Valmynd leiðarkerfis
Hólar í Hallormsstaðaskógi

Hólar í Hallormsstaðaskógi

Hólar í Hallormsstaðaskógi

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Egilsstaðir
  • Hækkun: Um 5m.
  • Samgöngur: Einkabíll frá Egilsstöðum
  • Flokkur: ,

Lagt er af stað frá Hússtjórnarskólanum upp nokkuð bratta brekku. Gengið er upp og út Hóla, framhjá háum steindrangi er ber nafnið Kerling.

Hólasvæðið er framhlaup úr fjallinu fyrir ofan. Úr Hólunum er komið í Flataskóg. Þar er fallegur og hávaxinn birkiskógur sem fróðlegt er að skoða, ekki síst fjölbreyttan botngróður. Úr Flataskógi er gengið út á Lýsishólssvæðið, þar af Fálkakletti er fagurt útsýni. Áfram er haldið inn og niður í gegnum greniskóg og komið á opið svæði. Þaðan má sjá niður á Ormsstaðahól neðan þjóðvega.

Lengja má gönguna með því að rölta niður á hólinn og njóta útsýnis. Á Ormsstöðum bjó Helgi Ásbjarnarson sem getið er í Droplaugarsonasögu. Þegar komið er niður undir asparlundinn er gengið til vinstri, inn á Hólasvæðið og sem leið liggur til baka niður að Hússtjórnarskólanum.

Fylgið stikum með bláum lit.

Ofangreind heimild: Hallormsstaðaskógur, gönguleiðir
Útgefandi: Skógrækt ríkisins
Vefsíða: www.skogur.is

 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll frá Egilsstöðum

Skildu eftir svar

Listings

Hólar í Hallormsstaðaskógi

0