1789 – 1798. Sá biskup sem þekktastur er var Guðbrandur Þorláksson en við hann er kennd Guðbrandsbiblía en á staðnum var umtalsvert prentverk.

Stígarnir í skóginum er nokkuð ágætir og vel merktir. Enda er það svo að stígagerð er hluti af námi ferðamálafræðinema á ári hverju og vinna þeir hluta af náminu með gerð og viðhaldi göngustíga.

More Information»

Með tilkomu jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar opnaðist það göngugósenland sem Héðinsfjörður er. Kannski sjarminn og dulúð fjarðarins hafi minnkað eitthvað en aðgengið batnað. Hér göngum við umhverfis Héðinsfjarðarvatn sem er stutt og þægileg ganga. Við leggjum bílnum á gott bílastæði norðan vegar og göngum réttsælis vatnið. Reynum að trufla þá sem þarna eru með lóðir austan vatnsins sem minnst og endum svo við bílastæðið aftur.

Nánari lýsing:
Héðinsfjarðarvatn er ekki mjög stórt, aðeins um 1,7km2 á stærð og eins merkilegt og það er aðeins 3 metrum yfir sjávarmáli. Héðinsfjörður sjálfur er um 6 km langur og 1 km breiður. Þar var byggð allt fram til 1857.

Í vatninu er eitthvað um fisk, helst þá vatna- og sjóbleikja og er stærð hennar á bilinu 1 – 5 pund. Dýralíf er mikið við vatnið, eitthvað er um ref og töluvert um fugl. Áður en göngin komu til var fuglinn frekar gæfur enda ekki mikið um mannaferðir á svæðinu.

Eitt hörmulegasta flugslys Íslandssögunnar gerðist í Héðinsfirði árið 1947 þegar DC 3 flugvél Flugfélags Íslands fórst hér með öllum sem um borð voru, alls 25 manns. Minnismerki um slysið og þá sem létust er nyrst í firðinum.

Við höldum göngu okkar áfram og virðum fyrir okkur fuglalífið. Ekki ósjaldan er vindur inn fjörðinn og getur golan orðið köld enda við komin ansi norðarlega. Við förum svo þvert yfir fjörðin á Víkursandi og hér þurfum við að þvera ána sem rennur úr vatninu stuttan spöl til sjávar. Gott er að hafa vaðskó enda botninn grýttur.

Litlu norðar, austan megin í firðinum sjáum við til Víkurhóla og ofan þeirra Víkurdals. Framan við hólana var bærinn Vík sem fór í eyði árið 1951. Upp Víkurdal og í Hvanndali er góð og falleg gönguleið sem endar í Ólafsfirði.

Við göngum áfram meðfram vatninu og rétt við sumarhús sem þarna eru má sjá lítt greinilega tóttir af bænum Vatnsenda sem þarna stóð en fór í eyði árið 1949. Við ljúkum svo göngunni á bílastæðinu.

More Information»
Botnsvatn
June 32012

Fallegt dalverpi og því ansi ljúf gönguleið sem leiðir okkur umhverfis Botnsvatn. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Verulega fallegt útivistarsvæði og líklega vel nýtt af Húsvíkingum. Við leggjum á bílastæðinu og göngum umhverfis vatnið og endum á sama stað aftur.

Nánari lýsing:
Botnsvatn er ekki stórt eða um 1km2 á stærð en liggur í um 130 metra hæð yfir sjávarmáli. Í því er einhver veiði, helst þá bleikja. Úr vatninu rennur Búðará og fer í hún í gegn um Húsavík á leið sinni til sjávar.

Á góðviðrisdögum má oft sjá þarna fjölda fólks, fjölskyldur í lautarferðum, börn á hornsílaveiðum og ekki síður göngumenn á röltinu. Húsavíkurfjall gnæfir nokkuð bratt yfir norðanverðum hluta vatnsins.

More Information»
Imbuþúfa
June 32012

Stutt gönguleið sem leiðir okkur frá bílastæðinu á Hringsbjargi að betri útsýnistað ofar. Við leggjum á Hringsbjargi en þar stöðva flestir ferðamenn sem þarna eiga leið um. Förum yfir veginn og eltum mjög greinilegan stíg upp á hæðina fyrir ofan. Sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Hringsbjarg er vinsæll áfangastaður ferðamanna á leið um Tjörnes og Öxarfjörð enda hefur verið útbúinn þarna fallegur staður. Góð skilti eru á staðnum en ekki síður gott útsýni. Við ætlum þó að sækja okkur aðeins betra útsýni og ganga upp á litla hæð að Imbuþúfu. Förum samt varlega yfir veginn, þarna er oft ekið greitt.

Imbuþúfa er nefnd eftir draugi einum sem þarna sveimar um og hefur gert lengi. Ekki eru nema nokkur ár síðan að vegagerðarmenn voru að upplifa ýmsar vélarbilanir við vinnu sína í Hafnarbrekku ofan við Fjallahöfn. Eins og oft voru álfar nefndir sem orsök bilana en einhverjir vildu meina að þarna væri Imba á ferð. Baldur Einarsson hafði ákveðnar efasemdir um það, taldi að bifvélaþekking drauga væri óljós. Hann setti saman vísu af því tilefni:

Vélarbilanir valda þraut
og vont er að sjá fyrir vandann
Því iðnmenntun sína Imba hlaut
alla fyrir handan.

More Information»

Dásamleg leið sem endar á þann hátt sem allar gönguleiðir eiga að enda, í náttúrubaði. Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Dimmuborgir. Eltum góða stíga að Hverfelli en gleymum ekki að njóta undursins Dimmuborga. Förum upp á Hverfell og göngum hálfhring í kring um gíginn. Förum svo niður stíg að bílastæði, þaðan yfir girðingu á tröppum og eltum þokkalega skýran stíg (stikaðan) að Jarðböðunum þar sem leiðinni lýkur.

Nánari lýsing:
Dimmuborgir eru auðvitað fyrst og fremst heimili gömlu jólasveinanna eins og allir vita. En jarðfræðingar vilja þó meina að þær hafi myndast þegar Lúdent gaus fyrir um 2.300 árum. Þá rann hraun niður í Mývatn og mynduðust perlur eins og Dimmuborgir, Kálfastrandavoga og fleiri staði.

Hægt er að ganga þrjár leiðir um Dimmuborgir, mislangar en við höldum okkur við leiðina að Hverfjalli. Gefum okkur þó tíma til að skoða þær kynjamyndir sem hér má sjá, dranga, hraunborgir, gatkletta og hella. Líklega er Kirkjan þó þekktust og jafnvel fallegast kynjamyndin sem þarna má sjá.

Stuttur spölur er frá Dimmuborgum að Hverfjalli eða Hverfelli en nánar má lesa um þennan ótrúlega gíg hér. Þegar upp á gíginn er komið göngum við næstum hálfhring, réttsælis og förum niður í átt að bílastæði. Niðurleiðin er líklega vinsælasta gönguleiðin upp á fjallið enda auðveldust. Við hinsvegar prílum yfir lítinn A stiga og höldum síðasta spottann að Jarðböðunum.

Þau voru opnuð árið 2004 á þessum stað en áður var eitthvað um það að heimamenn sem og gestir hafi baðað sig í laugum í Jarðbaðshólum. Allt frá 13 öld eru sögur um baðferðir á þessu svæði en þá vígði Guðmundur biskup góði lítið bað sem síðar var byggt yfir. Árið 1940 var svo byggt yfir bað í hólunum og endurnýjað nokkrum árum síðar. Núverandi jarðböð eru þó manngerð á þann veg að vatnið er leitt úr Bjarnarflagi í lónið.

More Information»

Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Dimmuborgir. Eltum góða stíga að Hverfelli en gleymum ekki að njóta undursins Dimmuborga. Förum upp á Hverfell og göngum hálfhring í kring um gíginn. Förum svo niður stíg að bílastæði, þaðan ágæta leið að Grjótagjá sem er enn eitt náttúruundrið á þessu svæði.

Nánari lýsing:
Dimmuborgir eru auðvitað fyrst og fremst heimili gömlu jólasveinanna eins og allir vita. En jarðfræðingar vilja þó meina að þær hafi myndast þegar Lúdent gaus fyrir um 2.300 árum. Þá rann hraun niður í Mývatn og mynduðust við það perlur eins og Dimmuborgir og Kálfastrandavogar.

Hægt er að ganga þrjár leiðir um Dimmuborgir, mislangar en við höldum okkur við leiðina að Hverfjalli. Gefum okkur þó tíma til að skoða þær kynjamyndir sem hér má sjá, dranga, hraunborgir, gatkletta og hella. Líklega er Kirkjan þó þekktust og jafnvel fallegasta kynjamyndin sem þarna má sjá.

Stuttur spölur er frá Dimmuborgum að Hverfjalli eða Hverfelli en nánar má lesa um þennan ótrúlega gíg hér. Þegar upp á gíginn er komið göngum við næstum hálfhring, réttsælis og förum niður í átt að bílastæði. Niðurleiðin er líklega vinsælasta gönguleiðin upp á fjallið enda auðveldust.

Við förum yfir bílastæðið, förum eftir stíg sem beinir okkur í átt að Reykjahlíð. Ágætlega sýnilegur stígur en gengið er í hrauni en á slíkum stöðum þarf alltaf aðgát.

Grjótagjá er skemmtilegt fyrirbæri. Sambland af helli og gjá og var lengi á síðustu öld vinsæll til baða. Vatnið var lengi vel of heitt en er passlegt núna. Baðferðir eru þó ekki æskilegar og jafnvel bannaðar. Fyrst fréttist af Grjótagjá sem baðstað þegar enskir námsmenn fundu staðinn rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Gjáin situr því sem næst beint á flekabeltinu, flekum Evrópu og Ameríku. Hitastig vatnsins hefur breyst reglulega og tengist það oft jarðhræringum á svæðinu.

Okkar gönguleið endar við bílastæðið hjá Grjótagjá.

More Information»

Þessi gönguleið er eiginlega skylda. Örstutt en samt svo dásamleg. Ekið er innst inn í Ásbyrgi og gengið þaðan frá bílastæðinu eftir góðum og merktum stíg inn að Botnstjörn og tilbaka sömu leið.

Nánari lýsing:
Sagan segir að Ásbyrgi hafi myndast þegar Óðinn reið um himinhvolfin, þá steig hestur hans Sleipnir niður fæti og þannig varð Ásbyrgi til. Eyjan er þá hóftungan. Dásamleg saga. Jarðfræðingar vilja hinsvegar meina að það hafi myndast í gríðarlegum hamfarahlaupum fyrir um 2.200 – 4.500 árum og áttu upptök sín undir Vatnajökli. Þannig megi sjá ummerki um hlaupin í formi áreyra, skessukatla, sorfins bergs og hrauns.

Ásbyrgi er rúmir þrír kílómetrar á lengd og um einn kílómetri á breidd. Það er mestu leyti skógi vaxið og umgirt snarbröttum hamraveggjum.

Innst í Ásbyrgi er Botnstjörn, leifar af fosshyl. Og þvílíkur foss sem það hefur verið. Stuttur gangur er inn að tjörninni en vel þess virði. Umhverfið er svolítið draumkennt, dularfullt og mundi sóma sér vel í hvaða sögu Tolkien sem er. Við tjörnina er góður pallur með borði og góðum upplýsingaskiltum.

Við förum svo sömu leið tilbaka.

More Information»
Búðará
June 22012

Gönguleið sem kemur verulega á óvart. Umhverfi árinnar er fallegt og þar hafa verið útbúnir góðir stígar. Við hefjum gönguna við brúna yfir ána á aðalgötu bæjarins. Göngum með ánni í sveig upp að Hernámssafninu og sömuleið til baka.

Nánari lýsing:
Hægt er að lengja gönguleiðina en á Búðará eru tvær göngubrýr. Annarsvegar má ganga að Hagahnaus og Búðarmel en hinsvegar yfir á Sjónarhraun og þaðan niður að Teigagerði.

Við ætlum hinsvegar að láta duga hér að tölta í rólegheitum upp með ánni, hægra megin og njóta þessa fallega gils sem áin liggur í. Mikill fjöldi hermanna hafði aðsetur á Reyðarfirði í seinni heimsstyrjöldinni. Má víða finna minjar um þá dvöl hér í firðinum. Í kirkjugarði bæjarins hvíla nokkrir hermenn og er þeirra minnst reglulega með viðhöfn. Stríðsminjasafnið gefur góða mynd af þessum tíma og hafi göngumenn ekki heimsótt það ættu þeir að gera slíkt.

Búðará dregur nafn sitt af bænum sem í raun nefnist Búðareyri þó í daglegu tali sé hann aldrei kallaður annað en Reyðarfjörður. Áin var virkjuð í Svínadal árið 1930 og var þar reist ágætlega stór rafveita.

Við okkur ætti hinsvegar fljótlega að blasa lítill en fallegur foss í þann mund sem stígurinn beygir með ánni. Þá sjáum við til safnsins og göngum þangað og sömu leið tilbaka. Ef til vill með viðdvöl í safninu.

More Information»
Svartafjall
June 22012

Stórkostlegt útsýni af þessu fjalli. Gangan ekki löng en alpalandslag Austfjarða blasir við þeim sem hana þreyta. Við ökum frá Eskifirði áleiðis á skíðasvæðið í Oddsskarði. Um 300 – 400 metrum áður en við komum af því sjáum við gamla veginn yfir Oddsskarð okkur á vinstri hönd og við hann er gönguleiðamerki. Við beygjum útaf og eltum slóðann þar til svona hundrað metrar eru eftir færir af honum. Þar sjáum við stikur upp brattann til vinstri. Leggjum bílnum og leggjum land undir fót. Leiðin er brött og laus í sér en þó ekki slæm. Gengið er því sem næst beint upp brekkurnar en hækkun er ekki mikil. Þegar upp er komið færum við okkur til austurs og á hæsta tind fjallsins og njótum fallegs útsýnis til flestra átta.

Nánari lýsing:
Svartafjall rís í um 1.021 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur miðsvæðis í sveitarfélaginu Fjarðarbyggð. Nafnið skýrir sig líklega sjálft en bergið er afar dökkt og fjallið í raun óárennilegt. En þar sem við ökum upp í rúmlega sex hundruð metra hæð er gangan nokkuð þægileg.

Útsýnið er bæði gríðarlega mikið og ekki síður fallegt enda með eitt af hærri fjöllum Austfjarða. Hið hæsta er Kistufell 1.239 metrar og liggur það í utanverðum Þrándarjökli.

Eftir að hafa notið útsýnis yfir austfirsku alpana höldum við sömu leið til baka.

More Information»
Helgustaðanáma
June 22012

Fyrir börnin, jarðfræðiáhugamenn og í raun bara ansi marga. Svolítið sérstakt fyrirbæri hér á ferð. Silfubergsnáma þar sem enn má sjá Silfurberg. Við ökum til austurs út úr Eskifirði, út fyrir Mjóeyri og sjáum eftir töluverðan spotta bílastæði og vegleg skilti. Þar leggjum við bílnum og göngum upp að náminu eftir ágætis stíg. Sama leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Helgustaðanáma var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 sem merkir að ekki er heimilt að fjarlægja berg af staðnum, þó freistandi sé þá sérstaklega fyrir þau yngstu.

Silfurberg er eins og nafnið gefur til kynna ljóst berg, í raun hvítt. Fræðilega flokkast þetta sem kristallar og og er sérkennilega tært grjót. Margir kannast við enska heitið sem er Iceland Spar og er þetta eitt mjög fárra náttúrulegra hluta sem kenndir eru við Ísland.

Söfnun á Silfurbergi hófst á þessum stað um miðja 17 öld en það var ekki fyrr en nítjándu öldinni sem hún náði hámarki. Náman var þó aldrei sérstaklega stór en töluverð vinnsla var þó í námunni sem var lokað árið 1920.

Ástæðan fyrir því að Silfurberg var þetta eftirsótt eru eiginleikar þess í vísindastarfi. Það hefur ljósfræðilega eiginleika en það tvískautar ljós mun betur en aðrar steinategundir enda getur Silfurbergið verið alveg laust við óhreinindi. Þannig gegndi Silfurbergið úr þessari litlu námu á Helgastöðum mikilvægu hlutverki í rannsóknum á eðlis-, efna og jarðfræði á ofanverðri nítjándu öld og þá sérstaklega við notkun á Nicolprisma þar sem hægt var að stýra sveifluhreyfingu ljóssins sem fór í gegn um grjótið.

En eftir að meðtaka svona fræðilega skýringar er fyrst og fremst gaman að ganga að námunni. Sjá þetta fallega berg í veggjum hennar og hvernig það hefur splundrast og komið fram víða í hlíðinni, hvernig stirnir á það í rigningunni eða sólinni. Og talandi um sólina. Prófið að bera  það upp að geislum hennar og sjáið hvernig geislinn skín af grjótinu og endurkastar því áfram.

More Information»
Fjarðará
June 22012

Skemmtileg gönguleið meðfram fallegri á sem rennur niður brattar hlíðar Seyðisfjarðar og til sjávar. Eina vandamálið er að helst verður að ganga hana fram og tilbaka til að njóta hennar að fullu. Er það gert hér. Við hefjum gönguna við Fjarðarselsvirkjun. Byrjum á að fara yfir ána á brú og eltum svo ágætlega stikaða leið upp meðfram ánni. Við minnismerkið á Neðra Staf höldum við tilbaka og endum á sama stað.

Nánari lýsing:
Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi háspennuvirkjun á Íslandi en hún var stofnsett árið 1913 og er því um 100 ára gömul. Hvammurinn í kring um virkjunina og gilið sem áin rennur um er vinsælt útivistarsvæði hjá Seyðfirðingum enda er þetta fallegt svæði. Við göngum hinsvegar upp með ánni sem er fjölbreytt að sjá þar sem hún fellur í litlum fossum og flúðum niður snarbrattar hlíðarnar til Seyðisfjarðar. Stærsti fossinn er Gufufoss sem um margt minnir á Skógarfoss, hálfgerður lítill frændi hans.

Hækkunin er þægileg og við finnum ekki mikið fyrir henni enda stærsti hluti leiðarinnar á grónu landi. Katlar, laxastigar og fleiri mannvirki sjást þegar við nálgumst Efri Staf. Þar má líka sjá minnismerki um Þorbjörn Arnoddsson. Hann hélt fyrstur uppi reglubundnum áætlanaferðum yfir heiðina.

Við snúum svo við og fáum á niðurleiðinni stórkostlegt útsýni yfir bæinn og fjörðinn.

More Information»
Pétursey
May 302012

Fín gönguleið á skemmtilegt fjall þar sem fæst ágætis útsýni yfir nærsveitir og fjöll sunnan Mýrdalsjökuls. Við ökum inn vestari afrein vegs nr. 219 og eftir um það bil 700 metra sést einmana en þokkalega stórt tré við fjallshlíðina. Ofan við það tré má sjá grasbrekku sem nær því sem næst upp á topp. Eftir henni göngum við. Efst í fjallinu er smá brölt í klettum en sé farið varlega ætti það að ganga.

Nánari lýsing:
Pétursey var áður nefnd Eyjan há sem gæti bent til þess að þá hafi hún verið umflotin sjó. Þetta rúmlega 270 metra háa móbergsfjall stendur alveg stakt rétt austan við Sólheimasand sunnan Mýrdalsjökuls. Við fyrstu sýn er ekki árennilegt að ganga á það því snarbrattir klettar þekja næstum allan fjallahringinn. En á norðvesturhorninu er smuga sem við nýtum okkur til uppgöngu.

Ekki gleyma að keyra hringinn um Pétursey, bæði er gaman að skoða hana frá öllum hliðum en einnig er sérstakur hóll beint sunnan við hana. Það er Eyjarhóll, gamall gígtappi úr blágrýti sem talinn er hafa myndast á hafsbotni.

Gamlar sagnir segja frá því að í klettum og hólum í Pétursey búi huldufólk um allt fjall. Austan og sunnan í fjallinu á að búa gott huldufólk sem engum mennskum manni vill gera mein. En norðan og vestan í fjallinu á að búa vont fólk og heiðið.

Eftir að við komum upp á fjallið er ágætt að rölta til norðurs á hæsta hólinn sem er jafnframt hæsti tindur fjallsins, 274 m.y.s.

More Information»
Reynisfjall
May 302012

Geysilega fallegt fjall með snarbröttum hlíðum á flesta vegu. Góð og ansi skemmtileg leið liggur upp á fjallið frá þorpinu. Vegurinn er greinilegur og sikk sakkar upp fjallið og er ágætur til göngu. Gengin er svo sama leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Reynisfjall telst frekar stórt fjall. Það er um 5 km. á lengt frá suðri til norðurs og hátt í kílómetri á breidd þar sem það er breiðast. Hæst rís það um 340 metra yfir sjávarmáli en lækkar sig hratt til suðurs, niður að sjónum þar sem Reynisdrangar hafa einhvern tíma verið hluti þess. Þar má einnig sjá töluvert af stuðlabergi.

Gott er að ganga úr þorpinu en einnig má keyra um 150 metra inn á slóðann en þar er bílastæði. Gott er að labba eftir vegslóðanum en hann var lagður af bandaríkjamönnum þegar þeir ráku Lóran stöð upp á fjallinu. Skemmtileg upplifun er að ganga síðasta spottann upp á fjallið, snarbrattir klettar á hægri hönd og ekki síður brött hlíðin niður að þorpinu á þá vinstri. Vegurinn sker svo hlíðina og á smá kafla jaðrar hann við að vera einstigi. Vegurinn er sagður vera brattasti fjallvegur hér á landi.

Þegar upp er komið eru möstur okkur á vinstri hönd til suðurs og fjallið lækkar svo hratt niður í átt að sjó. Í stað þess að ganga niður sömu leið getum við gengið norður eftir fjallinu og komið niður á þjóðveg við A stiga yfir girðinu og bílastæði. Þar niður er grasi gróin brekka og þótt brött sé ágætlega þægileg til göngu. Endapunktur okkar er þó við möstrin og gengin er sama leið til baka.

Sagan segir að Reynisdrangar séu steinrunninn tröll sem þarna hafi verið að draga þrímastra skip fyrir fjallið en dagað uppi.

 

 

More Information»
Hatta
May 302012

Skemmtileg og þægileg ganga upp á “hitt” fjallið ofan við Vík í Mýrdal. Við ökum upp að kirkjugarðinum og göngum upp góða grasbrekkku út frá norðausturhorni garðsins. Þegar upp er komið getum við látið staðar numið eða það sem betra er, gengið til austurs út á Víkurhamra eða til vesturs á toppinn. Seinni möguleikinn er um 1,5 km lengri, fram og til baka. Við göngum svo niður að kirkjugarðinum aftur.

Þessi leið er fín kvöldganga. Þó skal hafa í huga að hér eins og á flestum fjöllum í nágrenni Víkur eru hættulegar brúnir.

More Information»
Vindbelgjarfjall
May 292012

Þó ekki væri það nema fyrir að geta sagst hafa gengið á fjall með þessu sérkennilega nafni. En útsýnið yfir Mývatnssvæðið er líka eitt og sér þess virði að ganga á Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall eins og sumir Mývetningar nefna það. Við leggjum bílnum rétt vestan við bæinn Vagnbrekku. Þaðan er um hálftíma gangur rösklega að fjallinu. Leiðin er ekki stikuð nema að hluta en eigi að síður nokkuð augljós. Þegar að fjallinu er komið förum við aðeins vinstra megin í fjallið, þar er greinilegur stígur upp á fjallið. Hann er að einhverju leyti stikaður. Sama leið er gengin til baka.

Nánari lýsing:
Vindbelgjarfjall (529 m.y.s.) er móbergshnjúkur sem varð til við gos undir jökli. Þegar jökullinn hopaði fyrir um 10.000 árum blasti þessi fallegi stapi við. Þrátt fyrir að Vindbelgjarfjall rísi ekki nema rúma 200 metra yfir umhverfi sitt er þaðan einstakt útsýni yfir Mývatnssvæðið. Líklega það besta sem finnst.

More Information»
Ljótipollur
May 292012

Fáfarin en skemmtileg gönguleið. Ekki láta duga að keyra upp og horfa, töltum hring. Leiðin er einföld, við göngum til norðurs og svo höldum við hæð og göngum hringinn í kring um þennan fallega Ljótapoll.

Nánari lýsing:
Skemmtilegt útsýni opnast fyrir okkur, meðal annars yfir Tungná, Blautuver og víðar.

Ljótipollur er syðsti gígurinn í Veiðivatna goskerfinu og telst vera sprengigígur. Líklega er vonlaust að gera sér í hugarlund þá sprengingu. Vatnið í botninum er afar djúpt og eins merkilegt og það er má þar finna urriða þrátt fyrir að þarna finnist hvorki að- né frárennsli.

More Information»
Hoffellsjökull
May 292012

Stutt en skemmtileg gönguleið meðfram fallegum skriðjökli. Ágætlega ósnortið svæði. Við ökum inn að Hoffellsjökli, vegur 984 og leggjum við bílastæðið þar. Göngum svo hægra megin inn með jöklinum meðfram Húsbjörgum og ofan við Geitafellsbjörg að Efstafellsgili. Sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli. Hann er um 10 km. langur og er rúmlega fimm hundruð metrar þar sem hann er þykkastur. Frá honum rennur Austurfljót í Hornafjarðarfljót. Jökullinn hefur hopað umtalsvert síðustu hundrað árin rúmlega og þar sem áður var um 250 metra þykkur jökull er nú jökullón.

Um miðja síðustu öld sóttu Hornfirðingar ís í Hoffellsjökul og var hann notaður til að kæla fisk.

Við göngum inn með hlíðinni, að hluta má sjá stíg. Hér höfum við gott útsýni yfir jökulinn og eins fram eftir aurunum niður að Hornafjarðarfljóti. Efstafellsgil er fallegt gil en bratt og illfært. Hægra megin við það liggur gönguleið upp á Geitafellstind (1.016 m.y.s.).

More Information»

Ótrúlegir litir, ótrúlega ósnert umhverfi og því eðlilega ótrúleg gönguleið. Lagt á bílastæði og þaðan gengið um Neðri Hveradali um merkta gönguleið um svæðið og svo aftur að bílastæðinu.

Nánari lýsing:
Kerlingarfjöll eru glæsilegur fjallgarður sem rís yfir nágrennið. Hæstu fjöll þar eru Snækollur (1.490 m.y.s.), Fannborg(1.450 m.y.s) og Snót og Loðmundur (1.420 m.y.s.). Þarna er töluverð eldvirkni og bera fjöllin þess merki, eru rík af líparíti (rhyoliti) og er rauður litur svolítið afgerandi. Svæðið hentar einstaklega vel til útivistar og það besta er að mannmergð er ekki svo mikil.

