Valmynd leiðarkerfis
Skútustaðagígar

Skútustaðagígar

Skútustaðagígar

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reynihlíð
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Mývatn
  • Flokkur: ,

Hálfgerð ferðamannaleið en eigi að síður gaman að ganga. Er að mestu stikuð þó þeim sé misjafnvel vel við haldið. Hefst og endar á sama stað rétt við hótelið.

Eins og allstaðar við Mývatn þá er fuglalífið mikið við Skútustaðagíga og má sjá bæði vatna- og mófugla. Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1973 enda einstakir í sinni röð. Skútustaðagígar eru svokallaðir gervigígar en þeir myndast þegar hraun streymir yfir vatn eða mjög blautt land. Þá kólnar hraunið mjög hratt og við það þrýstist gufa úr kvikunni af miklum krafti og myndar gígana.

Þannig eru þeir kallaðir gervigígar því hraunið kemur ekki úr iðrum jarðar eins og venjulega. Skútastaðagígar eru um 2.300 ára gamlir.

Ganga um gígana er því afar fjölbreytt, við blasir dásamleg náttúra, mikið fuglalíf og jarðfræðileg fyrirbæri.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Mývatn

Skildu eftir svar

Listings

Skútustaðagígar

0