Valmynd leiðarkerfis
Eyjan í Ásbyrgi

Eyjan í Ásbyrgi

Eyjan í Ásbyrgi

Norðurland

Fin kvöldganga fyrir þá sem gista í Ásbyrgi og auðvitað alla aðra. Gengið frá tjaldsvæðinu meðfram Eyjunni að austanverðu. Farið upp á hana að norðanverðu og svo eftir henni endilangri og sömu leið tilbaka.

Hófafar Sleipnis myndaði Ásbyrgi og Eyjan er hóftungan. Afar skemmtileg saga og sá er þetta ritar hefur oft velt því fyrir sér hvort hann hafi þá bara drepið niður einum fæti á leið sinni um heiminn og yfir Ísland.

En Eyjan er um 250 metrar á breidd og 40 – 60 metrar á hæð. Talið er að Ásbyrgi hafi orðið til í hamfarahlaupi eða tveimur, annarsvegar fyrir um 8 – 10 þúsund árum og hinsvegar fyrir um 3.000 árum. Sé það rétt má velta fyrri sér hvernig Eyjan varð svona „eftir“ – hvort klakar, klettar og vatnsaflið hafi streymt sitthvoru megin við hana? En við látum ástæðuna liggja á milli hluta og höldum áfram okkar göngu.

Ef um kvöldgöngu er að ræða getur hún orðið verið sveipuð dulúð, rökkrið fellur rólega á og oft myndast þoka þegar dagshiti mæti næturkulda á þessu svæði. Eftir að hafa gengið tæplega hleming af leiðinni sjáum við vörðu. Ef við snúum við hér verður gangan um 2 km. en ef við förum alla leið út á nefið verður hún rétt rúmir fimm km.

Við höldum áfram enda útsýnið af nefinu fallegt. Þar horfum við yfir Ásbyrgi sem virkar einhvern veginn frekar smátt. Á leiðinni tilbaka sjáum við yfir svarta sanda Öxarfjarðar.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Eyjan í Ásbyrgi

    0