Hveradalir, efri og neðri eru náttúruundur sem maður bara horfir á og segir VÁ. Litirnir, fjölbreytileikinn, umhverfið, allt er þetta með ólíkindum og þegar maður stendur upp á vegi og horfir yfir veltir maður fyrir sér hvernig litapalletta skaparans hafi verið samsett þann dag sem hann skapaði þetta svæði.

Í Kerlingarfjöllum er hálendismiðstöð, tjaldsvæði, veitingar og fleira.

Rétt er að taka fram að svæðið er viðkvæmt og öllum því skylt að fara með mikilli gát.

More Information»
Hraunhafnarviti
May 292012

Ansi hreint skemmtileg gönguleið á næstnyrsta anga landsins. Bílastæði er við Hraunhafnarvatn. Bílslóði liggur út á tangann en það er bæði fljótlegra og skemmtilegra að ganga. Leiðin er auðrötuð, við eltum vegslóðann út að vita og til baka.

Nánari lýsing:
Hraunhafnarviti er aðeins 3 km. sunnan við heimskautsbaug en hann stóð áður á Rifstanga sem er nyrsti tangi landsins. Leiðin er fjölbreytt og skemmtileg, við sjáum fjörur og allt það sem sjórinn hefur þangað kastað en um leið  upplifum við fuglalíf, bæði sjó- og mófugla.

Í dag finnst manni sérstakt að hugsa til þess að Hraunhöfn var áður þekkt höfn og kemur oft við sögu á söguöld. Hennar er meðal annars getið í Gunnlaugs sögu, Reykdælinga sögu og Íslendingabók. Fóstbræðra saga segir svo frá því þegar Þorgeir Hávarsson var veginn eftir að hafa banað einum fjórtán. Steinhrúga á staðnum er sögð vera dys hans en það skal hér viðurkennast að sá er þetta ritar hefur ekki fundið nógu trúverðuga hrúgu, afsakið dys á staðnum. Endilega leitið.

Aðeins austar en Hraunhafnarvatn liggur má finna lítinn hóla sunnan (hægra megin) við veg. Sá heitir Meyjarhóll og er skemmtileg þjóðsaga honum tengd. Á ónefndum tíma herjaði mikil plága á íbúa Melrakkasléttu og féllu allir nema tveir. Ein kona á Austur Sléttu og einn maður á Vestur Sléttu. Þau lögðu land undir fót til að finna hvort annað og gerðu það á Meyjarhól. Eftir hitting þeirra var ljóst að ný kynslóð yrði til og Sléttubúar mundu lifa áfram.

Og fyrir þá göngugarpa sem áhuga hafa á vitum þá er Hraunhafnartangsviti reistur 1951, hann er 19 metrar á hæð, ferkantaður með rauðu húsi fyrir vitaljósið. Ljósið blikkar til skiptis löngu og stuttu ljósi/blikki á 30 sekúndna fresti. Litur ljóssins fer eftir afstöðu frá vitanum en annaðhvort rautt eða hvítt.

More Information»

Ljúf og skemmtileg gönguleið sem er mikið nýtt af Eyfirðingum sem heilsubótarganga. Hefst við bílastæði við suðurenda flugvallar. Liggur svo suður fyrir völlinn og yfir að Eyjarfjarðarbraut vestri. Góður stígur og merktur. Fín fræðsluskilti á leiðinni.

Nánari lýsing:
Lengi vel voru Eyjafjarðarár mikill farartálmi. Gjarnan var farið yfir á svokölluðum Hólmavöðum og var það kallað að fara Vaðlana. Þegar við göngum þarna og horfum yfir ósa ánna er erfitt að ímynda sér að þverun þarna hafi verið auðveld, líklega var svo ekki. Í dag njótum við hinsvegar svæðisins með því að ganga hér um og fylgjast með fuglalífi sem er mikið. Fuglaskoðunarhús er nyrst í Hólmunum, nálægt sjónum og er það líklega vel nýtt.

Þarna eru helst vaðfuglar en þó einnig eitthvað um sjófugla. Helstu fuglategundir sem þarna sjást eru Stelkur, Tjaldur, Lóa, Spói, Lóuþræll og Sandlóa.

More Information»
Látrabjarg
May 292012

Flestir er heimsækja Látrabjarg gera það raunverulega ekki, eða hvað? Að minnsta kosti vestasta odda þess og um leið vestasta odda Íslands og reyndar Evrópu. Leiðin okkar liggur meðfram Látrabjargi um sex kílómetra leið upp á hæsta hluta bjargsins, Hvanngjáarfjall. Gengin er svo sama leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Benda skal á að þessi leið er ekki merkt né stikuð en eigi að síður þægileg til göngu og auðrötuð. Berginu er fylgt þar til komið er á hæsta punktinn Hvanngjáarfjall. Varast skal að fara of nærri brúnum, þar getur undirlag verið laust og jafnvel holt eftir varp lunda. Haldið því öruggri fjarlægð frá bjarginu. Ef engin leið er að ráða við þá löngun að horfa niður skal leggjast á magann og skríða fram á brún. Best er þó bara að horfa úr öruggri fjarlægð og er það aldrei nógu oft ítrekað.

Látrabjarg er stærsta fuglabjarg landsins um 14 km. á lengd og 441 metri á hæð þar sem það ríst hæst yfir sjó. Það hefur verið nytjað frá því land byggðist. Bjargið skiptist í fjóra hluta sem heita Látrabjarg, Keflavíkurbjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Ágætis gönguleið er til dæmis úr Keflavík fram á Látrabjarg, Bjargtangavita.

Allmörg skip og bátar hafa strandað við Látrabjarg en þekktasta strandið er líklega þegar togarinn Dhoon strandaði þar í miklu óveðri þann 12. desember 1947. Unnu bændur þar eitt mesta björgunarafrek íslandssögunnar þegar þeir unnu sleitulaust í nokkra daga að björguninni. Sigu þeir niður í bjargið og tókst að bjarga 12 manns en þrír drukknuðu. Óskar Gíslason gerði einhverjum misserum síðar heimildamynd um björgunina. Svo undarlega vildi til að þegar hann var við tökur á Látrabjargi strandaði þar annar togari, Sargon og náði Óskar myndum af því og notaði í myndina.

Þessi vestasti hluti bjargsins er að mestu leyti standberg, þverskurður af hraunlagastafla Vestfjarða sem varð til í fjölda gosa fyrir um 12 – 13 milljónum ára.

Talið er að milljónir sjófugla séu hverju sinni í bjarginu og verpa þar allar helstu tegundir s.s. Lundi, Fýll, Súla, Rita, Stuttnefja, Langvía, Teista, nokkrar mávategundir og Sjósvala svo eitthvað sé nefnt.

More Information»
Hvaleyrarvatn
May 292012

Eitt fallegasta vatnið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða réttara sagt eitt fallegasta umhverfið. Við leggjum bílnum við fyrsta bílastæðið þegar við komum frá Kaldárselsvegi en þar fyrir framan er Sandvík. Göngum svo umhverfis vatnið á ágætis stíg og endum aftur á bílastæði. Þeir sem vilja lengja hringinn eða taka annan lítinn með geta gengið hring í Höfðaskógi sem er austan við vatnið.

Nánari lýsing:
Hér hefur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar unnið mikið og gott verk eins og sjá má í þeirra skógi, Höfðaskógi. Á góðum tuttugu árum frá því að sorphaugum Hafnarfjarðar var lokað hér í nágrenninu hefur verið byggt upp dásamlegt útivistarsvæði. Skógrækt hefur hinsvegar verið stunduð hér í ein sextíu ár. Þegar við komum suður fyrir vatnið má sjá veglegan skála. Er þetta skáli eldri skáta, St. Georgs skáta í Hafnarfirði og heitir svæðið Skátalundur.

Þegar við nálgumst vestasta odda vatnsins er höfði ofan við okkur á vinstri hönd. Heitir hann Sel(s)höfði og þaðan er ágætis útsýni og liggur þangað stígur. Ekki langt frá eru örlitlar menjar um að hér hafi verið sel, mögulega frá bænum Hvaleyri. Segir sagan að nykurinn í vatninu hafi orðið stúlku er var í selinu að bana og hafi það þá verið lagt niður. Nykur er ófrýnilegur, grár hestur sem hófarnir snúa öfugt á.

Við höldu áfram göngunni og endum við bílastæðið aftur.

More Information»

Íshellar hafa einkennilegt aðdráttarafl en eru um leið afar hættulegir yfirferðar. Seinniparts- eða kvöldganga úr Höskuldsskála í íshella Hrafntinnuskers freistar marga og ekki að undra. Yfirleitt er besta leiðin að fara beint yfir skerið að íshellasvæðinu.

Nánari lýsing:
Rétt er að taka það fram að lífshættulegt getur verið að fara inn í íshelli. Hrun er algengt og banaslys hafa orðið í íshellum hér á landi og m.a. hér í Hrafntinnuskeri. Duga á að skoða svæðið og standa við hellismunnan í öruggri fjarlægð.

Þegar gengið er yfir Hrafntinnusker að hellasvæðinu má velta fyrir sér nafngiftinni. Skaftfellingar kölluðu fjöll er komu upp úr jökli sker og fyrri hluti nafnsins segir sig sjálft enda má finna hér gríðarlega fallega hrafntinnu. Fyrr á tímum má reikna með því að Torfajökull hafi náð hingað yfir en með hopun jökla hafi Kaldaklofsjökull skorið sig frá honum. Leifar af jöklum má greinilega sjá í vestanverðu Hrafntinnuskeri en þeir hafa þó látið verulega á sjá síðustu áratugina.

Svæðið sem stundum myndar hér íshella er dæmigert háhitasvæði. Hér er mikil leirmyndun, útfellingar við hveri og mikil litadýrð. Eftir að hafa notið svæðisins á öruggan hátt göngum við aftur til baka í skála, fáum okkur kakóbolla og skríðum í poka.

More Information»
Námafjall
May 292012

Þessi leið okkar hefst í miðju Námskarði en þar hoppum við út úr bílnum og sendum bílstjórann niður að Hverarönd. Við göngum hinsvegar sem leið liggur á fjallið eftir litlum hrygg. Þegar við komum upp göngum við alveg til suðurs og þaðan svo á ská niður að Hverasvæðinu. Athugið að þetta er frekar bratt og hált. Einnig skal gæta þess að spilla ekki jörð.

Nánari lýsing:
Ofan af fjallinu er ágætis útsýni, bæði til vesturs yfir Mývatn og nágrenni og eins til austurs, yfir hálendið þar. Næst okkur sjáum við auðvitað Hverarönd, eitt mesta brennisteinshverasvæði landsins. Þar er búið að marka stíga, girða af hveri og er hverjum skylt að fara eftir því.

Fyrir nokkuð hundruð árum auðguðust eigendur Reykjahlíðar mjög á brennisteinsnámi úr fjallinu. Tekur það nafn sitt af námum þeim sem þarna voru og hétu Hlíðarnámur. Brennisteinn var notaður í púður og síðar eignaðist Danakonungur námurnar, líklega um miðja sextándu öld. Voru þar nýttar reglulega fram á miðja 19 öld. Um hundrað árum siðar eða 1939 var  reist verksmiðja í Bjarnarflagi til að vinna brennistein. Gekk hún þó aðeins í nokkur ár.

Árið 1974 var Námafjall og jarðhitasvæðið allt í kring friðlýst.

More Information»

Hálfgerð ferðamannaleið en eigi að síður gaman að ganga. Er að mestu stikuð þó þeim sé misjafnvel vel við haldið. Hefst og endar á sama stað rétt við hótelið.

Nánari lýsing:
Eins og allstaðar við Mývatn þá er fuglalífið mikið við Skútustaðagíga og má sjá bæði vatna- og mófugla. Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1973 enda einstakir í sinni röð. Skútustaðagígar eru svokallaðir gervigígar en þeir myndast þegar hraun streymir yfir vatn eða mjög blautt land. Þá kólnar hraunið mjög hratt og við það þrýstist gufa úr kvikunni af miklum krafti og myndar gígana. Þannig eru þeir kallaðir gervigígar því hraunið kemur ekki úr iðrum jarðar eins og venjulega. Skútastaðagígar eru um 2.300 ára gamlir.

Ganga um gígana er því afar fjölbreytt, við blasir dásamleg náttúra, mikið fuglalíf og jarðfræðileg fyrirbæri.

More Information»

Svipað og Skútustaðagígar má kalla þessa gönguleið hálfgerða ferðamannaleið. Hún er þó fyllilega þess virði því Hverfjall – Hverfell er einstakur gígur og fyllilega þess verður að sjá. Vegur liggur að fjallinu norðvestanverðu og þar hefjum við gönguna. Stígurinn er afar greinilegur, stikaður og merktur og fylgjum við honum á fjallið, göngum hringinn í kring um gíginn og niður aftur.

Nánari lýsing:
Hverfell eða Hverfjall…um þetta hefur lengi verið deilt og úr því verður ekki skorið hér. En við köllum þetta fjall, það er eittthvað meira við að ganga á fjall en fell. Hverfjall er ansi stór sprengigígur, um 1.000 metrar í þvermál og 140 metra djúpur þar sem hann er dýpstur. Hann er talinn vera í röð stærstu og fallegustu sprengigíga á jörðinni og varð til fyrir um 2.800 árum.

Lengi vel var vinsælt að ganga ofan í gíginn og útbúa nafn sitt eða einhvert nafn úr grjóti á botninum. Tölta svo upp aftur og taka mynd af herlegheitunum. Þetta er sem betur fer ekki iðkað lengur. Frá toppi fjallsins er afar gott útsýni yfir Dimmuborgir.

More Information»
Hamraskógur
May 292012

Ef börn eru með í för og dvalið er í Þórsmörk þá er þetta gönguleiðin sem ætti að velja. Að ganga um Hamraskóg er ævintýri, öðruvísi en líka bara ævintýri. Leiðin er einföld, þetta er síðasti spotti Laugavegarins og því vel merkt sem slík. Litlu lengra úr Langadal en Húsadal.

Nánari lýsing:
Hamraskógur hafa verið í umsjón Skógræktarinnar í áratugi og hefur náðst þar góður árangur í skógrækt. Vegurinn sem við göngum eftir var áður ein leiðin inn í Þórsmörk. Leið okkar liggur alla leið að Þröngá en ekki þverum við hana að þessu sinni. Við göngum hinsvegar að henni og horfum yfir á gróðurminna svæði, Almenninga. Við lítum svo uppeftir eða austureftir og sjáum þar stórt gil, Tindfjallagil en í því er stór klettadrangur er kallast Tröllakirkja.

Við göngum svo sömu leið til baka og reynum að finna Systurnar sjö. Ekki er um að ræða nunnur sem þarna týndust heldur má sjá neðarlega í skóginum sjö birkihrislur í hnappi er bera þetta nafn. Í ársskýrslu Skógræktarfélags Íslands segir um Hamraskóg; “Er skógurinn dæmigerður birkiskógur, trén yfirleitt fremur kræklótt en sæmilega hávaxin miðað við að skógurinn liggur í um 250 metra hæð yfir sjávarmáli. Stök tré ná að minnsta kosti 10 metra hæð þó að algengasta yfirhæð sé nær fimm metrum.”

More Information»
Snorraríki
May 292012

Stutt gönguleið að skemmtilegum hellisskúta sem gefur tilefni til að rifja upp missannar sögur af sauðaþjófum og útilegumönnum. Hvort sem gengið er úr Húsadal eða Langadal er spottinn um einn kílómetri og í báðum tilfellum eftir góðum stígum og vel merktum.

Nánari  lýsing:
Búið er að smíða góðan pall fyrir neðan hellisskútann en vara ætti við því að príla upp í hann. Margir hafa reynt en endað á hækjum í einhverjar vikur. Eins og sjá má á klettaveggnum er vinsælt að höggva nafnið sitt í hann en mælt er með að slíkt sé látið ógert. Skemmtilegra er að sjá það sem nú er þar og velta fyrir sér hvort þau elstu séu raunverulega orðin þetta gömul?

Sagan á bak við hellinn er afar skemmtileg og engin ástæða til að efast um trúverðulegleika hennar. Snorri var maður sem féll í þá gryfju að stela sér til matar. Varð hann eftirlýstur og elti hann hópur mann inn í Húsadal í Þórsmörk. Var hann þar umkringdur en tókst að klifra upp í lítinn hellisskúta. Var ákveðið að sitja um hann og svelta hann niður. Eftir nokkura daga umsátur kemur Snorri fram í opið og spyr umsátursmenn hvort þeir væru ekki svangir. Hendir svo til þeirra heilu lambalæri. Þóttust menn þá vita að hann ætti nægan mat og hurfu á braut. Snorri klifraði þá niður enda átti hann engan mat, lambalærið var hans eini matur. Tókst honum með þessu að blekkja mennina og fara eftir þetta engar sögur af honum. Hellirinn fékk þó nafnið Snorraríki eða Snorrakriki til heiðurs úrræðagóða sauðaþjófinum.

More Information»
Valahnúkur
May 292012

Eitt af vinsælli gönguleiðum í Þórsmörk enda ljómandi útsýni af þessu fjalli þó ekki sé það mjög hátt. Við hefjum gönguna við Skagfjörðsskála í Langadal. Þaðan liggur merkt og ágæt leið á topp hnjúksins og við höldum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Er upp er komið blasir við ljómandi útsýni. Vel sést yfir í Fljótshlíð til Einhyrnings og Tindfjalla og ekki síður fram eftir Markarfljótsaurum að Stóra Dímon. Til norðausturs sjáum við yfir Almenninga, að  Rjúpnafelli og upp að Emstrum. Til suðurs blasa bræðurnir Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull við.

Fyrir þá sem ekki vilja fara sömu leið tilbaka má benda á leið er liggur niður til suðurs, yfir Merkurrana, ofan í Húsadal og eftir þeim slóðum til baka. Fari menn þá leið þarf að stoppa í Valahnúksbóli sem er vestan í hnjúknum. Þar höfðust við smalamenn áður og má líklega sjá að ekki var vistin alltaf góð.  Beint í suður frá flugbrautinni, rétt er land byrjar að hækka voru Þuríðarstaðir, nú ógreinilegar tóttir en taldar vera frá landnámi Þórsmerkur.

More Information»

Dásamleg gönguleið, einhvern veginn svo öðruvísi, ekki íslensk. En hér fylgjum við í raun fyrsta legg hins svokallaða Strútsstígs. Við hefjum gönguna í Hólaskjóli við Lambaskarðshóla. Eltum greinilegan stíg upp í hraunið, framhjá veglegum en nafnlausum fossi, oft kallaður Litli Gullfoss eða Silfurfoss. við göngum svo á nokkuð sléttum völlum með  Hánípu og  Bláfjall okkur á vinstri hönd og Axlir á þá hægri.

Um það bil þegar við beygjum til suðurs þurfum við að þvera Ófæru. Þokkalega góður botn og áin því yfirleitt ekki farartálmi þó ágætlega breið sé.

Fljótlega sjáum við í Álftavötn, yndislega fallegt dalverpi sem að mestu er ósnortið og laust við bílaumferð og mannfjölda.

Á staðnum er uppgerður gangnamannakofi sem Ferðafélagið Útivist hefur gert fallega upp. Aftan við skálann eru leifar af gamalli rétt sem oft hefur verið nýtt sem tjaldstæði og veitt skjól. Nokkrar tjarnir, setja skemmtilegan svip á umhverfið og sú staðreynd að lítið er ekið að skálanum eykur á dulúðina. Slóði liggur þó niður í Álftavötn en flestir virða það að aka hann ekki. Hægt er að leggja á stæði ofan og vestan við skálann og ganga niður. Er það engum ofraun.

Áður fyrr var fé geymt í hólmanum úti í vatninu enda var Álftavatnakofinn aðal afréttarkofi Skaftártungumanna þar til Hólaskjól var byggt rétt eftir 1970.

Velta má fyrir sér hvernig þetta fallega dalverpi myndaðist og er líklegasta skýringin sú að hér hafi verið vatn og jarðhræringar, jafnvel Eldgjárhraun frá 934 runnið í það og opnað dalinn svo runnið hafi úr því. Eftir varð því þessi dásamlegi dalur, jafnvel gamall vatnsbotn..

En við höfum tvo kosti, ganga til baka sömu leið sem er ekki síðra og miðast vegalengdir hér og tími við það. Hinsvegar að labba upp á veg sem er örstutt ef við höfum fórnfúsan bílstjóra til að sækja okkur.

More Information»
Vondugil
May 292012

Ef það teldist góð vinnubrögð að skrifa VÁ í gönguleiðalýsingu væri það gert hér. Stórkostlegt svæði með ótrúlegri litadýrð. Við hefjum gönguna við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Fyrsti leggurinn er sameiginlegur með þeim sem eru að ganga Laugaveginn. Rétt áður en við byrjum að hækka okkur að Brennisteinsöldu er skilti sem bendir til hægri. Á því stendur Vondugil og Háalda. Göngum inn í Vondugil og sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Þegar við göngum inn að Vondugiljum frá skiltinu erum við á leið yfir Vondugiljaaura. Fljótlega sjáum við Námukvísl og þurfum að þvera hana. Það er  þó yfirleitt ekki stór hindrum og jafnvel má stikla hana. Framundan er nú hryggur með augljósum stíg upp. Þetta er Uppgönguhryggur sem ber nafn með rentu því við sjáum að ekki væri árennilegt að leggja á brattann annars staðar. Hér heldur leiðin áfram ef við ætlum að ganga á Háöldu, að Landmannahelli eða á Suðurnámur. Það bíður betri tíma.

Rétt við hrygginn má sjá hvar Háöldukvísl rennur ofan úr Háöldugili. Aðeins inni í því gili má sjá lítið hverasvæði sem vert er að skoða. Einn af hverunum er ansi skemmtilegur, ofan í hann rennur lítill lækur. Með stuttu millibili (10-15 mín) fyllist hverinn og gýs vatninu upp eða út. Ansi gaman að sjá. Ólafur Örn Haraldsson segir í árbók FÍ 2010 um Fjallabakssvæðið og hefur eftir Kristjáni Sæmundssyni að þessi hver kallist Lækjargosi. Vel við hæfi.

Litadýrðin í giljunum er ótrúleg. Á nokkrum stöðum sunnan (vinstra megin) við Uppgönguhrygginn eru litirnir næstum óraunverulegir. Ekkert verra er að vera hér eftir góðan rigningaskúr en þá skerpir stundum á litum og þeir jafnvel breytast.

En við höldum svo til baka sömu leið. Fyrir þá sem vilja fara lengri leið til baka má beygja til hægri að Brennisteinsöldu og ganga niður Grænagil. Sjá má hér um þá leið.

More Information»

Þægileg og auðveld gönguleið sem hentar vel þeim er dvelja í náttúruparadísinni Atlavík í Hallormsstaðaskógi. Gönguleiðin hefst austast í víkinni, alveg niður við fjöru. Höldum upp bratta brekku en eltum svo góðan stíg alla leið að Trjáasafni og þaðan upp að gamla söluskálanum. Gengin er svo sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur Íslands. Þar hófst formleg skógrækt árið 1903 og var það Skógræktarfélagið sem það gerði. Síðustu áratugi hefur svæðið notið mikill vinsælda sem útivistarsvæði og áfangastaður ferðamanna. Hafa þar verið stikaðar gönguleiðir, sett upp leiktæki og fleira. Skógurinn var um 130ha þegar hann var friðaður árið 1907 en er í dag góðir 380 ha. Ekki er hinsvegar lögð eins mikil áhersla á skógrækt í dag heldur frekar að grisja og halda við þeim skógi sem nú er þarna.

Okkar leið liggur aðeins meðfram Lagarfljóti og örlítið útsýni fáum við yfir Atlavík, svona eins mikið og hægt er fyrir trjám. Við eltum stíginn sem beygir uppeftir, í átt til suðurs og förum að Trjáasafninu sem er rétt við Mörk, gróðrarstöðina. Þar má sjá ýmsar tegundir trjáa sem hér hefur verið plantað. Leiðin liggur svo meðfram Staðará upp að gamla söluskálanum.

Sama leið er svo farin tilbaka og eins og alltaf kemur það jafnmikið óvart. Sama leið en allt annað útsýni og önnur upplifun.

More Information»
Fiskbyrgi
May 282012

Svo stutt leið að það er á mörkum þess að hægt sé að kalla þetta gönguleið. Hinsvegar eru þetta svo magnaðar minjar og að þeim þarf að labba svo við setjum þetta hér inn. Lagt er á litlu bílastæði næstum beint á móti Gufuskálum. Þaðan er stikaður slóði yfir í hraunjaðarinn þar sem Fiskbyrgi eru og við förum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Hér er um að ræða fiskhjalla eða Fiskbyrgi eins og þau heita sem notuð voru til að þurrka fisk þegar útræði var frá Gufuskálum. Við göngum út í hraunið og fylgjum stígnum upp á hraunjaðarinn til hægri. Þar blasir við fyrsta byrgið, skemmtilegt að sjá. En er við reisum okkur upp og horfum í kring um okkur yfir Bæjarhraunið er eins og við séum í ævintýramynd eftir Spielberg. Tugir fiskibyrgja blasa við af ýmsum stærðum og í ýmsu ástandi. Hér og þar um hraunið má sjá byrgin upp á hraunhólum. Þetta er magnað að sjá.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum voru talin hér rúmlega 150 byrgi sem bendir til þess að mikil vinnsla hafi verið á hertum fiski. Ekki voru þau þó öll í notkun á sama tíma og eru misilla eða vel farin, sum jafnvel næstum horfin. Erfitt reyndist í sömu rannsókn að aldursgreina byrgin enda hlaðin úr grjóti úr sama hrauninu.

En við dundum okkur við að skoða byrgin, förum þó varlega og röskum hvorki minjum né gróðri. Höldum svo sömu leið til baka.

More Information»

Æðisleg gönguleið þó hún sé örlítið brött á fótinn aðra leiðina. Hefst við skála Útivistar í Básum á Goðalandi og fylgt er góðum og merktum stíg upp á fjallið. Efsti hluti leiðar er frekar brattur en þar eru höld, keðjur fólki til stuðnings. Mælt er með að fara sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Útigönguhöfði (805 m.y.s.) er hæsta fjallið í Básum á Goðalandi og útsýni því afar gott af því. Í gosinu árið 2010 voru einhverjir sem kusu að ganga hingað í stað þess að fara á Morinsheiði enda sést hér ágætlega yfir hraunfarvegi þess goss.

Við höldum upp að Fremra Básaskarði, tökum þaðan beygju til austurs, eða suðausturs og höldum í Innra Básaskarð og upp á Votupalla. Það er reyndar eitt af þessum sérkennilegu örnefnum sem gaman er að velta fyrir sér hvernig er tilkomið. En svo höldum við upp klettanna, örlítið brölt en keðjur eru á staðnum og komumst upp á Útigönguhöfðann.

