Valmynd leiðarkerfis
Hafursey

Hafursey

Hafursey

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Vík í Mýrdal
  • Hækkun: Um 450m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Skemmtileg gönguleið á „eyju“ með góð útsýni þá sérstaklega hafi fólk áhuga á eldsumbrotum og jarðfræði Kötlusvæðisins.

Hafursey er ein af nokkrum landföstum eyjum ef svo má að orði komast. Dyrhólaey, Pétursey og Hafursey rísa allar upp frá umhverfi sínu sem eyjar og hafa líklega hlotið nöfn sín af því.

Hafursey er nokkuð stór um sig og er neðan Kötlujökuls, hefur því líklega séð þau nokkur jökulhlaupin. Hún skiptist má segja í tvennt af Klofgili að norðan, hæsti tindurinn á eystri hlutanum heitir Kistufell (525 m.y.s.) en á vestari hlutanum er það Skálarfjall (582 m.y.s.) og það er þangað sem leið okkar liggur.

Hægt er að aka hringinn um Hafursey en við ökum að suðurenda vestari hlutans þar sem gangan hefst. Við sjáum skeifulaga skál í fjallinu og stefnum á hægri hluta hennar, göngum í sveig, fyrst til hægri og svo til vinstri upp á hrygginn vestast. Eftir grasi vaxna hlíð taka við smáskriður en annars er leiðin nokkuð greið.

Útsýnið er gott og þá sérstaklega yfir á Höfðabrekkuafrétt þar sem við þekkjum örnefni eins og Þakgil og Remundargil. Í suður sjáum við svarta sanda niður að sjó og Hjörleifshöfða rísa upp úr þeim sunnan þjóðvegar.

Til norðurs er Mýrdalsjökull í allri sinni dýrð en þegar við höfum notið útsýnis er haldið tilbaka eftir sömu leið en einnig má elta leiðina sem ferilinn hér sýnir en þá er farið niður örlítið vestar eða því sem næst eftir þeirri leið sem lýst er í Íslensk fjöll, bók Ara Trausta og Péturs.

Heimild: www.gonguleidir.is/jg
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Hafursey

0