Valmynd leiðarkerfis
Helgafell, Hafnarfirði

Helgafell, Hafnarfirði

Helgafell, Hafnarfirði

Höfuðborgarsvæðið

Líklega næstvinsælasta fjallgönguleið höfuðborgarbúa, á eftir Þverfellshorni en afar skemmtilegt fjall. Við leggjum bílnum á stæði rétt ofan við Kaldársel. Gangan er nokkuð þægileg á þann veg að slóðinn er mjög greinilegur allan tímann. Í fyrstu nokkuð sléttur og góður en er á fjallið kemur eykst brattinn eðlilega. Við endum svo í um 340 metra hæð og höldum svo sömu leið til baka.

Helgafell er dæmigerður móbergsstapi sem myndast við gos undir jökli. Á gönguleið okkar sjáum við mörg og fjölbreytt dæmi um ótrúlegar bergmyndanir. Það má ímynda sér að ís, eldur, vindur og aðrir ótrúlegir kraftar hafi hér leikið sér að því að berja bergið til og frá í þessar náttúrumyndir. Yngri kynslóðin getur að minnsta kosti gleymt sér hér við leik og margur eldri einnig.

Norðan megin í fjallinu má finna klettadrang er heitir Riddarinn og rétt við hann lítinn gatklett. Ekki er þó hægt að mæla með því að brölta niður að þessum stöðum. Betra að er njóta þeirra þegar gengið er hringinn í kring um fjallið við annað tækifæri.

Á toppnum er útsýnisskífa og þar má njóta margra fjalla. Næst okkur eru Valahnjúkar, Húsfell og Búrfell í átt að Reykjavík. Í hina áttina eru Grindarskörð og austan við þau Bláfjöll.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Helgafell, Hafnarfirði

    0