Þar erum við með Strákagil og Morinsheiði til austurs. Ef við horfum upp eftir eða til suðurs blasir Heljarkambur við og Fimmvörðuhálsinn, líklega sjáum við glitta í Bröttufönn. Til suðvesturs er Eyjafjallajökull og til vesturs sjáum við í Hvannárgil þar sem hraunfoss gladdi augu margra í gosinu árið 2010. Lengra má sjá Hátind og út eftir Krossáraurum. Til norðurs sjáum við yfir í Þórsmörk, Stóraenda, Litlaenda og Slyppugil. Austan við þau blasir Rjúpnafell við um 19 metrum hærri en sá staður er við stöndum á.

Hægt er að ganga frá þessari leið yfir á Morinsheiði en það er erfið leið svo við höldum til baka. Að minnsta kosti að þessu sinni.

More Information»
Karl og Kerling
May 282012

Létt og þægileg leið sem hefst á bílastæðinu við Hljóðakletta. Þaðan er gengið í átt að Jökulsá eftir merktum og stikuðum stíg. Gengið er að útsýnisstað þar sem sést vel yfir þau klettahjón. Þaðan er farin sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Karl og Kerling eru talinn vera tröllahjón sem döguðu uppi þarna eftir eitthvert næturbröltið. Minni drangurinn er sagður vera kerlingin en sú stærri karlinn. Glöggir göngumenn gætu áttað sig á misræmi hér því í mörgum, jafnvel flestum tröllasögum er kerlinginn stærri og frekari. Það má klárlega sjá á þekktasta tröllapari okkar íslendinga, þeim Grýlu og Leppalúða.

Aðrir vilja meina að klettadrangarnir hafi myndast í þeim hamfarahlaupum sem skópu Ásbyrgi fyrir annarsvegar 8 – 10 þúsund árum og hinsvegar 3 þúsund árum. Fyrri sagan er hinsvegar mun skemmtilegri, sérstaklega þegar haft er í huga að aldrei skal láta góða sögu gjalda sannleikans.

Rétt fyrir neðan þau hjón var eitt af ferjuleiðum bænda á svæðinu. Þeir notuðu báta til að ferja vistir, fé og fólk yfir ánna. Má ljóslega sjá að slíkt hefur verið vandaverk enda áin lítt frýnileg jafnvel í sínum minnsta ham.

Gönguleið okkar liggur svo sömu leið til baka. Hægt er að brölta niður á eyrina að þeim hjónum en þá lengist leiðin um ca hálfan kílómetra og hálfa klukkustund. Það er ekki jafngreiðfært og slóðinn er hér.

More Information»
Vífilsfell
May 242012

Vinsælt til göngu enda af því ljómandi gott útsýni til höfuðborgar og fjalla í norðri og austri. Við beygjum út af Suðurlandsvegi  og stefnum að malarnámum í mynni Jósepsdals. Þar leggjum við bílnum við nokkuð greinilegan stíg sem liggur upp á hrygg sem kemur úr austanverðu fjallinu. Stígurinn er augljós alla leiðina upp en fyrri hlutinn er nokkuð beinn en í seinni hlutanum göngum við í góðum sveig á toppinn. Mikilvægt er að fylgja sömu leið tilbaka því fjallið er nokkuð bratt á allar hliðar.

Nánari lýsing:
Vífilsfell (655 m.y.s.) er stundum sagt vera nyrsta fjall Bláfjalla en virðist þó standa nokkuð stakt. Efsti hluti fjallsins er móberg en fjallið er talið hafa myndast á síðasta jökulgosi, líklega í nokkrum eldgosum.

Fjallið er nefnt eftir Vífli leysingja Ingólfs Arnarsonar. Hann bjó á Vífilsstöðum og skokkaði á fjallið til að gá til veðurs. Ef vel viðraði skokkaði hann út á Gróttu þaðan sem hann réri.

Þrátt fyrir að vera nokkuð létt uppgöngu er á einum tveimur til þremur stöðum smá klettahöft sem gæti þurft að nota hendur til að styðjast við. Ætti það þó engum að vera mikil hindrun haldi menn sig á stígnum. Á toppnum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp.

 

More Information»
Bláhnjúkur
May 122012

Stórkostlegt útsýnisfjall þegar vel viðrar. Líklega má sjá á annan tug jökla frá tindinum. Bláhnjúkur rís um 945 metra yfir sjávarmál og er nokkuð bratt að sjá. Ganga á það er þó nokkuð auðveld.  Skýr og góður stígur er meira og minna alla leið á toppinn. Þar geta göngumenn blásið mæðinni og dundað sér við að skoða útsýnið með aðstoð útsýnisskífu sem þar er. Gengið er frá skála FÍ í Landmannalaugum í átt að hesthúsinu (bragganum). Þar er farið yfir læk og haldið því sem næst beint á brattann. Á leið til baka má fara sömu leið eða niður hrygg til norðvesturs. Þá er komið ofan í Grænagil og það gengið tilbaka í skála FÍ.

Nánari lýsing:
Líklega eitt vinsælasta göngufjall á hálendinu. Á góðum sumardögum er varla stætt á fjallinu fyrir mannmergð. Talið er að fjallið hafi myndast fyrir um 50.000 – 90.000 árum en það er úr súru gjóskubergi. Sáralítill sem enginn gróður er á fjallinu og það þvi frekar grátt og kuldalegt að sjá. Það hefur þó verið sjónarspil þegar það myndaðist því talið er að um 400 metra þykkur ísaldarjökulll hafi legið yfir því þá. Litlu munaði að Bláhnjúkur yrði stapi því undir lok gossins rann hraun í ísgöngum efst við eldstöðina.

Þegar komið er á topp fjallsins blasir svo sannarlega við eftirminnileg sjón. Nærlendi fjallsins og hálendið í allri sinni dýrð. Það þyrfti sérstakan vef til að lýsa öllum þeim örnefnum sem þarna blasa við. Rétt er þó að minnast á að talið er að sjáist til ansi margra jökla. Þeir sem ættu að sjást eru: Vatnajökull, Öræfajökull, Hofsjökull, Langjökull, Tindfjallajökull, Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull, Torfajökull og Tungnafellsjökull. Ljóst er að endurnýja þarf þennan texta næst þegar gengið verður á fjallið því einhverjir eru að gleymast.

Eftir að göngumenn hafa horft nægju sína má ganga niður aftur. Mæla má með því að fara þá niður hrygginn sem liggur til norðvesturs ofan í Grænagil. Farið er niður gilið og komið að upphafsstað stuttu síðar.

More Information»
Víknaslóðir
May 92012

Víknaslóðir eru göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir og víkur, líparítfjöll og glæsileg fjallasýn hvert sem litið er. Gangan hefst á Borgarfirði Eystri. Yfirleitt er hún gengin á þremur dögum en einnig er hægt að bæta við degi og ganga alla leið til Seyðisfjarðar. Hægt er að gista í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Beiðuvík og Húsavík. Einnig hefur verið gisting í boði í Loðmundarfirði. Mikill kostur við þessa gönguleið er að mannfjöldi er hæfilegur. Hægt er að njóta náttúru og göngu án sífelldra truflana.

Nánari lýsing:
Dagur 1.  Borgarfjörður eystri – Brúnavík – Breiðavík. 5 – 7 klst. – 15 km.
Ganga okkar hefst í austanverðum Borgarfirði, rétt við bæinn Hofströnd. Víknaslóðir eru stikuð gönguleið og víðast hvar eru stígar ágætir og nokkuð greinilegir. Þennan fyrsta dag er gengið yfir Brúnavíkurskarð (400 m.y.s) og ofan í Brúnavík. Í víkinni er neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þarna var lengi tvíbýlt en síðustu ábúendur yfirgáfu víkina árið 1944. Þarna voru góð skilyrði til búskapar, góð tún, fjörubeit og góð lending.

Frá Brúnavík er gengið um Súluskarð og Kjólsvíkurvarp til Breiðuvíkur. Eitt býli var í Kjólsvík en það fór í eyði á fjórða áratug síðasta aldar. Það stóð undir snarbröttum hlíðum Glettings en ofan bæjarins er klettur með nafninu Kjóll. Dregur víkin nafnið sitt af honum. Það er þó ekki svo að íbúar hafi verið einmuna tískusinnaðir heldur merkti orðið kjóll skip eða kjölur.  Sprettharðir göngumenn sem vilja bæta við sig geta gengið úr Súluskarði út á Glettinganes um Hvalvík. Leiðin er ekki löng en mjög torfær, skriður og bratti. Ekki er því ráðlagt að fara þar nema vanir göngumenn séu á ferð.

Á Glettinganesi var afskekktasti bær svæðisins. Viti er á svæðinu enda ekki vanþörf á því mikið brim er á svæðinu. Það hindraði ekki bændur áður fyrr því róður var stundaður héðan enda stutt á fengsæl mið. Brekkan niður á nesið er svo brött að þar þurfti oft reipi til að komast niður hana.

Dagurinn endar í góðum skála í Breiðuvík.

Dagur 2. Breiðavík – Húsavík. 4 – 6 klst. – 14 km.
Landnáma segir frá Breiðuvík en þar nam Þórir Lína land. Hér var oft tvíbýlt en Litluvík var sunnan árinnar en Breiðavík norðan hennar. Þetta þóttu góðar bújarðir enda mikið undirlendi í víkinni. Þótti þó mikill galli hversu lendingin var slæm. Fjaran er hálfgert ævintýraland og það er vel þess virði að taka kvöldgöngu um hana og víkina sjálfa. Fjallasýn er góð enda fjölbreytt fjallaflóra sem umlykur víkina.

Gengið er til vesturs úr víkinni, farið yfir Stóruá á góðri göngubrú. Þegar slóðinn beygir í suðurátt blasir við dalverpi sem er sannkölluð náttúruparadís. Umkringt Hvítuhnjúkum, Hvítafjalli og Hvítserk, líparítblönduðum fjöllum er þetta litla dalverpi þess virði að ganga mjög rólega í gegn um. Gæsavötn blasa við og litlu lengra til vesturs er Urðarhólavatn. Stórkostlegur staður.

Við göngum svo af slóðanum upp á veginn sem leiðir okkur til Húsavíkur. Hvítserkur er okkur á vinstri hönd og ber nafn með rentu enda prýtt margt póstkortið svo sérstakur er hann. Breiðavíkurmegin er hann lítt merkilegur en um leið og komið er hinu megin blasir annað við. Ljóst líparít einkennir fjallið en dökkir berggangar skerast þvers og kruss í gegn um fjallið. Afskaplega sérkennileg náttúrusmíð.

Skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs blasir svo við þegar Húsavík nálgast, ekki síðri en sá sem við gistum í nóttina áður.

Dagur 3. Húsavík – Loðmundarfjörður. 4 – 5 klst. 12 km.
Áður en við leggjum í hann skulum við svipast um í Húsavík sem er stærsta víkin á Víknaslóðum. Landnáma segir að Þorsteinn kleggi hafi numið þar land og frá honum séu Húsvíkingar komnir. Kirkja er í víkinni sem var reist 1937, kaldhæðnislega rétt áður en flestir bæir fóru í eyði. Í Húsavík var lengi fjórbýlt enda var þar gott að búa, mikið útræði og fjörubeit. Norðan Húsavíkur er all sérkennileg náttúrusmíð, Blábjörg, magnað stuðlaberg sem því miður sést einungis frá sjó.

Gengið er yfir í Loðmundarfjörð á og meðfram veginum. Litlar líkur eru því á villum á þeirri leið. Þegar við göngum yfir Neshálsinn í átt að Loðmundarfirði eða Lommanum eins og hann er stundum nefndur er gott að taka sér útsýnispásu. Frá hálsinum sést vel yfir Loðmundarfjörð og áfram yfir á Dalatanga sé skyggni gott. Vinstra megin við okkur er Dagmálafjall og neðan við það eru Ytri og Innri Álftavíkur. Sögusagnir herma að áður hafi verið byggð í innri víkinni en vitað er að sú Ytri var í byggð fram yfir áramótin 1900. Álftavíkurtindur sem liggur rétt norðaustan við Dagmálafjall hefur að geyma sérstök og falleg jarðlög.

Við göngum svo inn Loðmundarfjörð að Stakkahlíð þar sem ferðaþjónustubóndi staðarins ætlar að hýsa okkur.

Dagur 4. Loðmundarfjörður – Seyðisfjörður. 6 – 8 klst. 14 km.
Þessi síðasta dagleið telst ekki til eiginlegra Víknaslóða en er stundum bætt við – aðrir láta sér þrjá daga duga. En lítum í kring um okkur í Lommanum. Byggð hér var blómleg lengi vel. Íbúar voru til dæmis 87 um aldamótin 1900 á um 10 bújörðum. Um miðja síðustu öld fóru fimm jarðir í eyði og svo ein af annari. Sú síðasta, Sævarendi hélst í byggð til ársins 1973. Kirkjustaður hefur verið lengi í Loðmundarfirði, Klyppsstaður og var núverandi kirkja reist árið 1891. Hún var gerð upp að hluta a.m.k. fyrir nokkrum árum.

En okkur er ekki til setunnar boðað. Fyrir dyrum stendur ganga upp á Hjálmárdalsheiði sem liggur í um 600 metra hæð. Við göngum út fjörðinn sunnan megin í átt að gömlu bæjarstæði, Hjálmárströnd. Áður en við komum að því leggjum við á brattann. Leiðin sem við göngum er forn leið á milli þessara tveggja fjarða og nokkuð greið. Þó getur snjór legið hér fram eftir sumri. Þegar við komum fram á brúnir Seyðisfjarðar þurfum við að fara um Kækjuskörð til að lækka okkur niður nokkuð brattar hlíðarnar. Það á þó ekki að reynast neinum ofraun en rétt er að fara varlega. Við komum svo niður á veg í Seyðisfirði stuttu síðar.

More Information»
Sveinstindur
May 92012

Í stuttu máli  er Sveinstindur (1.090 m.y.s.) eitt flottasta útsýnisfjall landsins ef skyggni er gott. Ekki er það endilega svo að svo margt sjáist þó vissulega sé það þannig heldur er útsýnið magnþrungið. Lakagígar, Langisjór, Vatnajökull og Fjallabakið. Gönguleiðin er nokkuð auðveld þó á brattann sé. Stígurinn er vel greinilegur enda má búast við töluverðum erli á Sveinstindi að sumarlagi í góðu veðri.
Þegar ekið er að fjallinu beygir vegslóðinn til hægri og þá má segja að finna megi göngustíginn beint framundan á nokkuð greinilegum hrygg.

Nánari lýsing
Líklegt má telja að þeir sem standi á toppi Sveinstinds gleymi seint útsýninu. Blár, grænn, grár eða hvernig sem litirnir eru blasir Langisjór við þar sem hann teygir sig heila 25 kílómetra út frá Vatnajökli. Fögrufjöll, kolbikarsvört með grænum “slettum” hér og þar eru svo skemmtileg andstaða. Og hvert sem horft er má sjá einstæðar perlur. Suður frá Sveinstind blasa Lakagígar við og til austurs má sjá Vatnajökul í allri sinni dýrð. Þar sést oft til svarts Pálsfjallsins og snævi þakinnar Þórðarhyrnu. Sagan segir að einhverjir hafi talið sig sjá alla leið vestur til Eiríksjökuls en hvort satt er skal látið kyrrt liggja. Öruggt er þó að í vesturátt má oft sjá Heklu.

Tindurinn er nefndur eftir Sveini Pálssyni lækni og ferðamanni en það var Þorvaldur Thoroddsen náttúrfræðingur sem á heiðurinn af nafninu. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur manna á fjallið. Þar til Þorvaldur rannsakaði svæðið í lok 19. aldar var það frekar fáfarið. Skaftfellskum bændum þótti víst lítið til þess koma en vitað er af ferðum þeirra þarna í leit að haga um 1.884. Þá nefndu þeir Langasjó Skaftárvatn en sem betur festist það nafn ekki. Það var svo Þorvaldur sem gaf Langasjó sitt nafn og einnig nefndi hann Fögrufjöll.

Suðvestan undir fjallinu er Ferðafélagið Útivist með skála sem þeir nefna eftir fjallinu. Ein vinsælasta gönguleið þeirra hefst á Sveinstindi en þaðan er gengið í Skælinga, um Eldgjá og í Hólaskjól. Oft er þá farið niður af fjallinu vestanverðu. Það er aðeins brattara en ætti að vera flestum kleift. Á leiðinni er líklegt að göngumenn veiti athygli steinhleðslu. Talið er að Þorvaldur hafi hlaðið hana til varnar tjaldi sínu. Ekki kannski besta tjaldstæði landsins en klárlega fágætt að fá betra útsýni.

More Information»
Suðurnámur
May 92012

Það er erfitt að lýsa göngu um svæðið í kring um Landmannalaugar. Það eru hreinlega ekki til orð sem eru nógu sterk. Litapalletta skaparans hefur verið með stærra móti þegar hann skapaði þetta svæði. Ganga á Suðurnámur (920 m.y.s.) er upplifun sem aldrei gleymist slík er litadýrðin, fjölbreytileikinn og fegurðin. Að reyna að lýsa henni hér verður aldrei nema hjóm af raunveruleikanum. Oft er gengið á Suðurnámur frá veginum þar sem hann liggur hæst ofan Frostastaðavatns. Hér er valin hringleið þar sem gangan hefst og endar við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Þetta er góður hálfur dagur á göngu sem hentar þó öllum.

Nánari lýsing:
Gangan hefst við skála FÍ og gengið er í gegn um Laugahraun og Laugaveginum fylgt. Rétt áður en göngumenn hækka sig í átt að Brennisteinsöldu má sjá skilti sem bendir til hægri á Vondugil og Hágöngu. Þeirri slóð er fylgt og göngum við nú yfir Vondugiljaaura. Á leiðinni er lítil á sem þarf að þvera en það er lítið mál oftast nær. Þegar komið er inn í enda er greinilegur hryggur sem blasir við og er honum fylgt beint upp, nefnist hann Uppgönguhryggur. Ofan við hann eru gatnamót, til vinstri er haldið að Háöldu en til hægri upp á Suðurnámurnar og eftir það er stígurinn nokkuð greinilegur. Áður en gengið er upp hrygginn má þó ekki gleyma að njóta gilja og litríkra hlíða staðarins.

Talið er að Suðurnámur hafi myndast fyrir um 200.000 árum síðan. Fjallið eða fjallgarðurinn er ríkur af líparíti eins og flest fjöll á svæðinu. Þar má því endalaust gleyma sér við að horfa á þetta undur náttúrunnar. Frá toppnum er ljómandi gott útsýni. Til austurs má sjá Kirkjufellið glæsilegt og aðeins til hliðar blasir Veiðivatnasvæðið við. Næst okkur blasir Laugahraun, Landamannalaugar og Brennisteinsalda við og auðvitað Bláhnúkur.

Því sem næst beint í vestur blasir Hekla við og litlu nær Rauðufossafjöll og Mógilshöfðar. Eitt er víst að í góðu skyggni mun göngumann ekki skorta fallegt og fjölbreytt útsýni.

Gönguleið okkar liggur út eftir Suðurnámum og er stígurinn nokkuð augljós víðast hvar. Þegar við færum okkur niður á við liggur leiðin aðeins til norðurs, frá Landmannalaugum en þar komum við niður á akveginn sem við fylgjum svo til baka inn að skála FÍ.

More Information»
Strákagil
May 92012

Sannkallað ævintýraland fyrir börn á öllum aldri. Á þennan hátt mætti vel lýsa Strákagili sem er rétt austan við aðstöðu Útivistar i Básum á Goðalandi. Gengið er frá skálunum fyrir Bólfell eftir mjög greinilegum stíg. Skilti vísa líka leiðina en þessi fyrsti spotti er einnig leið þeirra sem fara á Fimmvörðuháls. Þegar komið er framhjá Bólfelli blasir við fallegur höfði, klettur í mynni Strákagils og kallast sá Fálkahöfuð. Stígurinn liggur svo áfram inn gilið. Þar er gengið í rólegheitum og svo farin sama leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Ef börn eru með í för þegar Básar eru heimsóttir má segja að heimsókn í Strákagil sé skylda. Leikvöllur náttúrunnar væri réttnefni því þarna geta börn, já og fullorðnir unað tímunum saman. Skemmtilegt er að ganga inn í botn gilsins. Þar fyrir ofan gnæfir heiðarhorn, nyrsti hluti Morinsheiðar. Á leiðinni inn í gilið rekumst við á leifar af gamalli rétt og rústir af gangnamannakofa. Sá var kallaður Strákagilsból.

Gilið er mikil og falleg náttúrusmíð. Klettastrýtur, fjölbreyttur gróður og lækurinn sem þarna rennur sameinast um að mynda hálfgert ævintýraland. Það má því segja að því hægar sem þessi gönguleið er gengin því betra. Markmiðið er að njóta, horfa og upplifa.

Í einhverjum tilfellum kjósa þeir sem leið eiga á eða eru að koma af Fimmvörðuhálsi að labba um gilið. Því má þar finna slóða upp úr gilinu, upp á Kattarhryggi en þeim virðist ekki haldið við. Er það vel því það er  lýti að sjá gilið skorið af stígum hér og þar.

More Information»

Rétt er strax að taka fram að nafnið Silfurfoss sést hvergi á kortum heldur hefur því verið kastað fram af og til. Ekkert annað örnefni er til yfir fossinn svo við vitum til. En hann er tignarlegur og því verið líkt við Gullfoss á þennan hátt. Litli Gullfoss er líka nafn sem hefur verið sett fram. Gangan er ekki löng. Fylgt er slóða frá tjaldsvæðinu meðfram ánni. Eftir örskamma stund sjáum við úðann frá fossinum og eftir viðkomu þar liggur leiðin svo aftur tilbaka.

Nánari lýsing:
Tjaldsvæðið og skálar í Hólaskjóli í Lambaskarðshólum marka upphafið að hálendinu hérna megin frá, ef svo má að orði komast. Þar hefur verið byggt upp fín aðstaða, stór skáli, nokkkur smáhýsi og ágætis tjaldsvæði. Nokkrar gönguleiðir liggja hér um s.s. Sveinstindur – Skælingar en einnig er gengið héðan í Álftavötn og Strútsslaug. Um 35 km. eru frá þjóðvegi 1 og að sumarlagi er vegurinn fær öllum bílum.

Þessi örstutta leið lyftir göngumönnum aðeins upp svo ágætis útsýni er yfir Skaftá og Skaftárdal. Þetta er því ágætis morgun- eða kvöldganga sem hentar öllum. Rétt er þó að leiða þau yngstu er nær fossinum er komið. Þegar skoða á fossinn vel er sá ljóður á að erfitt er að finna stað þar sem hann sést allur.

Lambaskarðshólar eru hraunhólar sem runnu þegar Eldgjá gaus árin 934-940 en örstutt er í Eldgjá frá hólunum.

More Information»

Ekki mjög fjölfarin leið en þó skemmtileg og alls ekki löng né erfið. Við hefjum gönguna við bílastæði austan Hólmsár á Mælifellssandi. Þaðan er nokkuð greinileg slóð sem liggur í norðvestur. Við fylgjum henni en stefnan er tekin á eystri brún Rauðabotns. Þaðan göngum við svo í hlíðum austan Hólmsárlóns. Ekki er um greinilegan stíg að ræða frá Rauðabotni inn með Hólmsárlóni. Við göngum hér um það sem margir segja að sé ein af vel földum perlum  hálendisins. Rauðibotn er hluti af Eldgjársprungunni og sjá göngumenn vel móta fyrir þessum stóra gíg á göngunni.

Nánari lýsing:
Litadýrðin er ansi sérstök þegar þessi leið er gengin. Í upphafi er gengið um gamalt, mosavaxið hraun en um leið og Rauðibotn blasir við breytist landslagið. Rautt gjall eða hraun einkennir þá undirlagið og mætti helst líkja þessu við Ljótapoll án vatnsins. Fljótlega breytist landslagið aftur. Við blasa Hólmsárlón með sínum margbreytilega og sérkennilega lit. Grænt, blátt, dimmt, svart, sérstakt, óskýranlegt eru lýsingarorð því litirnir á vatninu eiga engan sinn líka. Þegar horft  er upp í hlíðarnar skartar mosinn engu síðri litum en vatnið. Ekki má gleyma að minnast á fossa þá er myndast þegar Hólmsárlón fellur niður í Rauðabotn. Þeim má enginn missa af.

Við göngum með hlíðum Hólmsárlóns langleiðina inn í dalverpi þar sem Strútslaug liggur. Fyrir þá sem hafa kost á er hægt að útbúa ágætis hringleið úr þessu. Skella sér í bað í Strútslaug og ganga tilbaka niður að Strútsskála. Við hin höldum sömu leið til baka.

More Information»

Ófæra ( 860 m.y.s.) eða Ófæruhöfði er skemmtilegt fjall sem flestir aka eða ganga framhjá. Það liggur því sem næst mitt á milli Hvanngils og Álftavatns. Útsýni af fjallinu er æði skemmtilegt og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hækkun er ekki nema tæpir þrjú hundruð metrar. Hægt er að leggja bílnum við smá útskot á veginum rétt í þann mund er hann lækkar niður í átt að Álftavatni og skörp beygja er á honum. Gengið er á ská upp fjallið og í sjálfu sér engin ein leið betri en önnur.

Nánari lýsing:
Flestir hafa veitt fjallinu athygli þegar þeir ganga Laugaveginn en rétt áður en farið er niður Jökultungur, stóru brekkuna niður að Álftavatni er komið að gili. Vinsælt er að taka mynd niður þetta gil en þá blasa oft við tvö fjöll, Ófæruhöfði og Útigönguhöfði. Í raun má segja að fjallið hafi tvö nöfn. Syðri “tindurinn” heitir Ófæra og er um 760 metra hár en sá nyrðri nefnist Ófæruhöfði og er um 860 metrar. Mitt á milli þeirra er reyndar annar “toppur” sem einnig er um 860 metra hár.

Okkar gönguleið liggur á annan hærri tindinn en þar er ansi gott útsýni. Til suðurs má sjá Stórkonufell beint framundan og litlu lengra Tindfjallajökul, Hattfell og niður að Emstrum. Mýrdals- og Eyjafjallajöklar sjást einnig afskaplega vel. Nær má sjá bæði Hvanngil og Álftavatn og oft er gaman að liggja um stund og fylgjast með göngu- og bílaumferð. Hún getur verið glettilega mikil á góðum degi. Til austurs má sjá eftir Mælifellssandi og ef vel viðrar yfir á Vatnajökul.

Í stuttu máli ljómandi fín gönguleið á fáfarnar slóðir.

