Valmynd leiðarkerfis
Dyrfjöll

Dyrfjöll

Dyrfjöll

Austurland
  • Erfiðleikastig: 3
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Borgarfjörður Eystri
  • Hækkun: Um 1100m.
  • Samgöngur: Einkabílinn
  • Flokkur: ,

Mjög krefjandi en stórkostleg gönguleið sem launar göngumönnum með miklu útsýni. Ekki leið nema fyrir vant fólk.

Dyrfjöll taka nafn sitt af „Dyrum“ eða skarði í miðjum fjallgarðinum sem er með þeim tignarlegri hér á landi. Fjallgarðurinn eru leifar af 11 – 12 milljón ára megineldstöð.

Gangan hefst stutt frá bænum Jökulsá við Bakkagerði, Borgarfjörð Eystri. Gott er að fara rólega af stað því leiðin framundan er löng, erfið á köflum og hækkun umtalsverð. Leiðin er greið framan af, nokkuð dæmigert heiðarlandslag.

Oft eru langir snjóskaflar ofarlega í fjallgarðinum og fljótlega eftir þá koma brattar skriður og hryggir sem feta þarf sig eftir. Gott er að hafa GPS ferilinn til hliðsjónar en missa þó ekki sjónar á eigin skynsemi. Leiðin liggur upp að Ytra – Dyrfjalli en þar upp hafa fáir komið enda afar brött og erfið leið.

Í eða neðan Dyrfjalla er Stórurð, annar stórkostlegur staður (sjá gönguleið hér) en talið er hún hafi myndast þegar hér var jökull. Vatn og frost sprengt risabjörg úr klettunum og jökulinn borið þau fram í þennan dal.

Útsýnið sem nú blasir við göngumönnum er stórkostlegt í allar áttir. Farin er sama leið tilbaka.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabílinn

Skildu eftir svar

Listings

Dyrfjöll

0