Valmynd leiðarkerfis
Básagil

Básagil

Básagil

Suðurland

Ljómandi fín ævintýraferð fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem njóta útivistar í sumarhúsalöndum Brekkuskógar, Miðhúsaskógar eða Skyggnisskógar.

Gangan hefst á bílastæði efst í Skyggnisskógi en það fylgjum við vegslóða svo til beint í norður í átt að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur en á vinstri Úthraun, víða vaxið birkiskógi. Eftir tæplega eins kílómetra göngu er komið að lítill hraunspýju á hægri hönd og þegar komið er yfir hana sést slóði á hægri hönd og höldum við eftir honum.

Eftir stutta göngu sést í neðsta hluta Básagils. Reikna má með að nafnið komi til af því að víða í gilinu eru grónir básar sem hafa mótast í gegn um aldirnar. Vel þess virði er að ganga um Básagil en nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma og þá sérstaklega ef börn eru með í för því hér er sannkallað ævintýraland.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Básagil

    0