Finndu gönguleiðina þína


Veldu landshluta og flokk
Styttri ferðir
Fjölskyldan
Dagsferðir
Lengri ferðir
Helgarferðir
Fjallgöngur

Nýjustu gönguleiðirnar

Frá Lamba upp að Tröllunum og Vatninu

Þessari leið hér er fylgt vestur fyrir Glerá, suðvestan Lamba. Þá er haldið upp sunnan og vestan við Hausinn upp að Tröllunum, mjög sérkennilegum berggöngum austan í Tröllafjalli. Þaðan er gengið norðaustur niður að Vatninu og svo áfram niður að brúnni á Fremri-Lambá. Fallegt útsýni yfir Glerárdal af þessari leið. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: […]

Frá Lamba norður Glerárdal að vestan

Gengið er niður að Glerá, innanvert við Lamba þar sem oftast má vaða hana. Þaðan út vesturbakka Glerár að göngubrú á Fremri-Lambá nokkur hundruð metra uppi á gili Fremri-Lambár. Þessi leið er að nokkru stikuð. Þaðan er haldið áfram út vesturbakka Glerár að Heimari-Lambá. Þar norðan við er fylgt fjárgötum ofan við gilbarm Glerár út […]

Frá Lamba í Glerárdal á Tröllafjall

Ómerkt leið, fylgir þessari hér leið upp í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan er gengið til norðausturs yfir Tröllatind og upp á Tröllahyrnu. Bratt en torfærulítið. Þaðan er greið leið norður á hátind Tröllafjalls (1.440 m.y.s.), sem er annað hæsta fjall við Eyjafjörð. Af fjallinu er geysivíðsýnt í björtu veðri. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. […]

Frá Lamba í Glerárdal niður Bægisárdal

Ómerkt leið, fyrst er gengið niður að Glerá innanvert við Lamba þar sem oftast er hægt að vaða yfir ána. Þaðan er gengið upp hlíðina vestan Glerár upp á Hrútaskeið og vestur í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan niður Bægisárjökul og út  Bægisárdal að Syðri-Bægisá. Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort. Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða […]