Valmynd leiðarkerfis
Valahnúkur

Valahnúkur

Valahnúkur

Suðurland

Eitt af vinsælli gönguleiðum í Þórsmörk enda ljómandi útsýni af þessu fjalli þó ekki sé það mjög hátt. Við hefjum gönguna við Skagfjörðsskála í Langadal. Þaðan liggur merkt og ágæt leið á topp hnjúksins og við höldum svo sömu leið til baka.

Er upp er komið blasir við ljómandi útsýni. Vel sést yfir í Fljótshlíð til Einhyrnings og Tindfjalla og ekki síður fram eftir Markarfljótsaurum að Stóra Dímon. Til norðausturs sjáum við yfir Almenninga, að  Rjúpnafelli og upp að Emstrum. Til suðurs blasa bræðurnir Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull við.

Fyrir þá sem ekki vilja fara sömu leið tilbaka má benda á leið er liggur niður til suðurs, yfir Merkurrana, ofan í Húsadal og eftir þeim slóðum til baka. Fari menn þá leið þarf að stoppa í Valahnúksbóli sem er vestan í hnjúknum. Þar höfðust við smalamenn áður og má líklega sjá að ekki var vistin alltaf góð.  Beint í suður frá flugbrautinni, rétt er land byrjar að hækka voru Þuríðarstaðir, nú ógreinilegar tóttir en taldar vera frá landnámi Þórsmerkur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Valahnúkur

    0