Valmynd leiðarkerfis
Tungufellsdalur – Hlíð

Tungufellsdalur – Hlíð

Tungufellsdalur – Hlíð

Suðurland

Hægt er að hefja göngu við svokallaðan Kjöl og ganga niður með Dalsá. Í Dalsá er Kerlingarfoss. Í kringum 1946 var hafist handa við virkjunarframkvæmdir við fossinn sem aldrei var lokið, en steyptur stíflugarður er til vitnis þar um.

Fossinn dregur nafn sitt af tröllkerlingu sem veiddi fisk við fossinn. Á 14. öld fórust tvær systur í fossinum. Munnmæli herma að systurnar birtist stundum í barnahópi og taki þátt í leikjum, en hverfi síðan í fossinn aftur. Gengið er áfram niður með ánni þar til hún snarbeygir til vesturs og þar er farið yfir hana á svokölluðu Skógarvaði.

Restin af leiðinni er í Hlíðarlandi þar sem Fjalla-Eyvindur fæddist, leiðin endar við þjóðveginn þar sem brýrnar yfir Dalsá og Fossá eru.

Leiðin er stikuð.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahrepp
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

Líklegast er best að aka að Tungufellsbæjunum og ganga það til suðurs á Dalsánni.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Tungufellsdalur – Hlíð

0