More Information»
Lauganes
May 92012

Fæstir hafa ef til vill hugsað sér Laugarnesið í Reykjavík sem göngusvæði. Staðreyndin er hinsvegar sú að þarna er bæði ljómandi skemmtilegt að ganga en ekki síður fjölbreytt. Upplagt er að leggja bílnum við listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Þar eru fín bílastæði. Leiðin liggur svo til að byrja með aðeins tilbaka að húsi Hrafns Gunnlaugssonar en svo eftir bakkanum meðfram sjónum að Skarfabakka. Þar má á oft á sumrin sjá stór og glæsileg skemmtiferðaskip liggja.

Nánari lýsing:
Að “stelast” til að kíkja á garð og hús Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra verður vonandi fyrirgefið. Í sjálfu sér umhverfið hálfgert nýlistasafn svo haglega hefur hann safnað að sér skrýtnum og skemmtilegum hlutum. Þaðan göngum við aftur að Sigurjónssafni þar sem myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson bjó og iðkaði list sína. Hér var áður braggahverfi og nýtti Sigurjón einn braggann fyrir vinnustofu. Síðar var íbúðarhúsinu bætt við. Ekkja Sigurjóns, Birgitta Spur rekur nú safnið.

Litlu lengra má finna Norðurkotsvör sem er skemmtileg fjara. Við hana stóð fjöldi Reykvíkinga árið 1906 og horfði á mikinn harmleik. Þilskipið Ingvar strandaði á skeri við Viðey í aprílmánuði og týndust hver bátsverjinn á fætur öðru af skipinu án þess að hægt væri að koma björg að. Alls drukknuðu tuttugu manns þennan dag. Þegar gengið er áfram er fljótt komið að Skarfakletti. Ekki er langt síðan hann var töluvert frá landi en Faxaflóahafnir hafa unnið að uppfyllingu og því liggur hann við land nú.

Viðeyjarferjan hefur aðstöðu við Skarfabakka en þangað er reglulegar ferðir. Einnig liggja skemmtiferðaskip við Skarfabakkann en það er afgirt og ekki heimiluð för þar um. Það getur þó verið gaman að standa við Skarfaklett og fylgjast með þessum gríðarstóru skipum koma eða fara.

Við snúum hinsvegar við og höldum aftur tilbaka að þeim stað er við lögðum bílnum.

More Information»

Líklega ein vinsælasta gönguleið landsins. Enda er hún fjölbreytt, auðveld og sýnir okkur undur Landmannalaugasvæðisins ansi vel.
Hún hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Gengið er beint í átt að hesthúsinu (bragganum) og þaðan eftir slóðinni meðfram hrauninu. Þegar komið er að ánni, læknum er beygt inn í Grænagil eftir nokkuð skýrum slóða. Leiðin hentar líklega ekki alveg þeim yngstu en öðrum ætti hún að vera greiðfær. Slóðanum er fylgt vel inn eftir gilinu en rétt áður en að grasbölum er komið beygir hún inn í hraunið. Í hrauninu getur verið örlítið villugjarnt og því gott að stefna beint á Brennisteinsöldu og halda sig við þá slóða sem það gera. Þegar komið er þangað eltum við svo slóða tilbaka (hægri) að skálum FÍ aftur. Er það sama leið og þeir fara sem ganga Laugaveginn.

Nánari lýsing:
Þegar gengið er inn í Grænagil gnæfir yfir okkur Bláhnjúkur. Neðst í brekkum hans má sjá grænlitaða flekki og dregur gilið nafn sitt af þeim. Gangan um gilið er skemmtileg enda litbrigðin mörg. Á aðra hönd er kolsvart Laugahraunið. Það rann þegar Brennisteinsalda gaus árið 1480. Á hina höndina er Bláhnjúkur sem er 945 m.y.s. Hann er því sem næst alveg gróðurlaus og talinn vera um 50.000 – 90.000 ára gamall. Afar vinsælt er að ganga á hann enda útsýni mikið. Kíktu á gönguleiðalýsingu á hann hér.

Þegar við göngum yfir Laugahraunið í átt að Brennisteinsöldu má sjá hversu gróft og kolsvart það er. Í sjálfu sér ekki undarlegt að hér hafi ferðamaður villst á árum áður og orðið úti. Við höldum okkur hinsvegar við stíga sem leiða okkur að hverasvæðinu við Brennisteinsöldu. Þar sjáum við eitt af litskrúðgri fjöllum landsins og ekki skrýtið að hér dvelji göngumenn í nokkurn tíma. Hægt er að ganga á Brennisteinsöldu sem er 855 m.y.s. og má sjá lýsingu hér.

Við höldum hinsvegar í áttina tilbaka og göngum sem leið liggur að skála FÍ eftir greinilegum stíg troðnum af þúsundum Laugavegsfara á hverju sumri.

More Information»

Skemmtileg ganga, hringur um nágrenni Hvanngils á Laugaveginum. Lagt er í hann frá skálanum í Hvanngili og haldið beint af augum eða til norðausturs. Gengið er inn eftir grasi vöxnu dalverpi og er stígurinn nokkuð augljós. Stikur eru að einhverju leyti til staðar eða voru að minnsta kosti þegar sá er þetta skrifar gekk þetta síðast. Þegar komið er á enda dalverpisins eða því sem næst beygir stígurinn til hægri upp í skarð á milli Röðuls og Hvanngilshnausa. Þar mætir hann hálfgerðu afbrigði af Strútsstígnum og við verðum að passa okkur að beygja til hægri til suður út hnausana. Leið liggur svo eins og fyrr sagði út eftir hnausunum. Þegar komið er á enda fer slóðin niður brekkurnar að Hvanngili aftur.

Nánari lýsing:
Stígurinn er nokkuð augljós svo við þurfum ekki mikið að hafa fyrir rötuninni. Fyrsti leggurinn er marflatur og fljótlega komum við að gömlum, hálfföllnum steinkofa. Við hann liggur skilti er stendur á Gamla-Ból. Þetta er gamall gangnamannakofi en litlar heimildir hefur sá er þetta ritað fundið um notkun hans. Það er því sett í hendur göngumanna að ímynda sér smala, válynd veður eða annað sem vel á við. Frá Gamla-Bóli höldum við lengra inn eftir. Stígurinn beygir nú í austurátt og við göngum upp á hálsinn á milli Röðuls og Hvanngilshnausa.

Við sjáum þá að aðeins ógreinilegri stígur liggur beint áfram en sá er beygir til hægri eftir Hvanngilshnausunum er mun skýrari. Við veljum hann enda hinn stígurinn hluti af Strútsstíg eða afbrigði frá honum. Eftir því sem við hækkum okkur upp á hnausanna verður útsýnið betra og betra. Framundan blasa jöklarnir þrír, Eyjafjalla-, Mýrdals- og Tindfjallajökull við. Í vesturátt sjáum við Álftavatn og Laufafell litlu lengra. Til austurs má sjá yfir Mælifellssand, jafnvel glitta í Öldufell og Strút aðeins nær. Skemmtilegast er þó að sjá ofan á Hvanngil. Héðan sést bersýnilega hversu skemmtilegt stæði það er fyrir áningu ferðamanna á svæðinu.

More Information»

Ganga okkar í Gvendarská hefst við skólahúsið á Hólum í Hjaltadal. Rétt ofan við aðalinnganginn á finna merkta stíga og einum þeirra fylgjum við í gegn um Hólaskóg. Sá hluti leiðarinnar er skemmtilegur enda ekki oft sem við íslendingar göngum í skógi hérlendis. Þegar skóginum sleppir er stígurinn ekki eins greinilegur en þó nægilega. Leiðin er einnig stikuð. Við höldum því á brattann og fetum þessa grýttu leið áfram. Eftir því sem við förum hærra er leiðin grýttari og því ekki við allra hæfi, flestra þó. Þegar í skálina sjálfa er komið fæst ágætis útsýni yfir dalinn og út  í Skagafjörð.

Nánari lýsing:
Gvendarskál liggur í vestanverðri Hólabyrðu (1.244 m.y.s.) en fjallið rís glæsilega yfir Hólastað. Gvendarskál liggur við gönguleiðina á Hólabyrðu. Göngustígnum sjálfum er haldið nokkuð vel við og var meðal annars endurnýjaður nýlega (vorið 2012). Á Hólum er kennd ferðamálafræði og fá nemar að spreyta sig á göngustígagerð á hverju vori. Slíkt nýtist göngumönnum á svæðinu afar vel.

Gvendarskál fær nafn sitt frá Guðmundi góða Arasyni sem var biskup á Hólum í upphafi þrettándu aldar. Þrátt fyrir að vera umdeildur fékk hann fljótt viðurnefnið hinn góði. Hann þótti sýna mildi og mýkt í samskiptum. Hann gekk til bæna í skál í Hólabyrðu sem fékk nafnið Gvendarskál. Þar má finna stein með syllu í sem er talin hafa þjónað sem altari fyrir hann og hann á að hafa sopið úr til að svala þorstanum.

Eftir að hafa virt fyrir okkur útsýnið frá skálinn höldum við sömu leið tibaka niður að skólahúsi Háskólans á Hólum.

More Information»
Grótta
May 82012

Gönguleið um vestasta hluta Seltjarnarnes er fín afþreying. Stutt er að fara og margt þar að sjá enda staðurinn vinsæll. Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Gróttu. Ef sjávarföll leyfa er upplagt að skjótast út í Gróttu og skoða vitann. Eftir það höldum við meðfram stígnum í átt að svæði golfklúbbsins. Við göngum með Bakkatjörn á vinstri hönd og sjóinn á hægri. Þegar við erum rétt komin að golfvellinum eltum við stíginn eftir Suðurströndinn í átt að byggðinni. Rétt eftir að við förum aftur framhjá Bakkatjörn grípum við stíg sem stefnir beint á Nesstofu. Frá henni förum við yfir á Norðurströnd og aftur að bílastæðinu við Gróttu.

Nánari lýsing:
Er við löbbum út í Gróttu blasir vitinn við. Hann var reistur árið 1947 en fyrsti vitinn í Gróttur var byggður árið 1897. Það var árið 1970 sem síðast var vitavörður í Gróttu. Sá hét Albert og drukknaði það ár við Gróttu. Eftir að hafa virt fyrir okkur fuglalífið í og við Gróttu höldum við tilbaka. Við göngum meðfram Bakkatjörninni og á hægri hönd er Bakkavík. Hér áður fyrr rann oft sjór í tjörnina og þá var ekki gengt á milli. Seltjarnarnesbær hefur látið setja upp töluvert af fræðsluskiltum á svæðinu. Upplagt er að stöðva við þau og fræðast um þennan skemmtilega stað. Þegar golfvöllurinn nálgast færum við okkur “yfir” nesið og göngum fram Bakkatjörn aftur og förum framhjá henni. Þar liggur stígur beint að Nesstofu sem við eltum.

Nesstofa var upphaflega aðsetur landlæknis og reist árið 1763. Nú er þar lyfja- og lækningaminjasafn. Vert er að benda á að héðan er ágætis útsýni yfir nesið en staðurinn stendur á smá hól í landslaginu. Við höldum áfram í beinni stefnu niður á norðurströnd nessins. Þaðan göngum við aftur tilbaka á bílastæðið. Tvennt vekur athygli á leiðinni. Annarsvegar uppgert býli, Ráðagerði. Þar voru gerðar veðurathuganir í fyrsta sinn hér landi fyrir danska vísindafélagið. Á leiðinni má einnig sjá gamlan þurrkhjall en þeir voru margir hér áður.

Umhverfisnefnd Seltjarnarnes gaf út göngukort fyrir nokkrum árum. Þar er þessi leið og fleiri til merktar inná. Mögulega má fá það ennþá á skrifstofum bæjarins.

More Information»

Gönguferð að Glanna og í Paradísarlaut er ekki löng. Og líklega hafa margir stöðvað þar á leið sinni um Borgarfjörð. Gangan er líka svo sannarlega þess virði því þessir staðir eru svolítið eins og annars heims. Rétt áður en komið er að Bifröst er beygt út af veginum til hægri og er staðurinn merktur. Stígurinn er greinilegur og honum er vel haldið við. Gangan hentar öllu göngufæru fólki. Gott er þó að hleypa þeim yngstu ekki of langt frá sér.

Nánari lýsing:
Fossinn Glanni er í Norðurá og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Í annálum frá fjórtándu öld var hann nefndur Glennunarfoss. Orðið Glanni merkir birta eða skín. Tengist það líklega því að fossinn freyðir niður stalla sína. Annar Glanni er til á Vesturlandi og er sá í Langá á Mýrum. Hægt er að fara fram á brúnir Norðurá á nokkrum stöðum. Á flestum þeirra er gott útsýni yfir fossinn. Má oft sjá veiðimenn neðan hans en Norðurá er mikil laxveiðiá.

Ef Glanni er talinn húsnæði dverga og álfa má velta fyrir sér hvað Paradísarlaut sé? Dimmblá, grænblá, tær og falleg tjörn í hraunbolla Grábrókarhrauns er einhvern veginn svo væg lýsing. Vatnið vellar þarna undan hrauninu og skapar þessa skemmtilegu perlu.

Við höldum tilbaka. Stígurinn á milli Glanna og Paradísarlautar liggur þar sem þjóðleiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar lá áður. Það má því velta fyrir sér hverjir hafa fetað þennan stíg til forna. Í hraunjaðrinum rétt sunnan við Paradísarlaut má sjá hleðslur frá vegstæðum þjóðleiðarinnar.

More Information»

Brennisteinsalda (881 m.y.s.) er eitt af fallegri fjöllum landsins að mati þess er þetta ritar. Á hverju ári ganga þúsundir göngumanna framhjá fjallinu á leið sinni um Laugaveginn. Fæstir ganga þó á fjallið enda góð ganga fyrir höndum. Leiðin er ekki flókin en best er að ganga upp á hrygginn norðvestan í fjallinu. Þaðan er skriðunum fylgt beint upp þar til komið er að hrygg sem fylgt er á toppinn. Gangan hefst þó við skála FÍ í Landmannalaugum og fylgt er hefðbundinni leið Laugavegsfara að fjallinu.

Nánari lýsing:
Brennisteinsalda er eins og mörg fjöll hér á svæðinu ríkt af rýólíti sem oftast er nefnt líparít. Laugahraunið rann úr litlum gígum í jöðrum fjallsins árið 1480. Fjallið sjálft er hinsvegar talið vera tugþúsunda ára gamalt. Líklegast myndast í gosi á síðasta jökulskeiði.

Nafnið skýrir sig vel þegar gengið er að fjallinu. Við hlið þess er litríkt hverasvæði en víða í fjallinu gjósa litlir hverir í gegn um bergið með tilheyrandi frussi, hvissi og brennisteinslykt. Hækkunin er ekki mikil eða rúmir tvö hundruð metrar. Fjallið er þó frekar hæggengt enda skriður ætíð þannig. Útsýnið er þó gott yfir Landmannalaugar og víðar.

Tilbaka er hægt að fara sömu leið, það er um Laugahraun eða ganga í gegn um hraunið og um Grænagil. Þá er farið framhjá hverasvæðinu og í gegn um hraunið.

More Information»
Lóndrangar
May 82012

Við hefjum gönguna við húsin á Malarrifi. Lagt er við efsta húsið og við næsta hús hefst stígurinn. Hann er mjög greinilegur, stikaður og liggur meðfram fjörunni að Lóndröngum. Stígurinn er fær öllu göngufæri fólki en á smákafla rétt við Lóndranga er gengið i fjörugrjóti. Það gæti reynst eldra fólki erfitt en með smá stuðningi komast þetta allir. Við hækkum okkur svo um 10 – 20 metra rétt við drangana. Gengin er sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Á Malarrifi var lengi búskapur og réru bændur þar til fiskjar þótt lendingin hafi verið ansi erfið. Upphaflega er talið að Malarrif hafi heitið Möl og ekki þarf að ganga lengi um svæðið til að skilja þá nafngift. Í dag eru húsnæðin hér nýtt sem sumarhús. Malarrif eru syðsti oddi Snæfellsnes og eru beint í suður frá jöklinum sjálfum. Segja heimamenn að hvergi njóti jökullinn sín eins vel.

Við göngum frá Malarrifi eftir stígnum í átt að Lóndröngum. Rekaviður, gömul net, netakúlur og annað liggur hér um allt enda getur sjórinn kastast tugi metra á land hér þegar vindur er sterkur. Fjörugrjótið er sem pússað hafi verið með fínasta sandpappír svo árum skiptir svo slétt og fínt er það.

Þegar við nálgumst drangana má velta fyrir sér tröllkallinum Lóndrangi. Hann girntist bæði tröllskessuna í Kerlingarskarði og ekki síður þá er bjó á  Djúpalónssandi. Þegar hann og skessan í Kerlingaskarði ætluðu að hittast voru þau sein fyrir og urðu að steini. Þau sitja því þarna ferðalöngum til ánægju og yndisauka. Útgáfa jarðfræðinga af tilurð Lóndranga er aðeins önnur. Áður var þarna stór gígur sem nú er hofinn að mestu leyti. Aðeins sér móta fyrir einni brún hans þegar horft er á Svalþúfu. Lóndrangar eru gígtappar sem mynduðust í gígnum. Sá hærri er 75 metrar og sá lægri 60 m.

Ganga okkar endar við drangana en þá má lengi virða fyrir sér. Litlu lengra blasa við sjávarklettarnir í Svalþúfu. Þar er fuglabjarg mikið og fyrir þá sem vilja má ganga þangað. Leið okkar liggur svo sömu leið tilbaka og endar gangan við bílastæðið hjá Malarrifi.

More Information»

Ganga okkar hefst við óformlegt bílastæði við Kasthúsatjörn. Ekið er eftir Norðurnesvegi til að komast þangað. Við göngum svo beint í norðaustur eftir malarstíg. Við förum framhjá húsagötu og komum þá á malarveg sem við fylgjum í sveig meðfram Seylunni. Við erum þá með Bessastaðatjörn á hægri hönd og sjó á þá vinstri. Líklegt er að sjór eigi eftir að brjóta þetta mjóa eiði sameinast tjörninni nema til ráðstafana verði gripið. þegar komið er á Bessastaðanes er strikið tekið svotil beint í suðaustur. Ógætlega greinilegur slóði er sem svo breytist í gamlan akveg. Við eltum þann akveg svo að Bessastöðum og fylgjum vegum aftur að Kasthúsatjörn.

Nánari lýsing:
Gott er að hafa með sér sjónauka þegar þessi leið er gengin. Fuglalíf er mikið og gildir þá einu hvort við horfum til lands eða sjávar. Séum við á göngu hér í lok apríl, byrjun maí er líklegt að hundruðir Margæsa sitji á túnum við Bessastaði. En við Kasthúsatjörn er fræðsluskilti um fugla á svæðinu sem vert er að stöðva við. Gangan er svo tíðindalaus þar til við komum á malarveg og sjáum akveg til hægri, við Jörfa. Í um 100 metra fjarlægð blasir við okkur lítill hlaðinn turn. Þetta eru leifar af Brightoncamp sem hér stóð á stríðsárunum. Líklegt má telja að varðstaða þarna hafi verið frekar köld og einmanaleg.

Við sjáum nú hilla undir Bessastaðatjörn á hægri hönd en hún var aðskilin frá sjó með landfyllingu um miðja síðustu öld. Við göngum meðfram Seilunni en hún kom við sögu í Tyrkjaránum okkar Íslendinga. Hingað inn siglu tvö skip árið 1627 eftir gripdeildir í Grindavík. Þá var danskt yfirvald á Bessastöðum sem þorði sig hvergi að hreyfa. Síðar á þeirri öld var byggt virki á Bessastaðanesi sem fjármagnað var með sérstökum skatti á landsmenn.

Við göngum nú yfir á Bessastaðanes. Höfum þó í huga að þar er ekki heimilt að ganga meðan æðvarvarp á sér stað. Yst á nesinu er Skansinn en við hann er kenndur Ólafur Eyjólfsson. Oftar nefndur Óli Skans en vísuna um hann þekkja flestir íslendingar.

Við fylgjum greinilegum slóða eftir Bessastaðanesi í átt að Bessastöðum. Sá staður á sér sérstakan stað í huga íslendingar enda býr þar þjóðkjörinn forseti landsins hverju sinni. Það er þó ekki lengra síðan en 1941 sem staðurinn komst í eigu þjóðarinnar. Var það Sigurður Jónsson forstjóri sem gaf Bessastaði íslensku þjóðinni.

Við fylgjum svo Bessastaðavegi að hringtorginu og stígum aftur að Kasthúsatjörn.

More Information»

Frábært göngusvæði við jaðar höfuðborgarsvæðisins. Svæði sem svo sannarlega leynir á sér. Við hefjum gönguna við húsin í Straumi en þar er góð bílastæði. Gönguleiðin er einföld. Við fylgjum veginum eins langt og hann nær og leyfum okkur að ganga slóða sem liggja út frá honum. Við göngum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Hér var eitt sinn blómleg byggð en um aldamótin 1900 var hér tylft býla auk sela og annars búskapar. Á fjórtándu og fimmtándu öld var hér töluverð verslun. Hansakaupmenn og enskir kollegar þeirra réðu þá ríkjum.

Býlin sem í Straumi voru áttu sér oft sel sem lá þá austar í hraununum. Þar voru þá kýr og kindur og má hér benda á gönguleið að Kúarétt sem augljóslega var notuð fyrir kýr. Skemmtileg náttúrusmíð það. Í sjálfu sér má segja að gönguferð hér sé hálfgerð byggðasaga, lifandi byggðasafn. Leifar af búskap, veiðum og síðast en ekki síst hýbýlum skapa svæðinu einstaklega skemmtilegt yfirbragð.

Leið okkur liggur á enda vegar þar sem er nú sumarbústaður ser ber nafnið Eyðikot. Það var áður búskapur en húsinu hefur verið haldið ágætlega við og umhverfið er afar skemmtilegt. Framundan er mikið tún, Óttarstaðatún og vilji menn lengja gönguna aðeins er það vel. Þar eru í eyði Óttarstaðir vestri og eystri. Bera þeir þess glögg merki að síðustu íbúar virðast hafa flutt út og skilið margt eftir.

Við göngum svo sömu leið til baka.

More Information»

Eitt besta útsýnisfjall höfuðborgarsvæðisins – mögulega líka það eina. Af Ásfjallli sést afskaplega vel yfir byggðir og ekki síður fjallahringinn umhverfis. Við leggjum bílnum við Ásvallalaug eða íþróttasvæði Hauka. Þaðan göngum við meðfram veginum með Ástjörn á hægri hönd. Leiðin liggur svo á stíg upp á við meðfram byggðinni. Við förum svo út af malbikuðum stíg og stígurinn sjálfur upp á fjallið er nokkuð augljós og þægilegur.

Nánari lýsing:
Ástjörnin er friðland en þar verpir meðal annars flórgoði. Ekki eru þau mörg pörin þar en takist manni að sjá flórgoðann er það skemmtileg sjón. Hægt er að lengja leiðina um tæpa 3 km. með því að ganga hringinn í kring um tjörnina. Við höldum hinsvegar áfram upp hlíðina með Ásfjall á aðra hönd og byggðina á hina. Þegar við komum efst í brekkkuna snörum við okkur út í hlíðina og komum fljótlega á gamlan stíg eða vegslóða. Honum fylgjum við upp á fjallið.

Á toppi fjallsins er hringsjá sem nauðsynlegt er að stúdera. Þar er einnig stór hlaðin ferhyrnd varða, Ásfjallsvarða. Hún var upphaflega hlaðin af sjómönnum sem kennileiti en síðar endurhlaðin sem virki af breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

En það er meira í Ásfjalli en það sem sjá má. Erla Stefánsdóttir, Hafnfirðingu og áflamiðill segir að yfir fjallinu liggi gulur kraftbogi. Þessi bogi tengist saman Helgafell í Hafnarfirði, Keili, Ásfjall, Esjuna og Snæfellsjökul.

Eftir að hafa skoðað helstu örnefni á hringsjánni, horft á fallegt útsýnið og innbyrt orkuna sem þarna er höldum við niður að bíl aftur.

More Information»

Upplagt er að hefja þessa göngu okkar við Hafravatnsrétt. Þar hefjast líka fjöldi annara gönguleiða sem Mosfellsbær hefur merkt og stikað. Gott framtak á þeim bænum. Við göngum hér til norðurs meðfram akveginum en að mestu er hægt að ganga í eða við fjöruna neðan við veginn. Við Vatnsvík beygjum við út af veginum og í stuttu máli eltum við stikurnar. Það eru þessar appelsínugulu og eru hringinn um vatnið. Þegar á veginn kemur aftur er stutt að réttinni þar sem bifreiðin bíður.

Nánari lýsing: 
Hafravatn er um einn ferkílómetri að stærð og dýpst er það tæpir 30 metrar. Þar býr nykur að sögn kunnugra, grár stór hestur með hófa sem snúa aftur á bak. Því er kannski skynsamlegast að vera ekki alveg við vatnið, hver veit hvað gerist. En áður en við leggjum í hann má svipast um við réttina. Hér hefjast nokkrar gönguleiðir, hér hafa smalamenn skemmt sér í tugi ára og skátar hafa átt hér aðstöðu lengi. Réttað var hér í fyrsta sinn ári 1902.

Eftir að beygt er út af veginum við Vatnsvík göngum við meðfram fjölda sumarhúsa. Margir þeirra eru enn í notkun og vel haldið við. Um það bil í miðri byggðinni hefur verið reist lítil kirkja eða kapella við fallegan bústað. Freistandi er að rölta að og skoða. Um 10 – 15 mínútum síðar förum við yfir gamla trébrú á akvegi. Við hana voru töluverðar herbúðir á stríðsárunum. Kölluðust þær Jeffersonville en ekkert sést af þeim nú. Áin er Úlfarsá sem breytir þó um nafn áður en hún fellur til sjávar og heitir þá Korpa. Komið hefur fyrir að lax hafi gengið alla leið upp ánna og í Hafravatn.

Áfram liggur leið og ef við horfum yfir vatnið nú blasir Hafrahlíð við – í logni speglast fjallið í vatninu. Í fjallshlíðinni eru nokkir bústaðar og má vel ímynda sér útsýnið þegar setið er við þá í logni og sól. Okkar leið liggur hinsvegar áfram að bílnum.

More Information»

Gönguleið sem kemur skemmtilega á óvart, enn ein perlan í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Við byrjum á því að aka að Morgunblaðshöllinni í Hádegismóum og niður slóða þar að Rauðavatni, ökum örstutt meðfram vatninu og svo slóða upp brekku framhjá sumarhúsi. Þar finnum við bílastæði og skiljum bílinn eftir. Við eltum svo góðan göngustíg sem liggur upp brekkuna og tökum hægri beygju þegar hann skiptist eftir um 100 metra. Gangan liggur svo eftir hryggjum ofan Rauðavatns í hálfsveig að Suðurlandsvegi, niður að vatninu, meðfram því og tilbaka á bílastæðið.

