Valmynd leiðarkerfis
Gjáin

Gjáin

Gjáin

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Flúðir
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Engar beint á staðinn
  • Flokkur: ,

Dásamlegt svæði, gjár, áin, klettar og skógi vaxið svæði. Og auðvitað þjóðarstoltið í hámarki því hér er þjóðveldisbærinn örstutt í burtu. Við hefjum gönguna við Stöng. Frá bílastæðinu liggur nokkuð greinilegur stígur til norðurs. Við eltum hann og fikrum okkur svo ofaní Gjánna eftir um eins kílómetra labb. Til baka förum við svo yfir ánna og meðfram henni að sunnan að göngubrúnni neðan við Stöng.

Við göngum af stað frá bílastæðinu meðfram Gjánni. Hún er talin hafa myndast fyrir einhverjum þúsundum ára líklega við vatnsflaum kraftmikillar ár sem þarna rann. Gjáin er einn af fallegri áfangastöðum á Suðurlandi. Þar má sjá tærar en ískaldar uppsprettur, úfna og lítt óárennilega kletta og mikið af gróðri. Rauðá rennur um Gjánna og innst í henni fellur hún fram af klettum og myndar tvo fossa, sá stærri heitir Gjárfoss.

Eins og sjá má er mikið af hrauni þarna og hefur spilað sinn hluta í að mynda Gjánna. Talið er að fjögur hraun hafi þarna runnið. Það yngsta var Þjórsárdalshraun fyrir um 4.000 árum. Þeir gjallhólar eða gígar sem þarna má sjá hafa líklega myndast þegar hraun rann í vatn en þá springur hraunið á þennan hátt.

Eftir að hafa skoðað og notið innsta hluta Gjárinnar förum við yfir Rauðá og upp stíg, tröppur að bílastæðinu þar. Þaðan göngum við eftir stíg og veginum niður að Stöng í Þjórsárdal þar sem við hófum gönguna. Þá er upplagt að ganga upp að bænum og skoða hann.

Hér er um að ræða uppgrafnar rústir sem byggt hefur verið yfir til að varðveita þær betur. Talið er að hér hafi Gaukur Trandilsson búið en hann endaði ævina við Gaukshöfða, veginn af fóstbróður sínum vegna kvennadeilna.

Talið er að Stöng hafi farið í eyði eins flestir bæjir í Þjórsárdal árið 1.104 en þá gaus Hekla í fyrsta sinn eftir landnám. Spúði hún miklu magni af ljósum vikri og kaffærði bæi.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Engar beint á staðinn

Skildu eftir svar

Listings

Gjáin

0