Valmynd leiðarkerfis
Þríhyrningur

Þríhyrningur

Þríhyrningur

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 415m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Skemmtilegt og nokkuð fáfarið fjall í nágrenni Hvolsvallar. Ekki mikil hækkun og hentar því flestum sem fá að launum fallegt útsýni yfir Suðurlandsundirlendi.

Best er að aka inn í Fljótshlíð, í gegn um Tumastaðaskóg í átt að Þríhyrningi. Haldið er framhjá bæjunum Tungu og Vatnsdal inn í Engidal að ánni Fiská. Þar er upplagt að hefja gönguna.

Gönguleiðin liggur því sem næst beint til austurs upp á syðri hrygg/hálsa Þríhyrnings. Þegar þangað er komið er haldið sem leið liggur upp á fjallið. Þegar upp er komið má sjá þrjá toppa, tveir þeir eru kleifir flestum en sá þriðji, hæsti (675 m.y.s.) er eingöngu kleifur mjög vönum einstaklingum.

Af vestari tindinum má sjá vel um allt suðurlandsundirlendið og af þeim eystri sést vel til Suðurjökla. Gengin er sama leið tilbaka en sé skyggni lítið skal var sig á tveimur giljum, Katrínar- og Tómagili sem eru á vinstri hönd.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Þríhyrningur

0