Valmynd leiðarkerfis
Gamli Múlavegurinn

Gamli Múlavegurinn

Gamli Múlavegurinn

Norðurland

Lagt er upp gangandi þaðan sem keyrt er inna á gamla Múlaveg, skammt frá þar sem vegurinn liggur inn í fjallið í Múlagöng. Gamli vegurinn genginn um Vámúlann eins og hann heitir öðru nafni, upp á svokallað Plan efst í Múlanum, er það um 3,1 km. langur gangur.

Hægt er að velja að fara sömu leið tilbaka eða að fylgja veginum áfram inn Ólafsfjörð, um Ófærugjá og allt að gangnamunnanum Ólafsfjarðarmegin og bætast þá við gönguna 2,5 km.

Í Ólafsfjarðarmúla er ákaflega fjölbreytt landslag og jarðfræðiminjar margar og mismunandi s.s. sjávarmyndanir, jökulmyndanir og berghlaup. Gróður er víða ríkulegur og fjölbreyttur, dæmigerður útnesjagróður við Eyjafjörð.

Svæðið nýtur þeirra sérstöðu að það er mitt á milli tveggja þéttbýliskjarna.

Ólafsfjarðavegur var lagður um Múlann og formlega opnaður 17. sept 1966 en nyrsti hlutinn lagður af þegar Múlagöngin voru opnuð 1991. Múlavegurinn er nú skemmtileg gönguleið.

Nokkur eyðibýli og fleiri sögulegar minjar eru í Múlanum, sumar allfrægar. Má þar nefna Hálfdánarhur „hér myndi gengt í fjöllin“.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð.
Útgefandi. Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Gamli Múlavegurinn

0