Valmynd leiðarkerfis
Högnastaðaásar – Kirkjuskarð

Högnastaðaásar – Kirkjuskarð

Högnastaðaásar – Kirkjuskarð

Suðurland

Stefnan er tekin á vatnstankinn uppi á Högnastaðás. Farið í gegnum skógræktina að hluta til, þá er gengið í Hvammslandi, farið yfir girðingu og þá er komið í Túnsbergsland.

Á hæstu bungu er varða og þaðan er mikið útsýni þó svo að þessir ásar séu ekki hávaxnir. Haldið er áfram í sömu línu svo er haldið til vesturs, þar er farið niður að girðingu sem er markagirðing á milli Túnsbergs og Bryðjuholts og þar í gegnum hlið.

Áfram er haldið til vesturs að enda Bryðjuholtsmúla, þar er lækur (Bryðjuholtslækurinn) þegar yfir hann er komið er girðing á hægri hönd þetta er markagirðing á milli Kópsvatns og Bryðjuholts. Haldið er áfram um 50 m vestur fyrir lækinn þá er gott að fara yfir girðinguna. Fara síðan upp með girðingunni að skarði sem gott er að komast eftir upp á Kópsvatnsásinn. Þá er leiðin greið inn ásinn að Kirkjuskarði. Kópsvatnsásinn er skógræktarsvæði Skógræktarfélags Hruna- manna en þar var byrjað að planta árið 2000.

Félagið er líka með skógræktina í Högnastaðaásnum ásamt lystigarðinum á Flúðum. Í Kópsvatnsásnum má greina traðir sem liggja undir kletti sem Dúnklettur heitir. Þessar traðir heita Flosatraðir, þetta var leiðin fyrr á öldum milli kirkjustaðanna í Hruna og Bræðratungu.

Einnig er hægt að tengja þessa leið við gönguleiðina Jatan- Byrgið- Kirkjuskarð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi.
Útgefandi: Hrunamannahreppur.
Vefsíða.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Högnastaðaásar – Kirkjuskarð

0