Valmynd leiðarkerfis
Þórólfsfell

Þórólfsfell

Þórólfsfell

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekki svo vitað sé
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 500m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Þórólfsfell er 574 metra hár móbergsstapi. Útsýnið af toppi Þórólfsfells er stórfenglegt með jöklana þrjá, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul hringinn í kring.

Best er að leggja í göngu frá húsinu í Felli. Vinsælast er að ganga meðfram ánni upp með Þórólfsgljúfri eftir kindagötunum og stefnan síðan tekin rakleiðis á toppinn. Valin er leið upp á grjóthrygg og þaðan eftir grasbala upp fyrir brún.

Fjallið er nokkuð flatt að ofan og þarf að ganga aðeins inn á fjallið áður en raunverulegum toppi þess er náð. Þar er varða með fastmerki frá Landmælingum Íslands frá árinu 1958.

Ef tíminn er nægur er tilvalið að ganga að Mögugili sunnan við Þórólfsfell. Þar eru miklar móbergsmyndanir, gengið er undir stórgrýti og í gegn um hella. Neðarlega í gilinu er að finna dropahellinn Mögugilshelli sem er mikið náttúrufyrirbrigði. Hellirinn er í blágrýtisæð, um 15 metra langur og hefur myndast vegna gasbólu eða loftþrýstings. Hann er þakinn blágrýtistaumum. Innarlega í honum eru svo einhvers konar gúlar, allt kolsvart og gljáandi.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Þórólfsfell

0