Finndu gönguleiðina þína


Veldu landshluta og flokk
Styttri ferðir
Fjölskyldan
Dagsferðir
Lengri ferðir
Helgarferðir
Fjallgöngur

Nýjustu gönguleiðirnar

Jökullækur í Hallormsstaðaskógi

Gengið er frá þjóðvegi rétt innan Atlavíkur upp með Jökullæknum, gegnum lerkilund að rauðgreni frá 1908. Þar fyrir ofan er safn margra tegunda frá 1963 s.s. fjallaþinur, blágreni, marþöll, hvítgreni, dögglingsviður, stafafura og risalífviður. Þar í rjóðri er áningastaður. Gengin er sama leið tilbaka niður á þjóðveg. Leiðin er stikuð brúnum stikum. Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, […]

Klofskarð

Upphaf leiðar er fjárrétt í Hamarsseli. Gengið út Selhjalla sem leið liggur út í Klofskarð. Fallegur steinbogi er í Selhjallabrúnum upp af bænum Hamri. Úr Klofskarði er gengið inn Ívarshjalla og síðan út Búlandsdal með Búlandsá. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Hálsfjall

Frekar létt fjallganga og er útsýni gott á þessari leið yfir Hamarsfjörð og úteyjar. Upphaf gönguleiðar er skammt innan við bæinn Merki, en þaðan er gengið upp á Hálsa og sem leið liggur upp á Hálsfjall. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is

Hálsar

Frekar létt ganga. Gengið af stað í átt að Hálsfjalli og þegar komið er upp á hálsana er farinn stuttur hringur um hálsana. Þaðan er fallegt útsýni yfir Búlandsnes. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII Útgefandi: Djúpavogshreppur Vefsíða: www.djupivogur.is