Valmynd leiðarkerfis
Hrauntún

Hrauntún

Hrauntún

Suðurland

Stuttur hringur um geysilega fallegt svæði þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Hentar öllum aldursflokkkum.

Ein mest náttúruperla sem finna má við sumarhúsasvæðin við Skyggnis-, Brekku- og Miðhúsaskóg er Hrauntúnsland en það er í vörslu Skógræktar ríkisins. Mýrarskógur þekur stóran hluta Hrauntúnslandsins og sunnarlega í skóginum eru tveir gullmolar, Hrauntúnstjarnir. Tjarnirnar eru fallegar og tærar og kalla á göngumenn að stinga sér til sunds. Það gæti hinsvegar fljótt dregið þrótt úr viðkomandi þar sem uppsprettuvatn er ískalt.

Úr tjörnunum rennur Hrauntúnslækurinn í Andalæk en um miðja vegu fellur niður um 3 – 4 metra í fallegum fossi er nefnist Dimmufoss. Hrauntúnslandið er sannkölluð paradís fyrir börn á öllum aldri.

Ekki tekur nema tæpa klukkustund að að ganga þessa leið sé hún farin í einni lotu en ráðlagt er að stoppa víða og ætla sér lengri tíma til fararinnar.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Hrauntún

    0