Finndu gönguleiðina þína


Veldu landshluta og flokk
Styttri ferðir
Fjölskyldan
Dagsferðir
Lengri ferðir
Helgarferðir
Fjallgöngur

Nýjustu gönguleiðirnar

Hvítserkur

Eitt af fallegri fjöllum landsins og nokkuð skemmtilegt til göngu. Áður en gangan hefst þarf þó að aka frá Borgafirði Eystra um fjallvegi að Hvítserk og til þess þarf jeppa eða góðan fjórhjóladrifin bíl. Hvítserkur dregur nafn sitt af lit fjallsins en meginefni þess er ljós líparítgjóska en dökkir berggangar liggja um fjallið þvers og […]

Hafursey

Skemmtileg gönguleið á „eyju“ með góð útsýni þá sérstaklega hafi fólk áhuga á eldsumbrotum og jarðfræði Kötlusvæðisins. Hafursey er ein af nokkrum landföstum eyjum ef svo má að orði komast. Dyrhólaey, Pétursey og Hafursey rísa allar upp frá umhverfi sínu sem eyjar og hafa líklega hlotið nöfn sín af því. Hafursey er nokkuð stór um […]

Dyrfjöll

Mjög krefjandi en stórkostleg gönguleið sem launar göngumönnum með miklu útsýni. Ekki leið nema fyrir vant fólk. Dyrfjöll taka nafn sitt af „Dyrum“ eða skarði í miðjum fjallgarðinum sem er með þeim tignarlegri hér á landi. Fjallgarðurinn eru leifar af 11 – 12 milljón ára megineldstöð. Gangan hefst stutt frá bænum Jökulsá við Bakkagerði, Borgarfjörð […]

Þríhyrningur

Skemmtilegt og nokkuð fáfarið fjall í nágrenni Hvolsvallar. Ekki mikil hækkun og hentar því flestum sem fá að launum fallegt útsýni yfir Suðurlandsundirlendi. Best er að aka inn í Fljótshlíð, í gegn um Tumastaðaskóg í átt að Þríhyrningi. Haldið er framhjá bæjunum Tungu og Vatnsdal inn í Engidal að ánni Fiská. Þar er upplagt að […]