Valmynd leiðarkerfis
Straumur (Straumsvík)

Straumur (Straumsvík)

Straumur (Straumsvík)

Höfuðborgarsvæðið

Frábært göngusvæði við jaðar höfuðborgarsvæðisins. Svæði sem svo sannarlega leynir á sér. Við hefjum gönguna við húsin í Straumi en þar er góð bílastæði. Gönguleiðin er einföld. Við fylgjum veginum eins langt og hann nær og leyfum okkur að ganga slóða sem liggja út frá honum. Við göngum svo sömu leið til baka.

Hér var eitt sinn blómleg byggð en um aldamótin 1900 var hér tylft býla auk sela og annars búskapar. Á fjórtándu og fimmtándu öld var hér töluverð verslun. Hansakaupmenn og enskir kollegar þeirra réðu þá ríkjum.

Býlin sem í Straumi voru áttu sér oft sel sem lá þá austar í hraununum. Þar voru þá kýr og kindur og má hér benda á gönguleið að Kúarétt sem augljóslega var notuð fyrir kýr. Skemmtileg náttúrusmíð það. Í sjálfu sér má segja að gönguferð hér sé hálfgerð byggðasaga, lifandi byggðasafn. Leifar af búskap, veiðum og síðast en ekki síst hýbýlum skapa svæðinu einstaklega skemmtilegt yfirbragð.

Leið okkur liggur á enda vegar þar sem er nú sumarbústaður ser ber nafnið Eyðikot. Það var áður búskapur en húsinu hefur verið haldið ágætlega við og umhverfið er afar skemmtilegt. Framundan er mikið tún, Óttarstaðatún og vilji menn lengja gönguna aðeins er það vel. Þar eru í eyði Óttarstaðir vestri og eystri. Bera þeir þess glögg merki að síðustu íbúar virðast hafa flutt út og skilið margt eftir.

Við göngum svo sömu leið til baka.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Straumur (Straumsvík)

0