Valmynd leiðarkerfis
Botnstjörn í Ásbyrgi

Botnstjörn í Ásbyrgi

Botnstjörn í Ásbyrgi

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Húsavík
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Greiðar áætlanaferðir að sumri
  • Flokkur: ,

Þessi gönguleið er eiginlega skylda. Örstutt en samt svo dásamleg. Ekið er innst inn í Ásbyrgi og gengið þaðan frá bílastæðinu eftir góðum og merktum stíg inn að Botnstjörn og tilbaka sömu leið.

Sagan segir að Ásbyrgi hafi myndast þegar Óðinn reið um himinhvolfin, þá steig hestur hans Sleipnir niður fæti og þannig varð Ásbyrgi til. Eyjan er þá hóftungan. Dásamleg saga. Jarðfræðingar vilja hinsvegar meina að það hafi myndast í gríðarlegum hamfarahlaupum fyrir um 2.200 – 4.500 árum og áttu upptök sín undir Vatnajökli. Þannig megi sjá ummerki um hlaupin í formi áreyra, skessukatla, sorfins bergs og hrauns.

Ásbyrgi er rúmir þrír kílómetrar á lengd og um einn kílómetri á breidd. Það er mestu leyti skógi vaxið og umgirt snarbröttum hamraveggjum.

Innst í Ásbyrgi er Botnstjörn, leifar af fosshyl. Og þvílíkur foss sem það hefur verið. Stuttur gangur er inn að tjörninni en vel þess virði. Umhverfið er svolítið draumkennt, dularfullt og mundi sóma sér vel í hvaða sögu Tolkien sem er. Við tjörnina er góður pallur með borði og góðum upplýsingaskiltum.

Við förum svo sömu leið tilbaka.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Greiðar áætlanaferðir að sumri

Skildu eftir svar

Listings

Botnstjörn í Ásbyrgi

0