Valmynd leiðarkerfis
Hoffellsjökull

Hoffellsjökull

Hoffellsjökull

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Höfn í Hornafirði
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Einkabíll
  • Flokkur:

Stutt en skemmtileg gönguleið meðfram fallegum skriðjökli. Ágætlega ósnortið svæði. Við ökum inn að Hoffellsjökli, vegur 984 og leggjum við bílastæðið þar. Göngum svo hægra megin inn með jöklinum meðfram Húsbjörgum og ofan við Geitafellsbjörg að Efstafellsgili. Sama leið til baka.

Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli. Hann er um 10 km. langur og er rúmlega fimm hundruð metrar þar sem hann er þykkastur. Frá honum rennur Austurfljót í Hornafjarðarfljót. Jökullinn hefur hopað umtalsvert síðustu hundrað árin rúmlega og þar sem áður var um 250 metra þykkur jökull er nú jökullón.

Um miðja síðustu öld sóttu Hornfirðingar ís í Hoffellsjökul og var hann notaður til að kæla fisk.

Við göngum inn með hlíðinni, að hluta má sjá stíg. Hér höfum við gott útsýni yfir jökulinn og eins fram eftir aurunum niður að Hornafjarðarfljóti. Efstafellsgil er fallegt gil en bratt og illfært. Hægra megin við það liggur gönguleið upp á Geitafellstind (1.016 m.y.s.).
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Hoffellsjökull

0