Valmynd leiðarkerfis
Þyrill

Þyrill

Þyrill

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert
  • Næsta þéttbýli: Akranes
  • Hækkun: Um 350m.
  • Flokkur:

Gönguleið sem leynir á sér en fyrst er gengið um kjarri vaxna fjallshlíð og að því loknu um skemmtilegt heiðarlandslag og að lokum opnast fyrir göngumönnum stórkostlegt útsýn yfir Hvalfjörð og fjallahringinn þar í kring.

Við ákveðnar aðstæður má vel sjá hví þessi nafngift er tilkomin. Hvassir vindir springa niður af fjallinu og þyrla sjónum upp í Hvalfirði, jafnvel þótt nokkuð lygnt sé. Fajallið er afskaplega fallegt þar sem það gnæfir hátt og tígulegt, snarbratt og að virðist ókleift. Þyrill verður líklega til við rof skriðjökla, þeir springa í sundur og fara sitthvoru megin við fjallið.

Við hefjum gönguna á sama stað og lagt er upp í Síldarmannagötur. Innarlega í Botnsdal má finna bílastæði neðan vegs og leiðarprest sem bendir upp hlíðina. Stígurinn ergóður og greinilegur, viðs káskerum okkur til vesturs upp brekkuna og  týnumst af og til í birkinu sem þarna hefur vaxið upp. Þegar við komum upp á fjallið skiptist leiðin. Áfram heldur slóðin um Síldarmannagötur en við beygjum til vinstri, svo til beint í vestur. Ekki er greinilegur slóði þar en við veljum þægilega leið eftir hábungu fjallsins.

Ágætt er að halda sig nokkuð nærri sunnanverðum hlíðum fjallsins. Við göngum þar fram hjá Reiðskarði og áfram út á brúnir Þyrils. Þar ættu lofthræddir að hægja á sér því snarbrattar hliðarnar valda smá fiðringi í nhjám. Framhlið fjallsins er hömrum sett og springa þeir í miklar gjár. Þar er líklega Helgagjá stærst.

Hún er kennd við Helgu Jarlsdóttur sem þar kleif upp með tvo syni sína eftir að hafa synt úr Geirshólma sem sést vel frá brúnum fjallsins. Helga var kona Harðar úr söguar Harðar og Hólmvejar sem gerist að miklu eleyti í Hvalfirði. Eftir að hafa klifið skarðið hélt gekk hún yfir í Skorradal og leitaði skjóls hjá mágkonu sinni.

Eftir að hafa notið útsýnis af Þyrli eru tveir möguleikar í boði. Annar er að ganga sömu leið tilbaka og er vegalengd og annað hér miðað við það. Hinn möguleikinn er að halda til norðausturs, niður Litlasandsdal og meðfram Blásgeggská að hvalstöðinni. Má reikna með hálfri til einni klukkustund lengur í þá leið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Þyrill

    0