Valmynd leiðarkerfis
Hrútey

Hrútey

Hrútey

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Blönduós
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Blönduós
  • Flokkur: ,

Hreint og beint ótrúleg náttúruperla. Því miður aðeins hluti þeirra sem aka í gegn um Blönduós sem gefa sér tíma til að stöðva og ganga um þess eyju. Rétt ofan (austan) við N1 söluskálann beygjum við út af þjóðveginum til hægri (suðurs) niður að bílastæði. Þar göngum við yfir Blöndu á brú og göngum um og njótum Hrúteyjar.

Nánari lýsing:
Mikið fuglalíf er umhverfis eyjuna og má þar jafnvel sjá gæs. Eyjan er að hluta til kjarri, jafnvel skógi vaxin og ágætis stígar og slóðar er um eyjuna en Blönduósbær hefur líka sett þar upp bekki og borð. Þess ber að geta að eyjan er lokuð allri umferð vegna varps frá 20 apríl til 20 júní ár hvert.

Hrútey var friðuð sem fólkvangur árið 1975 og var skilgreind sem opinn skógur af Skógræktinni árið 2003. Í eyjunni má finna mikið af gróðri, áberandi er birkið en þar er einnig stafafura, lyngmóar ýmsir og fjöldi trjátegunda.

Eyjan tilheyrði áður jörðinni Klifum sem meðal annars kemur fyrir í Heiðarvígasögu. Á fjórtándu öld átti Hjaltabakkakirkja þá jörð og þá einnig Hrútey en jörðin var svo í  eyði í um fimm aldir eða fram á átjándu öld. Blönduóshreppur kaupir svo eyjuna árið 1923.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Blönduós

Skildu eftir svar

Listings

Hrútey

0