Valmynd leiðarkerfis
Jata – Byrgið – Kirkjuskarð

Jata – Byrgið – Kirkjuskarð

Jata – Byrgið – Kirkjuskarð

Suðurland

Þegar keyrt er heim að Fossi er komið að afleggjaranum að Jötu, þegar sá afleggjari er keyrður áfram er komið að upplýsingaskilti um þessa gönguleið og þar er gott að hefja gönguna. Gengið er fram Skipholtsfjall eftir götum. Byrgið (búrið) er vel falið í landslaginu en stikur vísa veginn að því. Byrgið er lítill og nettur búrskápur sem talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hlaðið. Þar á Jón bróðir hans í Skipholti að hafa skilið eftir vistir fyrir bróður sinn. Vissara er að horfa vel í kringum sig til að fara ekki á mis við byrgið.

Þegar gengið er fram í Kirkjuskarð er haldið áfram götur til suðurs, girðing er á vinstri hönd, en hún sést þegar komið er aðeins af stað. Göturnar þarna eru mjög greinilegar þar sem þetta er sú leið sem fjársafnið er rekið úr afréttinum í réttirnar á hverju hausti. Leiðin endar í Kirkjuskarði. Ef fólk vill lengja gönguferðina er hægt að byrja við Hlíð undir Hlíðarfjalli sem er fæðingarbær Fjalla-Eyvindar. Þar sést enn móta fyrir bæjarrústum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi
Útgefandi: Hrunamannahreppur
Vefsíða

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Jata – Byrgið – Kirkjuskarð

0