Nánari lýsing:
Hér við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt fyrir um hundrað árum síðan. Var það Skógræktarfélag Reykjavíkur sem gerði það og var svæðið lengi í umsjón þess félags.

Líklegast tekur vatnið nafn sitt af vatnaplöntunni Síkjarnara en stöngull plöntunnar er rauðleitur og blóm þess á yfirborðinu er einnig rauð. Vel má sjá þetta þegar lítið er í vatninu en þá eru heilu breiðurnar af plöntunni.

Rauðavatn er ekki stórt vatn, aðeins 0,32 km2 og víðast aðeins um einn metri á dýpt og um einn og hálfur metri þar sem það er dýpst. Hvergi rennur úr Rauðavatni og vatnasvið þess er afar lítið. Það er því að mestu leyti háð sveiflum í veðurfari hvað varðar stærð og vöxt.

En okkar ganga liggur eftir hryggjunum norðaustan og austan vatnsins. Við horfum niður á nokkra bústaði sem eru í misgóðu ástandi. Eftir um hálfrar klukkustunda göngu sjáum við það sem virðist vera grind af gömlum bústaði. Svo er ekki því hér er á ferð listaverk eftir listakonu eina.

More Information»

Ágætlega drjúg ganga en alls ekki erfið. Kemur nokkuð vel á óvart enda gaman að upplifa breytingar og fjölbreytni umhverfis Elliðavatns. Við hefjum gönguna við Elliðavatn, bæinn. Bílinn skiljum við eftir á bílastæðinu og göngum beint niður að vatninu. Við eltum þar góðan göngustíg og má segja að hann leiði okkur hálfan hringinn. Þegar við komum að Þingahverfinu í Kópavogi eltum við til skiptis stíga og götur að Elliðastíflu. Þar förum við í hálfgert U og förum svo stíg í útjaðri Norðlingaholts. Sá stígur leiðir okkur að veginum rétt fyrir ofan Rauðhóla og er þá skammur spölur aftur að bílnum. Góður hringur að baki.

Nánari lýsing:
Við hefjum gönguna hjá Elliðabænum sem nú hýsir starfsemi Skógræktarfélagsins hér í Heiðmörk. Áður var Elliðabærinn í alfaraleið. Þjóðleiðin til Reykjavíkur lá suður fyrir Elliðavatn svo ferðalangar þyrftu ekki að ríða Elliðaárnar. Var því oft gestkvæmt á bænum. Einar Benediktsson skáld fæddist á Elliðabænum árið 1864. Sagan segir að hann hafi oft riðið suður fyrir vatnið á leið sinni til Reykjavíkur og vegna þess hví myrkfælinn hann var hafi hann því stundum fengið sér aðeins of mikið neðan í því á leiðinni.

Við eltum stíginn sem liggur meðfram vatninu. Yfir vatnið má sjá hvað byggðin hefur vaxið vestan þess. Fuglalíf er umtalsvert við vatnið og víða við stíginn má finna fræðsluskilti Skógræktarfélagsins um fuglalíf og gróður. Eftir stutta göngu komum við einum merkasta stað okkar Íslendinga, Þingnesi.

Þingnes er líklega fyrsti þingstaður okkar Íslendinga en um eða eftir árið 900 er talið að Kjalnesingaþing hafi verið haldið hér. Staðurinn hét áður Krossnes en Jónas Hallgrímsson sem fyrstur hóf uppgröft hér nefndi hann Þingnes. Þjóðminjasafnið gróf síðar á staðnum og fann hringlaga byggingu en hluti hennar er talin vera frá árinu 900. Í dag er sumarhús á staðnum en ágætis upplýsingaskilti fræðir okkur göngufólk.

Áfram er gengið, fyrir Vatnsvík og fljótlega sjáum við vel Þingahverfið. Best er að ganga Elliðahvammsveginn yfir í Granda- og Fornahvarf. Þá blasir við okkur Elliðavatnsstíflan. Meðalrennsli Elliðaá er um 5,5 teningsmetrar á sekúndu en oft fer það niður í um fimmtung af því. Stíflan var reist árið 1926 og við það fóru svokölluð Elliðavatnsengi á kaf. Við það breyttist og minnkaði fuglalíf á svæðinu.

Við göngum áfram, förum í hálfgert U yfir brú og yfir í Norðlingaholt. Þaðan liggur stígur að Heiðmerkuvegi og þaðan er örstutt að upphafsstað okkar.

More Information»
Heiðmörk
May 82012

Það er ansi víða hægt að ganga í Heiðmörk enda dásamlegt útivistarsvæði og það rétt við borgarmörkin. Hér er ein leið, stuttur hringur sem hefst á bílastæðinu rétt við Maríuhella. Ekið er framhjá Vífilsstaðavatni og Vífilsstaðahlíð og þá birtist stæðið strax á vinstri hönd. Þaðan liggur stígur beint áfram meðfram hlíðinni. Við fylgjum honum að skemmtilegu afþreyingarsvæði og þar förum við yfir veginn. Þar sjáum við breiðan malarstíg, reiðleið sem við fylgjum til baka á bílastæðið.

Nánari lýsing:
Vífilsstaðahlíð varð hluti af Heiðmörk árið 1958 en var áður í eigu ríkisspítalanna. Hún er ekki há eða um 150 metrar en eigi að síður ágætis útsýni þar ef fólk vill príla á toppinn. Best er þó að gera það frá bílastæðinu við  Vífilsstaðavatn. Á okkar stíg má sjá vel hversu skemmtilegt umhverfi hraunið og kjarrið útbýr fyrir göngumenn. Mikið hefur verið plantað á svæðinu og eru víða skilti sem sýna hverjir það hafa gert.

Þegar við komum að grillaðstöðunni göngum við upp í hlíðina þar við hliðina á en þar finnum við trjásýnisafn Skógræktarfélags Reykjavíkur. Upplagt að kíkja á það en því miður virðist því bara haldið við yfir hásumartímann. Við færum okkur svo yfir veginn og nú sem áður göngum við í Búrfellshrauni. Það kemur úr Búrfelli sem Búrfellsgjá er kennd við. Það gaus í einu flæðigosi fyrir um 7000 árum. Flatarmál þess er um 18 ferkílómetrar og er stærri hluti Hafnarfjarðar og Garðabæjar byggður á því. Við getum því rétt ímyndað okkur hversu gríðarlegt sjónarspil gosið hefur verið.

Búrfellshraun er nafn á heildarhrauninu en minni hlutir þess hafa sérstök nöfn. Má þar nefna Smyrlabúðarhraun, Stekkjarhraun, Hafnarfjarðarhraun og Helgadalshraun. En við látum nöfnin ekki á okkur fá en höldum áfram göngu okkur að upphafsstað ferðar.

More Information»

Þessa ágætu gönguleið þekkja nú margir en fjölfarinn. Stuttur hringur umhverfis Vífilsstaðavatn sem er rétt við bæjarmörkin en samt svo afskekktur frá borgarnið og bílaumferð. Lagt er á öðru hvoru bílastæðinu vestan við vatnið og svo gengið umhverfis, hvorn  hringinn sem maður vill.

Nánari lýsing:
Vífilsstaðavatn og nágrenni er friðlýst svæði síðan 2007. Friðlýsingin nær til vatnsins og umhverfis þess en frekar fágætt er hér á landi að svæði þetta nálægt byggð séu friðlýst og er það vel.

Garðabær hefur þarna byggt upp ljómandi fína aðstöðu, bekkir eruð víða, fræðsluskilti og ágætis þakskýli rétt við bílastæðið. Á sumrin er allajafna mikið líf í og við vatnið, manna og dýra. Veiðimenn sjást oft út í vatninu, göngufólk og hundar með þeim en síðast en ekki síst er það dýralífið sem er ágætlega fjölbreytt. Ber þar mest á fuglum.

Við syðra bílastæðið má sjá slóða er liggur upp á Vífilsstaðahlið að vörðu er ber nafnið Gunnhildur. Þeir er vilja lengja labbið aðeins og fá gott útsýni ættu að bregða sér að henni. Hvernig nafngiftin er tilkomin eru menn ekki á eitt sáttir um. Telja sumir að hún taki nafn sitt frá kvenkosti miklum er bjó einu sinni á Vífilsstöðum. Aðrir segja að þarna hafi verið vélbyssuhreiður á stríðsárunum er hét Gun Hill. Hvor sagan sem rétt er skiptir kannski ekki máli.

 

More Information»

Ansi hreint fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Eini gallinn á henni er sá að upphafs- og endastaður er ekki sá sami svo skipuleggja þarf gönguna með það í huga. Gangan hefst á vestasta odda Snæfellsnes og þaðan eltum við slóða sem er víða stikaður en ekki alls staðar að Gufuskálum. Í stuttu máli má segja að við reynum að halda okkur næst ströndinni og oftast má finna fínar kindagötur til að fylgja. Um 20 mín eftir að gangan hefst, rétt eftir að við förum fram hjá lítill vík með miklu af rekaviði og fleira úr sjónum liggur slóðin eftir vörðum í gegn um hraunið. Sá er þetta skrifar mælir frekar með því að elta kindagötur meðfram sjónum.

Nánari lýsing:
Á Öndverðarnesi var mikil útgerð og fjöldi þurrabúða en síðast var búið þar árið 1945. Upplagt er að hefja gönguna á því að ganga aðeins um svæðið í kring um vitann. Þar má meðal annars finna brunninn Fálka, niður að honum liggja 16 tröppur. Ef trúa á sögum þá voru þar í eina tíð þrjár lindir, ein með fersku vatni, ein með ölkelduvatni og ein með söltu vatni.

Af hlöðnum minjum og ummerkjum má sjá að hér hefur verið mikið mannlíf. Við höldum nú í gönguna og eltum þokkalega greinilegan slóða sem er stikaður að hluta en einnig má finna vörður. Við mælum þó með því að halda sig sem næst sjónum og elta kindagötur. Fljótlega komum við að skemmtilegri vík þar sem sjórinn hefur kastað upp rekavið, baujum og ýmsu fleira dóti. Skemmtileg andstaða við kolsvart hraunið sem skriðið hefur niður að sjónum.

Klettarnir niður að sjónum eru víða snarbrattir en eigi að síður freistar að kíkja fram af. Þá sjáum við sandborinn botninn speglast í grænum og bláum sjónum. Það er engu líkara en við séum komin til sólarstranda. Skýringin er rétt handan við hornið en þar komum við Skarðsvík.

 

More Information»

Gönguleið sem kemur verulega á óvart og virðist ekki mjög fjölfarin. Um 3ja mínútna akstur er að bílastæðinu þar sem gangan hefst og er slóðinn örlítið sunnar en slóðinn að Hólahólum. Skilti segir Hólavogur. Fyrst er gengið örstutt niður að sjónum en slóðinn svo eltur til hægri. Örstuttu síðar skiptist hann og þá er mikilvægt að halda til hægri, í átt að lítill brekkku og upp hana. Gangan liggur svo meðfram hólunum í smá hring niður að sjónum og svo í gegnum hraunið aftur að bílastæðinu.

Nánari lýsing:
Um leið og við komum upp áðurnefnda brekku göngum við um hólana eftir ágætis stíg, ekki mjög greinilegum en nægilega þó. Það er erfitt að ímynda sér að þarna hafi verið búskapur en svo var nú þó. En áður en við komum að tóttum eyðibýlsins er vert að svipast um eftir huldufólki. Hér vilja þeir er þekkja til meina að sé mikil álfabyggð. Oft hafi heyrst hér klapp og veisluköll.

En við göngum nú í sveig fram hjá lítill tjörn og sjáum þá glitta í tóttirnar af eyðibýlinu Hólahólum sem var stórbýli hér áður fyrr þegar róið var frá Dritvík og Djúpalónssandi. Bærinn fór í eyði ári 1880 nema ef ske kynni að þar búi huldufólk.

Við göngum svo niður á smá sléttu áður en við beygjum niður að sjónum. Þegar þangað er komið liggur leiðin um fallegt hraun. Þar má víða sjá gamlar hleðslur sem gætu hafa verið fiskbyrgi eða þurrkhjallar. Leiðin liggur svo eftir hrauninu meðfram sjónum aftur að bílastæðinu þar sem við hófum gönguna.

More Information»

Dásamleg gönguleið í afar fjölbreyttu en nokkuð þægilegu göngulandslagi. Hraun, fjara, mosi, grónar kindagötur og gamlar minjar. Hvað meira er hægt að biðja um ? Við hefjum gönguna niðri við Hólavog en þar er bílastæði. Fyrsti leggurinn liggur neðan við Hólahóla en mjög fljótt komum við að hrauni. Athugið að stígurinn skiptist tvisvar í tvennt við upphaf gönguleiðar. Fyrst veljum við hægri en svo vinstri en þetta er á fyrstu 50 metrununum. Við eltum svo ágætis stíg sem er þokkalega stikaður að réttinni.

Nánari lýsing:
Fyrsti hluti leiðarinnar er lokahluti gönguleiðarinnar um Hólahóla en þá göngum við um úfið hraun þar sem sjá má hlaðna veggi og aðrar minjar um forna búsetu. Líklegra er að þarna hafi verið litlar fjárgirðingar eða fiskbyrgi heldur en þurrabúðir. Við höldum okkur svo til vinstri þegar við komum úr hrauninu en sjáum að annar stígur liggur til hægri og sjáum jafnvel glitta í tóttirnar af Hólahólum, gömlu stórbýli staðarins.

Slóðinn liggur að mestu leyti á grónu landi meðfram fjörubakkanum þar sem oft má sjá fjölbreytt úrval þess sem sjórinn hefur kastað á land. Við komum svo fljótlega að Litla Lóni þar sem búið var áður fyrr og er talið að þar hafi Halldór Laxnes dvalið í einni af mörgum ferðum sínum um landið.

Áfram liggur leiðin að Klofningsrétt. Við göngum svo sömu leið til baka og verður að segjast að einhvern er leiðin allt öðruvísi. Annar kostur er að fórnfús bílstjóri sé mættur til að sækja okkur við réttina. Vegalengd og tími miðast þó við að gengið sé fram og til baka.

More Information»

Fyrir þá sem hafa gaman af því að bregða sér aftur í tímann er gönguleið um Beruvík vel til fundin. Ekinn er örstuttur slóði að bílastæði þar sem bílinn er skilinn eftir. Þaðan er um 10 mínútna ganga eftir gömlum akvegi að Beruvík. En þessi leið liggur lengra þvi við göngum einnig að Klofningsrétt sem er í um 15 mínútna fjarlægð. Sú leið er einnig stikuð og nokkuð skýr. Við göngum svo sömu leið til baka nema einhver hafi fórnað sér, sleppt göngunni og sæki okkur að Klofningsrétt.

Nánari lýsing:
Í Beruvík (N64°48.740′ og V23°58.308′) eða Bervík eins og heimamenn sumir nefna hana var töluverður búskapur áður fyrr. Töluvert var róið frá víkinni þrátt fyrir að lendingin sér afar erfið. Alls voru fjórir bæir í víkinni, Nýjabúð, Hella, Helludalur og Garðar. Umtalsverðar minjar eru eftir búsetuna, veggir af húsi, hlaðnir veggir og margt fleira sem ber vitni um töluverðan búskap. Eins og ansi víða á Snæfellsnesi fór Beruvík í eyði um miðja tuttugustu öld.

Í lok mars 2012 rak fullvaxinn búrhval að landi í Beruvík og flykktist fólk að til þess að skoða hræið. Á næstum dögum hafði kjálki hvalsins verið sagaður af, fyrst helmingur og svo seinni helmingurinn. Er ekki vitað hver var þar að verki en hægt er að fá töluverðan aur fyrir hvalatennur.

Eftir að hafa skoðað minjarnar í Beruvík höldum við inn í hraunið og stefnum á Klofningsrétt. Þessi leið nefnist Stutthalastígur og nú má hver velta fyrir sér hvaðan sú nafngift kemur. Þetta er skemmtileg leið og hentar öllum.

Við getum svo snúið við og gengið sömu leið til baka nema einhvar hafi fórnað sér og sé komin með bílinn að réttinni.

 

More Information»

Skemmtileg leið á gott útsýnisfjall þar sem sést vel yfir vestasta hluta Snæfellsness. Gangan hefst á sama stað og ganga á Hreggnasa við mynni Eysteinsdals. Þar er bílastæði og upplagt að skilja bílinn eftir. Við eltum svo stikaðan stíg sem liggur á Hreggnasa upp á fyrsta hálsinn. Þegar sú leið heldur til hægri tökum við því sem næst 90 gráðu beygju og höldum í átt að Miðfelli. Leiðin er ekki stikuð en farið er eftir hálsinum og stefnt á nokkuð augljósan hrygg í fjallinu. Honum fylgjum við upp en höfum í huga að hann er aðeins brattur og jafnvel laus í sér. Örlítið brölt er á síðustu metrunum upp á fjallið en gönguvanir eiga ekki í vandræðum með það. Við höldum svo sömu leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Fljótt eftir að við byrjum að hækka okkur á hryggnum, jafnvel fyrr sjáum við mastur á hægri hönd. Það olli þeim er þetta ritar miklu hugarangri en komst þó að því að Neyðarlína á og rekur mastrið.

Eins og fyrr sagði er smá brölt í lokin eftir göngu á örlítið brattann hrygginn. Útsýnið launar þó bröltið en vel sést yfir nesið héðan. Næst er hið fallega og sérstaka fjall Hreggnasi. Það sést svo vel yfir Hellissand og Rif og langt út á Breiðafjörð.

Við göngum svo sömu leið til baka en þeir sem enn eru í fullu fjöri geta tölt á Hreggnasa, það tekur ekki nema góðar 30 mínútur frá hálsinum.

More Information»
Hreggnasi
May 82012

Ótrúlega fallegt fjall sem þó krefst lítillar orku og tíma til að ganga á. Miklu meira en vel þessi virði. Ekið er upp Eysteinsdal en það er vegur sem er fær öllum bílum. Þegar stutt er eftir að vegalokum er skilti, bílastæði og bekkur á hægri hönd og þar hefjum við gönguna. Gengið er eftir stikaðri leið sem er ágætlega greinileg mesta hluta tímans. Hækkun er frekar lítil og stígurinn liggur á ská upp hlíðar fjallsins. Gengin er sama leið tilbaka.

More Information»
Klukkufoss
May 82012

Örstutt og þægileg ganga eftir góðum og vel gerðum stíg. Gangan hentar því öllum. Fossinn er fallegur þó lítill sé. En fegurð þessarar gönguleiðar liggur líka í staðsetningu fossins.  Beint neðan við Hreggnasa og því afar fallegt að horfa upp eftir fossi og fjalli.

Nánari lýsing:
Fossinn er í á er heitir Móðulækur og flestir er aka um ysta nef Snæfellsnes taka eftir. Stærsti hluti vatnsmagnsins kemur vegna bráðnunar frá Snæfellsjökli og því getur umtalsvert vatnsmagn verið í ánni, sérstaklega snemmsumars.

Ekið er upp Eysteinsdal eftir ágætis vegi og á hægri hönd má fljótlega sjá skilti er bendir á Klukkufoss. Lítið stæði er rétt við skiltið þar sem má leggja bílnum.

More Information»
Snekkjufoss
May 82012

Leið sem kemur alveg hreint dásamlega á óvart. Örstutt labb í að því er virðist nokkuð sléttu landslagi þegar allt í einu opnast þetta líka fallega gljúfur. VÁ datt upp úr þeim er þetta skrifar. Ekið er upp í Eysteinsdal og ekki löngu eftir að farið er framhjá Rauðkolli og Klukkkufossi birtist skilti að Snekkjufossi á vinstri hönd. Pláss fyrir bíl í vegkanti og svo er gengið að gljúfrinu og tilbaka.

Nánari lýsing:
Ekki ætlum við að ganga svo langt að líkja þessum gljúfrum við Fjaðrárgljúfur en falleg eru þau. Líklega eykur það áhrifin að göngumaður á engan veginn von á því að þarna í nokkuð sléttu landslagi birtist gljúfur sem þetta. Að mestu leyti er vatnsmagn árinnar bráðnun frá jöklinum. Það útskýrir líklega dýpt gljúfranna, vatnið hefur á árhundruðum grafið sig niður í landslagið.

 

More Information»
Rauðhóll
May 82012

Létt og skemmtileg hringleið. Beygt er upp Eysteinsdalinn og mjög fljótlega komum við að bílastæði og skilti á hægri hönd sem vísar á hólinn. Leiðin er stikuð og fer í hring svo enginn ætti að eiga í vandræðum með að feta þessa leið.

Nánari lýsing:
Gríðarlega mikið hraun rann þegar Rauðhóll gaus. Kallast það Prestahraun og rann alla leið til Hellissands og niður í Dritvík. Rauðhólar eru til á nokkrum stöðum hér landi. Þekktastir eru þeir sem eru rétt utan við borgarmörkin en einnig þekkja margir Rauðhólana á Reykjanesi.

Frá Rauðhól liggur skemmtileg hrauntröð og eru í henni litlar tjarnir með vatnagróðri. Fyrir þá sem vilja fara aðeins öðruvísi leið má labba niður með hrauntröðinni. Þaðan að Móðulæk en í honum er nokkrir litlir skessukatlar, skoða þá og halda svo upp með læknum að bílastæðinu.

More Information»

Örstutt og létt gönguleið sem hentar flestum. Tvær af merkari söguminjum Snæfellsnes sem heimsóttar eru hér og nauðsyn að skoða og sjá. Ekið er eftir stuttum vegslóða út af veginum rétt sunnan við Gufuskála. Þar er gott bílastæði, beint við Írskra brunn og þaðan gengið að Gufuskálavör og tilbaka.

Nánari lýsing:
Írskra brunn er skemmtilegt að skoða. Sérstaklega þegar maður les sér til um hvernig hann fannst aftur. Barnabarn síðustu húsfreyjunnar á Gufuskálum heimsótti staðinn árið 1989 en þá hafði verið leitað markvisst að brunninum í allmörg ár. Hann gat gengið að þessu mel og benti nákvæmlega á hvar brunnurinn var. Eftir uppgröft fannst hann nokkuð óskemmdur. Uppruni nafnsins er óljós en gömul fiskbyrgi í nágrenni benda til þess að staðurinn hafi verið notaður af írum fyrir landnám.

Þvert yfir tröppurnar niður í brunninn er hvalbein eitt mikið. Þetta bein er komið úr síðasta hvalnum sem unnið var í Hvalstöðinni í Hvalfirði áður en hvalveiðar hófust þar aftur 2006.

En við göngum nú í norðurátt eftir stikuðum og greinilegum slóða að Gufuskálavör. Þar er minnismerki sett upp af Slysavarnadeildinni á  Hellissandi um síðustu húsfrúnna á Gufuskálum. Hún hætti búskap þar eftir að maður hennar drukknaði hér árið 1948. Fallegt ljóð er eftir hana á minnismerkinu.

Gufuskálavör er um 70 metra breið og í raun magnað að hér hafi verið mikið útræði. Ekki finnst manni aðstæður árennilegar. Víða í grjótinu má þó sjá för eftir kili skipanna þegar þau voru dregin að og frá landi. Fiskurinn var svo þurrkaður í fiskbyrjum ofan við núverandi þjóðveg en þar í hrauninu má finna vel á annað hundrað slík.

Sá fyrsti er talinn er hafa búið á Gufuskálum var Ketill gufa Örlygsson en Landnáma segir hann hafa dvalið hér heilan vetur.

More Information»
Saxhóll
May 82012

Það er varla hægt að kalla gönguna á Saxhól gönguleið – svo stutt er hún. En ástæðan fyrir því að gangan er sett er einfaldlega sú að þetta er magnaður hóll. Og það tekur um 5 mínútur að labba upp á hann og stundum er það bara alveg hreint ágætasta ganga.

Nánari lýsing
Stuttur slóði liggur að þessum fallega gíg frá aðalveginum. Því miður hafa einhverjir skammtíma hugsandi menn tekið gjall úr gígnum og við námið eru bílastæði. Slóðinn upp á gíginn er ágætur en lítil börn og eldra fólk gæti þarfnast stuðnings.

More Information»

Hér er ekki um að ræða hefðbundna leiðarlýsingu heldur frekar ábendingu um góða og öðruvísi gönguferð. Reykjavíkurborg hefur gefið út kort er heitir Garðvísir og er leiðarvísir um garða borgarinnar. Gera má úr því góða gönguleið og fræðast í leiðinni. Reyndar var búið að færa korti í hillur með seldum kortum núna í sumar (2012), vonandi verður því breytt aftur sem fyrst.

Nánari lýsing:
Um er að ræða 21 garð sem flestir eru þó á stór miðborgarsvæðinueða frá garðinum við Þjóðarbókhlöðuna austur að Skólavörðuholti. Hægt er að gera úr þessu þrjár gönguleiðir sem eru 1 km, 3 km og 5 km.

Þarna má finna marga garða sem eru vel þekktir eins og Hljómskálagarðinn, Austurvöll, Hólavallagarð og Arnarhól en einnig minna þekkta garða eins og Grænaborg, Trjálund við Bjarkargötu og Lýðveldisgarðinn. Á kortinu/bæklingnum frá Reykjavíkurborg má finna góðan fróðleik um alla þessa garða og er það því vel þess virði að taka með. Það má nálgast í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Geysishúsinu í miðborginni.

Garðarnir eru;
Alþingisgarðurinn – Suðurgata 2 – Víkurgarður – Austurvöllur – Landfógetagarðurinn – Ingólfsbrekka – Arnarhóll – Þjómenningarhúsið – Lýðveldisgarðurinn – Skólavörðuholt – Grænaborg við Eiríksgötu – Hnitbjörg – Hljómskálagarðurinn – Hallargarðurinn – Lóð við Listasafn Íslands og Fríkirkjuna – Mæðragarðurinn – Tjarnarbakkar – Trjálundur við Bjarkargötu – Háskólalóðin – Þjóðarbókhlaðan – Hólavallagarður.

More Information»

Hér höldum við á eitt besta útsýnisfjall landsins enda er það talið sjást frá frá tíu af rúmlega tuttugu sýslum Íslands. Ekið er inn Skagafjörð frá Varmahlíð, veg 752 og beygt svo til hægri (vestur) Efri Byggðarveg nr. 751. Eftir stuttan akstur þar eltum við slóða til vinstri inn Mælifellsdalinn. Rétt við Moshól hefst svo leiðin en sjáum svo nokkuð vel  smá afskot fyrir bifreiðar og slóðinn er stikaður. Hækkunin er rúmir 600 metrar og við göngum í sveig austur og norður fjallið. Sama leið er farin til baka.

