Valmynd leiðarkerfis
Mælifell í Skagafirði

Mælifell í Skagafirði

Mælifell í Skagafirði

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Varmahlíð
  • Hækkun: Um 640m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Hér höldum við á eitt besta útsýnisfjall landsins enda er það talið sjást frá frá tíu af rúmlega tuttugu sýslum Íslands. Ekið er inn Skagafjörð frá Varmahlíð, veg 752 og beygt svo til hægri (vestur) Efri Byggðarveg nr. 751. Eftir stuttan akstur þar eltum við slóða til vinstri inn Mælifellsdalinn. Rétt við Moshól hefst svo leiðin en sjáum svo nokkuð vel  smá afskot fyrir bifreiðar og slóðinn er stikaður.

Hækkunin er rúmir 600 metrar og við göngum í sveig austur og norður fjallið. Sama leið er farin til baka.

Sumir halda því fram að Mælifellshnjúkur sé gamalt eldfjall líkt og fjöll norðan í Skagafirði. Efsti hluti fjallsins er úr hörðu móbergi og bólstrabasalti og utan í honum liggur um 700 metra hár garður, Hamraheiði úr basalti. Mælifell er oft kallað einkennistákn Skagafjarðar og á þá nafngift skilið. Þegar við stöndum á toppnum opnast gríðarlegt útsýni um allt land.

Til norðurs sjáum við Tröllaskaga vestanverðan og þegar við horfum til vesturs má sjá fjallagarðana á Ströndum, Snjófjöll á Holtavörðuheiði og sumir vilja meina að í réttu skyggni sjáist glitta í Snæfellsjökul. Ef við snúum okkur áfram til vinstri sjáum við jöklana á hálendinu afar vel og Bárðarbunga blasir afar vel við. Til austurs má sjá glitta í Herðubreið, Trölladyngju og Dyngjufjöllin þar í kring. Óviðjafnanlegt útsýni en nauðsynlegt að vera með gott Íslandskort með til að  átta sig á hvað er hvað.

Ástæðan fyrir þessu góða útsýni er að Mælifell stendur stakt og er staðsett mjög sunnarlega í  Skagafirði, í raun örstutt frá hálendinu.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Mælifell í Skagafirði

0