Valmynd leiðarkerfis
Búrfellsgjá

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá

Reykjanes

Skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar. Í raun einstök gönguleið. Við ökum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Rétt áður en þangað er komið, stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum síðar er bílastæði á vinstri hönd. Þar hefjum við gönguna, þræðum augljósan stíg upp á Búrfell og aftur sömu leið til baka.

Bílastæðið við Hjallaenda er nokkuð augljóst og rúmar líklega hátt í tíu bíla. Við förum yfir veginn og hefjum gönguna eftir góðum malarstíg. Stærsta hluta leiðarinnar er stígurinn nokkur skýr. Þó er það svo að víða er búið að ganga niður nokkra stíga og er það lýti á Búrfelli sjálfu að sjá stíga í hlíðum þess. Hér er því mælt með því að halda sig á þeim stíg sem fer eftir miðri gjá og svo umhverfis gíginn sjálfan.

Eftir stutta göngu komum við litlu misgengi og förum þar niður og yfir Vatnsgjá. Strax á hægri hönd má sjá skilti sem varar við klifri niður í gjánna sem er um fimm metra djúp. Sé farið varlega ætti það þó að vera fært flestu fullfrísku fólki. Enn er vatn í gjánni en hingað sóttu smalar og bændur vatn enda ekki mikið um það á þessum slóðum.

Við gjánna blasir við falleg, já falleg rétt er heitir Gjárétt eða Gjáarrétt. Hún var reist árið 1839 og var fjallskilanefnd svæðisins allt til ársins 1920. Aftan við Gjárétt er Réttargerði þar sem smalar geymdu hesta sína og fé. Efst í gerðinu má sjá móta fyrir rústum af byrgi þeirra. Svokallaður Krýsuvíkur Gvendur er talinn hafa hafst við í Búrfellsgjá með fé sitt í einhvern tíma. Guðmundur Bjarnason hét hann og var talinn fjölkunnugur, erfiður í skapi og lund en skarpur og kraftmikill.

Við göngum áfram eftir gjánni sem breikkar nú töluvert og víða sjáum við hraun slútta fram yfir gjánna. Líkist helst sviði á 17 júní.  Gjáin og við um leið beygir nú og um leið þrengist hún. Hér göngum við um verulega fallegt svæði, birkitré, hraunsprungur og hraunhvolf. Hrein og bein dásemd og líklega einstakt að geta gengið um svæði sem þetta.

En hvernig gerðist þetta. Einhvern veginn ímyndar maður sér mikil læti, jafnvel hamfarir en svo var ekki. Búrfell gaus einu sinni fyrir rúmum 8.000 árum. Var það flæðigos og gjáin myndast þegar hraunið rennur fram en tæmist svo snögglega. Eftir stendur þessi listasmíð náttúrunnar sem við fáum að njóta.

Búrfell er 179 metrar á hæð og gígurinn sjálfur er 140 metrar í þvermál. Dýpstur er hann 58 metrar og grynnstur 26 metrar. Útsýni er fínt, við horfum yfir Húsfell, Valahnúka og Helgafell, Kaldársel og Vífilsstaðahlíð.

Áhugavert er að sjá hvernig gjáin liggur um hraunið í góðum sveig. En við göngum til baka sömu leið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Búrfellsgjá

    0