Valmynd leiðarkerfis
Að Entujökli

Að Entujökli

Að Entujökli

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 100m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Þessi gönguleið gæti allt eins heitið „Landslag undir jökli“ því hér er gengið um slóðir sem voru undir Entujökli fyrir ekkert svo mörgum áratugum. Við ökum út af veginum rétt við Emstrur, beint fyrir neðan Tudda og Tvíböku. Ökum inn slóðina og stöðvum við Mófellshnausa þar sem gangan hefst. Hér fylgjum við ekki ákveðinni slóð heldur stöðvum frekar á ákveðnum stöðum, við getum því rölt að vild um þetta ótrúlega dalverpi.

Entujökull skríður fram úr Mýrdalsjökli og framundan jöklinum rennur Fremri -Emstruá. Hana þarf að fara yfir á brú í glæsilegu gljúfri þegar Laugavegur er genginn. Það fyrsta sem hér blasir við okkur er niður brekkuna er komið  eru litlar tjarnir með fallegum gróðri allt í kring. Gamli akvegurinn sem við göngum eftir lá áður niður í Þórsmörk og var notaður lengi vel.

Þegar Entujökull var hvað stærstur er talið að hann hafi náð út fyrir þar sem Markarfljótsgljúfur eru nú. Þau eru talin hafa orðið til í miklu hamfarahlaupi fyrir um 2000 árum. Hlaupi sem að miklu leyti er talið hafa komið undan Entujökli.

Hér má því víða sjá merki um jökul, svorfið grjót og rákir og jökurð og garða. Drjúg ganga er inn að jökli en eigi að síður mælt með henni en það er glæsilegt að sjá hvar Fremri – Emstruá verður til, sjá hvernig áin springur fram úr jöklinum. Oftast er hægt að komast alveg að fossinum. Annar foss er ekki síður merkilegri en þó ekki alltaf til staðar. Um hálfa leið á milli upphafsstaðar og jökulsins fellur áin oft fram að háum stalli og býr til fallegan foss, gráan en fallegan. er hann líklega um 50 metra hár.

Fyrir þá sem ekki þurfa að ganga að bíl aftur er hægt að fara með ánni niður að göngubrú og labba upp að Emstruskálum Ferðafélags Íslands.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Að Entujökli

0