Valmynd leiðarkerfis
Ofan Rauðavatns

Ofan Rauðavatns

Ofan Rauðavatns

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reykjavík
  • Hækkun: Um 100m.
  • Samgöngur: Strætisvagnar
  • Flokkur: ,

Gönguleið sem kemur skemmtilega á óvart, enn ein perlan í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Við byrjum á því að aka að Morgunblaðshöllinni í Hádegismóum og niður slóða þar að Rauðavatni, ökum örstutt meðfram vatninu og svo slóða upp brekku framhjá sumarhúsi. Þar finnum við bílastæði og skiljum bílinn eftir. Við eltum svo góðan göngustíg sem liggur upp brekkuna og tökum hægri beygju þegar hann skiptist eftir um 100 metra. Gangan liggur svo eftir hryggjum ofan Rauðavatns í hálfsveig að Suðurlandsvegi, niður að vatninu, meðfram því og tilbaka á bílastæðið.

Hér við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt fyrir um hundrað árum síðan. Var það Skógræktarfélag Reykjavíkur sem gerði það og var svæðið lengi í umsjón þess félags.

Líklegast tekur vatnið nafn sitt af vatnaplöntunni Síkjarnara en stöngull plöntunnar er rauðleitur og blóm þess á yfirborðinu er einnig rauð. Vel má sjá þetta þegar lítið er í vatninu en þá eru heilu breiðurnar af plöntunni.

Rauðavatn er ekki stórt vatn, aðeins 0,32 km2 og víðast aðeins um einn metri á dýpt og um einn og hálfur metri þar sem það er dýpst. Hvergi rennur úr Rauðavatni og vatnasvið þess er afar lítið. Það er því að mestu leyti háð sveiflum í veðurfari hvað varðar stærð og vöxt.

En okkar ganga liggur eftir hryggjunum norðaustan og austan vatnsins. Við horfum niður á nokkra bústaði sem eru í misgóðu ástandi. Eftir um hálfrar klukkustunda göngu sjáum við það sem virðist vera grind af gömlum bústaði. Svo er ekki því hér er á ferð listaverk eftir listakonu eina.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Strætisvagnar

Skildu eftir svar

Listings

Ofan Rauðavatns

0