Valmynd leiðarkerfis
Síldarmannagötur

Síldarmannagötur

Síldarmannagötur

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Akranes / Borgarnes
  • Hækkun: Um 450m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Gangan hefst við bílastæði og vörðu innst í Hvalfirði, við mynni Botnsdals. Fyrsti leggurinn er á brattann en eftir það er gegngið eftir dæmigerðu heiðarlandslagi þar til komið er ofan í Skorradal. Leiðin er auðrötuð en helst á fólk erfitt með að finna rétta niðurleið í Skorradalinn. Í raun skiptir það litlu máli.

Nafnið er talið koma frá þeim tíma sem síld á að hafa verið í miklum mæli í Hvalfirði. Svo mikið á að hafa verið af henni að helst var hún veidd með varnargörðum sem hlaðnir voru á fjöru og henni svo mokað upp á flóði. Síðustu sögur um alvöru síldarveiðar í Hvalfirði eru síðan rétt eftir stríð.

Eins og fyrr sagði er fyrsti leggurinnn á brattann en umhverfið er þeim mun skemmtilegra svo farið göngumenn rólega ætti brekkan ekki að ofgera neinum. Fljótlega má njóta útsýnis en vel sést til Botnssúlna, yfir Þyrilsnes, inn Botnsdal og til Múlafjalls.

Þegar komið er upp liggur leiðin í gegn um svokallað Reiðskarð og strax eftir það má sjá úteftir Þyrli (388 m.y.s.). Margir kjósa að lengja leiðina (1 – 1,5 klst) og ganga út á hann. Er það vel þess virði enda útsýnið afar gott.

Gengið er eftir moldarstígum að miklu leyti og er leiðin lítið á fótinn. Þó má sjá örlitla hækkun að svökkuðum Tvívörðuhæðum og það er við Tvívörður sem hæsta punkt leiðarinnar er náð, 489 metrum yfir sjávarmáli. Hér sést vel yfir Botnsheiðina.

Leiðin liggur áfram og fljótlega lækkar leiðin hægt og rólega og ekki líður á löngu þar til sést í Skorradal. Fyrst sjást Eiríksvatn og fljótlega svo efstu bæjir sem eru í dag eyðibýli. Við stefnum niður að einu þeirra, Vatnshorni en þaðan liggur svo leiðin yfir að Fitjum þar sem við höfum fengið fórnfúsan bílstjóra til að sækja okkur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Síldarmannagötur

0