Valmynd leiðarkerfis
Kolgrímshóll við Skyggnisskóg

Kolgrímshóll við Skyggnisskóg

Kolgrímshóll við Skyggnisskóg

Suðurland

Skemmtileg leið sem hentar öllum nema ef til vill þeim allra yngstu. Er að mestu leyti eftir góðum slóðum.

Þessi gönguleið er því sem næst hringur og hæglega má lengja hana til að svo verði. Hún hefst efst í Skyggnisskógi og fylgir vegslóðanum þar til komið er undir suðvesturhorn Miðfells. Þá er stefnan tekin því sem beint í suður að Ljóthól sem ekki er hægt að segja að standi undir nafni. Ljóthóll er hraunhóll sem hefur sprungið og því er gengt í gegnum hann ef svo má að orði komast.

Frá Ljóthóli er gengið í átt að Kolgrímshóli sem fyrr á árum hefur blasað mun betur við þar sem hann stóð upp úr hrauninu. í dag hefur hinsvegar birkiskógurinn teygt sig upp á hólinn og sveipað hann græntóna felulitum.

Frá Kolgrímshóli er gengin slóð niður í Skyggniskóg það sem stuttur spotti er að upphafspunkti göngunnar.

Þessi leið hentar líka ljómandi vel sem gönguskíðaleið.

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Kolgrímshóll við Skyggnisskóg

    0