Valmynd leiðarkerfis
Glanni, Paradísarlaut

Glanni, Paradísarlaut

Glanni, Paradísarlaut

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Borgarnes
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir að Bifröst
  • Flokkur: ,

Gönguferð að Glanna og í Paradísarlaut er ekki löng. Og líklega hafa margir stöðvað þar á leið sinni um Borgarfjörð. Gangan er líka svo sannarlega þess virði því þessir staðir eru svolítið eins og annars heims. Rétt áður en komið er að Bifröst er beygt út af veginum til hægri og er staðurinn merktur. Stígurinn er greinilegur og honum er vel haldið við. Gangan hentar öllu göngufæru fólki. Gott er þó að hleypa þeim yngstu ekki of langt frá sér.

Fossinn Glanni er í Norðurá og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Í annálum frá fjórtándu öld var hann nefndur Glennunarfoss. Orðið Glanni merkir birta eða skín. Tengist það líklega því að fossinn freyðir niður stalla sína. Annar Glanni er til á Vesturlandi og er sá í Langá á Mýrum. Hægt er að fara fram á brúnir Norðurá á nokkrum stöðum. Á flestum þeirra er gott útsýni yfir fossinn. Má oft sjá veiðimenn neðan hans en Norðurá er mikil laxveiðiá.

Ef Glanni er talinn húsnæði dverga og álfa má velta fyrir sér hvað Paradísarlaut sé? Dimmblá, grænblá, tær og falleg tjörn í hraunbolla Grábrókarhrauns er einhvern veginn svo væg lýsing. Vatnið vellar þarna undan hrauninu og skapar þessa skemmtilegu perlu.

Við höldum tilbaka. Stígurinn á milli Glanna og Paradísarlautar liggur þar sem þjóðleiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar lá áður. Það má því velta fyrir sér hverjir hafa fetað þennan stíg til forna. Í hraunjaðrinum rétt sunnan við Paradísarlaut má sjá hleðslur frá vegstæðum þjóðleiðarinnar.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að Bifröst

Skildu eftir svar

Listings

Glanni, Paradísarlaut

0