Valmynd leiðarkerfis
Stakkholtsgjá

Stakkholtsgjá

Stakkholtsgjá

Hálendið, Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Eitt vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Þórsmörk og Bása
  • Flokkur: ,

Ansi vinsæll viðkomustaðar ferðalanga á leið í Þórsmörk eða Bása. Ekki að ástæðulausu því Stakkholtsgjá er geysifalleg og magnþrungið náttúrufyrirbæri. Gjáin liggur hátt í tvo kílómetra inn í landslagið og rís hæst í um 100 metra hæð. Dásamleg gönguleið sem hentar öllum og enginn ætti að sleppa.

Stakkholt var afréttur  nokkura bæja undir Eyjafjöllum. Tekur nafn sitt frá litlu felli er nefnist Stakkur. Gjáin sker Stakkholtið um tvo kílómetra til austurs inn að jökli. Líklega má telja að lítill skriðjökull hafi legið þarna og hopað eða bráðnað og þannig hafi gilið myndast a.m.k. að hluta. Áin hefur svo í gegn um árin skorið það enn betur í landslagið.

Auðvelt er að ganga inn gilið þó grýtt sé á köflum. Ekki má gleyma að horfa vel upp á hamravegginna sem eru landslag í sjálfu sér. Víða hefur mosi tekið sér bólfestu, sjá má fuglalífið í blóma fyrri part sumars og oft eru kynjamyndir sýnilegar.

Þegar um hundrað metrar eru eftir að skiptist gilið og við komum að á. Ef menn vilja fara inn í botn þarf að vaða ánna en það er ekki stórmál. Farið er svo til vinstri og þrengist gilið mjög mikið. Þaðan er smá brölt að botni gilsins þar sem blasir við okkur fallegur foss. Er bröltið vel þess virði.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Þórsmörk og Bása

Skildu eftir svar

Listings

Stakkholtsgjá

0