Valmynd leiðarkerfis
Útigönguhöfði

Útigönguhöfði

Útigönguhöfði

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 540m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Bása á sumrin
  • Flokkur: ,

Æðisleg gönguleið þó hún sé örlítið brött á fótinn aðra leiðina. Hefst við skála Útivistar í Básum á Goðalandi og fylgt er góðum og merktum stíg upp á fjallið. Efsti hluti leiðar er frekar brattur en þar eru höld, keðjur fólki til stuðnings. Mælt er með að fara sömu leið til baka.

Útigönguhöfði (805 m.y.s.) er hæsta fjallið í Básum á Goðalandi og útsýni því afar gott af því. Í gosinu árið 2010 voru einhverjir sem kusu að ganga hingað í stað þess að fara á Morinsheiði enda sést hér ágætlega yfir hraunfarvegi þess goss.

Við höldum upp að Fremra Básaskarði, tökum þaðan beygju til austurs, eða suðausturs og höldum í Innra Básaskarð og upp á Votupalla. Það er reyndar eitt af þessum sérkennilegu örnefnum sem gaman er að velta fyrir sér hvernig er tilkomið. En svo höldum við upp klettanna, örlítið brölt en keðjur eru á staðnum og komumst upp á Útigönguhöfðann.

Þar erum við með Strákagil og Morinsheiði til austurs. Ef við horfum upp eftir eða til suðurs blasir Heljarkambur við og Fimmvörðuhálsinn, líklega sjáum við glitta í Bröttufönn. Til suðvesturs er Eyjafjallajökull og til vesturs sjáum við í Hvannárgil þar sem hraunfoss gladdi augu margra í gosinu árið 2010. Lengra má sjá Hátind og út eftir Krossáraurum. Til norðurs sjáum við yfir í Þórsmörk, Stóraenda, Litlaenda og Slyppugil. Austan við þau blasir Rjúpnafell við um 19 metrum hærri en sá staður er við stöndum á.

Hægt er að ganga frá þessari leið yfir á Morinsheiði en það er erfið leið svo við höldum til baka. Að minnsta kosti að þessu sinni.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Bása á sumrin

Skildu eftir svar

Listings

Útigönguhöfði

0