Valmynd leiðarkerfis
Írskra brunnur – Gufuskálavör

Írskra brunnur – Gufuskálavör

Írskra brunnur – Gufuskálavör

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hellissandur
  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri
  • Flokkur: ,

Örstutt og létt gönguleið sem hentar flestum. Tvær af merkari söguminjum Snæfellsnes sem heimsóttar eru hér og nauðsyn að skoða og sjá. Ekið er eftir stuttum vegslóða út af veginum rétt sunnan við Gufuskála. Þar er gott bílastæði, beint við Írskra brunn og þaðan gengið að Gufuskálavör og tilbaka.

Írskra brunn er skemmtilegt að skoða. Sérstaklega þegar maður les sér til um hvernig hann fannst aftur. Barnabarn síðustu húsfreyjunnar á Gufuskálum heimsótti staðinn árið 1989 en þá hafði verið leitað markvisst að brunninum í allmörg ár. Hann gat gengið að þessu mel og benti nákvæmlega á hvar brunnurinn var. Eftir uppgröft fannst hann nokkuð óskemmdur. Uppruni nafnsins er óljós en gömul fiskbyrgi í nágrenni benda til þess að staðurinn hafi verið notaður af írum fyrir landnám.

Þvert yfir tröppurnar niður í brunninn er hvalbein eitt mikið. Þetta bein er komið úr síðasta hvalnum sem unnið var í Hvalstöðinni í Hvalfirði áður en hvalveiðar hófust þar aftur 2006.

En við göngum nú í norðurátt eftir stikuðum og greinilegum slóða að Gufuskálavör. Þar er minnismerki sett upp af Slysavarnadeildinni á  Hellissandi um síðustu húsfrúnna á Gufuskálum. Hún hætti búskap þar eftir að maður hennar drukknaði hér árið 1948. Fallegt ljóð er eftir hana á minnismerkinu.

Gufuskálavör er um 70 metra breið og í raun magnað að hér hafi verið mikið útræði. Ekki finnst manni aðstæður árennilegar. Víða í grjótinu má þó sjá för eftir kili skipanna þegar þau voru dregin að og frá landi. Fiskurinn var svo þurrkaður í fiskbyrjum ofan við núverandi þjóðveg en þar í hrauninu má finna vel á annað hundrað slík.

Sá fyrsti er talinn er hafa búið á Gufuskálum var Ketill gufa Örlygsson en Landnáma segir hann hafa dvalið hér heilan vetur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri

Skildu eftir svar

Listings

Írskra brunnur – Gufuskálavör

0