Nánari lýsing:
Sumir halda því fram að Mælifellshnjúkur sé gamalt eldfjall líkt og fjöll norðan í Skagafirði. Efsti hluti fjallsins er úr hörðu móbergi og bólstrabasalti og utan í honum liggur um 700 metra hár garður, Hamraheiði úr basalti. Mælifell er oft kallað einkennistákn Skagafjarðar og á þá nafngift skilið. Þegar við stöndum á toppnum opnast gríðarlegt útsýni um allt land.

Til norðurs sjáum við Tröllaskaga vestanverðan og þegar við horfum til vesturs má sjá fjallagarðana á Ströndum, Snjófjöll á Holtavörðuheiði og sumir vilja meina að í réttu skyggni sjáist glitta í Snæfellsjökul. Ef við snúum okkur áfram til vinstri sjáum við jöklana á hálendinu afar vel og Bárðarbunga blasir afar vel við. Til austurs má sjá glitta í Herðubreið, Trölladyngju og Dyngjufjöllin þar í kring. Óviðjafnanlegt útsýni en nauðsynlegt að vera með gott Íslandskort með til að  átta sig á hvað er hvað.

Ástæðan fyrir þessu góða útsýni er að Mælifell stendur stakt og er staðsett mjög sunnarlega í  Skagafirði, í raun örstutt frá hálendinu.

More Information»

Ljúf gönguleið á skemmtilegt fjall í Hreppum. Alls ekki erfið leið og hentar því flestum gönguvönum. Best er að ganga á fjallið að norðaustan og er smá útskot við veginn þar sem við leggjum í hann. Leiðin liggur á ská til vinstri upp á fellið og þar er upplagt að ganga hring á fjallinu til að njóta útsýnis. Höldum svo sömu leið niður aftur.

Nánari lýsing:
Það má kannski segja að Miðfell sé bæjarfjall íbúa á Flúðum. Sá er þetta ritar gekk á fjallið eitt fallegt sumarkvöld þegar kvöldsólin baðaði Suðurlandið með geislum sínum.

Gangan á fjallið er ekki löng. Við göngum upp grasi vaxna hlíðina á norðurhluta fjallsins sem liggur því sem næst frá norðri til suðurs. Við göngum rangsælis á fjallið og förum því beint á hæsta hnúkinn sem er norðan meginn á fjallinu.

Við sjáum strax að þokkalega stórt vatn er á toppnum, kallað Fjallsvatn. Á veturnar frýs það oft og sökum þess hversu lítil hreyfing er í því má oft sjá í gegn um ísinn niður á botn.

Þegar við göngum hringinn á fjallinu má sjá gríðarmikið útsýni yfir fjall- og flatlendi Suðurlands. við sjáum Hvíta og Litlu Laxá liðast um undirlendið. Jarlhettur og Langjökull sjást í fjarska og Bláfell litlur lengra. næst okkur sjáum við Gálgafell og þar undir er bærinn Galtafell. Þar fæddist myndhöggvarinn Einar Jónsson árið 1874.

Eftir góðan hring höldum við niður hlíðina að bílnum.

More Information»
Laki
March 42012

Stutt gönguleið á þennan fræga gíg. Vel þess virði því þrátt fyrir að hækkun sé ekki nema rúmir 200 metrar er útsýnið gott. Við skiljum bílinn eftir á stæðinu en þar eru líka upplýsingaskilti og salerni. Slóðin á fjallið er skýr og við því ekki í neinum vandræðum með að fylgja henni. Þegar á toppinn er komið eltum við slóðann áfram niður örlítið sunnar og höfum því gengið lítinn hring.

Nánari lýsing:
Á toppnum opnast fyrir útsýni yfir þann undraheim sem þetta svæði er. Til norðurs blasir Skaftá við og Fögrufjöll, handan þeirra er Langisjór sem við sjáum þó ekki. Vatnajökull litlu lengra til hægri. Miklu nær, beint fyrir framan okkur sjáum við í Lambavatn og Kambavatn. Þar fyrir framan liggur hluti Lagagíga ansi greinilegur og magnaður. Það er erfitt að ímynda sér það ótrúlega sjónarspil sem hér hefur má sjá þegar hér gaus. Í hina áttina má svo sjá nokkra gíga en Laki liggur því sem næst fyrir miðri gígaröðinni sem er alls um 25 km. löng.

Hér gaus árið 1783 og stóð gosið í um 8 mánuði og leiddi af sér mikla erfiðleika og það víða um heim. Búfé féll í hundruða tali og mengun barst um allan heim, jafnvel alla alla eið til Sýrlands.  Er gosið í Lakagígum talið vera eitt mesta hraungos á sögulegum tíma.

More Information»

Bráðnauðsynleg kvöld- eða seinnpartsganga frá skála Ferðafélags Íslands í Emstrum. Þokkalega vinsæl leið hjá þeim sem ganga Laugaveginn og eiga orku eftir til gönguferða  eftir afrek dagsins. Við göngum upp brekkuna frá skálanum og eftir stutta vegalengd sjáum við slóða er liggur á ská til hægri. Við eltum hann upp á hálsinn og út eftir hálsinum eins langt og hægt er. Þaðan förum við niður að gilinu og fylgljum því til baka  þar að við nálgumst akveginn. Færum okkur þá niður að skálunum aftur.

Nánari lýsing:
Á þessum slóðum eru gljúfrin hvað stórfenglegust og ná allt að 200 metra dýpi. Litir, dýpt og fjölbreytileiki skapa þarna ótrúlega veröld sem þó er aðeins hægt að upplifa sem fuglinn fljúgandi. Við hin verðum að láta okkur nægja að setjast á brúnina og njóta útsýnisins. Markarfljót á upptök sín í Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli og frá Hrafntinnuskeri. Það er 100 km. langt.

Gljúfrin eru talin hafa orðið til í hamfarahlaupi fyrir um 2000 árum síðan. Eftir að fljótið kemur niður af hálendinu dreifir hún úr sér og flæddi áður yfir land og braut það niður. Varnargarðar hafa verið smíðaðar svo hún er nú að mestu viðráðanleg. Fyrsti varnargarðurinn var gerður við Seljaland árið 1910. Markarfljótið hefur líka gert margt gott því framburður þess hefur myndað mikið af láglendinu t.d. í Landeyjum en eftir síðustu íslöld er talinn hafa verið þar mikill fjörður.

More Information»

Létt og þægileg gönguleið meðfram vatninu að Álftaskarði. Auðrötuð en við hefjum gönguna við skála Ferðafélags Íslands og göngum að skarðinu sem sjá má svo til beint til vesturs. Ekið er í gegnum skarðið rétt hægra megin við skútann sem við stefnum á. Farin er svo sama leið til baka.

Nánari lýsing:
Á síðustu og þar síðustu öld er talið að leitarmenn hafi haft hér næturstað. Var þá mun meira hlaðið fyrir skútann og jafnvel er talið að dyr hafi verið fyrir. Þótti þetta ágætasti næturstaður. Líklega mundu ekki margir gera sér þetta að góðu sem næturstað í dag.

Á leiðinni til baka er ágætt að virða fyrir sér Álftavatn. Það er talið vera dýpst tæplega 40 metrar en víða er það mjög grunnt. Í vatninu er svolítið um silung og hafa skálaverðir svæðisins oft komið sér upp netum og veitt í matinn af og til. Ekki er þó hægt að segja að fiskurinn sé stór sem þarna veiðist.

Í vatninu drukknaði árið 1838 Benedikt Erlingsson bóndi í Fljótsdal sem er innsti bærinn í Fljótshlíð. Var hann á álftaveiðum við vatnið, ætlaði sér að ríða á eftir þeim og veiða. Hestur hans féll fram af bakka í vatninu og drukknaði Benedikt. Enginn vissi hvað hafði orðið af honum fyrr en hann birtist konu sinni í draumi. Sagðist hann vera undir klettanös ofan í vatninu og reyndist það rétt vera.

Á göngunni til baka blasir við okkur Brattháls og aðeins sunnar svokallaðar Klámbrekkur. Hafa margir stungið upp á því að gönguleiðin Laugavegur ætti að liggja þarna um en þá þarf ekki að ganga eftir akvegi stærsta hlutann niður í Emstrur. Gallinn er þó sá að straumvötnin eru mun skæðari á þessari leið.

More Information»
Að Entujökli
March 32012

Þessi gönguleið gæti allt eins heitið “Landslag undir jökli” því hér er gengið um slóðir sem voru undir Entujökli fyrir ekkert svo mörgum áratugum. Við ökum út af veginum rétt við Emstrur, beint fyrir neðan Tudda og Tvíböku. Ökum inn slóðina og stöðvum við Mófellshnausa þar sem gangan hefst. Hér fylgjum við ekki ákveðinni slóð heldur stöðvum frekar á ákveðnum stöðum, við getum því rölt að vild um þetta ótrúlega dalverpi.

Nánari lýsing:
Entujökull skríður fram úr Mýrdalsjökli og framundan jöklinum rennur Fremri -Emstruá. Hana þarf að fara yfir á brú í glæsilegu gljúfri þegar Laugavegur er genginn. Það fyrsta sem hér blasir við okkur er niður brekkuna er komið  eru litlar tjarnir með fallegum gróðri allt í kring. Gamli akvegurinn sem við göngum eftir lá áður niður í Þórsmörk og var notaður lengi vel. Þegar Entujökull var hvað stærstur er talið að hann hafi náð út fyrir þar sem Markarfljótsgljúfur eru nú. Þau eru talin hafa orðið til í miklu hamfarahlaupi fyrir um 2000 árum. Hlaupi sem að miklu leyti er talið hafa komið undan Entujökli.

Hér má því víða sjá merki um jökul, svorfið grjót og rákir og jökurð og garða. Drjúg ganga er inn að jökli en eigi að síður mælt með henni en það er glæsilegt að sjá hvar Fremri – Emstruá verður til, sjá hvernig áin springur fram úr jöklinum. Oftast er hægt að komast alveg að fossinum. Annar foss er ekki síður merkilegri en þó ekki alltaf til staðar. Um hálfa leið á milli upphafsstaðar og jökulsins fellur áin oft fram að háum stalli og býr til fallegan foss, gráan en fallegan. er hann líklega um 50 metra hár.

Fyrir þá sem ekki þurfa að ganga að bíl aftur er hægt að fara með ánni niður að göngubrú og labba upp að Emstruskálum Ferðafélags Íslands.

More Information»
Við Stóru- Giljá
February 242012

Þetta er stutt og þægileg ganga og hentar afskaplega vel til að brjóta upp langan bíltúr t.d. milli Reykjavíkur og Akureyrar, þá sérstaklega þegar ungt fólk er með í för.

Bærinn Stóra-Giljá er rétt vestan við Blönduós og hefst gangan við bílastæðið við ána eða bæinn, hægra megin þegar ekið er norður og gengið er vinstra megin við ána um einn kílómetra upp með ánni og svo tilbaka aftur.  Þetta er skemmtileg ganga meðfram fallegum gljúfrum og endar við skemmtilegan foss, Efstafoss.  Nokkrir fossar eru í gljúfrunum og því margt að skoða bæði fyrir þá eldri og yngri.  Oft má finna þarna góð berjalyng og þarf jafnvel að beita fortölum á yngri göngumenn svo hægt sé að halda áfram.  Þegar gangan upp með gljúfrunum er um það bil hálfnuð komum við að Ranafossi sem er við lítinn rana sem gengur út í ána.  Við þennan rana er gamalt hús sem einu sinni gegndi hlutverki rafstöðvar sem nú er aflögð, við ætlum að skoða stöðina á bakaleiðini og héldum áfram upp að Efstafossi en þegar komið er að honum sjáum við girðingu sem liggur þvert á leið beint að fossinum.  Á niðurleiðinni er svo rafstöðin könnuð en hún var byggð árið 1930 og er eindregið mælt með því að klöngrast niður að henni og er það vandalítið. Það er verulega gaman að sjá hvernig hönnuðir þessar stöðvar hafa nýtt sér fallhæðina til að fá kraftinn er þurfti til framleiðslu rafmagns.  Þar sem þessar gömlu minjar eru mjög heillegar er upplagt að segja yngri þáttakendum frá því hvernig rafmagn verður til og oft verða þeir agndofa og velta mikið fyrir sér hvernig vatn gæti búið til ljós ?

Klöngrast þarf upp aftur á sama stað þó freistandi sé að fara niður gilið en þar eru brattar skriður sem þó má vel komast upp ef fólk vill.

Göngulok er svo aftur á bílastæðinu.

More Information»
Á svig við Bíldsfell
February 242012

Við hefjum gönguferð okkar við Ljósafossvirkjun en í nágrenni hennar eru stærstu sumarhúsasvæði landsins, það er í Grafningi, Grímsnesi og við Þingvallavatn.  Leiðin sem við ætlum að ganga liggur frá Ljósafossvirkjun og eftir bílslóða niður að bænum Bíldsfelli.  Þetta er einkar skemmtileg leið sem kemur verulega á óvart og má bæði bæði ganga hana en ekki síður að draga fram fjallahljólin og hjóla leiðina.

Landsvirkjun hefur boðið upp á sýningar í Ljósafossvirkjun og má kanna hvort þar sé opið og byrja kannski á því að heimsækja hana.  Sjálf gangan hefst svo við afleggjara nokkrum metrum sunnan við brúna hjá Ljósafossi   Gengið er eftir fyrrnefndum vegslóða meðfram Soginu og gaman er að velta fyrir sér hvernig það liti út ef ekki væri virkjað.  Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér tilkomumikla fossa ef fyrrnefnd virkjun væri ekki til staðar.  Leið liggur svo eftir slóðanum með Sogið á vinstri hönd og kjarr á báðar hendur.  Þegar við erum um það bil hálfnuð eða rétt í þann mund er útsýni opnast yfir Grímsnesið og Suðurland skiptist vegurinn og veljum við hægri slóðann og er það alltaf gert þegar vegurinn skiptist.  Gönguleiðin sker sig töluvert úr öðrum þarna á þann hátt að svæðið er vel kjarri vaxið og fær maður stundum þá tilfinningu að maður sé staddur erlendis þá sérstaklega ef leiðin er hjóluð.

Fyrri hluti leiðarinnar liggur á milli tveggja fella, Búrfells til vinstri sem er skemmtilegt að ganga á, en á toppnum þar er lítið vatn.  Til hægri er hinsvegar Bíldsfell sem er ekki síður skemmtilegt að ganga enda opnast þar ekki mikið síðra útsýni en á Búrfelli.  Seinni hluti leiðarinnar liggur svo að hluta um land þeirra Bíldsfellsbónda og um leið njótum við mikils útsýnis eins og fyrr sagði yfir Grímsnes og Suðurland.

Við endum svo þessa gönguferð við elsta Bíldfellsbæinn og má til gamans geta að Guðmundur Þorvaldsson afi þeirra Bíldsfellsbónda nú var sá fyrsti til að rafvæða með vatnsafli sveitabæ hér á landi.  Var það gert í febrúar árið 1912 einungis nokkrum árum eftir að rafvætt var í borg.   Guðmundur var reyndar nokkur frumkvöðull í þessum málum í sveit og velti mikið fyrir sér hvernig hægt væri að nýta orkuna til að auðvelda sér og sínum störfin.

Nú er það val göngumanna hvort gengin er sama leið til baka en  eins og alltaf þegar “hin” leiðin er gengin blasir við allt öðruvísi útsýni.  Hinsvegar væri einnig hægt að fá einhvern göngulatan til að sækja göngumenn.

More Information»
Laugavegurinn
February 192012

Vinsælasta lengri gönguleið  landsins og ein af þekktari og vinsælli gönguleið heimsins í dag. Gengin á tveimur – fjórum dögum, oftast þó líklega á þremur til fjórum dögum. Lagt er af stað í Landmannalaugum og gengið suður hálendið í Þórsmörk eða Bása. Leiðin er alls rúmir 53 km og er því hófleg ganga á þessum tíma.

Nánari lýsing:

Dagur 1. Landmannalaugar – Hrafntinnusker. 10,7 km. 4 – 6 klst. Hækkun ca 460 m.
Líklega sú dagleið sem mörgum reynist erfiðust en með mestu hækkunina. Lagt er af stað við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Gengið upp brekkuna upp á Laugahraunið og það þverað ef svo má að  orði komast. Stígurinn allan Laugaveginn er afar greinilegur og nokkuð vel stikaður. Eigi að síður er skynsamlegt að vera með feril í GPS tækinu og þá sérstaklega fyrsta daginn.

En við göngum að Brennisteinsöldu þar sem við leggjum á brattann. Nauðsyn er að stöðva við hverasvæðið og skoða þessa dásemd sem þar leynist. Um leið mætti hagræða bakpoka, reima skó og stilla magn af fötum. Leiðin liggur nú á brattann en litadýrð svæðisins fær flesta göngumenn til að gleyma því. Fljótlega ættum við að sjá gufu frá hverasvæði og eftir nokkra göngu komum við að Stórahver.

Hann er einn nokkura hvera á þessu svæði, kraftmikill goshver en austan við hann er stór hylur sem göngumenn ættu einnig að skoða vel. Hér er oft upplagt að gera góða pásu, fá sér snæðing og njóta svæðisins. Hér erum við rúmlega hálfnuð frá Laugum og alveg um hálfnuð frá Brennisteinsöldu.

Ef snæðing göngum við áfram og sjáum fljótlega Söðul á vinstri hönd. Við komum svo að vörðu, minnisvarða sem ættingjar Ídó Keinan reistu hér en hann varð úti hér árið 2004 í leiðindaveðri.  Gönguleiðin sveigir nú til vinstri inn að skerinu og svo aftur til hægri niður að Höskuldsskála þar sem göngu dagsins lýkur.

Ef göngumenn er enn með kraft í kroppnum má til dæmis fara í þessa kvöldgöngu.

Dagur 2. Hrafntinnusker – Álftavatn. 11.4 km. 4 – 5 klst. Engin hækkun en ca 500 m. lækkun. 
Fyrsti hluti leiðarinnar er meðfram Reykjafjöllum, Háskerðing og Kaldaklofsfjöllum. Hér skiptast á svartir sandar, snjóskaflar, jökulleifar og litrík hverasvæði. Áður en við komum fram á Jökultungur göngum við um nokkur gil þar sem litadýrðin ræður ríkjum. Litlir hverir hér og þar og vert að taka pásu og njóta svæðisins.

Eftir stutt labb í viðbót förum við yfir Jökulgil og fram á Jökultungur. Hér þarf svo sannarlega að henda af sér bakpokanum og draga fram myndavélina sé hún með í för. Í góðu veðri má sjá afskaplega vel yfir komandi göngusvæði. Álftavatn blasir við, vinstra megin er Hvanngil og þar við er Stórasúla og sandarnir ofan við  Emstrur.

Eftir að feta okkur niður brattar tungurnar er aðeins rúmlega hálftíma ganga að skálanum við Álftavatn. Við rætur brekkunnar er þó fyrsta áin sem þvera þarf, sjaldnast farartálmi en þó þannig að fara þarf úr gönguskóm og í vaðskó.

Upplagt er að fá sér létta kvöldgöngu eftir matinn.

Dagur 3. Álftavatn – Emstrur. 12.4 km. – 4 – 6 klst. Lítil heildarhækkkun.
Nokkuð létt og þægileg leið en þó þarf að þvera einar þrjár ár á leiðinni. Fyrst eru það tvær í minni kantinum á milli Álftavatns og Hvanngils og sú þriðja, Bláfjallakvísl er stærst en sjaldnast farartálmi.

Leiðin á milli Álftavatns og Hvanngils er mishæðótt ef svo má að  orði komast. Við göngum þar yfir Vegahlíð en sjáum fljótlega ofan í Hvanngilskrók þar sem skáli Ferðafélags Íslands er í Hvanngili. Stórgóð aðstaða og margir sem kjósa að ganga í Hvanngil í stað Álftavatns á degi tvö.

Eitt fallegasta fjall svæðisins blasir nú við okkur, sjálf Stórasúla 853 metrar á hæð. Við göngum hinsvegar áfram og förum yfir Kaldaklofskvísl á göngubrú enda væri oft erfitt að þvera hana. Stuttu síðar komum við að Bláfjallakvísl og þverum hana. Aldrei á að vaða á nema maður sé alveg viss um hvernig það skuli gera og hafa til þess reynslu.

Gangan næstu klukkustundir er frekar tilbreytingarlítil. Við göngum framhjá Hattfelli og litlu síðar litlum fellum með þeim skemmtilegu nöfnum Tudda og Tvíböku. Örstuttu síðar komum við fram á brúnir og sjáum nú vel yfir Markarfljótsgljúfur, Emstrur eða Botna og Almenninga. Einnig blasa við þeir bræður Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull. Stuttur spölur er nú í skálana eða aðeins niður brekkuna.

Ganga kvöldsins er nú hálfgerð skylda en hana má sjá hér.

Dagur 4. Emstrur – Þórsmörk (Langidalur). 18.2 km. 6 – 8 klst. Hækkun ca 120 m.
Á þessari dagleið er líklega fjölbreyttasta landslagið þó vissulega megi slíkt hið sama kannski segja um fyrsta daginn. Hér byrjum við í svörtum söndum, þverum magnþrungin gljúfur á brú, göngum yfir í landslag sem einkennist af gróðri og kjarri og endum svo í skógi. Ótrúlega skemmtileg dagleið.

Við hefjum daginn á göngu yfir sanda, ekki ólíkt deginum á undan en þó er gróðurinn meira að taka yfir. Eftir stutt labb komum við að brattri brekku niður að brúnni á Fremri Emstruá. Dásamlegur staður. Smá brölt getur verið að komast niður að ánni, brúnni en á engum að vera ofviða enda höld til staðar. Aðeins þarf að staldra við á brúnni og virða fyrir sér gljúfrin. Hér er áin oft stór og forveri þessar brúar lét undan kröftum hennar.

Við göngum svo meðfram Fremri Emstruá um sinn en beygjum svo beint til suðurs. Þetta er skemmtilegur spotti og göngumenn oft léttir á fæti enda styttist í endastöð. Slyppugil og Bjórgil, hvort öðru fallegra verða á vegi okkar og upplagt að taka fyrstu pásu dagsins í öðru hvoru þeirra.

Nú erum við stödd á svokölluðum Almenningum eða í útjaðri þess svæðis en svo nefnist svæðið sem afmarkast gróflega af Þórsmörk, Markarfljóti, Emstrum og Mýrdalsjökli.

Kápa er síðasta fjall leiðarinnar, alls ekki bratt og þægilegt að fara yfir en oft andleg hindrun göngumann enda margir orðnir lúnir. Um leið og við komum niður af því blasir Þröngá við og Hamraskógur. Þröngá getur verið farartálmi og þarf að vanda bæði val á vaði og hvernig menn þvera. Ekki má falla í þá gryfju að fara yfir ánna þar sem stígurinn í Hamraskógi tekur við. Finna vað og ef göngumenn eru ekki öruggir með sig má freista þess að bíða næstu aðila og njóta aðstoðar þeirra.

Hamraskógur er sannkallað ævintýraland og síðasta klukkutímann er gengið á góðum moldarstígum um hann þar til komið er niður í Langadal þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands bíður göngumanna.

 

 

More Information»
Arnarstapi – Hellnar
February 182012

Afskaplega ljúf og góð gönguleið. Nokkuð fjölfarinn enda hefst hún við eitt vinsælasta tjaldsvæði á þessum hluta Snæfellsnes. Við byrjum við styttuna af Bárði Snæfellsás og höldum eftir stíg beint niður að sjónum. Þaðan förum við til hægri og höldum okkur við stíginn alla leið að Hellnum. Þar má húkka far eða nýta okkur fórnfúsa bílstjórann sem sleppti því að koma með, eða hreinlega að ganga sömu leið til baka enda fáum við þannig allt annað sjónarhorn á leiðina.

Nánari lýsing:
Styttan af Bárði Snæfellsás fer ekki fram hjá neinum en það var Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og ferðaþjónustufrömuður sem hannaði hana og reisti til heiðurs Bárði, verndara Snæfellsnes. Bárður var hálfur tröll og af honum fara margar sögur. Hann nam land hér á nesinu og kallaði þá Snæfellsjökul Snjófell. Í dag heitir það fyrirtæki er rekur ferðir á Snæfellsjökul, tjaldsvæðið og veitingastaðinn á Arnarstapa því nafni.

Náttúrufegurðin, fjölbreytnin, ströndin hér er með eindæmum falleg. Upprunalega var þetta þjóðleiðin á milli Arnarstapa og Hellna en er núna stikuð og vinsæl leið til göngu. Ekki að ástæðulausu eins og þið munið samsinna eftir gönguna.

Við sjáum rétt örla fyrir tóttum, Írsku búðum sem voru býli hér áður fyrr en fljótlega eftir það komum við að svokölluðum Stapagjám. Litlu lengra er Gatklettur og gjárnar Músagjá, Hundagjá og MiMiðgjá. Þegar sjógangur er töluverðu má sjá sjóinn “gjósa” þegar hann spýtist í gegnum Músagjánna. Var þetta talið merki um það áður fyrr að ekki væri sjófært frá Stapa.

Þegar rétt um 100 metrar eru eftir að bryggjunni sjáum við klett einn mikinn út í sjóinn á vinstri hönd. Kallast hann Valasnös og í honum er Baðstofuhellir. Í honum er mikil litabrigði sem ráðast af sól, sjávargangi, hita og fleiri þáttum. Eindregið má mæla með því að tölta þarna niður og virða fyrir sér herlegheitin.

Ekki síður má mæla með því að setjast á Fjöruhúsið og fá sér léttar veitingar áður en gengið er tilbaka. Næstum sama hvað er pantað, allt rennur ljúflega niður á þessum fallega stað.  eftir vsnæðing göngum við niður á bryggjuna og viirðum fyrir okkur litbrigðin í sjónum sem eru ótrúlega margbreytileg.

More Information»
Fimmvörðuháls
February 172012

Ein af fallegri gönguleiðum landsins. Útsýnið er blasir við þegar komið er fram á brúnir og horft yfir Bása, Almenninga og Þórsmörk er ólýsanlegt. Eitt VÁ, hvíslað af vörum þess sem gengur þar í fyrsta sinn er eitthvað sem ekki er óalgengt. Hér er leiðinni lýst miðað við að gengið sé frá Skógum yfir í Bása en líklega er það algengari leið. Síðustu árin ganga flestir meðfram Skógá en áður var veginum oft fylgt.

