Valmynd leiðarkerfis
Snekkjufoss

Snekkjufoss

Snekkjufoss

Vesturland

Leið sem kemur alveg hreint dásamlega á óvart. Örstutt labb í að því er virðist nokkuð sléttu landslagi þegar allt í einu opnast þetta líka fallega gljúfur. VÁ datt upp úr þeim er þetta skrifar. Ekið er upp í Eysteinsdal og ekki löngu eftir að farið er framhjá Rauðkolli og Klukkkufossi birtist skilti að Snekkjufossi á vinstri hönd. Pláss fyrir bíl í vegkanti og svo er gengið að gljúfrinu og tilbaka.

Ekki ætlum við að ganga svo langt að líkja þessum gljúfrum við Fjaðrárgljúfur en falleg eru þau. Líklega eykur það áhrifin að göngumaður á engan veginn von á því að þarna í nokkuð sléttu landslagi birtist gljúfur sem þetta.

Að mestu leyti er vatnsmagn árinnar bráðnun frá jöklinum. Það útskýrir líklega dýpt gljúfranna, vatnið hefur á árhundruðum grafið sig niður í landslagið.

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Snekkjufoss

0