Valmynd leiðarkerfis
Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn

Höfuðborgarsvæðið

Eitt fallegasta vatnið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða réttara sagt eitt fallegasta umhverfið. Við leggjum bílnum við fyrsta bílastæðið þegar við komum frá Kaldárselsvegi en þar fyrir framan er Sandvík. Göngum svo umhverfis vatnið á ágætis stíg og endum aftur á bílastæði. Þeir sem vilja lengja hringinn eða taka annan lítinn með geta gengið hring í Höfðaskógi sem er austan við vatnið.

Hér hefur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar unnið mikið og gott verk eins og sjá má í þeirra skógi, Höfðaskógi. Á góðum tuttugu árum frá því að sorphaugum Hafnarfjarðar var lokað hér í nágrenninu hefur verið byggt upp dásamlegt útivistarsvæði. Skógrækt hefur hinsvegar verið stunduð hér í ein sextíu ár. Þegar við komum suður fyrir vatnið má sjá veglegan skála. Er þetta skáli eldri skáta, St. Georgs skáta í Hafnarfirði og heitir svæðið Skátalundur.

Þegar við nálgumst vestasta odda vatnsins er höfði ofan við okkur á vinstri hönd. Heitir hann Sel(s)höfði og þaðan er ágætis útsýni og liggur þangað stígur. Ekki langt frá eru örlitlar menjar um að hér hafi verið sel, mögulega frá bænum Hvaleyri. Segir sagan að nykurinn í vatninu hafi orðið stúlku er var í selinu að bana og hafi það þá verið lagt niður. Nykur er ófrýnilegur, grár hestur sem hófarnir snúa öfugt á.

Við höldu áfram göngunni og endum við bílastæðið aftur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Hvaleyrarvatn

    0