Valmynd leiðarkerfis
Ástjörn – Ásfjall

Ástjörn – Ásfjall

Ástjörn – Ásfjall

Höfuðborgarsvæðið

Eitt besta útsýnisfjall höfuðborgarsvæðisins – mögulega líka það eina. Af Ásfjallli sést afskaplega vel yfir byggðir og ekki síður fjallahringinn umhverfis. Við leggjum bílnum við Ásvallalaug eða íþróttasvæði Hauka. Þaðan göngum við meðfram veginum með Ástjörn á hægri hönd. Leiðin liggur svo á stíg upp á við meðfram byggðinni. Við förum svo út af malbikuðum stíg og stígurinn sjálfur upp á fjallið er nokkuð augljós og þægilegur.

Ástjörnin er friðland en þar verpir meðal annars flórgoði. Ekki eru þau mörg pörin þar en takist manni að sjá flórgoðann er það skemmtileg sjón. Hægt er að lengja leiðina um tæpa 3 km. með því að ganga hringinn í kring um tjörnina. Við höldum hinsvegar áfram upp hlíðina með Ásfjall á aðra hönd og byggðina á hina. Þegar við komum efst í brekkkuna snörum við okkur út í hlíðina og komum fljótlega á gamlan stíg eða vegslóða. Honum fylgjum við upp á fjallið.

Á toppi fjallsins er hringsjá sem nauðsynlegt er að stúdera. Þar er einnig stór hlaðin ferhyrnd varða, Ásfjallsvarða. Hún var upphaflega hlaðin af sjómönnum sem kennileiti en síðar endurhlaðin sem virki af breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

En það er meira í Ásfjalli en það sem sjá má. Erla Stefánsdóttir, Hafnfirðingu og áflamiðill segir að yfir fjallinu liggi gulur kraftbogi. Þessi bogi tengist saman Helgafell í Hafnarfirði, Keili, Ásfjall, Esjuna og Snæfellsjökul.

Eftir að hafa skoðað helstu örnefni á hringsjánni, horft á fallegt útsýnið og innbyrt orkuna sem þarna er höldum við niður að bíl aftur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Strætisvagnar

Skildu eftir svar

Listings

Ástjörn – Ásfjall

0