Valmynd leiðarkerfis
Skógreitur í Fólkvangi

Skógreitur í Fólkvangi

Skógreitur í Fólkvangi

Norðurland

Trjárækt hófst í reitnum 1962. Reiturinn vera innan marka fólkvangs og er því friðlýst útivistarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Soffanías Þorkelsson, Vestur-Íslendingur frá Hofsá gaf fé til plöntukaupa. Ýmis félagasamtök hafa gróðursett í reitinn auk garðyrkjustjóra. Greni, fura, birki, lerki, ösp og víði var plantað í fyrstu en síðustu ár sjaldgæfari plöntum.

Aðalgöngustígar voru lagðir árið 1996 og þá var aðgengi að reitnum einnig lagað. Í reitnum eru gönguleiðir, áningarstaðir, borð og bekkir og útigrill.

Best er að hefja göngu við hliðið norðan við reitinn, skammt þar frá sem vegurinn liggur upp að skíðasvæði Dalvíkinga. Nýlega voru lagðir stígar út fyrir reitinn og þar eru nokkrir bekkir til að setjast á.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun á Dalvík

Skildu eftir svar

Listings

Skógreitur í Fólkvangi

0