Gangan hefst við tjaldsvæðið við Skógarfoss. Líklega einn af tignarlegri og fallegri fossum landsins þar sem hann fellur um 60 metra fram af bjargbrúninni. Meðfram honum eru brattar tröppur sem marka fyrsta legginn á leið okkar. Alls eru rúmlega tuttugu fossar á leiðinni að þeim stað sem við göngum yfir ána. Hver er öðrum fallegri en um leið eru þeir ólíkir og ekki síður nöfnin á þeim en þó eru margir  þeirra án nafna svo vitað sé um að minnsta kosti. Hér verður þeim ekki lýst nánar en bent er á góða bók Sigurðar Sigurðssonar þar sem þeim er lýst með miklum ágætum.

Þó verður sá er þetta ritar að fá að njóta þeirra forréttinda að lýsa lítillega sínum uppáhaldsfossi en það er Fosstorfufoss. Það er þriðji fossinn á uppleið okkar og fellur skemmtilega í einum tveimur stöllum við beygju á ánni. Sé veður gott má reikna með um 3 – 4 klst göngu að göngubrúnni þar sem við förum yfir Skógá. Göngumenn verða að hafa í huga að gleyma sér ekki of lengi við hvern foss því nóg er eftir þar til á áfangastað er komið.

Þegar komið er yfir göngubrúnna fylgjum við stikum og víða ágætlega greinilegum slóða. Stefnan er á Baldvinsskála sem ekki að ósekju er uppnefndur “Fúkki”. Sé veður ekki þeim mun verra fer allt eins vel um göngumenn utan skálans. Þetta stendur þó til bóta því Ferðafélag Íslands hefur eignast skálann og til stendur að gera hann vel upp. Við höldum áfram, göngum niður brekku og höldum rólega á brattann. Hér er oftar en ekki gengið á snjó þó komið sé langt fram á sumar. Við erum í jaðri Mýrdalsjökuls og á landakortum er þetta oft merkt sem jökull. Sandhryggir sýna okkur þó stikur á leið okkar og oftast má sjá greinilega för í snjónum. Þessi gönguleið er þó þannig að kort, áttaviti og GPS tæki þarf að vera með í för svo og þekking á notkun.

Fljótlega glittir í  Fimmvörðuskála á ská til vinstri, klukkan 10 – 11 eins og sagt er. Við stefnum þó ekki beint á hann heldur á “vegamót”, skilti rétt ofan litla en bratta brekku. Leiðin liggur beint áfram en það er freistandi að taka smá útúrdúr og fá sér nesti í góðum skála Útivistar, Fimmvörðuskála. Sú ganga tekur ekki nema 10 – 15 mín. Hér er líka upplagt að velta fyrir sér örnefninu Fimmvörðuháls. Talið er að nafnið komið frá fimm vörðum sem voru vestast á hryggnum, hálsinum sem skálinn stendur á. Lengi vel mátti sjá leifar þeirra en ómögulegt er að segja hvort hafi komið fyrst, nafngiftin eða vörðurnar.

Eftir góðan snæðing höldum við för áfram. Nú nálgast nýja hraunið sem hlaut nafnið Goðahraun. Gönguleiðinni var aðeins breytt árið 2011 til þess að göngumenn fengu notið þessa mögnuðu jarðhræringa sem hér áttu sér staðið árið 2010. Í raun er það svo að við sjáum ummerki um gosið meira og minna alla leið niður á Morinsheiði og lengur ef við horfum í gilin þar við. En gígarnir tveir sem gusu fengu nafnið Magni og Móði. Nöfnin eru sótt í goðafræði en Magni og Móði voru synir Þórs, þrumuguðsins sjálfs. Goðahraun vísar svo einnig til goðanna en um leið til Goðalands þar sem Básar eru en þangað rann hraunið, meðal annars niður Hvannárgil.

Bröttufönn ætti nú að blasa við en sé varlega farið ætti hún ekki að reynast farartálmi. Ekki er þó lengra síðan en kannski 20 – 30 ár en þá var hún brattari og mun erfiðari yfirferðar. Rétt er þó að fara varlega og jafnvel að hafa við hendina ísexi eða góðan göngustaf. Neðan Bröttufannar komum við að Heljarkambi en rétt er að benda á nafnið er mun ógvænlegra en kamburinn sjálfur. Í raun er um að ræða hrygg sem tengir saman Bröttufönn og hina marflötu Morinsheiði. Á Heljarkambi eru höld, kaðlar og keðjur til stuðnings og sé farið varlega ætti það engum að reynast ofraun.

En gleymum ekki útsýninu sem nú sést. Horft er yfir Þórsmörk og Almenninga og í góðu veðri er nauðsyn að stoppa og horfa vel og lengi í kring um sig.

Morinsheiði er sérkennilegur staður. Því sem næst rennislétt og þá um leið þægileg til göngu. Ekki er ljóst hvaðan nafnið kemur en helst hefur verið kastað fram að heiðin sé nefnd eftir William Morris, englendingi sem hér ferðaðist mikið síðla nítjándu aldar. Ekki eru þó neinar sögur til um að hingað hafi hann komið.

Neðan Morinsheiðar förum við eftir Kattarhryggjum, örmjóir hryggir og sitthvoru megin eru Strákagil og Þvergil. Nú styttist hratt í Bása og fljótlega komum við að Fálkahöfði, litlum klettahól sem skilur að Kattahryggina og Strákagilið. Þangað fetum við okkur niður og göngum eftir gilinu niður að Básum, frábærum stað sem Útivist hefur byggt upp að miklum myndarskap.

More Information»
Kjarnaskógur
February 172012

Hér er ekki um eina gönguleið að ræða heldur frekar ábendingu um fjölda gönguleiða og fræðslu um gott útivistarsvæði. Hægt að leggja bíl á mörgum stöðum en á svæðinu eru leiktæki, grill, blakvöllur og sérhönnuð fjallahjólabraut.

Nánari lýsing:
Það var árið 1946 sem Skógræktarfélag Akureyrar fékk landið Kjarnaland til eignar. Landið var venjulegt beitarland en Skógræktin hóf trjárækt þar fljótlega og árangur þeirrar góðu vinnu sjáum við nú í Kjarnaskógi.

Ofan við Kjarnaskóg rekur Skátafélagið Klakkur á Akureyri tjaldsvæðið Hamra, eitt að skemmtilegri tjaldsvæðum landsins að mati þess er þetta ritar.

Hægt er að finna gott kort af Kjarnaskógi hér

More Information»

Stutt og skemmtileg gönguleið en þó örlítið óslétt á köflum. Í raun synd að bara hluti þeirra sem heimsækja Djúpalónssand skuli tölta þarna yfir. Gönguleiðin hefst neðst í sandinum, hægra megin ef horft er yfir sjóinn. Hún liggur í gegnum hraunið yfir í Dritvík. Við göngum svo sömu leið til baka aftur.

Nánari lýsing:
Hið fyrsta sem blasir við þeim sem ganga niður í Djúpalónssand eru þrír steinar en voru fjórir áður. Hér reyndu verbúðarmenn sig á aflraunum og bera nöfnin vott um hvað a virðingu menn öfluðu sér ef þeir gátu lyft þessum steinum. Sá léttasti heitir Amlóði og er 23 kg., sá næsti er Hálfdrættingur og er 49 kg. Svo kemur Hálfsterkur 140 kg og Fullsterkur 155 kg.

Innst á Djúpalónssandi er tjörn er Svörtulón heitir. Framan við hana er Gatklettur. Miklar verbúðir voru í Djúpalónssandi og dvöldu þar tugir ef ekki hundruðir manna þegar mest var. Þar þótti reimt og var meðal annars hellir þar kallaður Draugahellir. Um sandinn liggur víða ryðgað járn og er það úr togaranum Epine frá Grimsby sem strandaði þarna árið 1948. Þar drukknuðu fjórtán skipverjar en fimm lifðu skipbrotið af.

En við göngum yfir í Dritvík, þetta er rétt um eins kílómetra leið en örlítið óslétt á köflum. Það þarf að hafa í huga ef yngri kynslóðin er með.

Í Dritvík var ein stærsta verstöð landsins um tíma. Eru þar taldnir hafa verið á milli 600-700 vermenn þegar mest var. Útræði hófst í víkinni um miðja sextándu öld og stóð samfleytt í um þrjúhundruð ár. Mjög stutt var á góð fiskimið úr Dritvík.

Göngumenn veita því eflaust athygli að leifar af mjög fáum þurrabúðum má sjá í Dritvík. Ástæðan fyrir því er að þar hlóðu vermenn veggi og tjölduðu yfir þá. Tjöldin voru svo tekin niður að vertíð lokinni.

Í Dritvík er gamalt neyðarskýli frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og eru uppi hugmyndir um að gera skýlið að safni í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

More Information»
Glymur
February 172012

Hæsti foss landsins, hver vill ekki ganga umhverfis hann? Við leggjum bifreiðinni á bílastæði innst í Botnsdal. Þaðan liggur stígur, augljós og að mestu góður inn að Botnsá þar sem oftast, að minnsta á sumrin má finna trjábol og reipi sem nýta má til að komast yfir ánna. Stígurinn liggur svo upp með ánni að austanverðu meðfram fossinum. Við þverum svo ánna ofan við fossinn og höldum niður með ánni vestan megin og að bílastæðinu.

Nánari lýsing:
Botnsá fellur úr Hvalvatni sem er rúmum þremur kílómetrum ofan við Glym en hún rennur svo út í sjó í Botnsvogi. Glymur fellur niður í þröngt gil, svo þröngt að hvergi má sjá fossinn í allri sinni 196 metra dýrð.  Líka er rétt að minnast á það að brúnir gljúfurins er víða lausar í sér svo fara verður mjög varlega þegar reynt er að kíkja á fossinn.

Hvalvatn var lengi vel talið dýpsta vatn landsins um 160 metrar á dýpt en síðar kom í ljós að Öskjuvatn er dýpra, góðir tvö hundruð metrar. Sögur um nafngift vatnsins hafa lengi skemmt ferðalöngum. Eggert og Bjarni minnast á það að hvalbein hafi fundist við vatnið og þjóðsögur hafa spunnist um nafngiftina. Sú sem mest er þekkt segir frá manni að nafni Gísla sem varð að illhveli miklu, hval sem synti um höfin. Varð að lokum að kveða hann í burtu og hljop hann við það upp í Hvalvatn og bar bein sín þar.

Okkar leið liggur frá bílastæðinu inn að Botnsá þar sem við fetum okkur fyrst niður í gegn um helli niður að Botnsánni. Þar förum við yfir á trjábol sem hafður er þarna á sumrin. Er það litlum vandkvæðum bundið. Stígurinn liggur svo upp með ánni og er að mestu leyti ágætur. Víða er þó laust í honum en reipi má finna til stuðnings. Er við nálgumst fossinn skiptist stígurinn víða en oftast er best að fylgja þeim er virðist mest farinn og er breiðastur.

Þegar við erum komin því sem næst upp að fossinum er ágætt að fara út á klettarana en þar má sjá fossinn ágætlega. Því næst höldum við upp fyrir fossinn, þverum ánna á góðum stað og  eltum brekkurnar niður að bílastæði aftur.

More Information»
Valahnúkar, hringleið
February 172012

Ef finna á góða fjölskyldugöngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hlýtur þessi leið að verða ofarlega á listanum. Slétt og þægileg, greinileg og á rúmlega miðri leið er ævintýraparadísin Valaból. við hefjum leiðiana við bílastæðið við Vavatnsból Hafnfirðinga rétt við Kaldársel. Mjög greinilegur slóði er stærsta hluta leiðarinnar og er hún stikuð. Er það sama slóð og liggur á Helgafell og fylgjum við henni að hálsinum þar sem beygt er er utl hægri á Helgafellið. við öldum þar áfram og iiggur slóðin alveg meðfram hnúkunum þar til við komum aftur inn á Helgafellsslóðina og höldum á bílastæðið.

Nánari lýsing:
Valahnúkar eru taldnir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum. Nafngiftin er ekki á hreinu en en gæti verið komin af nafni Fálka sem eru stundum kallaðir valir. Eins gæti nafnið komaið af ávalir og þá vísað til hnjúkkanna á tooppi fjallsins, víð og dreif. Aðrir vilja þó meina að hnjúkarnir séu steinrunnin tröll og er það mun betri skýring.

Þegar við erum vel hálfnuð með gönguna komum við að trjálundi nokkrum, þokkalega stórum. Er það Valaból. Hefur það stundum verið nefnt fyrsta farfuglaheimili okkar Íslendingar. Farfuglar hófu þarna uppbyggingu fyrir miðuja síðustu öld. Fyrst var reyndar staðurinn kallaður Músarhellir. Þar var hellisskúti sem Farfuglar mokuðu út úr. Þeir girtu svo af svæðið og hófu þar ræktun með þessum líka góða árangri.

More Information»
Helgafell, Hafnarfirði
February 172012

Líklega næstvinsælasta fjallgönguleið höfuðborgarbúa, á eftir Þverfellshorni en afar skemmtilegt fjall. Við leggjum bílnum á stæði rétt ofan við Kaldársel. Gangan er nokkuð þægileg á þann veg að slóðinn er mjög greinilegur allan tímann. Í fyrstu nokkuð sléttur og góður en er á fjallið kemur eykst brattinn eðlilega. Við endum svo í um 340 metra hæð og höldum svo sömu leið til baka.

Nánari lýsing:
Helgafell er dæmigerður móbergsstapi sem myndast við gos undir jökli. Á gönguleið okkar sjáum við mörg og fjölbreytt dæmi um ótrúlegar bergmyndanir. Það má ímynda sér að ís, eldur, vindur og aðrir ótrúlegir kraftar hafi hér leikið sér að því að berja bergið til og frá í þessar náttúrumyndir. Yngri kynslóðin getur að minnsta kosti gleymt sér hér við leik og margur eldri einnig.

Norðan megin í fjallinu má finna klettadrang er heitir Riddarinn og rétt við hann lítinn gatklett. Ekki er þó hægt að mæla með því að brölta niður að þessum stöðum. Betra að er njóta þeirra þegar gengið er hringinn í kring um fjallið við annað tækifæri.

Á toppnum er útsýnisskífa og þar má njóta margra fjalla. Næst okkur eru Valahnjúkar, Húsfell og Búrfell í átt að Reykjavík. Í hina áttina eru Grindarskörð og austan við þau Bláfjöll.

More Information»
Eyjan í Ásbyrgi
February 162012

Fin kvöldganga fyrir þá sem gista í Ásbyrgi og auðvitað alla aðra. Gengið frá tjaldsvæðinu meðfram Eyjunni að austanverðu. Farið upp á hana að norðanverðu og svo eftir henni endlangri og sömu leið tilabkaa.

Nánari lýsing:
Hófafar Sleipnis myndaði Ásbyrgi og Eyjan er hóftungan. Afar skemmtileg saga og sá er þetta ritar hefur oft velt því fyrir sér hvort hann hafi þá bara drepið niður einum fæti á leið sinni um heiminn og yfir Ísland.

En Eyjan er um 250 metrar á breidd og 40 – 60 metrar á hæð. Talið er að Ásbyrgi hafi orðið til í hamfarahlaupi eða tveimur, annarsvegar fyrir um 8 – 10 þúsund árum og hinsvegar fyrir um 3.000 árum. Sé það rétt má velta fyrri sér hvernig Eyjan varð svona “eftir” – hvort klakar, klettar og vatnsaflið hafi streymt sitthvoru megin við hana? En við látum ástæðuna liggja á milli hluta og höldum áfram okkar göngu.

Ef um kvöldgöngu er að ræða getur hún orðið verið sveipuð dulúð, rökkrið fellur rólega á og oft myndast þoka þegar dagshiti mæti næturkulda á þessu svæði. Eftir að hafa gengið tæplega hleming af leiðinni sjáum við vörðu. Ef við snúum við hér verður gangan um 2 km. en ef við förum alla leið út á nefið verður hún rétt rúmir fimm km.

Við höldum áfram enda útsýnið af nefinu fallegt. Þar horfum við yfir Ásbyrgi sem virkar einhvern veginn frekar smátt. Á leiðinni tilbaka sjáum við yfir svarta sanda Öxarfjarðar.

More Information»

Um er að að ræða létta og þægilega gönguleið sem hentar öllum. Þetta er ekki mjög fjölfarin leið sem vekur furðu eins fjölbreytt og skemmtileg hún er. Við hefjum gönguna við bílastæðið í Vesturadal og göngum því sem næst beint í suður. Leiðin er stikuð og ágætlega merkt. Eftir stutta göngu færist slóðin nær klettaveggjum og við færum okkur fram hjá Svínadal og yfir að Jökulsá. Þaðan liggur stígurinn meðfram henni , framhjá Karli og Kerlingu og aftur inn í Vesturlda.

Nánari lýsing:
Fyrsti leggur leiðarinnar er frekar tíðindalaus. Gróðurinn og fuglasöngurinn í algleymi og fljótlega hverfa merki um manngert umhverfi. Slóðin færir sig nær Eyjunni og við göngum þétt upp við snarbratta hamraveggina.

Vesturdalsá og litlar tjarnir setja skemmtilegan svip á umhverfið og draga að sér athygli yngri kynslóðarinnar. Fljótlega komum við að Svínadal. Við förum inn á túnið og virðium fyrir okkur tóttirnar af bænum og sjaúm að þetta hefur verið tölvert býli hér áður fyrr. Saga heiðarbýla á þessu svæði og öræfunum hér austur eftir er afskaplega heillandi og skemmtileg en er nú efni á allt öðrum stað. Svínadalur fór í eyði um miðja síðustu öld en þar bjó síðast einbúinn Páll Jónsson. Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti áætlaði að það væru hátt í 40 rústir/tóttir af byggingum, mannvirkjum í Svínadal sem sýnir hversu mikill búskapur hefur þarna verið.

En við göngum áfram, færum okkur í átt að Jökulsá þar sem hún rennur í stórkostlegum gljúfrum til sjávar. Við sjáum nú fljótlega skilti sem á stendur Kallbjarg og laumumst þann stíg. Hér var áður lítill kláfur sem notaður var til að flytja vistir og annað yfir ánna. Oft var mikill skyldleiki á milli fólks á bæjum hér og því var samgangur töluverður. En nafnið kemur til vegna þess að hér áttu menn “samræður” – kallað var yfir ánna ogog má gera sér í hugarlund að raddsterkir hljóta menn að hafa verið.

Litlu lengra sjáum við mikinn helli vinstra megin við okkur – í hamraveggjunum. Þetta er Lambahvammshellir en hér geymdu bændur á Svínadal lömbin þegar fært var frá á þeim bæ og árnar voru mjólkaðar. Þrátt fyrir að visitin hafi ekki verið lömbunum erfið má eflaust ímynda sér að jarmið hafi verið mikið og jafnvel hafi hamrarnir tekið undir með bergmáli.

Karl og Kerling heita tveir klettadrangar við ánna og blasa við okkur fljótlega. Sá minni er kerlingin og stærri karlinn. Þar geta glöggir göngumenn bent á misræmi en í mörgum tröllasögum er það fot Trökkklellingin s sem er sætærri en kallinn minni – leppalúði. Rétt fyrir neðan þau hjón sem líklega hafa dagað þarna uppi við einhver grá nætuverk var einn ef ferjustöðum bænda. Notuðu þeir báta til að ferja yfir ánna og hefur það oft eflaust verið hættuspil enda áin ansi erfið að sjá, jafnvel þegar hún telst í litlum vexti.

Okkar leið fer nú að ljúka, við göngum áfram meðfram ánni þar til við sjáum vegslóða og förum þá eftir honum aftur að tjaldsvæðinu í Vesturdal. Dásamlegri göngu lokið.

More Information»
Þyrill
February 152012

Gönguleið sem leynir á sér en fyrst er gengið um kjarri vaxna fjallshlíð og að því loknu um skemmtilegt heiðarlandslag og að lokum opnast fyrir göngumönnum stórkostlegt útsýn yfir Hvalfjörð og fjallahringinn þar í kring.

Nánari lýsing:
Við ákveðnar aðstæður má vel sjá hví þessi nafngift er tilkomin. Hvassir vindir springa niður af fjallinu og þyrla sjónum upp í Hvalfirði, jafnvel þótt nokkuð lygnt sé. Fajallið er afskaplega fallegt þar sem það gnæfir hátt og tígulegt, snarbratt og að virðist ókleift. Þyrill verður líklega til við rof skriðjökla, þeir springa í sundur og fara sitthvoru megin við fjallið.

Við hefjum gönguna á sama stað og lagt er upp í Síldarmannagötur. Innarlega í Botnsdal má finna bílastæði neðan vegs og leiðarprest sem bendir upp hlíðina. Stígurinn ergóður og greinilegur, viðs káskerum okkur til vesturs upp brekkuna og  týnumst af og til í birkinu sem þarna hefur vaxið upp. Þegar við komum upp á fjallið skiptist leiðin. Áfram heldur slóðin um Síldarmannagötur en við beygjum til vinstri, svo til beint í vestur. Ekki er greinilegur slóði þar en við veljum þægilega leið eftir hábungu fjallsins.

Ágætt er að halda sig nokkuð nærri sunnanverðum hlíðum fjallsins. Við göngum þar fram hjá Reiðskarði og áfram út á brúnir Þyrils. Þar ættu lofthræddir að hægja á sér því snarbrattar hliðarnar valda smá fiðringi í nhjám. Framhlið fjallsins er hömrum sett og springa þeir í miklar gjár. Þar er líklega Helgagjá stærst.

Hún er kennd við Helgu Jarlsdóttur sem þar kleif upp með tvo syni sína eftir að hafa synt úr Geirshólma sem sést vel frá brúnum fjallsins. Helga var kona Harðar úr söguar Harðar og Hólmvejar sem gerist að miklu eleyti í Hvalfirði. Eftir að hafa klifið skarðið hélt gekk hún yfir í Skorradal og leitaði skjóls hjá mágkonu sinni.

Eftir að hafa notið útsýnis af Þyrli eru tveir möguleikar í boði. Annar er að ganga sömu leið tilbaka og er vegalengd og annað hér miðað við það. Hinn möguleikinn er að halda til norðausturs, niður Litlasandsdal og meðfram Blásgeggská að hvalstöðinni. Má reikna með hálfri til einni klukkustund lengur í þá leið.

More Information»
Hljóðaklettar
February 152012

Þessi hringleið hefst í Vesturdal á innsta bílastæðinu ef svo má að orði komast. Stígar eru góðir, stikaðir og vel merktir og leiðin hentar því öllu göngufæri fólki. Við göngum inn að Hljóðaklettum, “niðurfyrir” þá og uppfyrir aftur og svo sömu leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Hljóðaklettar eru líklega eitt merkasta náttúrulistaverk landsins. Stuðlabergsklettar sem hafa á sér ýmis konar lögun og útlit svo endalaust virðist vera hægt að horfa á þá og sjá nýjar myndir og merkingar. Hljóðaklettar eru gígtappar sem standa eftir þar sem Jökulsá hefur sópað í burtu öllu lausu efni frá klettunum. Talið er að þarna hafi gosið í lok síðustu ísaldar í gíg eða gígaröð. Aðeins austan við Hljóðakletta má sjá gíg, Rauðhóla sem gefa hugmynd um hvernig gígarnir voru hér.

Í klettunum má sjá einmana tröllkall sem heitir Tröllið, er hann syðstur af klettunum. Sagan segir að þetta tröll hafi verið á gangi og hitt smaladreng. Fóru þeir að metast á um hvort raunverulega hægt væri að borða steina. Drengurinn tók ost úr mal sínum og át. Tröllið vildi ekki lúffa og tók stein, tuggði og tuggði en ekkert gekk. Tuggði hann svo lengi að sólin kom upp og varð hann þar steinrunninn.

Þegar við erum um það bil hálfnuð hringinn um Hljóðakletta göngum við niður í lítið “dalverpi” í klettunum sem kallað hefur verið Álfakirkja þó hvergi megi sjá það á korti. Þar er jörð rennislétt og lítill skúti innst. Má vel hugsa sér að þarna stundi álfar söng sinn og trú?

Þrátt fyrir að geta endalaust virt fyrir sér stuðlana og þeirra endalausu myndir þurfum við að lokum að ganga aftur á bílastæðið.

More Information»
Grábrók
February 152012

Örstutt, merkt og góð ganga upp á fallegan gíg þar sem útsýni er afar gott yfir nálæg svæði. Gangan hentar vel sem smá hvíld frá akstri. Stöðvum á bílastæði rétt norðaustan við Bifröst og eltum merktan og ágætan stíg upp á gíginn.

Nánari lýsing:
Grábrók er einn af þremur gígum í stuttri gígaröð. Þeir heita Grábrók (Stóra – Grábrók) , Smábrók (litla Grábrók) og Grábrókarfell (Rauðabrók). Úr þeim rann Grábrókarhraun fyrir rúmum sjö þúsund árum og myndaði meðal annars umgjörð Hreðavatns. Í hrauninu er mikið af fallegum uppsprettum, Paradísarlaut líklega þekktust þeirra. Hraunið er alls um 7km2 á stærð. Gígarnir og hraunið eru friðlýst náttúruvætti.

More Information»
Fjaðrárgljúfur
February 152012

Eitt af fallegustu náttúruundrum landsins. Leið okkar liggur rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur, inn framhjá Hunkubökkum og að bílastæði neðan gljúfranna. Þar löbbum við upp með gljúfrunum austan meginn og sömu leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Líklegast er talið að Fjaðrárgljúfur hafi orðið til fyrir um níu þúsund árum síðan. Þá hefur líklega áin verið mun stærri og með hjálp sands og aurs frá jökli sorfið niður hjallana og myndað gljúfrin. Þar sem við hefjum för er gljúfrið ekki hátt en það hækkar hratt og hæst er það um 100 metra hátt. Fjaðrá kemur langt ofan af heiðum, hún sprettur upp í Geirlandshrauni en í hana fellur meðal annars Selá. Fjaðrá er  þó ekki stór á sem slík og því geta göngumenn hæglega kosið að ganga inn gljúfrin en þá þarf að vaða alloft. Innst í gljúfrinu eru þó fossar svo ekki er hægt að komast upp úr því nema sömu leið tilbaka.

Við höldum hinsvegar upp með gljúfurbarminum. Stígurinn er þægilegur og augljós. Víða á leiðinni fer slóðinn fram á góða útsýnisstaði þar sem má sjá fegurð og fjölbreytt munstur bergsins. Hafa skal þó aðgát því hált getur verið  og laust fremst á brúnum. Þegar við komum “upp á” heiðina blasir við hálfgerður dalur sem afmarkast af Kirkjubæjarheiði og Steinsheiði. Þar var búið áður fyrr en nú eru þar bara tóttir af býlinu Heiðarseli. Við sjáum nú hluta af þeim fossum sem falla niður í gljúfrið og marka þannig enda þeirra.

