Valmynd leiðarkerfis
Atlavíkurstekkur – Jónsskógur

Atlavíkurstekkur – Jónsskógur

Atlavíkurstekkur – Jónsskógur

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Egilsstaðir
  • Hækkun: Um 5m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn frá Egilsstöðum
  • Flokkur: ,

Gönguleið, ofan þjóðvegar ofan við Atlavík. Fyrst er komið í lerkilund frá 1937, þar hæstu tré ofan við 20 metra, einnig má sjá fjöllaþöll og ofar marþöll. Ofan við lundinn eru rústir af stekk.

Frá Atlavíkurstekk er gengið uppá við, með skógar og stafafuru á vinstri hönd og komið upp í reit með ýmsum trjátegundum gróðursettum 1940 þar m.e. döglingsviður. Næst er komið í lerkilund frá 1957. Má þar sjá sjöstjörnuna í breiðum á blómatíma. Útsýnis- og áningastaður er á klettinum til vinstri, sjálfsánar stafafuru- og lerkiplöntur á svæðinu. Úr lerkilundinum er gengið áfram upp og út yfir Króklæk og Kerlingarmel í Jónsskóg frá 1951.

Jónsskógur var fyrsta gróðursetning á lerki eftir að Guttormslundur var gróðursettur 1938. Áfram er haldið út Selveg, yfir Kerlingará fram hjá rauðgrenilundi, gróðursettum 1970 og til vinstri niður á þjóðveg.

Af þjóðvegi má fara niður í Trjásafn og ganga niður að Atlavík eða út að Söluskála.

Fylgið stikum með rauðum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, Gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn frá Egilsstöðum

Skildu eftir svar

Listings

Atlavíkurstekkur – Jónsskógur

0