Valmynd leiðarkerfis
Friðlandshringur að Hrísatjörn frá Dalvík

Friðlandshringur að Hrísatjörn frá Dalvík

Friðlandshringur að Hrísatjörn frá Dalvík

Norðurland

Lagt er af stað frá friðlandsskiltinu við bílaplanið við Olís á Dalvík. Leiðin er öll stikuð og vörðuð með lágum blóma- og fuglaskiltum. Gengið er í suður, neðan þjóðvegar 82, í áttina að Árgerðisbrúnni. Farið er um þurra lyngmóa og skógrækt meðfram Svarfaðardalsá, undir brúna við Árgerði og upp á hana sunnanfrá.

Gengið yfir brúna á gangstétt sunnanmegin og haldið áfram meðfram þjóðveginu að Hrísatjörn. Þegar komið er að Hrísatjörn er sveigt til vinstri og gengið meðfram tjörninni utan í höfða sem stendur þarna upp úr sléttum dalbotninum og nefnist Hrísahöfði.

Á Hrísatjörninni er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Gengið er áfram meðfram tjörninni allt þar til komið er að litlu fuglaskoðunarhúsi sem sett var þar niður vorið 2011. Þaðan er haldið af staða upp á kambinn ofan við húsið og gengið í norður að malarvegi sem liggur að malarnámum skammt frá. Þegar á veginn er komið er hann genginn til baka í áttina að Árgerðisbrú aftur og allar götur að upphafspunkti á ný.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun til Dalvíkur

Skildu eftir svar

Listings

Friðlandshringur að Hrísatjörn frá Dalvík

0