Á eldri kortum má sjá að áin heitir Fjarðará en núverandi nafn finnst þeim er þetta ritar mun fallegra og sérstæðara. En við höldum aftur niður brekkurnar og dáumst enn og aftur að því hversu fjölbreytt móbergið er hér og hvernig áin hefur grafið inn dældir og geilar.

More Information»

Ansi góð og þægileg gönguleið inn að Strútslaug þar sem má baða sig í heitri lauginni. Við leggjum í hann við Skófluklif, rétt austan við Strútsskála Ferðafélagins Útivistar. Hér erum við í raun á hinum vinsæla Strútsstíg. Stígurinn er augljós og þægilegur til göngu og hentar því flestu göngufæru fólki. Litlar hækkanir á leiðinni og eftir rúmlega hálftíma sjáum við yfir Hólmsárbotna og að lauginni sem liggu rundir Laugarhálsi. Við förum svo sömu leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Stuttur akstur er að Skófluklifi frá Strútsskála og því í raun lítið mál að ganga þá vegalengd. Strútslaug er ein af nokkrum heitum laugum við Hólmsárlón en líklega sú stærsta og sú eina sem notuð hefur verið til baða, að minnsta kosti undanfarin ár. Önnur laug, mun minni er þarna líka og nefnist Hrútslaug. Nafnið fékk hún því þar drukknaði hrútur eitt sinn. Vilja gárungar meina að Strútslaug og Hrútslaug séu sama laugin, nafninu hafi veri breytt til að fæla fólk ekki frá lauginni. Beinagrind hrútsins megi finna sé tánum krafsað niður í leirinn. Rétt er að taka það fram að engar heimildir hafa fundist til að styðja þessa sögu.

Stór grasbali er ofan við Strútslaug og var þar forðum náttstaður gangnamanna. Þarna hittust stundum Rangvellingar og Skaftfellingar og smöluðu saman svæðið. Þess má geta að Rangvellingar nefndu Strútslaug Hólmsárbotnahver. Ofan við Strútslaug eru snarbrattar hlíðar og þar ofar er Torfajökull. Við erum því við jaðar eins stærsta háhitasvæðis landsins og um leið stærsta líparít (rhyolít) svæði landsins.

Því miður er það svo að umgengni á svæðinu er ekki alltaf nógu góð. Oft má finna þarna leifar af mat og jafnvel mannaúrgangi en slíkt verður að teljast algerlega óásættanlegt og til lasts þeim er gera.

Eftir gott gað höldum við tilbaka og á bakaleið blasir við okkur einkennisfjall staðarins, Strútur, 968 m.y.s. en hann heitir reyndar Meyjarstrútur fullu nafni. Er nafnið með vísan í að áður fyrr notuðu konur höfuðbúnað sem minnti á strút og var kallað því.

More Information»

Skemmtileg leið á Esju og fín tilbreyting frá þeirri vinsælustu en þó aðeins erfiðari. Við skiljum bílinn eftir rétt við bæinn Esjuberg á Kjalarnesinu. Þar göngum við að nokkuð greinilegum gilskjafti. Stígurin er að mestu greinilegur en á köflum þarf að stika skriður og klöngra örlítið. Eftir að við komum upp úr gilinu stefnum við á kambinn sjálfan eða klett í honum. Nokkru neðar við klettinn göngum við í góðan sveig upp á hrygg sem leiðir okkur á Kerhólakamb. Við förum svo nákvæmlega sömu leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Frá Kerhólakambi er gott útsýni eins og víðast hvar af vesturhluta Esju. Beint fyrir neðan okkur sjáum við Gljúfurdal og í honum eru þrjú mikil gil. Vestast er Árvallagil, svo Hestgil og síðast Sauðagil. Hamrarnir sem eru þar fyrir framan og við gengum í gegnum má segja kallast Búhamrar. Þar eru margar vinsælar klifurleiðir. Við sjáum einnig yfir allt höfuðborgarsvæðið og fjallgarðana þar í kring og eitthvað sjáum við glitta ofan í Blikdal en þangað er snarbratt að fara.

En skoðum leiðina aðeins nánar. Þegar við komum upp úr gilinu er heitir Bolagil stefnum við eins og áður sagði á klett eða drang. Þegar við nálgumst hann göngum við á hól, Níphól og við hann er Laugargnípa. Þaðan tökum við sveig til austurs á hrygginn sem leiðir okkur á Kerhólakambinn sjálfan. Þeir sem eru með góða sjón geta nú horft yfir á Þverfellshorn og séð þar líklega fólk á vappi.

Nafngift Kerhólakambs er ekki alveg á hreinu en Einar Kristjánsson varpar því fram hugleiðingum um það í ársriti Útivistar frá árinu 1984. Hann bendir réttilega á að sunnan við Kambshornið sem er hryggurinn sem við göngum eftir upp á Kerhólakamb séu margir smáir hólar og öldur sem einkenna brekkuna, hvilftina niður eftir fjallinu. Þar spretta víða fram lindir með vatni og af því sé nafnið komið, það er Kerhólar og þá Kerhólakambur toppurinn fyrir ofan.

More Information»
Þverfellshorn á Esju
February 152012

Líklega vinsælasta gönguleið landsins og klárlega vinsælasta gönguleið í nánd við höfuðborgarsvæðið. Lagt er í hann frá bílastæði við botn Kollafjarðar. Stígurinn er augljós, breiður og vel merktur. Hann skiptist í tvennt rétt fyrir neðan miðju. Vestan til fer hann í gegn um Einarsmýri en austan til á brú yfir ána og svo á ská á hornið. Flestir ganga upp að Steini sem kallað er en margir alla leið á hornið. Þar geta þó aðstæður verið erfiðar, brattar skriður en búið að er að setja höld til stuðnings. Við förum svo sömu leið tilbaka.

Nánari lýsing:
Tilurð nafnsins Esja liggur ekki alveg á hreinu. Í Kjalnesingasögu kemur fyrir kvenmaður sem heitir Esja en einnig hefur verið bent á að gamalt orð yfir snjófjúk sé ysja. Þannig geti það vísað til þess að oft má sjá snjófúk, ysju fram af fjallinu.

En gönguleið okkar liggur eftir góðum stíg upp fjallið og eftir stutta göngu skiptist stígurinn. Mælt er með því að fara til hægri, sleppa Einarsmýri því hún lætur mikið á sjá sé gengið um hana. Þegar við komum upp að Steini sem er líklega eini steinn landsins sem heitir þessu nafni formlega má snúa við. Restin af leiðinni er brött og ekki fyrir alla. Sé farið með gát og varfærni ætti engum það þó að vera ofraun. Á toppinum er útsýnisskífa og gestabók.

Ofan af fjallinu er mikið og gott útsýni. Þessi leið er í dag nýtt mikið sem líkamsrækt og má þar oft sjá nokkur hundruð manns á leiðinni á einum degi. Hlaupandi, skokkandi, gangandi og horfandi á útsýnið. Ganga á Þverfellshorn er ágætis afrek, farið er í tæplega 800 metra hæð og heildarleiðin er um átta kílómetrar.

Benda skal sérstaklega á að þó hér sé merkt við að leiðin henti fjölskyldu, börnum á öllum aldri þá verður að meta vel hversu hátt þau fara. Klettarnir ofan við Stein henta klárlega ekki yngstu kynslóðinni. Neðri hluti leiðarinnar og í raun alla leið upp að Steini er þó ævintýraheimur og útsýnið launar göngumönnum á öllum aldri erfiðið.

More Information»
Lambafellsgjá
February 152012

Ansi hreint skemmtileg gönguleið við allra hæfi á lítið fell sem þó opnar sig fyrir göngumönnum á skemmtilegan hátt. Við ökum sem leið liggur að Höskuldarvöllum og leggjum bílnum við Eldborg sem er í norðausturhorni vallanna.  Þaðan liggur skýr gönguleið beint til norðurs að Lambafelli. Við göngum austan megin við fellið og upp gjá nyrst í því. Þaðan liggur leið yfir fellið og á stíginn og að bílnum aftur.

Nánari lýsing:
Lambafell er ekki stórt, virðist rétt rísa yfir jafnsléttuna, ekki nema nokkrir tugir á hæð. En þegar við höfum gengið sunnan við það blasir sérstaða þess við. Gjá, misgengi sem hefur brotið fellið í tvennt. Upp þessa gjá er hægt að ganga og er það alveg einstaklega sérkennileg en skemmtileg upplifun ekki síst yfir yngri kynslóðina. Þetta er Lambafellsgjá eða Lambafellsklofi en misjafnt er hvort nafnið er notað. Vel má sjá bólstra í gjánni og jafnvel uppi á fjallinu við gjánna.

Að ganga upp gjánna ætti flestum að vera fært en örlítill bratti er efst í henni. Þegar upp er komið blasir við ágætis útsýni. Margir vilja ganga niður gjánna aftur en allt eins gott er að fara yfir fellið til suðurs og niður á stíginn aftur.

More Information»

Nokkuð þægileg en um leið mjög fjölbreytt gönguleið sem endar á allgóðu útsýnisfjalli.

Aka þarf inn Skorradalinn sé maður ekki þar staddur nú þegar því þessa gönguleið hefjum við á móts við bæinn Sarp sem er því sem næst eins innarlega í dalnum og hægt er að komast án þess að grípa til fjórhjóladrifs. Við byrjum á því að ganga niður að ánni að litlum fossi er ber nafnið Keilufoss en var áður nefndur Sarpur. Sagan á bak við þessar nafngiftir er allskemmtileg en þau álög hvíldu á fossinum að þar mætti aldrei veiða meiri silung en þyrfti í eina máltíð. Að lokum braut einhver þá reglu, veiddi keilu og eftir það veiddist ekki meir á þessum stað. Fylgir sögunni sú kenning að þá hafi hann tekið nafnið Keilufoss en áður verið nefndur Sarpur.

Frá fossinum göngum við áfram eftir jeppaslóðanum  og sjáum fljótt til eyðibýlis sem ber nafnið Efstibær en þaðan kemur ein af þekktari ættum Borgarfjarðar. Meðal þeirra sem úr þeirri ætt koma er höfundur árbókar FÍ árið 2004 um Borgarfjörð, Freysteinn Sigurðsson en hann lýsti einhvern tíma ætt sinni þannig að margir séu afskaplega vel gefnir, sumir hagmæltir en flestir mjög sjálfstæðir í skoðunum og sérvitrir með afbrigðum. Fyrir sérviskunni megi þó alltaf færa gild rök. En beint fyrir neðan bæinn má sjá annan foss er heitir Eiríksfoss, nefndan eftir vinnumanni frá Efstabæ sem drukknaði við fossinn. Sá ætlaði reyndar að drekkja hundi einum en tókst ekki betur til en að þeir drukknuðu báðir.

Leið liggur áfram eftir veginum sem er reyndar línuvegur, afskaplega illfær jeppum á köflum en ágætlega fær göngumönnum. Eftir ekki langa göngu komum við að Eiríksvatni sem löngum hefur verið þekkt fyrir góða silungsveiði en við höldum áfram og beint á Eiríksfell, 373 metra hátt. Þægilegast er að ganga á fellið frá veginum og þegar upp er komið launar það okkur erfiðið með góðu útsýni. Við blasir Skorradalur 28 kílómetra langur, Faxaflói sést einnig og ef við snúum okkur við má sjá til jökla.

Við stefnum beint að vatninu á niðurleiðinni og göngum meðfram því og niður með Fitjaánni að afar fallegum slæðufossi er heitir Hvítserkur. Frá honum er gengið niður með ánni aftur að upphafsstað.

More Information»
Hrauntún
February 72012

Stuttur hringur um geysilega fallegt svæði þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Hentar öllum aldursflokkkum.

Ein mest náttúruperla sem finna má við sumarhúsasvæðin við Skyggnis-, Brekku- og Miðhúsaskóg er Hrauntúnsland en það er í vörslu Skógræktar ríkisins. Mýrarskógur þekur stóran hluta Hrauntúnslandsins og sunnarlega í skóginum eru tveir gullmolar, Hrauntúnstjarnir. Tjarnirnar eru fallegar og tærar og kalla á göngumenn að stinga sér til sunds. Það gæti hinsvegar fljótt dregið þrótt úr viðkomandi þar sem uppsprettuvatn er ískalt.

Úr tjörnunum rennur Hrauntúnslækurinn í Andalæk en um miðja vegu fellur niður um 3 – 4 metra í fallegum fossi er nefnist Dimmufoss. Hrauntúnslandið er sannkölluð paradís fyrir börn á öllum aldri.

Ekki tekur nema tæpa klukkustund að að ganga þessa leið sé hún farin í einni lotu en ráðlagt er að stoppa víða og ætla sér lengri tíma til fararinnar.

More Information»
Básagil
February 72012

Ljómandi fín ævintýraferð fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem njóta útivistar í sumarhúsalöndum Brekkuskógar, Miðhúsaskógar eða Skyggnisskógar.

Gangan hefst á bílastæði efst í Skyggnisskógi en það fylgjum við vegslóða svo til beint í norður í átt að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur en á vinstri Úthraun, víða vaxið birkiskógi. Eftir tæplega eins kílómetra göngu er komið að lítill hraunspýju á hægri hönd og þegar komið er yfir hana sést slóði á hægri hönd og höldum við eftir honum.

Eftir stutta göngu sést í neðsta hluta Básagils. Reikna má með að nafnið komi til af því að víða í gilinu eru grónir básar sem hafa mótast í gegn um aldirnar. Vel þess virði er að ganga um Básagil en nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma og þá sérstaklega ef börn eru með í för því hér er sannkallað ævintýraland.

More Information»
Miðfell
February 72012

Þægileg ganga á lítið fell sem er þó með ágætis útsýni yfir sumarhúsabyggðir svæðisins.

Gönguleiðin hefst efst á bílastæði í Skyggnisskógi. Þaðan er gengið eftir vegarslóða sem liggur svo til beint í norður að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur og handan hans má virða fyrir sér fögur gil sem blasa við í fjallendinu í undirhlíðum Bjarnarfells. Á vinstri hönd er Úthraun, þéttvaxið birkiskógi. Þegar komið er nær sjáum við Miðfellsháls er gengur suðaustur frá Miðfelli. Gönguleið okkar liggur upp rétt við hann.

Efst í Miðfellshálsinum, rétt í þann mund sem komið er upp úr birkitrjánum er Skjónulaut, upplagður staður til hvíldar en ekki síður til berjatínslu á haustdögum.

Miðfell er 525 metra hátt og hentar því vel öllum fullfrískum gönguhrólfum. Þrátt fyrir að liggja ekki hærra er útsýni gott fyrir sumarhúsabyggðir svæðisins.

More Information»

Skemmtileg leið sem hentar öllum nema ef til vill þeim allra yngstu. Er að mestu leyti eftir góðum slóðum.

Þessi gönguleið er því sem næst hringur og hæglega má lengja hana til að svo verði. Hún hefst efst í Skyggnisskógi og fylgir vegslóðanum þar til komið er undir suðvesturhorn Miðfells. Þá er stefnan tekin því sem beint í suður að Ljóthól sem ekki er hægt að segja að standi undir nafni. Ljóthóll er hraunhóll sem hefur sprungið og því er gengt í gegnum hann ef svo má að orði komast.

Frá Ljóthóli er gengið í átt að Kolgrímshóli sem fyrr á árum hefur blasað mun betur við þar sem hann stóð upp úr hrauninu. í dag hefur hinsvegar birkiskógurinn teygt sig upp á hólinn og sveipað hann græntóna felulitum.

Frá Kolgrímshóli er gengin slóð niður í Skyggniskóg það sem stuttur spotti er að upphafspunkti göngunnar.

Þessi leið hentar líka ljómandi vel sem gönguskíðaleið.

More Information»
Brúarárskörð
February 52012

Gönguleið sem er brött á köflum en fær hvaða göngumanni í þokkalegu formi. Opnar göngumönnum sýn á gljúfur sem eru ekki mjög þekkt en eru svo sannarlega göngunnar virði.

Hrikalegt gljúfur Brúarárskarða sem er um þrír kílómetrar á lengd er endastaður þessarar gönguleiðar. Hún hefst vestast í sumarhúsabyggðinni í  Skyggniskógi og er gengið eftir augljósum vegslóða um hraunið og stefnt á Kolgrímshól og þaðan að Brúarárskörðum. Nokkuð brattur kafli liggur eftir göngustíg frá hvammi framan við gljúfrið og upp á Litlhöfða. Frá honum er upplagt að ganga meðfram gljúfrinu og upp á Tanga, grasivaxinn stall þar sem gönguleiðin endar. Fáir góðir útsýnisstaðir eru yfir Brúarárskörð í heild sinni en af Litlhöfða er útsýni einna best. Þar má sjá hversu hrikaleg gljúfrin eru en um leið afskaplega fögur, talin vera stærstu gljúfur í Árnessýslu allri. Lengi má velta fyrir sér hversu langa tíma Brúaráin hefur sorfið þessi gljúfur í þursabergið.

Sitthvoru megin við Brúarárskörðin blasa tvö tíguleg fjöll við, Rauðafell nær og í suðri en Högnhöfði fjær og í norðri. Á hann ganga margir sem ekki svöluðu gönguþorsta sínum á þessari leið og er þeirri leið lýst hér.

More Information»
Kálfsárlón
February 52012

Skemmtileg gönguleið sem hentar öllum. Engin hækkun en þó þarf víða að finna góða leið í kring um birkiskóginn. Haldi göngumenn sig sem næst lækjum og árfarvegum verður gangan léttari.

Gangan hefst efst í Miðhúsaskógi  og liggur um skóginn, fallegt hraunið og uppsprettur sem undan því koma. Frá upphafsstað er gengið eftir vegslóða niður að Neðralóni og þaðan eru greiðar kindagötur að Efralóni. Bæði lónin eru skemmtilegir staðir til að dvelja á, velta fyrir sér undrum náttúrunnar eða bara hreinlega stinga tásunum ofaní og njóta ferskleikans. Frá Efralóni liggur svo leið niður að Kálfá fremri og Kálfá innri. Gott er að gefa sér ágætis tíma til að ganga niður með Kálfá innri þar sem hún rennur í Brúará.

Í stuttu máli ljúf og skemmtileg gönguleið, upplögð með börnin eða bara sem rómantísk gönguleið hönd í hönd – stundum allavega.

More Information»
Fossaleið Brúarár
February 52012

Stutt gönguleið sem hentar flestum ef ekki öllum, jafnvel yngri börnum. Slétt landslag en töluvert kjarr sem þarf að klöngrast í gegn um af og til.

Lagt er upp frá þjóðveginn við brúnna yfir Brúará og gengið er upp með ánni að vestanverðu. Fyrsta legginn er gengi í jaðri túna frá bænum Efstadal en þar hlykkjast áin mest. Um svipað leyti og fyrstu bústaðarnir í Brekkkuskógi blasa við hinu megin árinnar verður árfarvegurinn beinni og leið mikilfenglegri. Fyrsti fossinn sem komið er að heitir Hlauptungufoss, um fjórir metrar á hæð. Í eina tíð má reikna með að hann hafi verið mun breiðari því stærsti hluti árinar hefur fundið sér farveg niður í þröngt gil austast í ánni. Þar endar gjáin sem mestu hluti árinnar hefur runnið um allt ofan frá Brúarárfossi.

Stuttu seinna er gengið fram á Miðfoss, sem er mun minni en nágrannar hans, lítið meira en veglegar flúðir. Litlu ofar er komið að þeim stað sem Fremri-Vallá rennur í Brúará. Þaðan er örstutt ganga að fallegast og mikilfenglegasta fossinum á þessari göngu, sjálfum Brúarárfossi. Þar er göngubrú yfir og sé staðið á henni og horft uppeftir ánni má sjá að þar hefur myndast sprunga eða gjá í árfarveginum og þar rennur stærsti hluti árinnar. Ef vel er að gáð má sjá lítinn steinboga yfir ánna undir göngubrúnni og telja margir að nafn árinnar sé frá honum dregið. Sagnir herma að brytinn í Skálholti hafi árið 1602 látið brjóta steinbogann til að fækka heimsóknum þurfalinga í Skálholt. Brytum í Skálholti er þó eignað margt misjafnt í sögum og ætti að taka þessari og öðrum með það í huga.

Fyrsta brú sem gerð var yfir Brúará var einkaframtak séra Guðna “sterka” prests í Miðdal á 19. öld. Sú brú lá yfir gjána ofan við núverandi brú. En snúum okkur aftur að gönguleiðinni. Frá brúnni má halda aftur niður á veg og ráðlagt er að halda sig vestanmegin ár en einnig má taka strikið inn í sumarhúsbyggðir Brekku- eða Miðhúsaskógar. Ef það er gert þarf að stikla vaðið á Fremri-Valllá sem engum ætti að vera ofraun.

More Information»

Nokkuð þægileg gönguleið sem leynir á sér því þótt fjallið sé ekki hátt verðlaunar það göngumenn þegar upp er komið með góð útsýni yfir svæðið.

Efstadalsfjall er 626 metra hár móbergsstapi og góður útsýnispóstur yfir stóran hluta Suðurlandsundirlendis í góðu skyggni. Hægt er að velja um að minnsta kosti tvær leiðir á fjallið en hér verður látið duga að lýsa þeirri leið sem  hefst við sumarhúsabyggðina í Brekkuskógi.

Fyrsti leggur göngunnar fylgir Konungsveginum að Brúarár. Þegar komið er yfir ána er beygt upp með henni og nokkuð áberandi kindagötu fylgt. Þegar komið er að mjög áberandi beygju á Brúaránni er Fremra- Selgil þverað og eftir það haldið á brattann. Gengið er upp að Prestavatni eða Vatnsheiðarvatni en bæði nöfn virðast notuð. Gengið er meðfram vatninu sunnan megin og í góðan sveig  til suðvesturs upp í Vatnsskarð til að forðast mesta brattann.

Greið leið er á hæsta tind fjallsins þar sem nauðsynlegt er að gefa sér góðan tíma með kort við höndina og fræðast um örnefni svæðisins. Af fjallstindinum er kjörið að virða fyrir sér farvegi Svínahrauns, Úthlíðarhrauns og Úthrauns og skoða hvernig landið hefur stýrt rennsli þeirra.

More Information»

Slétt og þægileg leið sem gefur góða mynd af svæðinu í kring um Miðhúsaskóg, Brekkuskóg og fleiri þekkt sumarhúsalönd. Nokkuð auðveld í rötun enda skýr slóð, vegur stærsta hluta leiðarinnar.

Árið 1907 sótti Friðrik VIII konungur Dana og Íslendinga  þegna sína hér á landi heim. Ráðist var í eina stærstu framkvæmd íslandsssögunnar þar til Kárahnjúkastífla var reist en það var gerð samfellds vegar frá Þingvöllum austur að Geysi og Gullfossi. Það reyndar gleymdist að bera framkvæmdina undir konung enda kom svo í ljós að hann var mikill útivistarmaður og vildi frekar en nokkuð annað ríða þessa leið og njóta óspilltrar náttúru.

Á þessu svæði liggur Konungsvegur um skóginn ofan Efstadals, austur að brúnni á Brúará sem reyndar var einnig byggð af þessu tilefni. Skammt austan hennar er komið að vaði á Neðri-Vallá en oftast má stikla yfir á stíflu eða grjótgarði sem hlaðinn var meðfram vaðinu. Vegurinn liggur áfram austur á Miðhúsaása, ofan við bæinn á Miðhúsum og þar sést hversu vel vegurinn er gerður því hér er hann nokkuð heillegur góðum hundrað árum eftir gerð hans. Leiðin liggur svo ofan við Úthlíð og austan hennar liggur hún svo í gegn Hrauntúnsskóg, sannkallaða perlu og þaðan er stutt niður að Andalæk þar sem þessari gönguleið lýkur.

Konungsveginum má reyndar fylgja austar ef menn vilja en þá liggur hann neðan bæjanna Austurhlíðar, Múla og Neðradals að Geysi. Þaðan sem leið liggur að Brúarhlöðum og suður Hrunamannahrepp og  Skeið að Þjórsártúni.

More Information»
Þyrilsnes
February 42012

Stutt lýsing
Hér er um að ræða skemmtilega og þægilega gönguleið sem hentar flestöllum. Nýtt sjónarhorn á Hvalfjörð og fjallendið blasir við göngumönnum ásamt sýnishorni af fornum búháttum og stríðsminjum. Gengið um þægilegan veg og grasi vaxin svæði. Falleg náttúra og minjar í bland. Hentar öllum enda því sem næst slétt leið og á ágætis undirlagi.

Ítarlegri lýsing
Beygt er út af veginum rétt eftir að ekið framhjá Hvalsstöðinni sé komið frá Akranesi. Afleggjarinn blasir ekki augljóslega við fyrr en rétt í þann mund sem hann sést svo gott er að hægja á sér þegar ekið er upp brekkuna. Bílastæði er þar sem gangan hefst. Rétt er að benda á að æðarvarp er í Þyrilsnesi og því verða göngumenn að halda sig fjarri frá um miðjum maí til 20 júlí.

Gönguleiðin eltir gamlan slóða rúmlega 2ja kílómetra leið þar til komið er út á enda á nesinu eða því sem næst. Á leiðinni er gengið fram hjá minjum um veru breta og bandaríkjamanna sem voru með loftvarnabyssur yst á Þyrilsnesi í seinni heimsstyrjöldinni. Farið er framhjá sökklum og rústum af búðum þeirra og geymslum en minni ummerki má sjá um sjálfar byssurnar. Ekki var Þyrilsnesið aðlaðandi fyrir hermenn sem kölluðu það Krákuhreiðrið eða “Crows Nest”. Þeir áttu þó töluvert samsipti við heimafólk sérstaklega íbúa á bænum Þyrli.

Skemmtileg náttúrusýn opnast göngumönnum með hverjum metra sem gengið er utan á nesið. Nauðsynlegt er að stöðva af og til og líta á fjallahringinn sem opnast þar sem Þyrill og Botnssúlur draga líklega auga flestra til sín. Þegar komið er yst á nesið blasir Geirshólmi við en hann er talinn fá nafn sitt frá fóstbróður Harðar í Harðarsögu en sögusvið þeirrar sögu er hér allt um kring. Í Geirshólma er einnig æðarvarp en áður var þar einnig lundarvarp en hann hvarf á stríðsárunum þegar bandamenn notuðu hólmann sem skotmark. Eitt örnefni á nesinu, Arnarstandur gæti bent til þess að ernir hafi orpið þar áður fyrr.

Þegar komið er yst á Þyrilsnes má annað hvort ganga tilbaka eftir slóðanum eða ganga út á brúnin nær landi og fylgja henni meira og minna upp á Harðarhæð en svo heitir hæðin sem hæst er á nesinu. Þaðan má fara beint á slóðann aftur og að bílastæðinu.

More Information»
All Listing Types All Locations Any Rating

Listing Results