Valmynd leiðarkerfis
Konungsvegurinn (hluti)

Konungsvegurinn (hluti)

Konungsvegurinn (hluti)

Suðurland

Slétt og þægileg leið sem gefur góða mynd af svæðinu í kring um Miðhúsaskóg, Brekkuskóg og fleiri þekkt sumarhúsalönd. Nokkuð auðveld í rötun enda skýr slóð, vegur stærsta hluta leiðarinnar.

Árið 1907 sótti Friðrik VIII konungur Dana og Íslendinga  þegna sína hér á landi heim. Ráðist var í eina stærstu framkvæmd íslandsssögunnar þar til Kárahnjúkastífla var reist en það var gerð samfellds vegar frá Þingvöllum austur að Geysi og Gullfossi. Það reyndar gleymdist að bera framkvæmdina undir konung enda kom svo í ljós að hann var mikill útivistarmaður og vildi frekar en nokkuð annað ríða þessa leið og njóta óspilltrar náttúru.

Á þessu svæði liggur Konungsvegur um skóginn ofan Efstadals, austur að brúnni á Brúará sem reyndar var einnig byggð af þessu tilefni. Skammt austan hennar er komið að vaði á Neðri-Vallá en oftast má stikla yfir á stíflu eða grjótgarði sem hlaðinn var meðfram vaðinu. Vegurinn liggur áfram austur á Miðhúsaása, ofan við bæinn á Miðhúsum og þar sést hversu vel vegurinn er gerður því hér er hann nokkuð heillegur góðum hundrað árum eftir gerð hans. Leiðin liggur svo ofan við Úthlíð og austan hennar liggur hún svo í gegn Hrauntúnsskóg, sannkallaða perlu og þaðan er stutt niður að Andalæk þar sem þessari gönguleið lýkur.

Konungsveginum má reyndar fylgja austar ef menn vilja en þá liggur hann neðan bæjanna Austurhlíðar, Múla og Neðradals að Geysi. Þaðan sem leið liggur að Brúarhlöðum og suður Hrunamannahrepp og  Skeið að Þjórsártúni.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Konungsvegurinn (hluti)

    0