Valmynd leiðarkerfis
Borgarsandur

Borgarsandur

Borgarsandur

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Sauðárkrókur
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Sauðárkrók
  • Flokkur: ,

Borgarsandur er skemmtilegt svæði, sandhólar og fjara þar sem ungir og aldnir skemmta sér við göngu og leiki. Við hefjum gönguna á bílastæði við gömlu brúna yfir Héraðsvötn. Göngum yfir brúna og eftir sandinum inn að Sauðárkróki. Þar treystum við á far tilbaka.

Á bílastæðinu sjáum við fallega styttu. Hún heitir Ferjumaðurinn er til minningar um Jón Ósmann ferjumann. Hann starfaði alla sína ævi sem ferjumaður yfir Héraðsvötn. Hann var rúmlega tveir metrar á hæð, þrekvaxinn og aflrenndur  enda líklega ekki verk fyrir aukvisa að draga ferjuna yfir Héraðsvötnin með handafli. Hann er talinn hafa verið ferjumaður lengst allra á Íslandi og því líklega góður fulltrúi þessar dánu starfsstéttar.

Við göngum svo yfir gömlu brúna yfir Héraðsvötn en það er alltaf einhver sjarmi við gamlar brýr, bera vott um gamla tíma þegar ferðast var á rólegri, kannski skynsamlegri hraða á milli staða. Við okkur blasir Borgarsandur í allri sinni dýrð, eða eigum við að segja lengd. Hann er um fjórir kílómetrar á lengd, sléttur og nokkuð breiður á köflum. Kolsvartur sandur, fallegir sandhólar með melgresi einkenna svæðið og gerir það um leið skemmtilegt til göngu og útivistar.

Borgarsandur er kenndur við Sjávarborg, býli í Skagafirði. Það kemur fyrir í Landnámu þegar Kráku Hreiðar Ófeigsson kom í Skagafjörð og sigldi upp í Borgarsand.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Sauðárkrók

Skildu eftir svar

Listings

Borgarsandur

0