Valmynd leiðarkerfis
Melrakkadalur

Melrakkadalur

Melrakkadalur

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Dalvík
  • Hækkun: Um 260m.
  • Samgöngur: Áætlun á Dalvík
  • Flokkur: ,

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafsskilti leiðarinnar. Gengið yfir brú yfir Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna eru. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu.

Þegar komið er upp á hálsinn opnast útsýni inn í dalinn sem heitir líkt og svo margir dalir í Svarfaðardal tveimur nöfnum, annarsvegar Upsadalur þeim megin sem við stöndum en Böggvisstaðadalur hinumegin við ána. Þegar komið er í gegn um hliðið liggur stígur til norðurs. Framundan er þá framhlaup sem fallið hefur í fyrndinni og nefnist í daglegu tali Upsi.

Stefnan er tekin á syðri brún framhlaupsskálarinnar, þar birtist slakkinn ofan við framhlaupið sem nefnist Melrakkadalur. Gengið er upp þennan dal að áfangastað sem er kirkjulaga steinn ofarlega í dalnum.

Gengið er sömu leið til baka.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun á Dalvík

Skildu eftir svar

Listings

Melrakkadalur

0