Valmynd leiðarkerfis
Sauðá

Sauðá

Sauðá

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Sauðárkrókur
  • Hækkun: Um 60m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir til Sauðárkróks
  • Flokkur: ,

Stutt leið í miðjum Sauðárkróksbæ, kemur verulega á óvart. Við hefjum gönguna rétt við sundlaugina, upplagt er að leggja við hótelið (rauða stóra húsið) og ganga þaðan. Hægra megin við ána er góður stígur sem við fylgjum upp fyrir byggð og töltum svo sömu leið til baka.

Sauðá er bergvatnsá sem sprettur upp í Molduxa, fjallinu beint fyrir ofan bæinn. Í gilinu sem áin rennur um hefur verið ræktaður upp skógur og er þarna orðið gott og fallegt útivistar- og göngusvæði. Það er því erfitt að ímynda sér að á fyrri hluta síðustu aldar hafi oft komið flóð í ána sem ollið hafi umtalsverðum skemmdum.

Skógurinn er kallaður Litliskógur en ofarlega í gilinu var eitt sinn hlaðinn sundlaug. Fór þar fram sundkennsla barna í bænum. Ofan við þar sem sundlaugin var er stífla sem reist var árið 1930 en þá var áin virkjuð. Sauðá er nefnd eftir bæ sem stóð sunnan við hana. Var þar þingstaður þegar bæjarfélagið hét Sauðárhreppur en árið 1907 var honum skipt upp í tvo hreppi, Sauðárkrókshrepp og Skarðshrepp.

Við göngum í rólegheitunum upp eftir ánni og svo sömu leið tilbaka, nú eða færum okkur upp á veg og virðum fyrir okkur hús bæjarins á niðurleiðinni.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir til Sauðárkróks

Skildu eftir svar