Valmynd leiðarkerfis
Rauðhóll

Rauðhóll

Rauðhóll

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Göngubrú yfir á
  • Næsta þéttbýli: Hellissandur
  • Hækkun: Um 100m.
  • Samgöngur: Einkabílinn
  • Flokkur: ,

Létt og skemmtileg hringleið. Beygt er upp Eysteinsdalinn og mjög fljótlega komum við að bílastæði og skilti á hægri hönd sem vísar á hólinn. Leiðin er stikuð og fer í hring svo enginn ætti að eiga í vandræðum með að feta þessa leið.

Gríðarlega mikið hraun rann þegar Rauðhóll gaus. Kallast það Prestahraun og rann alla leið til Hellissands og niður í Dritvík. Rauðhólar eru til á nokkrum stöðum hér landi. Þekktastir eru þeir sem eru rétt utan við borgarmörkin en einnig þekkja margir Rauðhólana á Reykjanesi.

Frá Rauðhól liggur skemmtileg hrauntröð og eru í henni litlar tjarnir með vatnagróðri. Fyrir þá sem vilja fara aðeins öðruvísi leið má labba niður með hrauntröðinni. Þaðan að Móðulæk en í honum er nokkrir litlir skessukatlar, skoða þá og halda svo upp með læknum að bílastæðinu.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabílinn

Skildu eftir svar

Listings

Rauðhóll

0