Valmynd leiðarkerfis
Umhverfis Hafravatn

Umhverfis Hafravatn

Umhverfis Hafravatn

Höfuðborgarsvæðið

Upplagt er að hefja þessa göngu okkar við Hafravatnsrétt. Þar hefjast líka fjöldi annara gönguleiða sem Mosfellsbær hefur merkt og stikað. Gott framtak á þeim bænum. Við göngum hér til norðurs meðfram akveginum en að mestu er hægt að ganga í eða við fjöruna neðan við veginn.

Við Vatnsvík beygjum við út af veginum og í stuttu máli eltum við stikurnar. Það eru þessar appelsínugulu og eru hringinn um vatnið. Þegar á veginn kemur aftur er stutt að réttinni þar sem bifreiðin bíður.

Hafravatn er um einn ferkílómetri að stærð og dýpst er það tæpir 30 metrar. Þar býr nykur að sögn kunnugra, grár stór hestur með hófa sem snúa aftur á bak. Því er kannski skynsamlegast að vera ekki alveg við vatnið, hver veit hvað gerist. En áður en við leggjum í hann má svipast um við réttina. Hér hefjast nokkrar gönguleiðir, hér hafa smalamenn skemmt sér í tugi ára og skátar hafa átt hér aðstöðu lengi. Réttað var hér í fyrsta sinn ári 1902.

Eftir að beygt er út af veginum við Vatnsvík göngum við meðfram fjölda sumarhúsa. Margir þeirra eru enn í notkun og vel haldið við. Um það bil í miðri byggðinni hefur verið reist lítil kirkja eða kapella við fallegan bústað. Freistandi er að rölta að og skoða. Um 10 – 15 mínútum síðar förum við yfir gamla trébrú á akvegi. Við hana voru töluverðar herbúðir á stríðsárunum. Kölluðust þær Jeffersonville en ekkert sést af þeim nú. Áin er Úlfarsá sem breytir þó um nafn áður en hún fellur til sjávar og heitir þá Korpa. Komið hefur fyrir að lax hafi gengið alla leið upp ánna og í Hafravatn.

Áfram liggur leið og ef við horfum yfir vatnið nú blasir Hafrahlíð við – í logni speglast fjallið í vatninu. Í fjallshlíðinni eru nokkir bústaðar og má vel ímynda sér útsýnið þegar setið er við þá í logni og sól. Okkar leið liggur hinsvegar áfram að bílnum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Umhverfis Hafravatn

0