Valmynd leiðarkerfis
Hólaland – Stórurð

Hólaland – Stórurð

Hólaland – Stórurð

Austurland

Fremur létt gönguleið. Gengið er upp frá bænum Hólalandi innst í Borgarfirði. Farið er eftir jeppaslóð upp undir Tindfell. Síðan er liggur leiðin um Eiríksdalsvarp og inn yfir Lambamúla. Komið inn í Stórurð ofarlega.

Stórurð eða Hrafnabjargaurð er í Hjaltastaðaþingá en hún tilheyrir jörðinni Hrafnabjörgum þaðan sem hún dregur nafn sitt. Stórurð er án efa eitt stórfenglegasta framhlaup á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Hinu sérstæða landslagi Stórurðar er erfitt að lýsa með orðum, en það er vissulega stórbrotið. Eggsléttir grasbalar og hyldjúpar tjarnir innan um stór björg á hæð við fjölbýlishús. Yfir þessu öllu gnæfa Dyrfjöllin, ekki síður tignarleg.

Enginn verður svikinn af því að eyða hér einni dagstund eða jafnvel fleirum. Í Stórurð er talsvert snjóþungt og því skyldu ferðamenn spyrjast fyrir um snjóalög ef þeir eru á ferðinni snemma sumars. Ganga utan merktra gönguleiða getur verið vafasöm í þoku en þá er auðvelt að villast í urðinni.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum.
Útgefandi: Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra o.fl.
Vefsíða

 

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Hólaland – Stórurð

0