Valmynd leiðarkerfis
Dimmuborgir – Hverfjall – Grjótagjá

Dimmuborgir – Hverfjall – Grjótagjá

Dimmuborgir – Hverfjall – Grjótagjá

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reynihlíð
  • Hækkun: Um 100m.
  • Samgöngur: Áætlanaferðir að sumri og vetri.
  • Flokkur: ,

Við hefjum gönguna á bílastæðinu við Dimmuborgir. Eltum góða stíga að Hverfelli en gleymum ekki að njóta undursins Dimmuborga. Förum upp á Hverfell og göngum hálfhring í kring um gíginn. Förum svo niður stíg að bílastæði, þaðan ágæta leið að Grjótagjá sem er enn eitt náttúruundrið á þessu svæði.

Dimmuborgir eru auðvitað fyrst og fremst heimili gömlu jólasveinanna eins og allir vita. En jarðfræðingar vilja þó meina að þær hafi myndast þegar Lúdent gaus fyrir um 2.300 árum. Þá rann hraun niður í Mývatn og mynduðust við það perlur eins og Dimmuborgir og Kálfastrandavogar.

Hægt er að ganga þrjár leiðir um Dimmuborgir, mislangar en við höldum okkur við leiðina að Hverfjalli. Gefum okkur þó tíma til að skoða þær kynjamyndir sem hér má sjá, dranga, hraunborgir, gatkletta og hella. Líklega er Kirkjan þó þekktust og jafnvel fallegasta kynjamyndin sem þarna má sjá.

Stuttur spölur er frá Dimmuborgum að Hverfjalli eða Hverfelli en nánar má lesa um þennan ótrúlega gíg hér. Þegar upp á gíginn er komið göngum við næstum hálfhring, réttsælis og förum niður í átt að bílastæði. Niðurleiðin er líklega vinsælasta gönguleiðin upp á fjallið enda auðveldust.

Við förum yfir bílastæðið, förum eftir stíg sem beinir okkur í átt að Reykjahlíð. Ágætlega sýnilegur stígur en gengið er í hrauni en á slíkum stöðum þarf alltaf aðgát.

Grjótagjá er skemmtilegt fyrirbæri. Sambland af helli og gjá og var lengi á síðustu öld vinsæll til baða. Vatnið var lengi vel of heitt en er passlegt núna. Baðferðir eru þó ekki æskilegar og jafnvel bannaðar. Fyrst fréttist af Grjótagjá sem baðstað þegar enskir námsmenn fundu staðinn rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Gjáin situr því sem næst beint á flekabeltinu, flekum Evrópu og Ameríku. Hitastig vatnsins hefur breyst reglulega og tengist það oft jarðhræringum á svæðinu.

Okkar gönguleið endar við bílastæðið hjá Grjótagjá.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlanaferðir að sumri og vetri.

Skildu eftir svar

Listings

Dimmuborgir – Hverfjall – Grjótagjá

0