Valmynd leiðarkerfis
Arnarstapi – Hellnar

Arnarstapi – Hellnar

Arnarstapi – Hellnar

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert
  • Næsta þéttbýli: Arnarstapi
  • Hækkun: Um 2m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á sumrin
  • Flokkur: ,

Afskaplega ljúf og góð gönguleið. Nokkuð fjölfarinn enda hefst hún við eitt vinsælasta tjaldsvæði á þessum hluta Snæfellsnes. Við byrjum við styttuna af Bárði Snæfellsás og höldum eftir stíg beint niður að sjónum. Þaðan förum við til hægri og höldum okkur við stíginn alla leið að Hellnum. Þar má húkka far eða nýta okkur fórnfúsa bílstjórann sem sleppti því að koma með, eða hreinlega að ganga sömu leið til baka enda fáum við þannig allt annað sjónarhorn á leiðina.

Styttan af Bárði Snæfellsás fer ekki fram hjá neinum en það var Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og ferðaþjónustufrömuður sem hannaði hana og reisti til heiðurs Bárði, verndara Snæfellsnes. Bárður var hálfur tröll og af honum fara margar sögur. Hann nam land hér á nesinu og kallaði þá Snæfellsjökul Snjófell. Í dag heitir það fyrirtæki er rekur ferðir á Snæfellsjökul, tjaldsvæðið og veitingastaðinn á Arnarstapa því nafni.

Náttúrufegurðin, fjölbreytnin, ströndin hér er með eindæmum falleg. Upprunalega var þetta þjóðleiðin á milli Arnarstapa og Hellna en er núna stikuð og vinsæl leið til göngu. Ekki að ástæðulausu eins og þið munið samsinna eftir gönguna.

Við sjáum rétt örla fyrir tóttum, Írsku búðum sem voru býli hér áður fyrr en fljótlega eftir það komum við að svokölluðum Stapagjám. Litlu lengra er Gatklettur og gjárnar Músagjá, Hundagjá og MiMiðgjá. Þegar sjógangur er töluverðu má sjá sjóinn „gjósa“ þegar hann spýtist í gegnum Músagjánna. Var þetta talið merki um það áður fyrr að ekki væri sjófært frá Stapa.

Þegar rétt um 100 metrar eru eftir að bryggjunni sjáum við klett einn mikinn út í sjóinn á vinstri hönd. Kallast hann Valasnös og í honum er Baðstofuhellir. Í honum er mikil litabrigði sem ráðast af sól, sjávargangi, hita og fleiri þáttum. Eindregið má mæla með því að tölta þarna niður og virða fyrir sér herlegheitin.

Ekki síður má mæla með því að setjast á Fjöruhúsið og fá sér léttar veitingar áður en gengið er tilbaka. Næstum sama hvað er pantað, allt rennur ljúflega niður á þessum fallega stað. Eftir snæðing göngum við niður á bryggjuna og viirðum fyrir okkur litbrigðin í sjónum sem eru ótrúlega margbreytileg.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á sumrin

Skildu eftir svar

Listings

Arnarstapi – Hellnar

0