Valmynd leiðarkerfis
Nykurtjörn

Nykurtjörn

Nykurtjörn

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Eitt vað
  • Næsta þéttbýli: Dalvík
  • Hækkun: Um 630m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Lagt er af stað frá bænum Steindyrum. Gengið er upp gróðursælar hlíðar meðfram Þveránni að Steindyrafossi en leiðin er öll stikuð. Þegar komið er upp á hjalla nokkuð ofan við fossinn er sveigt til norðurs, og gengið undir Bakkabjörgum að Grundargili en í því rennur lækurinn sem á upptök sín í Nykurtjörn.

Gengið er áfram upp með gilinu að Nykurtjörninni sem kúrir undir Litlahnjúk (1.160 m.) og Digrahnjúk (1.040 m.). Þegar haldið er niður aftur er genginn sama leið frá tjörninni og komið var að henni, niður með lækjargildinu alveg þar til komið er niður fyrir hin svokölluðu Hrafnabjörg sem nú blasa við norðan við lækjargilið. Hérna er hægt að halda áfram sömu leið tilbaka eða fara yfir lækinn.

Sé það gert er gengið niður tiltölulega láréttan bala neðan undir Hrafnabjörgum sem nefnast Hrafnabjargsasléttur. Þegar komið er niður fyrir slétturnar opnast fyrir framan okkur myndarlegt gil sem nefnist Brekkugil. Gengið er niður gilbarminn norðan við gilið. Þegar komið er niður mesta brattann við gilið er stefnan tekin norður og niður hlíðina með stefnu á brúnina ofan við Jarbrú þar sem nefnist Gerðislækjargil.

Nú tekur við nokkuð brattari leið og stefna tekin á ýtuslóð sem liggur frá Laugarhlíð, upp að borholu í hlíðinni. Þegar komið er á þennan slóða er auðvelt að fylgja honum niður hlíðina. Göngunni líkur svo við Sundskála Svarfdæla (N65°55,572 V18°34,696). Athugið að sé þessi leið farin er endastaður töluvert frá byrjunareit.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggð.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Nykurtjörn

0