Valmynd leiðarkerfis
Fjarðará

Fjarðará

Fjarðará

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Seyðisfjörður
  • Hækkun: Um 320m.
  • Samgöngur: Sérleyfisbílar til Seyðisfjarðar
  • Flokkur: ,

Skemmtileg gönguleið meðfram fallegri á sem rennur niður brattar hlíðar Seyðisfjarðar og til sjávar. Eina vandamálið er að helst verður að ganga hana fram og tilbaka til að njóta hennar að fullu. Er það gert hér. Við hefjum gönguna við Fjarðarselsvirkjun. Byrjum á að fara yfir ána á brú og eltum svo ágætlega stikaða leið upp meðfram ánni. Við minnismerkið á Neðra Staf höldum við tilbaka og endum á sama stað.

Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi háspennuvirkjun á Íslandi en hún var stofnsett árið 1913 og er því um 100 ára gömul. Hvammurinn í kring um virkjunina og gilið sem áin rennur um er vinsælt útivistarsvæði hjá Seyðfirðingum enda er þetta fallegt svæði. Við göngum hinsvegar upp með ánni sem er fjölbreytt að sjá þar sem hún fellur í litlum fossum og flúðum niður snarbrattar hlíðarnar til Seyðisfjarðar. Stærsti fossinn er Gufufoss sem um margt minnir á Skógarfoss, hálfgerður lítill frændi hans.

Hækkunin er þægileg og við finnum ekki mikið fyrir henni enda stærsti hluti leiðarinnar á grónu landi. Katlar, laxastigar og fleiri mannvirki sjást þegar við nálgumst Efri Staf. Þar má líka sjá minnismerki um Þorbjörn Arnoddsson. Hann hélt fyrstur uppi reglubundnum áætlanaferðum yfir heiðina.

Við snúum svo við og fáum á niðurleiðinni stórkostlegt útsýni yfir bæinn og fjörðinn.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Sérleyfisbílar til Seyðisfjarðar

Skildu eftir svar

Listings

Fjarðará

0