Valmynd leiðarkerfis
Silfurfoss við Hólaskjól

Silfurfoss við Hólaskjól

Silfurfoss við Hólaskjól

Hálendið, Suðurland

Rétt er strax að taka fram að nafnið Silfurfoss sést hvergi á kortum heldur hefur því verið kastað fram af og til. Ekkert annað örnefni er til yfir fossinn svo við vitum til. En hann er tignarlegur og því verið líkt við Gullfoss á þennan hátt. Litli Gullfoss er líka nafn sem hefur verið sett fram. Gangan er ekki löng. Fylgt er slóða frá tjaldsvæðinu meðfram ánni. Eftir örskamma stund sjáum við úðann frá fossinum og eftir viðkomu þar liggur leiðin svo aftur tilbaka.

Tjaldsvæðið og skálar í Hólaskjóli í Lambaskarðshólum marka upphafið að hálendinu hérna megin frá, ef svo má að orði komast. Þar hefur verið byggt upp fín aðstaða, stór skáli, nokkkur smáhýsi og ágætis tjaldsvæði. Nokkrar gönguleiðir liggja hér um s.s. Sveinstindur – Skælingar en einnig er gengið héðan í Álftavötn og Strútsslaug. Um 35 km. eru frá þjóðvegi 1 og að sumarlagi er vegurinn fær öllum bílum.

Þessi örstutta leið lyftir göngumönnum aðeins upp svo ágætis útsýni er yfir Skaftá og Skaftárdal. Þetta er því ágætis morgun- eða kvöldganga sem hentar öllum. Rétt er þó að leiða þau yngstu er nær fossinum er komið. Þegar skoða á fossinn vel er sá ljóður á að erfitt er að finna stað þar sem hann sést allur.

Lambaskarðshólar eru hraunhólar sem runnu þegar Eldgjá gaus árin 934-940 en örstutt er í Eldgjá frá hólunum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Silfurfoss við Hólaskjól

    0